Morgunblaðið - 12.10.2000, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 12.10.2000, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 41 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BROTTKAST Á AFLA s Arni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra hefur kynnt tvö frumvörp, sem hann hef- ur lagt fram á Alþingi, og miða að því að draga úr brottkasti á afla og stuðla að því að síður verði veitt um- fram leyfilegar aflaheimildir. í frumvarpi um breytingu á lögum um umgengni nytjastofna felst, að Fiskistofu verður heimilt að setja eftirlitsmenn um borð í fiskiskip í því skyni að fylgjast með brottkasti á afla og koma í veg fyrir það. Fiski- stofa getur gripið til þessa ráðs skeri afli tiltekins skips sig úr afla annarra skipa við sambærilegar veiðar á sömu veiðislóð. Miðað er við, að eftirlitsmaður verði um borð í allt að sjö daga, en verði talin nauðsyn á lengri dvöl um borð greiðir útgerðin kostnaðinn þá daga. Þá eru í undirbúningi reglur þess efnis, að við löndun verði lögð fram skráning á stærðardreifingu fisks í aflanum. Nú er afli veginn eftir tegundum við löndun. I frumvarpi um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða er aftur á móti gert ráð fyrir því að þrengja heim- ildir til tegundatilfærslu. Hún felst í því, að heimilt er að veiða yfir af- lamarki í tiltekinni tegund botnfisks gegn skerðingu aflamarks í öðrum tegundum bolfisks. Heimildin hefur frá upphafi numið 5% af heildar- verðmæti botnfisksaflamarks, en mun verða 2% að hámarki af kvótan- um í hverri tegund verði frumvarpið samþykkt á Alþingi. Þessi tegunda- færsla hefur einkum verið áberandi í karfa og grálúðu og m.a. hefur þetta aukið karfaveiði um nær 50 þúsund tonn síðustu sex fiskveiðiár. Sjávarútvegsráðherra _ segir, að þessar aðgerðir séu aðeins fyrsta skrefið í aðgerðum gegn brottkasti afla og bendir hann m.a. á, að starf- andi sé nefnd, sem kanna á brottk- ast og koma með tillögur til að sporna við því. Væntanlega muni til- lögur nefndarinnar um frekari að- gerðir koma fram innan tíðar. Fyrir nokkrum árum var engin spurning um, að brottkast afla var mikið vandamál. Hins vegar bendir ýmislegt til þess að það sé ekki stundað í jafn ríkum mæli og áður. Hins vegar er ljóst, að kanna þarf málið til hlítar og grípa til viðeig- andi ráðstafana. Frumvarpi sjávarútvegsráðherra um eftirlitsmenn hefur almennt ver- ið vel tekið, t.d. bæði af talsmönnum sjómanna og útvegsmanna, sem telja að aukið eftirlit fæli frá brott- kasti. Frumvarpinu um tegundatil- færslu hefur ekki verið eins vel tek- ið af útvegsmönnum, sem telja það óþarft og tilgangslítið. Þótt ekki sé hægt að búast við því, að þessar aðgerðir sjávarútvegsráð- herra komi einar og sér í veg fyrir brottkast afla, eru þær skref í þá átt og að því leyti fagnaðarefni. NORRÆNT SAMSTARF ENDURSKOÐAÐ Mikið hefur verið rætt um fram- tíð norræns samstarfs undan- farin ár, ekki síst eftir að tvö Norð- urlandanna, Svíþjóð og Finnland, gerðust aðilar að Evrópusamband- inu. Aður átti Danmörk aðild að ESB og óttuðust margir að þetta myndi leiða til þess að verulega drægi úr mikilvægi Norðurlanda- samstarfsins og jafnvel að Norður- löndin í ESB yrðu það upptekin á þeim vettvangi að þau myndu ekki hafa .tíma eða jafnvel áhuga á að sinna hinu norræna samstarfi. Reynsla undanfarinna ára sýnir að vissulega hefur verið nauðsynlegt að gera breytingar á Norðurlanda- samstarfinu en jafnframt lifir það góðu lífi þrátt fyrir áhyggjur um annað. Samstarfið hefur verið gert markvissara og má færa rök fyrir því að þær breytingar hafi að flestu leyti verið til góðs og jafnvel nauð- synlegar óháð Evrópusambandsað- ild Svía og Finna. Þróunin í heiminum er hröð, ekki síst í Evrópu, og ef samstarf á að þjóna tilgangi sínum verður það að taka mið af aðstæðum hverju sinni. Það á ekki síður við um Norður- landasamstarfið en annáð. Því er forvitnilegt að sjá tillögur starfs- hóps sem ríkisstjórnir Norðurland- anna skipuðu á síðasta ári til að setja fram hugmyndir um framtíðarstefnu og meginverkefni norrænnar sam- vinnu við upphaf nýrrar aldar. Jón Sigurðsson, bankastjóri Nor- ræna fjárfestingarbankans, var for- maður starfshópsins en skýrsla með tillögum hópsins var kynnt á blaða- mannafundi í Kaupmannahöfn á þriðjudag. í Morgunblaðinu í gær bendir Jón Sigurðsson á að í heimi hnattvæð- ingar sé mikilvægt að þau lönd sem hafa sama gildismat starfi saman. Hætta sé á að rödd þessara ríkja heyrist ekki, sérstaklega ef um lítil lönd sé að ræða. Það sé því mikil- vægt að norrænt samstarf miði að því að styrkja hina sameiginlegu rödd Norðurlandanna. Þá segir hann að ekki sé lengur í samræmi við veruleikann að gera greinarmun á innanríkismálum og Evrópumálum þar sem Evrópumálin tengist nú orðið flestum sviðum og eðlilegt að ræða þau í samhengi við einstök mál. Meðal þess sem starfshópurinn leggur til er að falla frá skiptingu Norðurlandasamstarfsins í menn- ingarmál, grannsvæðin og Evrópu- mál og að fulltrúar grannsvæðanna (sem eru fyrst og fremst ríki við Eystrasalt) verði fullgildir þar sem við á, t.d. dæmis í samstarfi um umhverfismál. Hugmyndir starfshópsins eru um margt djarfar og forvitnilegar. Til dæmis er lagt til að norrænum ráð- herranefndum verði fækkað veru- lega og að Norðurlandasamstarfið líti meira út á við en verið hefur enda sé það nauðsynlegt til að standa vörð um hagsmuni íbúa Norðurlandanna. Vafalítið á skýrslan eftir að kalla á miklar umræður og jafnvel deilur. Þessi mál er hins vegar nauðsynlegt að ræða eigi samstarfið ekki að missa marks. Á ársfundi Samtaka atvinnulífsins var meðal annars fjallað um framleiðni í atvinnulífínu Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Meðal þeirra sem sátu fund Samtaka atvinnulífsins voru f.v. Barði Friðriksson, Sólon Sigurðsson, Einar Benediktsson, Sigurgeir Þorgeirsson, Birgir Isleifur Gunnarsson og Jóhannes Nordal. Davíð Oddsson forsætisráðherra, Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Finnur Geirsson, formaður SA, við upphaf ársfundar samtakanna. Framleiðni hefur ekkert aukist í tvö ár Davíð Oddsson sagði á ársfundi Samtaka atvinnulífsins grundvallaratriði að auka framleiðni í atvinnulífínu því þegar til lengri tíma væri litið réðust lífskjörin fyrst og fremst af fram- leiðni. Finnur Geirsson, formaður SA, sagði að framleiðni hefði aukist mikið 1996-97, en hún hefði staðið í stað síðustu tvö árin. Þetta væri íhugunarefni í ljósi þess að nýgerðir kjarasamningar byggðust á meðalframleiðniaukningu. SAMTÖK atvinnulífsins (SA) telja að á næstu mánuðum ráðist hvort tékst að tryggja stöðugt rekstrar- umhverfi og jafnvægi í efnahagslíf- inu til næstu ára. I ályktun árs- fundar samtakanna, sem haldinn var í gær, segir að framundan séu mikilvægar ákvarðanir í ríkisfjár- málum og kjaramálum sem taka þurfi mið af versnandi samkeppnis- stöðu, dvínandi hagvexti og þensl- unni í efnahagslífinu um þessar mundir. Verði farsællega að verki staðið hafi verið rudd braut fyrir nýjan áratug framfara og bættra lífskjara og sneitt hjá ógöngum á borð við hrunið í kjölfar uppsveifl- unnar fyrir rúmum áratug. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á fundinum að þrátt fyrir að nýlegar vísbendingar sýndu að þenslan í þjóðarbúskapnum væri í rénun væri enn ekki tímabært að slaka á aðhaldinu. Til marks um siíkar vísbendingar mætti nefna veltubreytingar í greiðslukortavið- skiptum, veltusköttum og innflutn- ingi. Jafnframt hefði dregið úr hækkun húsnæðisverðs og verð hlutabréfa hefði verið stöðugt að undanfömu. Þetta benti til að betra jafnvægi væri að myndast á eigna- mörkuðum. „Þótt þannig megi sjá merki um minnkandi þenslu á ýms- um sviðum er nauðsynlegt að hafa í huga að á öðrum sviðum virðist spennan ekki hafa minnkað. Þetta gildir ekki síst um vinnumarkaðinn. Þar fjölgar enn lausum störfum, at- vinnuleysi fer minnkandi og tekju- þróun samkvæmt staðgreiðslu- gögnum er í sama takti og áður. Þá er vöxtur peningastærða enn mjög mikill, einkum virðast útlán til fyrir- tækja aukast ört.“ Mögulegt að auka framleiðni Davíð sagði að útlit væri fyrir minni hagvöxt á komandi ári en hann hefði verið, en slík breyting væri nauðsynleg til að tryggja við- unandi jafnvægi í þjóðarbúskapn- um. Hins vegar þyi-fti að íhuga gaumgæfilega hvernig mætti auka framleiðni í atvinnulífinu. Þegar lit- ið væri til langs tíma réðust lífskjör fyrst og fremst af framleiðni. „Eg vil taka undir með þeim sem lagt hafa áherslu á nauðsyn þess að auka framleiðni atvinnulífsins. Það er grundvallaratriði að aukinni vinnuaflsþörf verði mætt með auk- inni framleiðni, þ.e. færri hendur vinni þau störf sem unnin eru í dag og þannig verði svigrúm myndað fyrir ný og arðbær störf. Þetta er undirstaða þess að lífskjör geti áfram farið batnandi í takt við það sem þau hafa gert undanfarin ár. Ég tel jafnframt að góð og gild rök megi færa fyrir því að slíkur árang- ur geti náðst ef vel er á málum hald- ið. Tækifærin eru til staðar. í því sambandi læt ég nægja að nefna hér fimm atriði: í fyrsta lagi er hagnýting upplýs- ingatækninnar enn skammt á veg komin. Nýja hagkerfið gefur marg- víslega möguleika til sóknar, bæði fyrir hefðbundnar atvinnugreinar ognýjar. í öðru lagi eiga ýmsar skipulags- breytingar, meðal annars á sviði fjármála og fjarskipta, eftir að skila sér í aukinni framleiðni. I þriðja lagi eru góðar horfur á því að fjárfest verði frekar í stóriðju á næstu árum, þótt endanlegar ákvarðanir liggi ekki nú fyrir í þeim efnum. Það er líklega hvergi í Evrópu jafnhagstætt að byggja nýtt álver og á Austurlandi. í fjórða lagi er talið að mikilvægir fiskistofnar séu í góðum vexti og hlýtt sé í hafi og mun það skila sér á næstu árum. Síðast en ekki síst blasir það verkefni við starfandi fyrirtækjum almennt að gera betur og nýta sér hagfelldar aðstæður til að bæta ár- angur sinn,“ sagði forsætisráð- herra. Davíð taldi að þessi atriði gætu lagt grunninn að 2-3% árlegri fram- leiðniaukningu á næstu tíu árum. Þetta gæti tryggt hagvöxt á ári að jafnaði sem væri meiri hag- MARKAÐSVIRÐI skráðra fyrir- tækja á íslandi er um 71% af landsframleiðslu. Þetta hlutfall er hærra hér á landi en t.d. í Danmörku, Noregi og Irlandi. Þórður Friðjónsson þjóðhags- stofustjóri segir þetta athyglis- vert, ekki síst í Ijósi þess hvað hlutafjármarkaðurinn sé ungur hér á landi. Þórður fjallaði um hið svokall- aða nýja hagkerfi á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í gær. Inni í þeim tölum sem hann nefndi um íslenska hlutabréfa- markaðinn er deCode, en verð- mæti fyrirtækisins er áætlað um 90 milljarðar. Þórður sagði þetta vöxtur en í aðildamkjum OECD. Telur kjarasamninga sjómanna hamla fram- þróun í sjávarútvegi Fram kom í ræðu Finns Geirs- sonar, formanns Samtaka atvinnu- lífsins, að samtökin ættu enn eftir að ljúka gerð 23 kjarasamninga. Stærstu hóparnir sem enn væri ósamið við væru sjómenn og starfs- menn í stóriðjuverum. „Stærsti hópurinn sem enn er ósamið við eru sjómenn á fiskiskipaflotanum. Blas- ir þar við stórt verkefni að taka til gagngerrar umfjöllunar það launa- kerfi sem nú er við lýði og er farið að standa framþróun íslensks sjávar- útvegs fyrir þrifum," sagði Finnur. Finnur sagði að með gerð kjara- samninga í vor hefðu Samtök at- vinnulífsins lagt sitt af mörkum til að viðhalda hluta þeirra staiísskil- eðlilegt þar sem stóru fjar- skiptafyrirtækin í Finnlandi og Svíþjóð væru inni í samanburðar- tölunum. Þórður sagði að þriðjungur af verðmæti skráðra fyrirtækja hér á landi væri í hátæknigeiranum, en þar með væru talin t.d. deCode, Össur og Marel. Tekjur af útflutningi hugbúnaðar 2,2 milljarðar Þórður sagði að tekjur af út- flutningi hugbúnaðarfyrirtækja hefðu vaxið hratt á síðustu árum og hefðu numið 2,2 milljörðum á siðasta ári. Þórður sagði að það sem skipti yrða sem íslensku atvinnulífi væru nauðsynleg. Það eitt og sér dygði hins vegar ekki til að tryggja efna- hagslegt jafnvægi. Seðlabankinn hefði á undanförnum misserum haldið uppi aðhaldssamri stefnu í peningamálum til að hamla á móti verðbólgu. Þessi stefna hefði leitt til afar hárra vaxta og hefði að vissu leyti verið til marks um að aðhald á öðrum sviðum hefði ekki verið nægilega mikið. Rekstrarútgjöld ríkisins aukastum 10% „Þótt ekki sé gert ráð fyrir sam- drætti í opinberum útgjöldum frá þessu ári í fjárlagafrumvarpinu er engu að síður gert ráð fyrir umtals- verðum tekjuafgangi, sem ætti að öðru óbreyttu að geta leitt til minni þenslu. Hér verður þó að hafa í huga að rekstrargjöld eru um 10 af máli fyrir fynrtækin í framtíð- inni væri að vera fljót að aðlag- ast nýjum aðstæðum. „Ég tel að styrkur íslenska hagkerfisins sé m.a. sá að það er sveigjanlegt. Það hefur mikla að- lögunarhæfni. Islendingar eru nýjungagjarnir, metnaðarfullir og tilbúnir til að leggja sig fram á þcim tíma sem það skiptir máli,“ sagði Þórður. Þórður sagði að frá 1996 hefðu orðið til 15.000 ný störf hér á landi. Flest hefðu orðið til í versl- un, iðnaði, byggingarstarfsemi og þjónustu. Hins vegar hefði störf- um í sjávarútvcgi fækkað um 1.000 og í landbúnaði um 500. hundraði hærri samkvæmt þessu frumvarpi, en þau voru samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram fyrir ári. Mikil hætta er á að útgjöld eigi eftir að hækka í meðför- um Alþingis áður en frumvarpið verður að lögum, og svo í fram- kvæmdinni eins og dæmin sýna. Er nauðsyniegt að fast verði staðið gegn slíkri þróun enda eru nú mun minni líkur á því en áður að tekjur umfram áætlanir komi til bjargar í þessu efni.“ Finnur gerði að umtalsefni ný- lega skýrslu Alþjóðlegu efnahags- stofnunarinnar um samkeppnis- hæfni 59 ríkja. Samkvæmt skýrslunni lækkaði ísland á listan- um um sex sæti og er nú í 24. sæti. Finnur sagði að eðlilegt væri að setja vissa fyrirvara við samanburði af þessu tagi, en ætla mætti að nið- urstaðan gæfi vísbendingar um að við mættum bæta okkur á ýmsum sviðum. Finnur sagði að meðal þess sem skipti máli í alþjóðlegum saman- burði væri skattaumhverfið á ís- landi. Virðisaukaskattur væri hár hér á landi og sama gilti um skatta á meðaltekjur. Við værum einnig með eignarskatta og stimpilgjöld sem væiu óvíða annars staðar. Sjálfstæð mynt kostar hærri vexti Finnur sagði að vexth- á Islandi væiu u.þ.b. helmingi hærri en í við- skiptalöndum okkar. „Óhætt er að segja að menn hafi haft skilning á því að miðað við ríkjandi kringum- stæður þyrftu vextir að vera háir til þess að vinna gegn þenslu. Hins vegar er það vissulega umhugsun- arefni til lengri tíma litið, að á með- an við íslendingar höfum sjálfstæða mynt þá má ganga út frá því að vexth’ hér á landi verði ávallt hærri en vextir erlendis. Sjálfstæð mynt er keypt ákveðnu verði í formi hærri vaxta og svo við- skiptakostnaðar, þ.e. óhagræðis sem fylgir því að skipta um mynt þegar um erlend viðskipti er að ræða. Einnig má ætla að það skipti stöðugt meira máli fyrir neytendur og það aðhald sem þeir veita fyrh-- tækjum, að verðsamanburður á milli íslenskra og erlendra vai’a og þjónustu sé eins skýr og kostur er. Þarna hafa viðskiptaþjóðir okkar forskot," sagði Finnur. Undh’ lok ræðu sinnar vék Finn- ur að nýja hagkerfinu og framleiðni á íslandi. ,Athuganir Samtaka at- vinnulífsins á framleiðni vinnuafls benda til þess að úr henni hafi dreg- ið á allra síðustu árum. Á fyrri hluta hagvaxtarskeiðsins frá 1996 jókst framleiðni á vinnustund allveru- lega, eða um 3% 1996 og tæp 6% 1997, en í meðalári er aukningin lík- lega á bilinu 1-2%. Síðan dregur mjög úr aukningunni árið 1998 og síðustu tvö árin stendur hún í besta falli í stað. Svo virðist sem fram- leiðni vinnuafls hafi aukist mjög meðan slaki í hagkerfinu var unninn upp, en síðari árin hefur hagvöxtur- inn verið borinn uppi af mikilli vinnu.“ Finnur sagði þetta íhugunarefni, ekki síst í ljósi fyrirliggjandi kjara- samninga sem gengju út frá meðal- framleiðniaukningu. Markaðsvirði skráðra fyrirtækja 490 milljarðar Fjárfesting í tækni- geira orsök hagvaxtar Nicholas Vanston, forstöðumaður rannsóknasviðs hagfræði- deildar OECD, telur hæpið að tala um að nýtt hagkerfí hafí orðið til. Sú framleiðsluaukning sem hafí orðið á síðustu árum sé til komin vegna mikilla fjárfestinga í tæknigeiranum. Orsökin sé því sú sama og í gamla hagkerfínu. Haraldur Johannessen ræddi við hann um nýja hagkerfíð. i- ÚMU ári eftir að ég hóf störf hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) fór ég að sinna íslenska hagkerfinu auk nokkurra annarra. Ég starfaði við íslenska hagkerfið í nokkur ár seint á átt- unda áratugnum. Þá var við margs konar vanda að etja í efnahagsmál- um á íslandi, en nú er gleðilegt að sjá að hann virðist hafa verið leyst- ur,“ segir Nicholas Vanston, for- stöðumaður rannsóknasviðs hag- fræðideildar OECD, sem flutti í gær fyrirlestur undir heitinu Áhrif upplýsinga- og fjarskiptatækni á hagvöxt á ársfundi Samtaka at- vinnulífsins. „Það má glöggt sjá,“ segir Vanst- on, „að landið er orðið mun ííkara en það var þegar ég kom hingað síð- ast fyrir um tuttugu árum þótt hag- sæld hafi verið með ágætum þá. Það er greinilega mikil velmegun hér. í nýjustu skýrslu OECD um ís- land, sem gefin var út í desember síðastliðnum, segjum við að það líti út fyrir að hagkerfið hafi vaxið of hratt, að verðbólga kunni að verða vandamál, að þessum mikla vexti hafi fylgt ójafnvægi í viðskiptum við útlönd og að hagkerfið geti að öllum líkindum ekki vaxið jafnhratt áfram. Ég hygg að þetta hafi í meg- inatriðum gengið eftir.“ Mikill hag- vöxtur hefur einmitt verið tengdur umræðunni um nýja hagkerfið. I því sambandi hefur raunar verið talað um mikinn vöxt með lági’i verðbólgu og þá sér í lagi í Banda- ríkjunum. Er þetta nýja hagkerfi raunverulegt að þínu mati? „Það eru tvö sjónarmið uppi varðandi nýja hagkerfið. Hið fyrra og vinsælla gerir ráð fyrir því að nýja hagkerfinu fylgi mikill vöxtur, lág verðbólga, lítið atvinnuleysi og góð staða á fjármálum hins opin- bera. Þessi einkenni má vissulega sjá í Bandaríkjunum og reyndar einnig á Islandi. Að nokkru leyti líka á hinum Norðurlöndunum, Ir- landi og Ástraliu. En þetta er alls ekki orðið að almennri reglu. Japan til að mynda, sem er næststærsta landið innan OECD, hefur búið við afar lítinn vöxt í fjölda ára. Þetta vinsæla sjónarmið tengist einnig tölvunum, Netinu og farsímunum og gengur út á að það sé hin nýja tækni sem gerir hagkerfinu kleift að vaxa mun hraðar en áður og við minni verðbólgu. Það er margt til í vinsæla sjónarmiðinu, sérstaklega hvað varðar Bandaríkin. Hitt viðhorfið, sem kalla má sjón- armið hagfræðingsins, gengur út frá því að nýja hagkerfið, sé það yf- irleitt til, byggist á aukningu í því sem við köllum margþátta fram- leiðni.“ Okeypis ávinningur Hvað áttu við með þvf hugtaki? „Allt sem er framleitt er framleitt annars vegar með vinnu manna og hins vegar með vélum. Það er mögulegt að reikna út hversu stór hluti framleiðslunnar kemur frá vinnunni og hversu stór kemur frá vélunum. Þannig að þegar þetta er lagt saman mundi maður gera ráð fyrir að fá heildarframleiðsluna. Sú er hins vegar ekki raunin því að það verður alltaf eitthvað eftir og þetta eitthvað er kallað margþátta fram- leiðni. Hún stafar af því að fólk finn- ur betri leiðir til þess að gera sömu hluti með jafnmikilli vinnu og sömu vélum. Þetta þýðir að um ávinning er að ræða jafnvel þótt ekkert hafi verið fjárfest. Morgunblaðið/Ásdís Nicholas Vanston Á sjötta og sjöunda áratugnum og að nokkru leyti á hinum áttunda var margþátta framleiðni afar mik- ilvæg. Hún skýrði meira en helming vaxtarins í flestum OECD-löndun- um, sérstaklega í Evrópu. Þarna fengu menn því meira en þeir gátu búist við - nánast fyrir ekkert - og það var vegna margþátta fram- íeiðninnar.“ Er þetta ekki það sem stundum hefur verið flokkað undir tækniframfarir í hagfræðilíkönum? „Jú, þetta hefur stundum verið kall- að það. Þetta eru í raun margir hlutir, til dæmis betri stjórnun eða betri aðferð við að nýta þær vélar sem eru fyrir hendi. Þetta var mjög mikilvægt á sjötta og sjöunda áratugnum og stafaði mest af því að önnur lönd græddu á því hvað Bandaríkin stóðu framarlega á tæknisviðinu. Önnur lönd gátu líkt eftir því sem gert var í Bandaríkjunum en þurftu ekki að leggja sjálf út í fjárfestingar til að búa tæknina til. Ör mikilvægi þessa dró seint á sjöunda áratugn- um og snemma á þeim áttunda, sem er ein af ástæðum þess að hagvöxt- ur hefur verið mun minni síðan. Þegar tölvurnar og nýja upplýs- ingatæknin kom til sögunnar héldu margir hagfræðingar að það mundi auka margþátta framleiðni að nýju. Þetta mundi þýða að í öllum grein- um sem nota tölvur yrði mikil fram- leiðsluaukning án þess að mikil aukning yrði í því sem notað er við framleiðsluna. Þegar hagfræðingar sáu að hagvöxtur jókst án þess að verðbólgan hefði aukist voru fyrstu viðbrögð þeirra að draga þá álykt- un að þetta væri aukning í marg- þátta framleiðni og hún næði til allra geira þjóðfélagsins sem nýttu hina nýju tækni. Fyrir um hálfu öðru ári þegar nákvæmari tölur tóku að berast varð Ijóst að þetta var ekki svo einfalt. Það reyndist vera framleiðniaukning vinnuafls í þeim greinum sem notuðu mikið tölvur, en það var aðeins vegna þess að þeir notuðu tölvutæknina meira. Tölvum fjölgaði því hlutfallslega miðað við fólk. Éramleiðsluaukn- ingin varð sem sagt ekki vegna nýja hagkerfisins heldur var skýringin aukin fjárfesting í tölvubúnaði. Þetta var því bara eins og í gamla hagkerfinu, aukin framleiðsla vegna aukinnar fjárfestingar. Þegar farið var að kanna hvaðan aukningin í margþátta framleiðn- inni kom reyndist hún nær ein- göngu koma frá þeim geira atvinnu- lífsins sem framleiðir hina nýju tækni, bæði hug- og vélbúnað. Þetta var smár geiri en vegna þess hversu hratt hann óx var hægt að sjá þessa aukningu á þjóðhagsleg- um mælikvörðum." Hver er skýr- ingin á því að engin margþátta framleiðniaukning hefur orðið í þeim geirum sem nota nýju tækn- ina en aðeins þeim geira sem fram- leiðir hana? „Svarið er að það er ekki nægur tími liðinn. Það þarf að læra að nota nýja tækni og með því á ég ekki aðeins við að læra á takka- borðið á tölvu heldur að endur- skipuleggja allt framleiðsluferlið til að nota nýju tæknina á sem hag- kvæmastan hátt. Slíkt getur tekið langan tíma en næst líklega um síð- ir og búast má við að það verði fyrst í Bandaríkjunum. Þetta þýðir líka að Bandaríkin geta að öllum líkind- um haldið áfram lengi enn að vaxa hraðar en áður. Ef þessi ávinningur tækninnar verður að veruleika ættu flest eða öll lönd að geta til frambúðar vaxið hraðar en áður án þess að lenda í erfiðleikum á borð við verðbólgu.“ Varla hægt að tala um nýtt hagkerfi Hefur OECD breytt líkönum sín- um með þessar breyttu aðstæður í huga? „Já, það er búið að setja þetta inn í líkönin fyrir hvert land efth’ því sem við gerum ráð fyrir að þessar breytingar hafi náð þangað. Við teljum til að mynda nú að Banda- ríkin geti vandræðalítið vaxið um 4% á ái’i, en álitum fyrir ekki meira en rúmu ári að efri mörkin væru 2‘/2-3%. Þetta er óljósara hvað önn- ur lönd varðar. I Evrópu, til dæmis Frakklandi og Þýskalandi, kvarta fyrirtæki undan því að fá ekki starfsfólk, jafnvel þótt atvinnuleysi sé enn um 9%. Þetta hefur þær af- leiðingar að þar er löng bið eftir nýjum bílum svo dæmi sé tekið og' þetta passar ekki við lýsinguna á nýja hagkerfinu heldur hinu gamla, enda má almennt segja að nýja hag- kerfið finnist ekki í Evrópu. Þar eru Norðurlöndin að vísu nokkur und- antekning, Finnland með fyrirtæki á borð við Nokia, Svíþjóð með Er- icsson og ísland með fyrirtæki eins og deCODE. En þegar nánar er gáð er varla hægt að tala um nýtt hagkerfi í Bandaríkjunum. Það er komin fram ný atvinnugrein sem sýnir mikla framleiðniaukningu en gamla hag- kerfið gengur líka mjög vel. Hluti skýringarinnar á því að það gengur vel er að fólk hefur meira af nýjum tækjabúnaði til að aðstoða það við1" vinnuna, en skýringin er líka sú að bandaríska hagkerfið gengur yfir- leitt mjög vel. Þar er sveigjanlegur vinnumarkaður, mikil samkeppni á smá- og heildsölumarkaði og fjár- málamarkaðurinn virkar mjög vel. Ef við lítum til Japans þá er þar land sem lengi hefur verið framar- lega á tæknisviðinu, en samt er hagkerfí Japans sannarlega ekki það sem kalla má nýtt hagkerfi. Þótt atvinnuleysi sé ekki mikið er hagvöxtur lágur og það eru engin merki um að það muni ná sér hratt- Það er því ekki endilega nóg að ráða yfir nýju tækninni, það þarf líka að hafa rétta efnahagsstefnu og hagstætt umhverfi að öðru leyti. Ef þetta er á hinn bóginn fyrir hendi þá er hægt að njóta ávinningsins af framförunum í tölvu- og upplýs- ingatækni án þess að vera framleið- andi slíkrar tækni sjálfur, sem er líldega skýringin á velgengn? Ástralíu um þessar mundir.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.