Morgunblaðið - 12.10.2000, Page 45
I-
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 45
MINNINGAR
i
'j
og þótt amma væri orðin gleymin á
líðandi stund hafði hún mikla ánægju
af að heyra fréttir af fjölskyldu og
vinum. Hún var alltaf glöð í bragði
og dáðist af fatnaði, litum og hafði
orð á öllu því sem gæti glatt aðra.
Amma naut frábærrar umönnunn-
ar starfsfólks á 3. hæð á Hjúkrunar-
heimilinu Eir til síðustu mínútu. Er
ég þakklát fyrh- hennar hönd að hún
hlaut hlýtt viðmót og elsku til hinstu
stundar.
Vertu yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Auður Guðrún.
Auði móðm’systur okkar, kynnt-
umst við fyrst þegar hún flutti til
Reykjavíkur árið 1945, en dætur
hennar, sem aldrei voru kallaðar
annað en Kæja og Mumma, voru á
okkar reki og urðu strax meðal bestu
vina okkar. Samfundir voru tíðir þó
að við byggjum hvert í sínum bæjar-
hlutanum, einkum sunnudagsheim-
sóknir á báða bóga þar sem spilað
var og spjallað.
Auður vai- aðalgestgjafinn, þó að
hún léti ekki mikið fara fyrir sér þar
sem hún breiddi sína ósýnilegu
mildu hönd yfir allt í kringum sig.
Svo liðu árin og við náðum fullorð-
insaldri og sýn okkar á líf ættingj-
anna dýpkaði. Hinar glöðu æsku-
minningar stóðu í sama ljóma og fyrr
en lífsbarátta Auðar og fjölskyldu
hennar varð okkur smám saman ljós.
Við vissum að hún hafði verið past-
urslítil í æsku, gifst góðum og dug-
legum manni en misst hann er skip
hans strandaði þegar hún gekk með
yngri dóttur sína og flutti þá aftur
heim í föðurgarð með dæturnar.
Þetta var á kreppuárunum og lífsb-
aráttan erfið, en faðir hennar orðinn
farinn að kröftum og ófær til vinnu.
Félagsleg hjálp var þá afar lítil en
samstaða fjölskyldunnar sterk. Hús
þeirra á Þingeyri hét Vegamót og
auk Auðar, dætra hennar og foreldra
bjó með þeim Kjartan yngsti bróðir
hennar sem þá var um tvítugt. Öll
þessi fjölskylda flytur svo til Reykja-
víkur árið 1945 þegar Auður fer að
búa með Ingvari Brynjólfssyni, síð-
ari manni sínum. A heimilið flytur þá
einnig Þórný móðir Ingvars.
Arnfinnur, faðir Auðar, lést ári
síðar, 1946, 84 ára, en næsta áratug-
inn bjó þessi stórfjölskylda þriggja
kynslóða í þröngu leiguhúsnæði með
einni fyrirvinnu. Auður var húsmóð-
irin og leysti hvern vanda með mildi
sinni og hjartagæsku. Ingibjörg
móðir hennar var þá á góðum aldri
og heilsugóð og studdi dóttur sína
með ráðum og dáð og mátti hvorug
af hinni sjá. Þá studdu dæturnar
móður sína eftir mætti þegar þær
komust á legg og þar er ekki síst að
minnast hlutar Karenar í löngum
veikindum Auðar eftir að hún átti
yngstu dóttur sína, Auði Ingu.
Þannig liðu árin og það rættist vel
úr málum fjölskyldunnar. Þórey
móðir Ingvars, bjó í 10 ár á heimilinu
uns hún dó árið 1955, 92 ára. Ingi-
björg bjó hjá dóttur sinni í 28 ár uns
hún dó árið 1973, 94 ára. Kjartan
flutti út eftir um sjö ár og stofnaði
eigið heimili og dæturnar uxu úr
grasi og fluttu að heiman.
Ingvar gekk í byggingarsam-
vinnufélag og kom fjölskyldunni upp
íbúð á Laugarnesvegi 96 þar sem
þau bjuggu í tvö ár, en árið 1958
keyptu þau sér íbúð að Lönguhlíð 19
þar sem þau bjuggu meðan kraftar
leyfðu eða til ársins 1992.
Minning okkar um Auði ein-
kennist af þeirri hógværð og hlýju
sem hún bar með sér og harður skóli
lífsins hafði slípað og fágað. Auður
átti sér sterka trú og fól Guði að
leysa erfiðleika sína á lífsleiðinni og
taldi sig hljóta mikla bænheyrslu. A
efri ái-um naut hún samvistar trúar-
systkina sinna hjá félagsskap sem
hélt samkomui' í Mjóuhlíð 16 og hjá
Hjálpræðishernum, ásamt Ingvari
manni sínum en þau voru alla tíð
mjög samrýnd.
Við minnumst frænku okkar af
miklum hlýhug og biðjum henni og
fjölskyldu hennar allrar blessunar
Guðbjörg og Matthias
Eggertsbörn.
+ Ingibjörg Soffía
Guttormsdóttir,
fædd Mörk, fæddist
í Þórshöfn í Færeyj-
um hinn 16. október
1920. Hún lést á
Landspítalanum
hinn 4. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Mortan
Mörk, útgerðar-
maður og skipstjóri
í Færeyjum, og
Magdalena Mörk.
Eignuðust þau hjón-
in sjö dætur og einn
son. Sakir veikinda
móður sinnar dvaldi Ingibjörg
langtímum hjá móðurbróður sín-
um, Óla Breckmann, og fjöl-
skyldu hans. Móðir hennar lést
þegar Ingibjörg var á níunda ári
og flutti hún þá, ásamt ömmu
sinni, alfarið til frænda síns og
ólst þar upp.
Ingibjörg giftist eiginmanni
sínum, Grími Guttormssyni, kaf-
Ástkær móðir mín, Ingibjörg
Guttormsdóttir, lést í Reykjavík
hinn 4. október síðastliðinn. Móðir
mín var stórfengleg kona sem
bæði átti mikla gleði og kærleik en
einnig harm, sem hún bar í hljóði.
Trú hennar á Guð og bænina veitti
henni þann styrk sem hún þurfti.
Móðir mín var einnig glæsileg og
falleg kona, hún bar höfuðið hátt
og geislaði af lífsgleði og krafti.
Hún kenndi mér og öðrum að líta
á björtu hliðarnar í lífinu, biðja
Guð um hjálp á erfiðum tímum og
þakka honum allt það góða sem
hann gefur okkur. Hún var sönn
fyrirmynd.
Mikil gleðistund í lífi hennar var
þegar dóttir mín og nafna hennar,
Ingibjörg Sunna, fæddist. Nöfnu
sinni gaf hún allt það besta sem
hún átti, veitti henni ást og kær-
leik og kenndi henni góða siði.
Verður það gott veganesti fyrir
hana á lífsleiðinni. Áttum við allar
saman margar ógleymanlegar
stundir, fullar af gleði og ham-
ingju. Fyrir það er ég þakklát.
Hvíl þú í friði, móðir mín kær.
Minning þín lifir.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir
nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Já, gæfa og náð fylgja mér alla
ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. sálmur Davíðs.)
Ingibjörg Grímsdóttir.
Elsku amma mín. Ég gleymi því
aldrei hversu góð þú varst við mig.
Þegar ég fæddist hættir þú að
vinna til þess að hugsa um mig.
Þið afi keyptuð handa mér vagn og
þú fórst með mig í langa göngu-
túra um allan bæ, sýndir öllum,
meira að segja forsetanum, sem þú
hittir stundum á förnum vegi, hvað
þú áttir fallegt barnabarn og þú
varst svo stolt af mér, alltaf.
Þegar ég var orðin stærri og
mig vantaði stuðning í einhverju
talaði ég við þig og við vorum allt-
af sammála. Þá talaðir þú mínu
máli við mömmu og pabba. Þú
varst í rauninni tvær mikilvægar
manneskjur í mínu lífi; amma mín
og besti vinur minn. Þrátt fyrir
veikindi þín varstu alltaf í góðu
skapi og vildir allt fyrir aðra gera.
Eg man þegar við fórum í laut-
arferð austur fyrir fjall um daginn.
Við mamma og Raggi sóttum þig,
fórum útí bakarí og keyrðum úr
rigningunni í góða veðrið og sól-
ara og skipasmíða-
meistara í nóvember
1941. Hann var sonur
Guttorms Eysturoy
húsasmíðameistara í
Þórshöfn og Söru
Eysturoy. Grímur
lést hinn 17. aprfl síð-
astliðinn. Ingibjörg
og Grímur eignuðust
átta börn, en þrjú
þeirra eru látin. Börn
þeirra eru: 1) Vil-
hjálmur Grímsson,
kvæntur Vigdísi
Pálsdóttur, eiga þau
fjögur börn. 2) Elísa-
bet Grímsdóttir, gift William F.
Pittman, eiga þau eina dóttur. 3)
Regin Grímsson, kvæntur Ellen
Björnsdóttur, eiga þau sjö börn.
4) Sólrún Grímsdóttir, gift Eyðf-
inn Poulsen, eignuðust þau þrjú
börn. Hún er látin. 5) Sveinbarn,
Iátið. 6) Grímur Grfmsson,
kvæntur Julie Ingham, eiga þau
fjögur börn. 7) Ingibjörg Gríms-
ina. Þar sátum við úti í móa, borð-
uðum kruður eins og við gerðum í
gamla daga og drukkum safa og
kaffi. Á eftir kúrðum við saman á
teppinu í sólinni og horfðum á
haustlitina í landslaginu, á endan-
um sofnuðum við. Þá leið okkur
báðum vel, elsku amma, og er
þetta ein þeirra minninga sem ég
mun ætíð geyma í hjarta mér.
Aldrei mun ég gleyma þér og
hversu heitt ég elskaði þig og þú
mig. Einu sinni skrópaði ég í skól-
anum, bara til að hitta þig. Ég
kom til þín í staðinn fyrir að fara í
skólann. Þegar þú spurðir hvort ég
ætti ekki að vera í skólanum sagð-
ist ég vera veik og þér fannst ekk-
ert athugavert við það. Þá skoðuð-
um við saman nokkur myndaalbúm
og töluðum um hversu mikið við
söknuðum afa og skoðuðum fleiri,
fleiri myndir af honum. Svo kúrði
ég hjá þér.
Ég mun geyma þessar minning-
ar í hjarta mínu alla ævi og þegar
ég eignast börn og barnabörn mun
ég gera mitt besta til að vera jafn-
góð og þú varst.
Æ, elsku amma mín, núna get-
um við ekki gert það sem við vor-
um búnar að ákveða og við hlökk-
uðum svo til. Þú ætlaðir að koma
með okkur í bústað í næstu viku
og síðan ætluðum við aftur í bæinn
til að halda uppá afmælið þitt. Svo
ætlaðir þú að koma og sjá mig á
tískusýningunni. Ég var svo
spennt og þú líka.
Núna ertu búin að yfirgefa
þennan heim, en ég veit að þú ert
á betri stað. Ég get huggað mig
við það að við vorum saman síð-
asta daginn þinn. Ég fór yfir til
þín og seinna fórum við heim til
mín, ég hjálpaði þér að setjast í
sófann og breiddi svo teppi yfir
þig. En samt, ég man þegar við
nálguðumst húsið mitt og þú þurft-
ir að setjast niður því þú varst svo
þreytt, þú sem gast gengið á
heimsenda. Nú veit ég ástæðuna
og mér finnst að ég hefði getað
gert eitthvað, ég tók eftir að eitt-
hvað var að, en ég gat ekki vitað
að hjartað þitt var rifið og að blóð
streymdi úr því.
Þú ert guðræknasta manneskja
sem ég veit um og undanfarna
daga hef ég raulað uppáhaldslagið
þitt án þess að taka eftir því og í
hvei't skipti sem ég syng það mun
ég minnast þín.
Jesús er vegurinn sannleikurinn og lífið
Jesús er kærleikur.
Jesús er vegurinn sannleikurinn og lífið
Jesús er kærleikur.
Jesús er vegurinn sannleikurinn og lífið
Jesús er kærleikur, Jesús er kærleikur.
Jesús er minn og ég er hans,
Jesús er kærleikur.
Jesús er minn og ég er hans,
Jesús er kærleikur.
Jesús er minn og ég er hans,
Jesús er kærleikur, Jesús er kærleikur.
dóttir, gift Ragnari Páli Har-
aldssyni, eiga þau eina dóttur. 8)
Rut Grímsdóttir sem er látin.
Iljónin Ingibjörg og Grímur
bjuggu í Þórshöfn í Færeyjum
fyrstu hjúskaparár sín en eftir
síðari heimsstyrjöld fluttu þau til
Islands því hér vantaði bæði
smiði og kafara. Bjuggu þau
fyrst í Keflavík en síðar fluttu
þau til Reykjavíkur. Grímur vann
um land allt við hafnargerð en
Ingibjörg sinnti börnum og búi.
Undu þau hag sínum vel á ís-
landi. Heimili Ingibjargar og
Gríms stóð samlöndum þeirra æt-
íð opið og í áranna rás gisti óta-
linn fjöldi Færeyinga heimili
þeirra. Þá var oft þröng á þingi
en jafnan glatt á hjalla. Þegar
börnin voru uppkomin fór Ingi-
björg að vinna á Hótel Loftleið-
um. Hjá Loftleiðum starfaði hún í
tæp 20 ár, veitti starfið og sam-
starfsfólkið henni mikla ánægju
og gleði.
Síðustu æviár sín bjuggu þau
hjónin á dvalarheimilum sakir
heilsubrests og nutu þar góðrar
umönnunar og hlýju.
Útför Ingibjargar fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Þú varst besta amma sem nokk-
ur getur óskað sér og þú átt sér-
stakan sess í hjarta mínu og munt
alltaf eiga.
Ég elska þig að eilífu.
Þitt ástkæra barnabarn og
nafna,
Ingibjörg Sunna
Þrastardóttir.
Með örfáum oi'ðum langar mig
að minnast elskulegi'ar systur
minnar, Ingibjargar Soffíu
Guttormsdóttur, sem lést 4. októ-
ber sl.
Þegar ég sit hér og læt hugann
reika til baka er af svo ótalmörgu
að taka.
Margir atburðir varpa skæru
ljósi á minninguna um þig, kæra
systir, og ósjálfrátt staðnæmist
hugurinn við ártalið 1945. En fyrst
þarf að huga að því sem á undan
er gengið.
Ingibjörg var sjöunda í röðinni
af okkur systkinunum, en níu
urðu börn foreldra okkar, Mort-
ans Mork, skipstjóra og kaup-
manns frá Sandvík á Suðurey, og
konu hans, Magdalenu Mork frá
Brekku í Þórshöfn (fædd Thom-
sen). Móðir okkar veiktist af
berklum og dvaldi langdvölum á
spítala. Heimilishaldið var því
skiljanlega erfitt og þess vegna
var Ingibjörg alin upp hjá ömmu
okkar og samgangur milli okkar
systranna á æskuárum var því
ekki mikill. En það átti eftir að
breytast. Ingibjörg kynntist ung-
um dugnaðarpilti, Grími Guttor-
mssyni, skipasmið og kafara, og
saman stofnuðu þau heimili. Tvö
elstu börn þeirra (af átta) voru
fædd og þá rann upp árið 1945,
árið sem breytti lífi okkar systr-
anna beggja. Eftir stríðið var
mikil þörf fyrir vinnuafl á Islandi
og auglýstu Islendingar gjarna
eftir vinnufúsum höndum í fær-
eyskum blöðum. Og þannig atvik-
aðist það að Grímur réð sig sem
skipasmið til Keflavíkur og hélt
þangað sumarið 1945. Ekki undi
hann einverunni lengi og gerði
því konu sinni boð um að koma
upp til Islands og Ingibjörg réðst
til Islandsfarar í september þetta
ár með kornung börn þeirra tvö,
Vilhjálm og Elísabetu. Farkostur-
inn hefði tæplega þótt boðlegur í
dag, lítil fiskiskúta, en sem kunn-
ugt er sóttu Færeyingar mjög á
hin auðugu Islandsmið og skipa-
samgöngur milli landanna voru
því nokkuð tíðar.
Ekki grunaði mig hversu mjög
ég myndi sakna Ingibjargar systur
og barnanna tveggja þegar ég
kvaddi þau á bryggjunni í Þórs-
höfn haustið 1945. Én við brott-
hvarf þeirra varð Þórshöfn tómleg
og gleðisnauð. Því var það eins og
himnasending er skeyti barst frá
íslandi í desember þetta ár og
Ingibjörg bað mig að koma. Þar
með var teningunum kastað, mitt
líf tók nýja stefnu.
Ég sem hafði áformað að fara í
hjúkrunarnám til Danmerkur hélt
þess í stað til Islands að passif
börn. Ég var hjá þeim Ingibjörgu í
Keflavík fyi'stu mánuðina, en
sumarið 1946 bauðst Grími vinna á
Seyðisfirði við að bjarga olíu úr E1
Grillo, sem sökkt hafði verið þar á
stríðsárunum, og Ingibjörg ásamt
börnum fór með honum austur.
I byrjun vetrar 1946 settust þau
Ingibjörg að í Reykjavík og
bjuggu þar alla tíð síðan, fyrstu
árin á Framnesvegi en síðan
bjuggu þau á Langholtsvegi 104, í
tæplega 50 ár.
Ingibjörg var mikil húsmóðir og
bjó manni sínum og börnum fal-*
legt og gott heimili. Þangað var ég
ásamt fjölskyldu minni ávallt vel-
komin og til þeirra var gott að
koma. Það_ fékk ég ósjaldan að
reyna eftir að ég flutti búferlum
með fjölskyldu mína austur yfir
fjall, til Hveragerðis. Oft þurftum
við að reka ýmis erindi í Reykjavík
og þá var gott að eiga góða systur
að, sem ævinlega tók okkur opnum
örmum. Og það var ekki bara Ingi-
björg sem tók vel á móti okkur,
börnin hennar öll og eiginmaður
voru ævinlega tilbúin að greiða
götu okkar, fyrir það vil ég sér-
staklega þakka.
Þótt ég flyttist austur í Hvera-
gerði var samgangur milli okkarr
systranna áfram mikill því þau
Grímur og Ingibjörg eignuðust
sumarhús í Hveragerði þar sem
þeim þótti gott að dvelja.
Aldrei heyrði ég Ingibjörgu hall-
mæla nokkrum manni og hún var
velviljuð öllum.
Ingibjörg var trúuð kona og
sótti styrk í trúna og núna á skiln-
aðarstundu sæki ég einnig styrk í
ti'úna. Ég bið algóðan Guð að
blessa þig og geyma, kæra systir.
Hvíl þú í friði.
Lilijan, Sæmundur og börn. *
Móðursystir mín, Ingibjörg
Soffía, er látin. Við Ingibjörgu
frænku eru margar bernskuminn-
ingar mínar tengdar því ævinlega
var mikill samgangur milli fjöl-
skyldna okkar. Þau bjuggu í
Reykjavík en við í Hveragerði og
þegar farið var í bæinn var oftar
en ekki komið við hjá Ingibjörgu
og Grími. Þeim þótti gaman að
tala saman systrunum, mömmu og
Ingibjörgu, og þegar þær hittust
var töluð færeyska og drukkið te.
Okkur börnunum þótti gaman að
fylgjast með samræðum þeirra og
þótt við skildum ekki alltaf alllr
sem sagt var, þá var greinilegt að
þær skemmtu sér vel í sérhvert
sinn sem þær hittust.
Ein af mínum fyrstu bernsku-
minningum tengist Ingibjörgu
frænku, sem þá bjó vestur á
Framnesvegi. Við vorum að leika
okkur frændsystkinin frammi á
gangi og þar á gólfinu var þessi
fíni köflótti dúkur, með hvítum og
svörtum reitum einsog á skák-
borði, sem sveitadrengnum þótti
óskaplega mikið til um. Síðan
kemur Ingibjörg frænka og gólf-
dúkurinn hennar ævinlega upp í
huga mér þegar ég sé skákborð.
Önnur minning tengd Ingibjörgu
er frá því þegar þau voru flutt í.
Langholtsveginn. Heimili þeirra
var einstaklega smekklegt og
snyrtilegt og þar var mikið af fal-
legum hlutum sem ungt fólk tók
vel eftir.
Einhverju sinni var okkur boð-
ið i mat og á borðum var sérstak-
lega fallegt bláleitt matarstell
sem húsmóðurinni var greinilega
mjög annt um. Ég man ekki hvað
var í matinn í það sinn en hitt hef
ég ævinlega munað síðan að
þarna var borðað af mávastelli.
Margar fleiri minningar tengdar
Ingibjörgu frænku væri hægt aá
rifja upp, en núna á skilnaðar-
stundu er mér efst í huga þakk-
læti fyrir að fá að kynnast þessari
góðu konu og hún er kvödd með
söknuði. Eftirlifandi börnum
hennar og ættingjum votta ég
samúð.
Valdimar Bragason
og fjölskylda.
INGIBJORG SOFFIA
G UTTORMSDÓTTIR