Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 49 ■ Lífsgöngu Magnúsar Helgasonar, tengdaföður míns, er lokið. Þrátt fyrir að hafa náð tæplega áttatíu og fjögurra ára aldri er fráfall hans okkur sem stóðu honum næst mikið áfall. Þetta ár var búið að vera Magnúsi gott. Erfið barátta við krabbamein á síðasta ári hafði borið góðan ái-angur, þrekið var að byggj- ast upp og margt var á döfinni næstu mánuðina. Það var ekkert fararsnið á Magnúsi þegar alvarleg veikindi dundu yfir fyrirvaralaust fimm sól- arhringum áður en hann lést. Þegar söknuðurinn er sár er gott að leita í fjársjóð minninganna sem eru svo ótal margar og hvert smá- atriði skiptir nú svo miklu máli. Þeg- ar ég varð hluti af fjölskyldu Magn- úsar og Katrínar tengdamóður minnar fyrir 15 árum skynjaði ég fljótt sterkan persónuleika Magnús- ar sem aldrei verður hægt að lýsa með orðunum einum. Það var ekki bara teinrétt göngulagið, snyrtileg jakkafötin, gljáburstuðu skórnn-, gullúrið í vestisvasanum og virðuleg- ur hatturinn sem gerðu Magnús tengdaföður minn að sönnum „sjent- ilmanni“, það var annað og miklu meira. Hann sýndi mér alltaf mikla hlýju og tillitssemi hans var einstök. Ávallt hlustaði hann á mínar skoðanir af föðurlegri umhyggju og bar virðingu fyrir þeim þó að við værum ekki allt- af á sama máli. Magnús var þó ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum sem voru mjög skýrar og að því er sumum fannst helst til íhalds- samar, sérstaklega þegar stjórnmál bar á góma. Það var gaman að fylgjast með Magnúsi þegar barnabörnin komu í heimsókn á Einimel til ömmu og afa. Það var fátt sem afi var ekki tilbúinn að gera fyrir þau. Gilti þá einu hvort honum var gert að taka þátt í leit að páskaeggjum í árlegu páskaboði, setja niður með þeim kartöflur eða bruna út í bæ til að sækja upp- áhaldsmatinn þeirra. Þolinmæði afa Magnúsar kom stundum á óvart. Á heimili ömmu og afa hafa austur- lenskir vasar og lampar ásamt postulínsstyttum haft mikið að- dráttarafl fyrir yngsta barnabarnið, Arnar Þór, sem nú er fjögurra ára fjörkálfur. Á meðan við foreldrarnir eltum þann stutta með lífið í lúkun- um hlaupandi á milli dýrgripanna var afi vanur að tala um það hlæj- andi hve drengurinn væri duglegur. Magnús fylgdist vel með því sem þau eldri, Magnús Örn og Sunna María, voru að gera. Hvatning frá honum var þeim mikils virði bæði í námi og leik. Barnabörnin þrjú hafa verið skírð á heimili ömmu og afa á Einimel sem hefur myndað fallega umgjörð um yndislegar athafnir. Ég held að ein stærsta stund í lífí Magnúsar hafi verið þegar hann hélt á eldri syni okkar Helga, Magnúsi Erni, undir skírn fyrir rúmum 11 árum og gaf honum nafn sitt. Magnús var afskaplega gestrisinn og naut þess fram í fingurgóma að taka á móti gestum. Hann var mikill stemmningsmaður og kunni vel að njóta augnabliksins hvort sem veisl- an var haldin af stóru eða litlu tilefni. I því sambandi er margt sem rifjast upp: Magnús sjötugur í Kaupmanna- höfn að fagna með fjölskyldu og dönskum vinum. Magnús að flytja okkur Helga fallega ræðu í brúð- kaupi okkar. Magnús umvafinn fjöl- skyldunni í jólaboði þeirra hjóna. Magnús og Katrín með okkur í berjamó þar sem slegið er upp veislu. Þau hjónin að fagna 50 ára búðkaupsafmæli í stórum hópi ætt- ingja og vina. Lengi mætti telja. Það að geta gengið til sinna starfa dag hvern jafn lengi og raun bar vitni var Magnúsi mikilvægara en flest annað. Hann á að baki tæplega fjörutíu ára starfsferil hjá málning- arverksmiðjunni Hörpu hf. sem framkvæmdastjóri eða starfandi stjórnarformaður. Þegar kallið kom var hann enn við störf, jákvæður og hress. En það var fjölskyldan sem var hornsteinninn í lífi Magnúsar. Virð- ing og umhyggja hans fyrir Katrínu var aðdáunarverð og er missir henn- ar mikill. Hann var ávallt til staðar fyrir syni sína og fjölskyldur þeirra, tilbúinn að rétta hjálparhönd, taka þátt í lífi okkar bæði á gleðistundum og einnig þegar á móti hefur blásið. Þar sem Magnús var mikill ljóða- unnandi og fór gjarnan með fallegt ljóð við hin ýmsu tækifæri vil ég ljúka þessum minningarorðum með erindi úr ljóði sem við Magnús héld- um bæði upp á og hann flutti oft svo fallega. Eitt bros - getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heiliar skálar. Þel getur snúizt við atorð eitL Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (EinarBen.) Ég kveð ástkæran tengdaföður minn með miklu þakklæti fyrir allt það sem hann var börnunum og mér. Minning hans mun lifa um alla fram- tíð. Arna Borg Einarsdóttir. Ég kynntist Magnúsi Helgasyni og Katrínu Sigurðardóttur konu hans fyrst fyrir rúmum þremur ár- um. Þau tóku strax vel á móti mér og sýndu mér og syni mínum mikla vin- semd og virðingu. Ég átti síðar meir eftir að hitta þau mörgum sinnum og í hvert skipti sem ég sótti þau hjón heim kom Magnús mér á óvart. Hægt og rólega gerði ég mér grein fyrir því að Magnús væri einstakur maður. Það má með sanni segja að hann væri stórbrotinn andans höfð- ingi og hafði mikil áhrif á mig á ýmsa vegu. Ég fann það greinilega hve skap okkar og kímni lá vel saman og með okkur tókst góð vinátta. Kímni Magnúsar komst m.a. sterklega til skila þegar ég spurði hann einu sinni hvað hann væri alltaf að lesa, en hann var alltaf með opna bók á borð- inu. Þá fékk ég þau svör að það væri í raun og veru allt milli himins og jarð- ar. Hann hefði meira að segja lesið doktorsritgerð Sigga ótilneyddur. Þetta var að sjálfsögðu sagt í gríni því Magnús bar ómælda virðingu fyrir sonum sínum báðum, þeim Sig- urði og Helga, og var óspar á að hæla þeim í mín eyru. Það fór ekkert á milli mála að ég fann marga þá mannkosti í hans fari sem ég hafði hrifist af í skapgerð sonar hans Sig- urðar Gylfa. Það var einkum tvennt sem vakti athygli mína í lundarfari Magnúsar og það var hve hann spurði margs og hve áræðinn hann var. Áhugi hans á ólíkum viðfangsefnum kom mér sí- fellt á óvart og ég gerði mér grein fyrir að það kostaði oft áræði að fylgja honum eftir. Mér varð þetta endanlega ljóst þegar við ræddum saman fyrir einu og hálfu ári um við- skiptatækifærin á Veraldarvefnum. Ég hafði farið á ráðstefnu um Vefinn og sagði Magnúsi frá því. Hann hreifst af möguleikunum sem þetta furðufyrirbæri gefur og vildi allt um það vita. Heila kvöldstund ræddum við um öll þau tækifæri sem Vefur- inn byði upp á og það kom í ljós að hann var ótrúlega vel að sér um tölv- ur og þá hnattvæðingu sem þeim fylgdi. Hver hefði trúað því að maður á jafn virðulegum aldri og Magnús væri tilbúinn að til að sökkva sér í hugmyndir sem margir af yngri kynslóðinni láta sig litlu varða? Já, það þarf ekki aðeins áhuga heldur einnig áræði til að takast á við lífið og mér fannst þessi aldni heiðursmaður margoft sýna og sanna á þeim tíma sem ég þekkti hann að hann hikaði aldrei. Mér er það sérstaklega minn- isstætt þegar ég bauð honum og Katrínu heim til mín í fyrravetur. Veðurútlit fyrr um daginn var slæmt, það gekk á með byljum og stífri suðvestanátt. Margir lentu í vandræðum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu, en Magnús lét það ekkert á sig fá, í matarboðið ætlaði hann sér. Stundvíslega klukkan 18:00 voru þau Katrín mætt á heimili mitt upp við Korpúlfsstaði. Við nutum kvöld- stundarinnar í góðra vina hópi og Magnús og Katrín léku við hvern sinn fingur allt kvöldið. Það sá ekki út úr augunum fyrir blindbyl sem skollið hafði á um kvöldið á meðan við borðuðum. Síðar kom í ljós að þetta var einn versti stormur sem gekk yfir landið þennan vetur. Mér leist ekki á blikuna þegar líða tók á heimför gestanna góðu. Magnús lét það ekki á sig fá og var óhræddur við að ösla snjóinn út í bíl, til að hita hann upp fyrir Katrínu. Umhyggjan fyrir Katrínu leyndi sér ekki, umhyggja sem hann ávallt sýndi sínum nánustu við ólíkustu tækifæri. Þetta flaug í gegnum huga minn þegar ég stóð út við glugga og fylgdist með baráttu Magnúsar við veðrið. Eftir að bíllinn var orðinn heitur sótti hann Katrínu og þau lögðu af stað ofan úr Grafarvogi í ofsaveðri og svarta myrkri. Móðir mín var í samfloti með þeim hjónum á sínum bíl og er enn að tala um þetta áræði Magnúsar því henni var ekki um sel þegar lagt var upp í þessa svaðilför. Ég vil taka það fram að mamma er tæplega 30 árum yngri en Magnús. Þau komust öll á leiðar- enda án þess að lenda í nokkru óhappi og Katrín tjáði mér að Magn- ús hefði ekið af miklu öryggi við erf- iðar aðstæður. Þrefalt húrra fyrir þér Magnús! Að mínu mati er þetta lýsandi dæmi um ákveðni Magnúsar og lífsgleði. Hann tókst á við hverja raun eins og ekkert væri, aldrei heyrði ég hann kvarta. Málefni líðandi stundar voru honum ofarlega í huga og þau ræddi hann af krafti og eldmóði. Einu sinni sem oftar hafði hann á orði að Skarphéðinn og Páll postuli væru sínir menn. Það er því engin furða að mér hafi fundist áræði, bjartsýni og góður húmor vera skýr einkenni í skaphöfn og lífsstarfi Magnúsar. Maður þurfti ekki að þekkja hann lengi til að skynja þessa eiginleika hans. Magnús mun vera mér ávallt minnisstæður og ungum syni mínum sem hann náði að heilla og hrífa. Ég finn að ég hef misst góðan vin. Ég votta fjölskyldu Magnúsar; Katrínu, Helga, Ömu, Sigurði Gylfa, barnabömum og systmnum á Miklubraut 50 mína dýpstu samúð. Bryndís íris Stefánsdóttir. Magnús Helgason var ræktunar- maður í orðsins víðustu merkingu. Gilti þar einu hvort um var að ræða hefðbundna ræktun trjáa, garðrækt eða annað það sem krefst nærgætni og næmrar hugsunar ef árangur á að nást. Hann var maður mannræktar og studdi sífellt við bakið á samstarfs- mönnum og vinum. Uppörvandi, hvatti menn til dáða, vakti metnað og virðingu og var sannkallaður bmnn- ur fróðleiks og skemmtunar. Allt var þetta gert með hans hljóðláta og hæga fasi sem var eitt af hans aðals- merkjum. Hann ræktaði orðið eins og best verður gert með sífelldri vöku, eftir- grennslan og námfýsi til alls þess er fært var fyrir almenningssjónir. Gilti þar einu hvort um var að ræða út- varp, sjónvarp eða lestur blaða og bóka, en á því sviði var hann einkar afkastamikill og las allt til síðasta dags aragrúa af bókum. Marga góða bókina hefur hann í gegnum tíðina lánað mér til lestrar og síðan lagt út frá efninu, bent á athyglisverða hluti, einkum sem viðkoma mannlífi, sögu, atvinnuháttum eða öðm því sem fangaði hugann við lesturinn. Þá var alltaf jafngaman að fylgjast með starfi ræktunarmannsins, ræða um hvaða gerðir trjáa hentuðu best eða tegundir af útsæði, sprettu, veð- urfar, áburðarnotkun og svo mætti lengi telja. Það var ekki tilviljun að Magnús kom sem sannur fyrirliði iyrir sínu liði þegar hafist var handa við rækt- un trjáa og mnna á nýju athafna- svæði Hörpu fyrir um áratug. Þá komu saman samstarfsmenn Magn- úsar undir hans fomstu og lögðu gmnninn að því notalega umhverfi sem við höfum síðan fylgst með ásamt honum vaxa og dafna og verða til sannrar ánægju og prýði. Það var ekki gert til að sýnast. Heldur ekki til að reisa minnismerki, tuma eða hallir, en stuðlað var að því að allt yrði snyrtilegt, eðlilegt, ýkju- laust og með fallegum blæ. Ekki þarf að fara langt aftur til að finna einlægan áhuga Magnúsar á ræktun og samspilinu við hina frjóu mold, en hann var Árnesingur að ætt SJÁ NÆSTU SÍÐU ► Móðir okkar, VALGERÐUR SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Eystri-Sólheimum, Mýrdal, andaðist mánudaginn 9. október. Börn hinnar látnu. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir og mágur, SIGURÐUR EINARSSON útgerðarmaður, Birkihlíð 17, Vestmannaeyjum, sem lést miðvikudaginn 4. október, verður jarð- sunginn frá Landakirkju laugardaginn 14. októ- ber kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Guðbjörg M. Matthíasdóttir, Einar Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, Magnús Sigurðsson, Kristinn Sigurðsson og aðrir aðstandendur. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BÁRA SIGFÚSDÓTTIR, Bjargi við Mývatn, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu, Akureyri, fimmtudaginn 5. október, verður jarðsungin frá Reykjahlíðarkirkju föstudaginn 20. október kl. 15.00. Jón lllugason, Guðrún Þórarinsdóttir, Sólveig Ólöf lllugadóttir, Birkir Fanndal Haraldsson, Hólmfríður Ásdís lllugadóttir, Sigurður Guðbrandsson, Finnur Sigfús lllugason, Guðrún Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. .< + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, MAGNÚS STEFÁNSSON, sem lést sunnudaginn 8. október á dvalar- heimilinu Hlíð, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 13. október kl. 13.30. Guðrún Metúsalemsdóttir, Ragna Magnúsdóttir, Magnús Aðalbjörnsson, Finnur Magnússon, Guðrún Stefánsdóttir, Jóhanna Magnúsdóttir, Arngrímur Brynjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Fósturmóðir mín og systir okkar, SIGRÍÐUR BOGADÓTTIR frá Flatey á Breiðafirði, sem lést þriðjudaginn 3. október sl„ verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstudaginn 13. október kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag vangefinna. Kristinn Breiðfjörð, Sigurberg Bogason, Jón Bogason. + Öllum þeim sem auðsýndu virðingu og vinar- hug við andlát og útför elskulegrar frænku okkar, systur og mágkonu, HULDU GUNNARSDÓTTUR verslunarmanns, Gautlandi 11, færum við okkar innilegustu þakkir. Aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.