Morgunblaðið - 12.10.2000, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐÍÐ
MAGNUS HELGASON
og uppruna og átti þar til bænda-
iiöfðingja að telja.
Magnús var snillingur í allri frá-
sögn og tækifærisræður hans í hin-
um ýmsu mannfögnuðum hreint
stórskemmtilegar. Þar vai’ blandað
saman, meðorðsins snilld í gamni og
alvöru, gamla og nýja tímanum. Lif-
andi frásögnum af mönnum og mál-
efnum, ferðalögum innanlands og ut-
an við nám og störf og sögum af
þjóðþekktum mönnum. Stjórnmála-
mönnum, íþróttamönnum og öllu því
öðru sem áhugavert var og er.
Og allt sett fram á svo auðskilinn,
léttan, áheyrilegan og umfram allt
skemmtilegan hátt. Magnús þurfti
aldrei að segja hver hann var. Það
duldist engum, svo sem títt er um
héraðshöfðingja bæði fyrr og síðar.
Hann var stór og vörpulegur, gekk
um teinréttur og starfaði í Hörpu allt
til loka. Ekki get ég látið hjá líða að
nefna hans kæru eiginkonu, Katrínu
Sigurðardóttur, og minnist ég þá
margra ógleymanlegra stunda með
þeim við ýmis tækifæri og á þeirra
yndislega heimili, þar sem allt var
með svo innilegum og hlýjum blæ í
hvívetna. Eg kveð og Guði fel vel-
gjörðamann minn, Magnús Helga-
son, með djúpri virðingu og æva-
randi þakklæti i huga fyrir allt það
sem hann hefur gert fyrir mig á sinn
’hægláta og hjartahlýja hátt. Eigin-
konu hans, sonum og fjölskyldum
þeirra sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Eg þakka Guði fyr-
ir að kynnast slíkum mönnum. Bless-
uð sé og verði minning hans um alla
tíma.
Vigfús Gíslason.
Eftir tuttugu daga ferðalag kemur
maður heim og fréttir að Magnús
Helgason í Hörpu, vinur og veiðifé-
lagi, sé fallinn frá eftir stutta sjúk-
^"dómslegu. Minningamar hrannast
upp og hugurinn hverfur 40 ár aftur í
tímann. Það var í kringum 1960 að
þeir Magnús og faðir minn Jakob V.
Hafstein fóru að stunda veiði saman í
Laxá í Aðaldal. Tilviljun réð því að
þeir félagarnir fóru að veiða saman
en hún leiddi til mikillar vináttu milli
þeirra og fjölskyldna þeirra. Við syn-
irnir fengum að fara með í þessar
ferðir þar sem ævintýrin gerðust á
hverjum degi og stundum oft á dag.
Þarna kynntist ég Magnúsi og son-
um hans og með okkur tókst mikil og
góð vinátta. Þetta var á þeim árum
þegar 20 punda fiskar voru algeng
sjón í Laxá og jafnvel sáust risafisk-
ar í ánni þó sjaldnast kæmust þeir á
land. Með í þessum ferðum voru oft-
ast Indriði G. Þorsteinsson
rithöfundur, sem nú er ný látinn, Al-
bert Guðmundsson knattspymu-
kappi og síðar ráðherra og Bragi
Eiríksson í Skreiðarsamlaginu.
Gamla veiðihúsið á Laxamýri var
dvalarstaðurinn. Á kvöldin þegar
veiðidegi var lokið og veiðisögur,
gamansögur og kveðskapur fór að
fljúga á milli manna, má segja að
gamla húsið hafi nötrað stafna á milli
af háværa spjalli og hlátursköstum
veiðifélaganna. Sérstaklega átti
þetta við þegar þekktii’ veiðimenn
frá Húsavík settust að borðum með
okkur. Þetta vora dýrðlegir dagar og
naut Magnús sín vel í þessum hópi
enda mikill húmoristi og félagsvera.
Magnús bar mikla virðingu fyi’ir
Laxá og veiðimennskunni. Hann var
sjálfur mikill séntilmaður og ein-
stakt snyrtimenni og var honum síst
í huga að böðlast yfir veiðistaðina.
Hann tók sér tíma og nálgaðist lón-
búann með einstakri natni, yfirveg-
un og í rólegheitum jafnvel þannig að
sumum félögunum fannst nóg um.
En Magnús hafði sínar aðferðir, hélt
fast við þær og uppskar ekki minna
en aðrir.
Magnús Helgason lauk prófi frá
Verslunarskóla íslands vorið 1936.
Að því loknu stundaði hann nám við
þekkta verslunarháskóla í Englandi,
Þýskalandi og Danmörku. Hann var
þvi vel undir verslunar- og viðskipta-
störf búinn þegar hann kom heim í
stríðsbyrjun. I rúm 20 ár var Magn-
ús framkvæmdastjóri hjá Helga
Magnússyni og Co. þar til að hann
tekur við árið 1961, sem stjórnafor-
maður og framkvæmdastjóri Máln-
ingarverksmiðjunar Hörpu h.f. Árið
1992 lét hann af störfum sem fram-
kvæmdastjóri og Helgi sonur hans
tók við en hélt áfram sem starfandi
stjórnarformaður fram á síðasta
dag. Á þessum áram óx og dafnaði
fyrirtækið í höndum Magnúsar og
enn áfram eftir að Helgi kemur til
starfa með honum þannig að í dag er
Harpa eitt glæsilegasta iðnfyrir-
tæki sinnar tegundar á landinu og
vöramerkið það langþekktasta. I
mínum huga verður Magnús jafnan
tengdur Hörpu h.f. Hann gaf fyrir-
tækinu það líf sem til þurfti eins og
„Harpa gefur lífinu lit“ þegar það á
við.
Magnús naut mikils trúnaðar og
trausts. Hann sat í stjórnum ým-
issa fyrirtækja og atvinnurekenda-
samtaka, m.a. Verslunarráði Is-
lands. Hann átti jafnframt sæti í
bankaráði Iðnaðarbankans og síðar
í stjórn Eignarhaldsfélags Iðnar-
bankans. Ekki verða störf hans á
þessum vettvangi rakin hér, til þess
eru aðrir hæfari en sá sem þetta
ritar.
I félags- og stjórnmálum var
tvennt Magnúsi meira virði en ann-
að, Knattspyrnufélagið Valur og
Sjálfstæðisflokkurinn. Magnús var
mikill Valsmaður og sat um tíma í
stjórn félagsins. Velgengni félagsins
og íþróttamannanna sem kepptu fyr-
ir félagið skiptu hann miklu máli.
Hann fylgdist gi'annt með framvindu
mála hjá félaginu og ekki aðeins
starfaði hann fyrir það heldur studdi
það með ýmsu móti. Hann sat í full-
trúaráði félagsins í áratugi og var án
nokkurs vafa einn virtasti félags-
maður Vals.
Ungur gekk Magnús til liðs við
Sjálfstæðisflokkinn. Hann sat bæði í
stjórn Heimdallar og SUS um árabil
á fjórða og fimmta áratugnum.
Magnús kynntist flestum forustu-
mönnum Sjálfstæðisflokksins síð-
ustu 60 árin og naut trúnaðar
þeirra. Blái liturinn er litur Sjálf-
stæðisflokksins. I störfum mínum
fyrir Sjálfstæðisflokkinn hef ég
sjaldan kynnst jafn „heiðbláum“
sjálfstæðismanni sem Magnús var.
Lífsskoðun og hugsjónir fóra hér
saman. Magnús sat landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins í ein 60 ár sem segir
meir en annað um tryggð hans við
störf og stefnu flokksins. Hér á ár-
um áður þegar harkan var meiri í
pólitíkinni og línur skýrari en nú er
var það þannig að jafnvel bensínteg-
undirnar fóru eftir flokkslínum.
Shell var bensín sjálfstæðismanna.
Einhverju sinni voru þeir Magnús
og Jakob faðir minn á leið norður í
Laxá í bíl Magnúsar og voru félag-
arnir orðnir eitthvað bensínlitlir.
Komið var undir kvöld og þeir nokk-
uð fjarri næsta þéttbýliskjarna.
Hafði faðir minn þá orð á því að
hann þekkti bónda ekki langt frá
sem áreiðanlega mundi selja þeim
lítilsháttar bensínlögg en líklega
væri það Esso bensín. Magnús var
fljótur til svars og sagði við Jakob að
frekar keyrði hann bensínlaus held-
ur en að nota framsóknarbensín. Og
við það sat. Þannig var Magnús,
hann var með sitt á hreinu.
Magnús er sá síðasti af veiðifélög-
um og vinum föður míns sem heldur
yfir móðuna miklu. Ekki er vafi á því
að vel er tekið á móti honum af for-
eldram, vinum og vandamönnum og
ekki síst gömlum veiðifélögum sem
nú geta á ný kannað ókunn veiðilönd
í ríki almættisins.
Magnús var mikill gæfumaður í
einkalífi sínu. Katrín Sigurðardóttir
eiginkona Magnúsar og hann eign-
uðust tvo syni, þá Helga viðskipta-
fræðing og framkvæmdastjóra og
Sigurð Gylfa sagnfræðing og há-
skólakennara. Ekkert var Magnúsi
meira virði en velferð og hamingja
fjölskyldunar. Við Einimelinn
bjuggu þau Katrín sér glæsilegt
heimili. Mikið jafnræði var með
þeim hjónum og mikil samstaða inn-
an fjölskyldunnar. Þau sjá nú á bak
miklum drengskapar- og mann-
kostamanni sem Magnús var. Eigin-
konu hans, sonum og fjölskyldum
þeirra sendi ég mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur. Guð blessi minningu
Magnúsar Helgasonar.
Júlíus Hafstein.
Kveðja frá
Lionsklúbbnum Þór
Á skömmum tíma hafa stór skörð
verið höggvin í hóp eldri félaga í
Lionsklúbbnum Þór. Og nú er einn
styrkasti stofninn fallinn. Magnús
Helgason var svo nátengdur ímynd
klúbbsins að erfitt er að hugsa sér
fundi án hans. Hann var ókrýndur
konungur okkar, öldungurinn sem
við hinir sóttum til visku og ráðgjöf.
Hann var nýjum meðlimum fyrir-
mynd og hvatning.
Magnús hafði þægilega nærveru.
Hann var rólegur og yfirvegaður en
léttur í skapi og glettinn á sinn hóg-
væra hátt. Hann fylgdist vel með
þjóðmálunum og var víðlesinn.
Lengi hafði hann þann sið á fyrsta
fundi á nýju ári að segja okkur frá
bók sem hann hafði lesið um jólin.
Þá endursagði hann á 15-20 mínút-
um efni bókarinnar eftir minni með
því einu að hafa bókina fyrir framan
sig. Eg minnist sérstaklega frásagn-
ar hans af ævisögu Iacocca for-
stjóra, sem bjargaði Chrysler frá
gjaldþroti. Seinna las ég sjálfur
þessa bók og sá þá hversu frábær-
lega Magnúsi hafði tekist að endur-
segja allt það mikilvægasta og
skemmtilegsta úr bókinni á aðeins
20 mínútum.
Við fráfall Magnúsar Helgasonar
lýkur ákveðnu tímabili í sögu
klúbbsins. Magnús gekk í Lions-
klúbbinn Þór fljótlega eftir stofnun
hans árið 1956 og var alla sína tíð í
klúbbnum, rúm 40 ár, virkur félagi.
Hann var tengiliður á milli nútím-
ans og upphafs klúbbsins. Magnús
var mjög ósérhlífinn við störf í þágu
klúbbsins. Eitt sinn þegar vand-
ræði voru að finna formann tók
hann það að sér umyrðalaust og
varð þar með einasti félagi klúbbs-
ins sem gengt hefur þar formanns-
embætti tvisvar. Magnús tók að sér
að skrifa sögu Þórs, sem er ómetan-
leg heimild fyrir klúbbfélaga. í fjöl-
mörg ár sá hann um að útvega
ræðumenn á fundi, átti sæti í ótal
nefndum og annaðist margt sem
hér verður ekki upp talið. En
tryggð hans við klúbbinn og tengsl-
in við upphaf hans er samt það sem
var okkur dýrmætast.
Þau hjón Magnús og Katrín létu
sig yfirleitt ekki vanta á jólafundi,
lokafundi og í haustferðir klúbbsins.
Þau vora fallegt par og ekki fór á
milli mála hve samrýnd þau vora og
samhent. Við vitum að hennar missir
er mikill.
Við sendum frú Katrínu, sonum
þeirra hjóna og öðrum aðstandend-
um okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Fyrir hönd Lionsklúbbsins Þórs,
Gunnar Már Hauksson.
Mig langar til þess að minnast
Magnúsar Helgasonar, fram-
kvæmdastjóra, með nokkrum orð-
um. Fundum okkar bar saman á
haustmánuðum 1981 þá er ég naut
þess láns að hefja störf hjá málning-
arverksmiðjunni Hörpu hf. Eg segi
láns, vegna þess að það var vissulega
lán að fá að kynnast og vinna með
manni eins og Magnús var. Öll störf
hans einkenndust af metnaði, áreið-
anleika, heiðarleika og eljusemi og
má með sanni segja að þessi orð hafi
verið einkennisorð Magnúsar í
hverju því sem hann tók sér fyrir
hendur. Var það enda svo að hann
var maður afburða farsæll í störfum
sínum. Hann var víða kjörinn til
trúnaðarstarfa og sinnti þeim af
þeim heiðarleika og hreinskilni sem
einkenndu hann. Auk þessara kosta,
sem einkum sneru að störfum
Magnúsar, var hann gæddur mikilli
frásagnargleði. Og til að gera gott
betra; hann var hafsjór af fróðleik
og kunni skil á nánast öllu sem varð-
aði sögu lands og þjóðar og þótt víð-
ar væri leitað. Þessir eiginleikar
Magnúsar ásamt skýi-ri hugsun
gerðu það að verkum að eftir félags-
skap og starfskröftum var víða leit-
að. Án efa verður framhald á því á
æðri stigum.
Efth’lifandi eiginkonu Magnúsar,
Katrínu, sonum þeirra, þeim Helga
og Sigurði og fjölskyldum þeirra, og
aðstandendum votta ég samúð mína.
Sverrir Arngrímsson.
Kveðja frá
Knattspyrnufélaginu Val
Með þessum orðum viljum við
minnast góðs Valsmanns, Magnúsar
Helgasonar, stjórnarformanns
Hörpu hf., sem lést hinn 5. október
sl. Magnús hefur alla tíð verið dygg-
ur stuðningsmaður félagsins og sat í
stjórn þess á tímabili og átti enn-
fremur sæti í fulltrúaráði félagsins.
Magnús fylgdist vel með gengi fé-
lagsins og sótti leiki þegar hann
hafði tækifæri til. Vert er að minnast
þess að á áranum í kringum 1970 var
gengi félagsins á knattspyrnusviðinu
frekar dapurt.
Magnús, sem átti í viðskiptum við
Rússland og sat í viðskiptanefnd Is-
lands, hafði þá forgöngu um að rætt
var við íþróttaráðherra Sovétríkj-
anna, sem var þá staddur hér vegna
heimsmeistaraeinvígis Fischers og
Spasskys, um það hvort Rússar
gætu ekki útvegað Val góðan þjálf-
ara. I kjölfar þess var Youri Illitchev
ráðinn þjálfari, sem segja má að hafi
lagt grunninn að velgengni félagsins
á knattspyi'numótum næstu ára. Af
þessu má sjá hver hugur Magnúsar
var til Vals, að ekki þótti tiltökumál
að færa í tal við íþróttaráðherra stór-
þjóðarinnar hvort hann gæti ekki
liðsinnt knattspyrnufélaginu Val á
Islandi. Það er því með virðingu, sem
við kveðjum þennan aldna félaga
okkar um leið og við sendum fjöl-
skyldu hans samúðarkveðjur.
Fulltrúaráð Vals.
„Markmið lífsins er ekki að vera
hamingjusamur. Það er að gera
gagn, að vera heiðarlegur, að vera
samúðarfullur, og ganga þannig í
gegnum lífið að þú skiljir eftir þig
spor sem sýna að þú hafir lifað lífinu
af heilindum." (Ralph Waldo Emer-
son.) Hvernig er hægt að minnast
manns eins og Magnúsar Helgason-
ar? Hvaða orð, á íslensku eða ensku,
er hægt að velja sem lofsyngja mann
sem var stærri en lífið sjálft? I okkar
huga vai- Magnús einfaldlega í sér-
stökum flokki með tilliti til þess sem
hann kom í verk um ævina, vegna
þekkingar sinnar, kímnigáfu, höfð-
ingsskapar og tryggðar við fjöl-
skyldu sína. Þó var fyrir mestu að
með daglegri framgöngu sinni og
hugsun kom hann til skila þeirri
væntumþykju og ást sem hann bar
svo augljóslega til samferðamanna
sinna. Á síðasta áratug ævi Magnús-
ar fengum við bræður að njóta þess-
ara gæða sem hann bjó yfir í svo rík-
um mæli og fáum það seint
fullþakkað.
Við kynntumst Magnúsi fyrst í
gegnum yngri son hans, Sigurð
Gylfa Magnússon, á meðan „Siggi“
var í doktorsnámi í Pittsburgh,
Pennsylvaníu í Bandaríkjunum á
níunda og tíunda áratugnum. Frá
þeim tíma höfum við notið margra
góðra stupda saman. í heimsóknum
okkar til íslands nutum við vinskap-
ar og gestrisni á heimili Magnúsar
og Katrínar. Hann vai' hinn eini
sanni leiðsögumaður um lendur ís-
lenskrar menningar og ást hans á
landi sinu hafði djúpstæð áhrif á
okkur, svo mikil að við erum nú for-
fallnir íslandsvinir. Þegar þau hjón
komu í heimsóknir til Ameríku feng-
um við að leiðsinna Magnúsi og
Katrínu um heimahaga okkar og
leitast þannig við að endurgreiða
þeirra miklu gestrisni. Við gengum
jafnvel svo langt að gera tilraun til að
kynna Magnúsi hornabolta, íþrótt
sem margir landar okkar fylgjast
með af miklum áhuga (það verður þó
að játast að hin hefðbundna horna-
boltahúfa fór ekki sérstaklega vel
með vesti, gullúri og bindi sem
Magnús bar jafnan!).
Hér er ekkert rám til að endur-
segja allar þær sögur sem við þekkj-
um af Magnúsi, stuttar kímnisögur
um lífið sjálft. Við viljum aðeins ljúka
með þeim orðum að hann hefur auð-
gað líf okkar á ólýsanlegan hátt og
við munum alltaf minnast hans glað-
ir í bragði og að eilífu.
Við sendum Katrínu og allri fjöl-
skyldunni okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
John og Jeffrey Thomas,
Pittsburgh, Pennsylvania,
Bandarfkin.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
BJARNI GUÐBJÖRNSSON
fyrrv. yfirvélstjóri
á rannsóknarskipinu
„Bjarna Sæmundssyni",
Byggðarholti 31,
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstu-
daginn 13. október kl. 13.30.
Kristín Hulda Óskarsdóttir,
Guðrún Bjarnadóttir, Loftur Loftsson,
Rakel Bjarnadóttir, Jóhann Karl Þórisson
og barnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur,
HELGU BJÖRGVINSDÓTTUR,
Brekastíg 7b,
Vestmannaeyjum.
Oddur Júlíusson,
Stefán P. Bjarnason, Áslaug St. Kjartansdóttir,
Guðjón Gunnsteinsson, Ágústa Kjartansdóttir,
Svanur Gunnsteinsson, Ingunn Arnórsdóttir,
barnabörn, systkiní og aðrir aðstandendur.
Lokað
í dag frá kl. 12.00 vegna útfarar MAGNÚSAR HELGASONAR,
stjórnarformanns Hörpu hf.
Harpa - Verksmiðja og málningarverslun, Stórhöfða 44.
Harpa - Málningarverslun, Bæjariind 6, Kópavogi.
Harpa - Málningarverslun, Skeifunni 4.
Verslunin Dropinn, Hafnargötu 90, Keflavík.
Gólflagnir, Smiðjuvegi 72, Kópavogi.