Morgunblaðið - 12.10.2000, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 61
var 22,9 mkr. og hagnaður HAB
nam 54,2 mkr.
Samtals nam hagnaður veitufyr-
irtækjanna þriggja 92 mkr. á síð-
asta ári.
• Vegna sterkrar sjóðsstöðu
greiddi Akranesveita upp lán að
andvirði um 43 mkr. á síðasta ári.
Nýtt var uppgreiðsluheimild í
lánasamningi, en greiðsla þessi
var til viðbótar og umfram
ákvæði afborgana í lánasamning-
um.
• Sjóðsstaða Akranesveitu um síð-
ustu mánaðamót var um 80 mkr.
I undirbúningi var tillaga til
stjórnar um að greiða inn á eða
upp lán fyrir áramót og hefði sú
greiðsla orðið umfram og til við-
bótar við umsamdar afborganir
af lánum á árinu.
• 900 milljón króna öryggisventill-
inn hjá HAB framreiknaður til
verðlags í árslok 1999 nam 1.038
m.kr, en skuldirnar námu 854
mkr. eins og fyrr getur.
Fjármálaráðherra þarf því ekki
að hafa áhyggjur af því að út-
gjöld ríkissjóðs verði mikil vegna
þess að skuldir HAB verði um-
fram 900 mkr. markið framreikn-
að um næstu áramót enda verða
skuldir HAB greiddar niður um
95 mkr. til viðbótar á yfirstand-
andi ári.
Framlag Akranesveitu
til bæjarins
í ársreikningum Akranesveitu
fyrir síðasta ár nam arðgreiðsla
veitunnar til bæjarsjóðs 21 mkr.
Hér er um að ræða verkefni, sem
Akranesveita annast og kostar svo
sem viðhald gatna og gangstétta,
rekstur umferðarmannvirkja, snjó-
mokstur og hálkueyðingu, hreinsun
bæjarlandsins, fjallskil o.fl. Auk
þessa leggur Akranesveita fram
framlög til bæjarins þótt þau komi
ekki fram í reikningum veitunnar og
önnur framlög eru lágt metin í árs-
reikningi. Þannig er t.d. rafmagns-
verð til götulýsingar reiknað á verði
sem er undir innkaupsverði veitunn-
ar á rafmagni en síðan er allur
rekstrar- og stofnkostnaður götu-
ljósakerfisins færður á veituna. Mér
reiknast til að ef allur slíkur kostn-
aður væri reiknaður á sanngjarnan
hátt yrði framlag veitunnar á yfir-
standandi ári ekki undir 45 mkr.
Lækkun á verði heita vatnsins
Þegai’ framangreindar niður-
stöður eru skoðaðar og bomar sam-
an við áætlanir verður að hafa í
huga að lækkanir á verði heita
vatnsins hafa orðið talsvert meiri en
gert var ráð fyrir í áætlunum.
Astæða væri því til að ætla að fjár-
hagsstaða væri verri sem því nem-
ur. Svo er þó ekki eins og að framan
er rakið.
Lækkanir á verði heita vatnsins
hafa orðið umtalsverðar og er nú
svo komið að hinn þráláti söngur yf-
ir háu verði á heita vatninu heyrist
varla lengur.
Ég gleðst yfir því að á síðasta
stjórnarfundi sem ég sat hjá HAB
var samþykkt að lækka heildsölu-
verð um 7,5% hinn 1. nóvember nk.
Þetta var gert að vandlega athug-
uðu máli og í samræmi við mótaða
stefnu stjórnarinnar. í áframhaldi
var á síðasta stjórnarfundi sem ég
sat hjá Akranesveitu samþykkt
7,5% lækkun á verði heita vatnsins
frá sama tíma. Rétt er að taka fram
að þessi lækkun er umfram það sem
áætlanir gerðu ráð fyrir og byggist
á því að staðan er betri en miðað var
við. Þetta er þriðja lækkunin, sem
ekki var gert ráð fyrir í áætlunum
og ljóst er að á næstu árum verður
áfram hægt að lækka verðið.
Starfsmenn fyrirtækjanna hafa
því unnið mjög gott starf á þessum
tæpu 5 árum frá því sameining fór
fram. Árangurinn er þeim að þakka
og það er rík ástæða til þess að ég
þakki þeim fyrir frábærlega unnin
störf. Við starfsmennirnir komum
frá þremur fyrirtækjum eða stofn-
unum. Eðlilega tók það nokkurn
tíma fyrir hópana að samlagast, en
allir lögðu sig fram og nú þegar ég
hætti störfum ríkir góður starfs- og
liðsandi.
Akranesi 4. október 2000.
Söngnámskeið
í Hafnarfjarðar-
kirkju
SÖNGNÁMSKEIÐ á vegum
Hafnarfjarðarkirkju hefst laugar-
daginn 14. október. Námskeiðið
stendur í 6 laugardaga og er
haldið frá kl.12.30-14.00. Á nám-
skeiðinu er sérstaklega kennd
öndun, raddbeiting og þjálfun í
tónheyrn. Námskeiðið er þannig
gert að það hentar bæði byrjend-
um sem og þeim er lengra eru
komnir. Kennt verður í Hásölum
safnaðarheimilis Hafnarfjarðar-
kirkju. Leiðbeinandi er kórstjóri
Hafnarfjarðarkirkju, Natalía
Chow. Hægt er að skrá sig á
námskeiðið hjá henni í síma
6994613 eða mæta á laugardaginn
kemur kl. 12.30.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald-
urshópa kl. 14-17. Biblíulestur í
safnaðarheimilinu kl. 20.
Háteigskirkja. Jesúbæn kl. 20.
Taize-messa kl. 21. Fyrirbæn
með handaryfirlagningu og
smurning.
Langholtskirkja. Kirkjan er opin
til bænagjörðar í hádeginu. For-
eldra- og barnamorgnar kl. 10-12.
Fræðsla: Öryggisbúnaður í bílum.
Elva Möller hjúkrunarfræðingur.
Svala djákni les fyrir eldri börn-
in. Söngstund með Jóni Stefáns-
syni.
Laugarneskirkja. Morgunbænir
kl. 6.45-7.06. Kyrrðarstund í há-
degi kl. 12.00. Gunnar Gunnars-
son leikur á orgel fyrstu 10 mín-
úturnar. Að lokinni samveru er
léttur málsverður í boði í safnað-
arheimili.
Neskirkja. Orgeltónlist kl. 12.
Reynir Jónasson leikur á hið nýja
orgel Neskirkju í u.þ.b. 15 mínút-
ur, en í lokin eru ritningarorð og
bæn. Unglingaklúbbur Nes- og
Dómkirkju kl. 20 í kjallara Nes-
kirkju. Félagsstarf eldri borgara.
Haustlitaferð um Reykjavík.
Kaffiveitingar í Hallgrímskirkju.
Lagt af stað frá Neskirkju kl. 14.
Skráning í síma 511-1560. Allir
velkomnir.
Árbæjarkirkja. TTT-starf 10-12
ára í Ártúnsskóla kl. 17-18.
Breiðholtskirkja. Bach í
Breiðholtskirkju. Sjöttu tónleik-
arnir í tónleikaröðinni verður í
kvöld kl. 20. Þýski organistinn
Jörge Sondermann leikur orgel-
verk eftir J.S. Bach. Aðgangseyr-
ir rennur til Hjálparstarfs kirkj-
unnar. Mömmumorgunn föstudag
kl. 10-12.
Digraneskirkja. Leikfimi ÍAK kl.
11. Foreldramorgnar kl. 10-12.
Helgistund kl. 11. Kvöldbænir kl.
18.
Fella- og Hólakirkja. Kyrrðar-
og bænaStund kl. 12. Léttur há-
degisverður í safnaðarheimilinu
eftir stundina. Opið hús fyrir full-
orðna til kl. 15. Bæna- og þakkar-
efnum má koma til Lilju djákna í
síma 557-3280. Látið einnig vita í
síma ef óskað er eftir keyrslu til
og frá kirkju. Starf fyrir 9-10 ára
stúlkur kl. 15-16. Helgistund i
Gerðubergi á fimmtudögum kl.
10.30. Biblíulestur kl. 17.30 í um-
sjón sr. Hreins Hjartarsonar.
Grafarvogskirkja. Foreldra-
morgnar kl. 10-12. Fræðandi og
skemmtilegar samverustundir,
heyrum Guðs orð og syngjum
með börnunum. Kaffisopi og
spjall, alltaf brauð og djús fyrir
börnin.
Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar.
Starf fyrir 7-9 ára kl. 16.30.
Kópavogskirkja. Samvera eldri
borgara í dag kl. 14.30-17 í safn-
aðarheimilinu Borgum. Kyrrðar-
og bænastund í dag kl. 17. Fyrir-
bænaefnum má koma til sóknar-
prests eða kirkjuvarðar.
Seljakirkja. Fundir fyrir 9-12 ára
stráka kl. 17 í umsjá KFUM.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús
fyrir ung börn og foreldra þeirra
kl. 10-12 í Vonarhöfn, Strand-
bergi. Opið hús fyrir 8-9 ára börn
í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-
18.30.
Vídalínskirkja. Bænastund kl. 22.
Landakirkja Vestmannaeyjum.
Kl. 10-11.30 foreldramorgnar.
Samverustundir foreldra ungra
barna. Kl. 17.30 TTT-starfið 10«
12 ára krakka.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. TTT-starf
(10-12 ára) í dag kl. 17 í' umsjá
Ástríðar Helgu Sigurðardóttur.
Biblíulestrar kl. 20. Fyrirbæna-
samvera kl. 18.30. Fyrirbænaefn-
um er hægt að koma áleiðis fyrir
hádegi virka daga kl. 10-12 í síma
421-5013.
íslenski söfnuðurinn í Noregi.
Guðsþjónusta verður í Amerísku
kirkjunni í Osló kl. 14 sunnudag.
Sunnudagaskóli fyrir börnin á
sama tíma, tilvalið að rækta trú
og tungu með íslenskum Biblíu-’ *
sögum, söng og leik. Islenski kór-
inn leiðir safnaðarsöng og syngur
stólvers undir stjórn Brynhildar
Auðbjargardóttur. Kirkjugestum
boðið í kaffi í safnaðarheimilinu
að messu lokinni. Sigrún Óskars-
dóttir prestur.
Hafnarfjarðarkiikja
Frikirkjan í Hafnarfirði. Opið
hús fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 9-
12 ára krakka kl. 17-18.30.
„Það er skrýtið að hugsa til þess að hefðu foreldrar mínir tilheyrt aldamótakynslóðinni,
hefði ég hugsanlega ekki eignast systkini. Pabbi greindist með hjartasjúkdóm skömmu eftir að ég fæddist
og hefði hann ekki fengið réttu lyfin er ekki víst að hann væri á lífi
- og alls óvíst að ég hefði eignast bróður og systur “
Lyf skipta sköpum!
Samtök verslunarinnar, stmi: 588 8910
Fræðsluhópur lyfjafyrirtækja
Austurbakki hf. • Delta hf. • Farmasía ehf. • Glaxo Wellcome ehf. • Gróco ehf. • ísfarm ehf • Lyfjaverslun íslands hf.
Medlco ehf. • NM Pharma ehf. • Omega Farma ehf. • Pharmaco hf. • Thorarensen Lyf ehf.
Safnaðarstarf
Magnús Oddsson veitustjóri.