Morgunblaðið - 12.10.2000, Qupperneq 68
38 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
í dag er fimmtudagur 12. október,
286. dagur ársins 2000. Orð dagsins:
Sjá ég sendi yður eins og sauði
meðal úlfa. Verið því kænir sem
höggormar og falslausir sem dúfur.
(Matt 10.16.)
Skipin
Reykjavíkurhöfn: í dag
er væntanlegur Mek-
hanik Kottsov og út
fara Goðafoss og Arn-
arfell. _______
Ilafnarfjarðarhöfn: í
dag er Gaastborg vænt-
anlegt.
Fréttir
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl
2, opinn þriðjud. og
fimmtud. frá kl. 14-17.
Félag frímerkjasafn-
ara. Opið hús laugar-
daga kl. 13.30-17.
Áheit. Kaldrananes-
kirkja á Ströndum á 150
ára afmæli á næsta ári
og þarfnast kirkjan
mikilla endurbóta. Þeir
sem vildu styrkja þetta
málefni geta lagt inn á
} reikn. 1105-05-400744.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9-12
baðþjónusta, kl. 9-16.30
pennasaumur og búta-
saumur, kl. 9.45 morg-
unstund, kl. 10.15 leik-
fimi.kl. 11 boccia, kl. 13
opin smíðastofa, kl. 13
pútt, kl. 9 hár og fót-
snyrtistofur opnar.
Aflagrandi 40. Vinnu-
stofa kl. 9, boccia kl. 10,
hádegismatur ki. 12.
Vinnustofa kl. 13, mynd-
mennt ki. 13 og kaffi kl.
15.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8 hárgreiðsla, kl. 8.30
böðun, kl. 9-9.45 leik-
fimi, kl. 9-12 myndlist,
kl. 9-16 handavinna og
fótaaðgerð, kl. 13 gler-
list, kl. 14 dans.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18-20. Kl. 9
hárgreiðsla og opin
handavinnustofan, kl. 13
opin handavinnustofan,
kl. 14.30 söngstund.
Félagsstarf aldraðra
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 9.fótaaðgerð, kl.
10 hársnyrting, kl. 11.10
leikfimi, kl. 13 fóndur og
handavinna, kl. 15.
Félagsst. Furugerði
1. Kl. 9 aðstoð við böð-
un, smíðar og útskurður
og glerskurðarnámskeið
og leirmunagerð, kl.
9.45 verslunarferð í
Austurver, kl. 13.30
boccia.
Félagsstarf aldraðar í
Garðabæ, opið starf í
i Kirkjulundi mánudaga,
miðvikudaga og fbstu-
daga kl. 14-16. Nám-
skeiðin eru byijuð málun,
keramik, leirlist, glerlist,
tréskurður, bútasaumur,
boccia og leikfimi. Opið
hús í Holtsbúð 87 á þriðj-
ud. kl. 13.30. Rútuferðir
frá Álftanesi, Hleinum og
Kirkjulundi. s 565-0952
og 565-7122. Helgistund í
Vídak'nskirkju á þriðjud.
kl. 16. LeMmin er á
mánudögum og fimmtu-
dögum. Bókmenntir á
*'* mánud. kl. 10.30-12.
Ferðir í Þjóðmenningar-
hús eru á föstud. kl.
13.30.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Húsinu er lokað í dag
þar sem rafmagn verður
tekið af húsinu vegna
framkvæmdanna_ sem
þar eru í gangi. Á morg-
un verður myndmennt
og brids.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin alla virka daga kl.
10-13. Matur í hádeginu.
Brids kl. 13. Framsögn
kl. 16.15. Uppl. á skrif-
stofu FEB í síma 588-
2111 kl. 9-17..
Gerðuberg, félags-
starf. sund og leikfimi-
æfingar í Breiðholtsiaug
kl. 9.30, kl. 10.30 helgi-
stund umsjón Lilja G.
Hallgrímsdóttir djákni,
djáknanemar í heim-
sókn frá hádegi spilasal-
ur og vinnustofur opin,
ki. 13. börn úr Öldusels-
skóla í heimsókn, veit-
ingar í kaffihúsi Gerðu-
bergs.
Gjábakki, Fannborg
8. Handavinnnustofan
opin leiðbeinandi á
staðnum kl. 9-15, kl.
9.30 gler og postulíns-
málun, leikfimi kl. 9.05,
kl. 9.50 og kl. 10.45, kl.
13 klippimyndir og tau-
málun.
Gulismári, Gullsmára
13. Opið kl. 9-17. Mat-
arþjónusta er á þriðju-
og fostudögum. Panta
þarf fyrir kl. 10 sömu
daga. Fótaaðgerðastof-
an er opin kl. 10-
16,Postulínsmálun kl. 9,
yoga kl 10, bridge kl 13.
Handavinnustofan opin
kl. 13-16. Prjónahópur
kl. 13-15.
Hraunbær 105. Kl. 9-
16.30 bútasaumur,
perlusaumur og korta-
gerð, kl. 9.45 boccia, kl.
9 fótaaðgerð, kl. 14 fé-
lagsvist.
Hæðargarður 31. Kl.
9-16.30 opin vinnustofa,
glerskurður, kl. 9-17
hárgreiðsla og böðun,
kl. 10 leikfimi, kl. 13.30
bókabíll, kl.15.15 dans.
Hvassaleiti 56-58. Kl.
9 opin handavinnustofa
búta- og brúðusaumur,
böðun, fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, kl. 10
boccia, kl. 13 handa-
vinna, kl. 14 félagsvist.
Norðurbrún 1. Kl. 9
handavinnustofurnar
opnar, útskurður kl. 10
leirmunanámskeið kl.
13.30 stund við píanóið.
Vesturgata 7. K. 9
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl.9.15—12 að-
stoð við böðun, kl. 9.15-
15.30 handavinna, kl.10
boccia, kl. 13-14 leikfimi,
kl. 13-16 kóræfmg.
Vitatorg. Kl. 9 smiðj-
an, kl. 9.30 glerskurð-
ur, fatasaumur og
morgunstund, kl. 10
boccia, kl. 13 hand-
mennt, körfugerð og
frjálst spil.
Bridsdeild FEBK,
GuIIsmára Spilað mánu-
og fimmtudaga í vetur í
Gullsmára 13. Spil hefst
kl. 13, mæting 15 mínút-
um fyrr.
GA-fundir spilafíkla
eru kl. 18.15 á mánu-
dögum í Seltjarnames-
kirkju (kjallara), kl.
20.30 á fimmtud. í
fræðsludeild SÁÁ Síðu-
múla 3-5 og í Kirkju
Óháða safnaðarins við
Háteigsveg á laugard.
kl. 10.30.
Barðstrendingafélag-
ið spilað í kvöld í
Konnakoti Hverfisgötu
105 2 hæð kl. 20. 30.
Slysavarnardeild
kvenna í Reykjavík.
Haustferðin verður far-
in 14. okt. Faríð verður
um Suðurnesin með
óvæntum uppákomum.
Skráning og frekari
upplýsingar hjá Hrafn-
hildi Björnsdóttur
s:557-1081 og Hrafn-
hildi Scheving s: 567-
9794 fyrir 12. okt.
Orlofsnefnd hús-
mæðra í Kópavogi.
Myndakvöld fyrir þær
sem dvöldu að Hrafna-
gili í júní verður haldið í
húsnæði Kvenmfélags
Kópavogs Hamraborg
10 í kvöld kl. 20.
Kristniboðsfélag kvenna
Háaleitisbraut 58-60.
Fundur 12. okt. í umsjá
Elísabetar Magnúsdótt-
ur kl. 17 en kaffi kl. 16.
Kvenfélag Fríkirkju-
safnaðarins í Reykjavík
heldur kvöldverðarfund
í safnaðarheimilinu að
Laufásvegi 13 í kvöld kl.
20.
Sjálfsbjörg, Hátúni
12. Tafl í félagsheimil-
inu í kvöld kl. 20.
Kiwanisklúbburinn
Geysir, Mosfellsbæ,
heldur spilavist í kvöld
kl. 20.30 í félagsheimil-
inu Leirvogstungu.
Félagsvist í Húnabúð,
Skeifunni 11, í kvöld kl.
20. 2. kvöld i para-
keppni. Kaffiveitingar.
Allir velkomnir.
Minningarkort
Minningarkort Barna-
heilla til stuðnings mál-
efnum barna fást af-
greidd á skrifstofu
samtakanna á Lauga-
vegi 7 eða í síma 561-
0545. Gíróþjónusta.
Barnaspítali Hrings-
ins. Upplýsingar um
minningarkort Barna-
spítalasjóðs Hringsins
fást hjá Kvenfélagi
Hringsins í síma 551-
4080. Kortin fást í flest-
um apótekum á höfuð-
borgarsvæðinu.
Minningarkort barna-
deildar Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í síma 525-1000
gegn heimsendingu
gíróseðils.
Minningarkort Thor-
valdsensfélagsins eru
til sölu á Thorvaldsens-
bazar, Austurstræti 4, s.
551-3509.
Minningarkort Stóra-
Laugardalssóknar,
Tálknafirði til styrktar
kirkjubyggingarsjóði
nýrrar kirkju í Tálkna-
firði eru afgreidd í síma
456-2700.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 669 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, (þróttir 569 1156,
i^érblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG:
~'KlTSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Grafalvarlegt
grín
MIG langar að benda
Mannfræðistofnun háskól-
ans á, að kynna sér efni
þáttarins Djúpa laugin,
sem sýndur er á Skjá ein-
um. Þar gæti verið komið
verðugt rannsóknarefni,
að minnsta kosti ef það
fólk sem þar kemur fram
er þverskurður af ungu
fólki á Islandi í dag. Nið-
urlægingin og lágkúran
sem krakkarnir láta yfir
sig ganga með bros á vör
er skelfileg og þáttar-
stjórnendum og öðrum
stjórnendum stöðvarinnar
til háborinnar skammar.
Hvar er sjálfsvirðing
þessa fólks spyr ég?
101067-3869.
Stóri-Sunnan, íslenskt
mál, blaðamenn og
fréttaritarar
í MORGUNBLAÐINU
13. sept. var agnarsmá
frétt á bls. 2 sem vakti að-
dáun mína. Fréttin var lík-
lega frekar ómerkileg að
margra mati, fjallaði um
veður í Ólafsvík í fimm
setningum. Það sem vakti
aðdáun mína var að þessar
fimm setningar voru svo
listilega samansettar af
fréttaritaranum að hrein
unun var að lesa. Fréttin
hafði yfirskriftina Stóri-
Sunnan á ferð og var
svohljóðandi: „Einstök
góðviðri hafa ríkt hér í
sumar. Gróðurinn er enn í
sæld, kartöflugrös og ber
ófrosin með öllu. I dag er
svo Stóri-Sunnan hér á
ferð og er svipur á þeim
gamla.
Lækir buna niður hlíðar
og fossar rjúka. Fossá er í
miklum vexti og er flug í
ánni sem litar sjóinn langt
út á Vík.“ Væri ekki ráð að
fréttaritari Morgunblaðs-
ins í Ólafsvík tæki að sér
að kenna blaða- og eða
fréttamönnum vandaða og
hnitmiðaða íslensku?
Kveðja,
Sesselja Guðmundsd.,
Urðarholti 5, Mosf.
Island og Evrópa
HVAÐ eftir annað heyrum
við í fréttum sjónvarps og
útvarps að fólk talar um að
svona sé eitthvað ákveðið
hér á Isiandi, en svo ein-
hvern veginn öðru vísi í
Evrópu. Fólk er að bera
saman ísland annars veg-
ar og Evrópu hins vegar.
Utlendingar sem hér eru
og heyra svona frásagnir
spyrja ósjálfrátt: Nú, hvað
telja íslendingar sig ekki
til Evrópu? Og svo spyrja
þeir áfram: Telja þeir að
Island tilheyri þá Amer-
íku? Og þegar þeim er
sagt að svo sé ekki spyrja
þeir áfram: Telja Islend-
ingar þá að þeir séu einir
og sér í heiminum? Það er
nú það. Hvernig væri að
segja að sovna sé eitthvað
á Islandi, en svo einhvern
veginn öðru vísi í öðrum
Evrópulöndum?
Magga.
Lífeyrissjóðir
ÉG GET ekki orða bundist
vegna fullyrðingar Péturs
Blöndals um að allir hefðu
lífeyrissjóð. Ég borgaði í
lífeyrissjóðinn Skjöld í átta
ár og fæ ekkert, því hann
var óverðtryggður. Reglan
er sú að þú verður að vera
búinn að borga í sjóðinn í
tíu ár til þess að fá greitt
úr honum. Einnig má
benda á, að ríkið hefur
skert lífeyrissjóði.
Máni Tryggvason.
SD-smyrslið
MIG langar að koma á
framfæri ánægju minni
með SD-smyrslið, sem
fæst í Lyfju í Hafnarfirði.
Ég hef notað það á
sveppasýkingu á fótum
með góðum árangri. Það
hefur verið skrifað mikið
um dýr sveppasýkingarlyf,
en ég vil benda fólki á
þennan áburð sem gerir
sama gagn.
Guðrún Sæmundsdóttir,
Hafnarfirði.
Jólakvíði
ÉG VIL taka undir það
sem lífeyrisþegi ritaði í
Velvakanda 10. október sl.
Sjálf er ég öryrki og hef
ekki getað haldið jól síð-
astliðin fjögur ár eða
meira. Ég á fimm börn og
átta barnabörn og um síð-
ustu jól gat ég ekki gefið
börnunum jólagjafir leng-
ur og enn velti ég mér upp
úr því, hvað það var sárt
að geta ekki glatt þessi
litlu hjörtu. Af matarkaup-
um er það að segja, að það
var keypt ein lítil hangi-
kjötsrúlla og nartað í hana
öll jólin. Annað var ekki
keypt.
Öryrki 310839-4509.
Gullhringur
tapaðist
GULLHRINGUR með
hvítri perlu tapaðist 7. okt.
sl. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 557-3475.
Kros
LÁRÉTT:
1 samþykk, 4 uppgerðar-
veiki, 7 sjúga, 8 suð, 9
eyktamark, 11 eyðimörk,
13 vaxa, 14 kynið, 15
hryggð, 17 fiskurinn, 20
bókstafur, 22 hnappur, 23
spottum, 24 skilja eftir, 25
meðvindur.
sgata
LÓÐRÉTT:
1 ætlast á um, 2 ástríki, 3
spilið, 4 bráðum, 5 tölur, 6
falla í dropum, 10 manns-
nafn, 12 fijót að læra, 13
hávaða, 15 gistihús, 16
hundur, 18 regnýra, 19 góð-
gæti, 20 hlífa, 21 þrábeiðni.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 frekjudós, 8 álfur, 9 græða, 10 aða, 11 mælir, 13
reist, 15 brons, 18 skart, 21 nýt, 22 renna, 23 artin, 24 gróða-
fíkn.
Lóðrótt: 2 ræfil, 3 kórar, 4 ungar, 5 ókæti, 6 sálm, 7 hatt, 12
inn, 14 eik, 15 bara, 16 ofnar, 17 snauð, 18 starf, 19 aftók, 20
tonn.
Víkverji skrifar...
IVIKUNNI slepptu norskir dýra-
vinir lausum rúmlega 1.500 mink-
um á býli í suðurhluta Noregs í þeim
tilgangi að mótmæla loðskinnaiðnað-
inum. Þó svo að tekist hafi að hand-
sama helming minkahópsins er talið
að margir minkar hafi drepist vegna
viðbrigðanna, kuldans og hungurs
þar sem þeir eru ekki vanir að ganga
sjálfala. Dýravinirnir sögðust hins
vegar vilja gefa minkunum „hinsta
tækifæri til að lifa villtir".
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
dýravinir grípa til þessa ráðs. Vík-
verja er ekki kunnugt um hvort
þetta tiltæki hefur aukið samúð með
málstað dýravina en Ijóst má vera að
þessar sleppingar eru ekki í öllum
tilfellum fallnar til að lengja líf dýr-
anna. Jafnframt má ljóst vera að þau
dýr sem lifa og ná að aðlagast lífinu í
náttúrunni geta verið skaðleg fyrir
viðkvæmt vistkerfi náttúrunnar.
Minkar eru einstaklega grimm dýr
og drepa oft mun meira en þeir geta
torgað.
XXX
YÍKVERJI heyrði eitt sinn frá-
sögn af baráttu þýskra dýra-
vina fyrir því að sjaldgæf fuglateg-
und yrði varðveitt. Kjörlendi
þessarar fuglategundar er á Balk-
anskaga en fuglarnir höfðu numið
land í Þýskalandi í takmörkuðum
mæli. Fyrir baráttu þýskra dýravina
var farið út í allumfangsmiklar að-
gerðir til að bæta umhverfi fuglanna
þannig að þeir kæmust betur af og
viðkoma þeirra yrði meiri. Þessar
kostnaðarsömu aðgerðir skiluðu all-
góðum árangri og fuglunum tók að
fjölga. Þetta varð hins vegar til þess
að minkar og refir fengu áhuga á
fuglunum og tóku til við að höggva
stór skörð í stofninn. Þá vaknaði sú
spurning, átti að hefja skipulega
fækkun á mink og ref á svæðinu?
Fuglarnir gátu vart talist hluti af
vistkerfi svæðisins nema fyrir til-
verkan mannsins en villidýrin voru
hins vegar hluti af vistkerfinu. Ef
búa átti fuglunum samastað urðu þá
refir og minkar að víkja? Þessi
spurning var að sjálfsögðu mjög erf-
ið fyrir dýravini.
XXX
SKEMMTIÞÁTTUR Steinunnar
Ólínu Þorsteinsdóttur í Ríkis-
sjónvarpinu fór ágætlega af stað, að
mati Víkverja. Það var vel til fundið
hjá Steinunni Ólínu að byrja þáttinn
á því að sýna stutt brot úr gömlum
skemmtiþáttum jafnframt því sem
hún velti því fyrir sér hvernig góður
skemmtiþáttur ætti að vera. Þetta
sýndi áhorfendum ágætlega að þess-
ir gömlu þættir voru flestir ekki ýkja
skemmtilegir. Það var hins vegar
„kvótaprinsessan" í lok þáttarins
sem sló tvímælalaust í gegn. Henni
var ekki svarafátt þegar hún var að
rökstyðja það að það væri ofureðli-
legt að hún, ellefu ára gömul, væri
ein ríkasta kona landsins. Það má
mikið vera ef það á ekki eftir að
heyrast meira frá þessari stúlku í
framtíðinni.
xxx
I* HAUST tilkynnti Reykjavíkur-
borg að boðið yrði upp á heitar
máltíðir í öllum grunnskólum lands-
ins. Þarna var stigið ótvírætt fram-
faraspor og má furðulegt heita að
það skuli ekki hafa verið stigið fyrir
löngu. Börn sem eru stærstan hluta
dagsins í skólanum eiga ekki að
þurfa að sætta sig við að vera send
að heiman með þurra samloku og
kókómjólk. Börn sem eru að stækka
og þroskast þurfa á kjarnbetri mál-
tíð að halda.
í sumum skólum í Reykjavík eiga
einungis börn í heilsdagsskólanum
kost á heitri máltíð og í öðrum skól-
um fá bara yngstu börnin heita mál-
tíð en ekki unglingarnir. Borgin þarf
skilyrðislaust að láta þetta ná til
allra barna því fæst börn hafa tæki-
færi til að fara heim í hádeginu til að
fá heita máltíð. Þetta skref sem stig-
ið var í haust er hins vegar vonandi
aðeins fyrsta skref í átt til betri þjón-
ustu við börn í Reykjavík. Ná-
grannasveitarfélögin eiga einnig að
fara að dæmi Reykjavíkurborgar.