Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ilt MM Wm Hlf ———_—.-----__------ II I ¦I ¦¦ Morgunblaðið/RAX Snilldartaktar við Lækjarskóla ÞEIR sýndu snilldartakta með knöttinn strákarnir sem voru að leika sér í frímínútum í Lækjarskóla í Hafnarfirði í gær. Það skiptir miklu máli f íþróttum að vera vel ein- beittur og það ber ekki á öðru en að einbeitingin hafi verið í góðu lagi hjá þeim sem skallaði knött- inn. Eins og á góðum knattspyrnuleikjum lifðu áhorfendur sig vel inn í leikinn. Kirkjuþing vill prestsset- ur áfram á Þingvöllum KIRKJUÞING samþykkti í gær að Kngvallanefnd geri ekki lengur til- lögur um ráðningu prests á Þingvöll- um þegar fallist var á breytingu í frumvarpi til laga uin stjórn og starfshætti kirkjunnar. í ljósi þessa er lagt til að halda beri úti presta- kalli tengdu Þingvöllum og að prest- ur sitji það prestakall. Kirkjuráð samþykkti einnig eftir- farandi ályktun: „Kirkjuþing árið 2000 mælist til þess að þannig verði á málum haldið að á Þingvöllum verði áfram prestssetur." I nefndaráliti með ályktuninni segir að ástæða sé til að ætla, að í ljósi sögunnar, sam- bands ríkis og kirkju, trúar og sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar sé það al- menn skoðun að standa skuli vörð um virðingu Þingvalla og allt sem sá staður stendur fyrir. Þá var samþykkt á kirkjuþingi í gær að vísa til umfjöllunar presta- stefnu og nýskipaðrar kenninga- nefndar frumvarpi dómsmálaráð- herra til breytinga á lögum um skipan presta, sem kynnt var á þing- inu. Gerir það ráð fyrir að biskup skipi alla presta en ráðherra hefur til þessa skipað sóknarpresta. Jón Helgason, forseti kirkjuþings, sagði að fram hefðu komið ýmsar spurn- ingar frá fulltrúum presta sem talið hefði verið rétt að fjalla nánar um og því hefði málið farið í þennan farveg. I ályktun kirkjuþings um skýrslu Mrkjuráðs kemur fram að brýnt sé að nefnd sem falið var að kanna þjón- ustuþörf í prestaköllum vandi til verksins og því hraðað eftir föngum þar sem það muni hafa áhrif á stefnumótum þjóðkirkjunnar. Þá er því fagnað að margir og veikburða sjóðir kirkjunnar hafi verið samein- aðir í tveimur burðarmeiri sjóðum, líknar- og viðlagasjóði og fræðslu-, kynningar- ogútgáfusjóði. Deilumál hörmuð Harmað er að deilumál hafi komið upp innan kirkjunnar og minnt á mikilvægi þess að grípa fyótt inn í slík mál og vanda til allrar málsmeð- ferðar. Fram kom gagnrýni frá sr. Gunnari Kristjánssyni og sr. Geir Waage á meðferð biskups vegna máls sr. Gunnars Björnssonar, þá- verandi sóknarprests í Holti í On- undarfirði, og fóru þeir fram á að biskup bæði sr. Gunnar afsökunar. „Kirkjuþing tekur ekki undir fram- komnar ásakanir á hendur biskupi íslands í þessu sambandi og telur þær ómaklegar," segir m.a. í ályktun kirkjuþings varðandi það. Kirkjuþing samþykkti stefnu- mörkun um framtíðarskipan sókna, prestakalla og prófastsdæma og seg- ir þar að biskupafundur skuli fela héraðsnefndum að skoða sérstak- lega skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma í Ijósi stefnu- mörkunarinnar og rökstyðja allar hugmyndir. Þá segir að huga þurfi nánar að stefnumörkun vegna pró- fasta og prófastsdæma. íslendingur hittir fjölskyldu sína sem í tólf ár hafði talið hann látinn Birtist óvænt heill á húfí „VIÐ gengum í gegnum sorg og vonbrigði þegar hann hvarf og því er gleði okkar afar mikil yfir því að hann skuli birtast aftur heill á húfi," sagði Kristín fsleifsdóttir í samtali við Morgunblaðið, en bróð- ir hennar, Halldór Heimir ísleifs- son, kom til landsins í vikunni eftir að hann hvarf sporlaust í Banda- ríkjunum fyrir 12 árum. Fjölskylda Halldórs hafði í öll þessi ár talið að hann væri látinn en um það hafði þó aldrei fengist nein fullvissa. Áður en Halldór Heimir hvarf var hann búinn að vera í hagfræði- námi í Bandaríkjunum í nokkurn tíma. Hann kom heim árið 1987 og vann hér einn vetur. Árið 1988 ákvað hann að fara út aftur og halda áfram námi. „Hann sagði okkur áður en hann fór að hann ætti gamlan og góðan bíl úti og ætlaðLsér að keyra um Bandaríkin áður en hann byrjaði í skólanum. Við höfðum áhyggjur af því að hann væri einn á ferð í ókunnugu landi, en hann sagðist þekkja vel tU og við þyrftum ekM að hafa áhyggjur af honum," sagði Kristín. Hún sagði að fjölskyldan hefði eitthvað heyrt frá honum meðan hann var á ferðalaginu, en síðan hefðu vinir hans í Bandaríkjunum látið vita um að hann hefði ekki skilað sér og ekkert hefði frést af honum. Kristín sagði að strax hefði verið hafin leit að honum en hún hefði ekM sldlað neinum árangri. BUl hans hefði fundist en að öðru Ieyti hefði ekkert komið fram sem hefði getað skýrt hvarf hans. Töldu að Halldór væri látínn „Á endanum drógu flestir í fjöl- skyldunni þá ályktun að hann væri látinn. Þetta var að sjálfsögðu mjög erfiður tími. Við upplifðum þá sorg sem flestir upplifa sem misst hafa náinn ættingja," sagði Kristín. Fyrir hálfum mánuði gerðist það svo að HaUdór Heimir hringdi í fjölskyldu sína. Það var mágur hans sem svaraði í símann þegar hið óvænt símtal barst frá Banda- ríkjunum. „Fjölskyldan kom strax saman og hann hringdi aftur þrem- ur tímum síðar. Það urðu að sjálf- sögðu fagnaðarfundir og við töluð- um við hann í nokkra klukkutíma," sagði Kristín um endurfundinn. Kristín sagði að Halldór Heimir hefði búið í Texas í þessi 12 ár og unnið þar fyrir sér. Hún sagðist ekki vUja ræða um ástæður þess að hann hefði horfið með þessum hætti. „Aðalatriðið er að hann er á lífi og er heUbrigður. Ættjörðin og fjölskyldan hafa á endanum togað hann heim eins og gjarnan gerist með þá sem hafa lengi dvaUst er- lendis." Hitti bróður sinn í Bandaríkjunum Kristín fór fyrir nokkrum dög- um tU Bandaríkjanna tU að hitta bróður sinn. Hún þurfti bæði að staðfesta að um réttan mann væri að ræða og eins þurfti að útvega honum pappíra svo að hann kæm- ist til landsins, en HaUdór Heimir var á sínum tíma tetónn út af þjóð- skrá og farið var með eignir hans og skuldir eins og hann væri látinn. Hann fór til Bandaríkjanna sem námsmaður og hafði sem sUkur að- eins leyfi tU tímabundinnar dvalar. Kristín sagði að það hefði að sjálfsögðu verið mjög sérstakt að hitta Halldór ytra. Hún hefði farið út með þá mynd í huga sínum af honum eins og hann var þegar hann hvarf 26 ára gamall, en hann er nú 38 ára. Hún sagði að hann hefði vUjað koma heim og áformað að setjast hér að. Kristín sagði að HaUdór Heimir hefði á síðustu árum fylgst vel með því sem gerst hefði á íslandi í gegnum Netið. „Þegar við höfum verið að tala við hann á síðustu dögum höfum við oftar en einu sinni rekið okkur á að hann er bet- ur að sér um mörg mál á íslandi en við." Halldór á foreldra á Ufi og fjögur systkini. Sjálfur er hann ókvæntur og barnlaus. im PVFa ^* P ™ *—X*_-Z__X—, m WMfTEr a Súfistanum fimmtudagskvöld 26. október kl. 20 skáldskapnum Rannsóknir benda til að refastofninn á Hornströndum sé kominn í jafnvægi s Aætla að 60-150 refir yfirgefi friðlandið á ári Umræður um Ijóðlist í tilefni af útkomu Ritgerða og pistla eftir Sigfús Daðason. Bergtind Gunnarsdóttir, Birna Bjarnadóttir og Hallgrimur Helgason ræða stöðu Ijóðsins. Einar Már Guðmundsson Les upp. Hjalti Rögnvatdsson les úr verkum Sigfúsar. Mál og menning malogmenning.is Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúia 7 • Sími 510 2500 RANNSÓKNIR á ref á Hornströnd- um benda til að 43 til 48 greni hafi verið í ábúð í friðlandinu á si'ðasta sumri. Áætiað er að þar hafi verið samtals 258 til 288 grendýr og yrðl- ingar síðsumars og að 62 til 156 ref- ir yfirgefi friðlandið árlega. Refir hafa verið alfriðaðir í Hornstrandafriðlandi frá miðju ári 1994. Sumarið 1999 voru grenin rannsökuð oggera Páll Hersteins- son, Þorvaldur Þ. Björnsson, Ester Rut Unnsteinsdóttir, Anna Heiða Ólafsdóttir, Hólmfríður Sigþórs- ddttir og Þorleifur Eiríksson grein fyrir niðurstöðum í grein í Náttúru- fræðingnum sem út kom í vikunni. 43-48 greni í ábúð Talið að rúmlega 170 greni séu í friðlandinu. f grein vísindamann- anna kemur fram að þeir telja að 43-48 greni hafi verið í ábúð í frið- landinu sumarið 1999 og geta þeir sér þess til að þeim hafi fjölgað inn- an við 50% frá því hætt var að veiða Ljósmynd/Daníel Bergmann Dökk tófa á Látrabjargi. refi í fríðlandinu. Telja þeir að fjöldi grenja í ábúð hafi ekki breyst að ráði frá árinu á undan. Því sé" lik- legt að fjöldi grenja í ábúð á Horn- ströndum sé nú í jafnvægi og eigi ekki eftir að breytast mikið næstu árin nema breytingar verði á fæðu- framboði, skipulegar veiðar hefjist á ný eða sjúkdómar taki að herja á stofninn. Miðað við fjölda grenja er reikn- að með að 86-96 grendýr séu á svæðinu og að þau hafi komið upp 170-190 yrðlingum. Er því áætlað að 258 til 288 grendýr og yrðlingar hafi verið á svæðinu í ágústlok, auk óþekkts fjölda gelddýra. Fram kemur að talsvert vantar upp á að unnt sé að áætla vanhöld refa af náttúrulegum ástæðum en í greininni eru þau áætluð á bilinu 10 til 50%. Vanhöld dýra á fyrsta vetri geta verið af ýmsum toga, svo sem vegna hraps í klettum og annarra óhappa, bitsára og hungurs. Lítill hluti þeirra yrðlinga sem lifir af veturinn kemst á óðal því flest eru setin og áætla vísindamennirnir að 62-156 refír yfirgefi friðlandið á hveq'u ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.