Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Innheimtumál vegna símreikninga frá sýslu- mönnum til dómstóla Aukið * álaghjá héraðs- dómurum NÝR málaflokkur hefur bæst við hjá héraðsdómstólum landsins og hefur valdið auknu álagi á störf þeirra. Þarna er um að ræða mál sem rísa vegna ógreiddra sím- reikninga. Ólafur Stephensen, forstöðu- maður upplýsinga- og kynningar- . ^sviðs Landssímans, segir að skýr- v inguna megi finna í nýju fjarskiptalögunum sem tóku gildi um síðustu áramót. Kröfur af þessu tagi mynduðu áður lögtaks- rétt og voru því yfirleitt sendar til sýslumanns til innheimtu. Sam- kvæmt nýju fjarskiptalögunum er litið á skuldir af þessu tagi eins og hverjar aðrar kröfur og fá þær sína málsmeðferð fyrir héraðs- dómi. Ekkert hindraði þó fyrirtæki í því að leita til dómstóla með mál af þessu tagi fyrir gildistöku '’fjarskiptalaganna. Um 1.000 mál höfðuð frá því í maí í fyrra Friðgeir Björnsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir að fyrstu málin af þessu tagi hafi ver- ið höfðuð í maímánuði 1999. Það ár voru alls höfðuð 288 mál vegna ógreiddra símreikninga í Héraðs- dómi Reykjavíkur og það sem af er þessu ári eru þau orðin 530. Sam- tals hafa verið höfðuð um 1.000 slík mál um allt land frá því í maí 1999. Friðgeir segir að þessi mála- flokkur valdi auknu álagi á starf- semi dómsins. Hann segir að yfir- leitt sé ekki mætt í þessi mál af . hálfu stefnda en engu að síður þurfi að skoða hvert mál fyrir sig og afgreiða það. Hægl að semja um greiðslur á Netinu Ólafur Stephensen segir að í raun hafi í heildina þeim skulda- málum fækkað hjá Landssímanum sem fela í sér viðamiklar inn- heimtuaðgerðir. Nú er til að mynda hægt að semja um greiðslu á símreikningum á Netinu. Sem dæmi nefnir Olafur að unnt er að greiða helming skuldar með greiðslukorti og semja um eftir- stöðvarnar. Viðskiptavinum sé gef- inn ákveðinn tími til að bregðast við og greiða skuldir sínar. Fyrst sé lokað fyrir símtöl úr síma en viðskiptavinir geti áfram tekið við símtölum og að endingu sé lokað með öllu fyrir notkun símans. Morgunblaðið/RAX Þessa dagana er verið að ljúka niðursetningu röra í fallpípuskurð, en rörin munu leiða vatnið niður í stöðvarhúsið og að túrbínunum. Framkvæmdir við Vatnsfellsvirkjun á áætlun FRAMKVÆMDUM við Vatnsfells- virigun miðar vel, en að sögn Jó- hanns G. Bergþórssonar, staðar- stjóra ÍAV-fsafls, sem er dóttur- fyrirtæki íslenskra aðalverktaka, var í gærmorgun lokið undirbún- ingsvinnu fyrir ísetningu spírals, sem mun knýja áfram ráfalana í virkjuninni. „Ef ekkert óvænt gerist á verkið að vera tilbúið á réttum tíma,“ sagði Jóhann. „í byrjun mán- aðarins var reyndar kominn tveggja tomma snjór hér yfir allt og frost, en nú er komin þíða og allur snjór farinn.“ Stefnt er að því að virkjunin hefji rafmagnsframleiðslu í lok næsta árs, en fyrirhugað er að ræsa fyrri vélina hinn 15. október og síðari vélina 15. desember. „Ef þetta tekst þá verður heildar- framkvæmdatíminn 31 mánuður og það er stysti tími sem tekið hefur að byggja vatnsaflsvirkjun á fslandi." Jóhann sagði að um 300 starfs- menn væru við vinnu á svæðinu og að þessa dagana væri verið að klára niðursetningu siðustu röranna í fallpípuskurð, en þau leiða vatnið niður í stöðvarhúsið að túrbínunum. Hann sagði að starfsmönnum myndi fækka strax eftir áramót því þá yrði jarðvinnu að mestu lokið og því að- eins unnið inni f húsum. Að sögn Jóhanns verður unnið að frágangi næsta sumar og stíflan hækkuð upp í endanlega hæð. Stefnumörkun á lóðum Landspitala - háskólasjúkrahúss til umræðu 1 yfírsljórn Uppbygging fyrir 15 til 20 milljarða á 20 árum MAGNÚS Pétursson, forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss, segir nauðsynlegt að marka sem fyrst framtíðarstefnu í uppbyggingu spítalans á lóðum hans við Hring- braut og í Fossvogi. I tillögum sænskrar arkitektastofu, sem fengin var til að setja fram hugmyndir, kemur fram að byggja þurfi á næstu 20 árum 70-80 þúsund fermetra hús- næðis verði bráðaþjónusta spítalans sett á einn stað og til að mæta auk- inni þörf á þjónustu og kröfum um bætta aðstöðu. Kostnaður yrði á bil- inu 15 til 20 milljarðar króna. „Við vinnum núna hörðum hönd- um að því að ákveða hvernig starf- semi spítalans verður skipt niður á lóðimar tvær í Fossvogi og við Hringbraut," sagði Magnús Péturs- son í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að á grundvelli tillagna Svíanna sé unnt að meta hvort upp- byggingin verði á báðum lóðunum eða einkum á öðrum staðnum en til þess að það sé unnt verði stjómend- ur spítalans og aðrir sem beri ábyrgð á heilbrigðismálum að sam- einast um stefnu. Segir hann allar forsendur liggja fyrir til að hægt sé að ljúka slíkri stefnumótun. Nægt rými á báðum lóðunum Sænska arkitektastofan White Arkitekter hefur sett fram þrjá möguleika á framtíðamppbyggingu og telja talsmenn hennar að nægt rými sé bæði við Hringbraut og í Fossvogi til nauðsynlegra nýbygg- inga. Hákon Josefsson segir lóðirnar báðar vel í sveit settar og mjög í samræmi við þá stefnu, sem víða sé uppi erlendis, að starfsemi sjúkra- húsa skuli vera í miðjum borgum fremur en í útjaðri þeirra. Sjúkra- húsalóðir séu hluti af borgum sem mikilvægt sé að þróa rétt eins og aðra hluta hennar, íbúðarhverfi, miðborgarsvæði og önnur borgar- hverfi. ■ Brýnt að/38 Samherji er kominn með um 34 þúsund tonna kvóta SAMEINAÐ sjávarútvegsfyrirtæki Samherja og BGB-Snæfells kemur til með að hafa yfir að ráða um 34 þúsund tonna veiðiheimildum, þar af um 5.200 tonnum utan landhelgi. Auk þess á fyrirtækið um 17 þúsund tonna aflaheimildir í öðrum löndum. Tilkynnt var í gær að fyrirhugað væri að sameina Samherja og BGB- Snæfell um næstu áramót. Við sameininguna eignast KEA, sem átti stærsta eignarhlutinn í BGB-Snæfelli, 17% hlut í Samherja og verður stærsti einstaki hluthaf- inn. Velta fyrirtækjanna tveggja var á fyrstu sex mánuðum ársins um 6 milljarðar króna og er áætluð árs- velta 11-12 milljarðar. Starfsmenn þess verða rúmlega 1.000 og gerir það út 22 skip, þar af 12 frystiskip. Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, bæjarstjóri Dalvíkur, hefur sagt sig úr stjóm KEA, en hann greiddi at- kvæði gegn sameiningu BGB-Snæ- fells við Samherja þegar stjórn fé- lagsins fjallaði um hana. ■ KEA verður/18 ■ Sviptingar/24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.