Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
H
UMRÆÐAN
Gagnrýnandinn sem
músíkin för fram hjá
EKKI er langt síðan nokkrir
hljómlistarmenn tjáðu sig á prenti
um undarlega siði poppgagnrýnenda.
Þeir virðast sem sé pína sig til að
hlusta á músík sem þeim fellur ekki í
geð og einkennast svo skrif þeirra af
fyrirlitningu í garð þeirra sem leyfa
sér að semja, spila og gefa út slíka
músík. Annað sem einkennir þessa
gagnrýnendur er mikill hroki og yfir-
IBpengilegt tískusnobb og þykir í leið-
inni góð lenska að hnýta í þá sem ekki
eru á „réttri" bylgjulengd. Þeir gefa
sér rangar forsendur og þegar rangt
er gefið verður niðurstaðan auðvitað
röng. Einn af þessum mönnum er
Arnar Eggert Thoroddsen á Morg-
unblaðinu. Ég hef teMð eftir því að
hann hefur einkennilega ánægju af
því að skoða útgáfur af landsbyggð-
inni og útmála hversu sveitó þær eru
og illa tollandi í tískunni. Hann er
sjálfur auðvitað vel að sér í tónlistar-
tískunni, sjálfskipuð tónlistarlögga,
eða settur í það embætti af ritstjórn
Moggans. 011 áheyrileg músík er
vond enda ekki ættuð úr músíkveröld
Arnars og félaga. Þar ræður helst
ríkjum unglingagraðrokk og tölvu-
gert holtaþokuvæl. Ungmenni að
finna upp hjólið einu sinni enn og
gagnrýnendur fylgjast með af áhuga.
I umfjöllun um diskinn Dans
Ingvi Þ<5r
Kormáksson
*£
MALÞING
um íslcind ó nyrri öld
f rwelftsr s$a taitiígu «? twfla]* þj*fts«K« líltníli^a
ÍSLAOD
f)
[ tilefni af útkomu bókarinnar (sland
á nýrrl öld verður efnt til opins
málþings í Hótíðosol Háskólons
föstudoginn 27. október kl. 16.00 -
18.00. Höfundar bókorinnor eru
tuttugu og tveir tolsins og munu
nokkrir úr þeirro hópi fjollo um
framtlðarsýn sína.
Dctgskró:
1. Setnlng. Ounnor G. Schrom prófessor,
ritstjóri Islonds ó nýrri ölcl.
2. Hvert á þjóðin oð stefna á nýrri öld?
Stutt ávörp.
Póll Skúloson háskólarektor.
Bjarnl Doníolsson ópsrustjóri.
Gunnor Steinn Pólsson forstjórl
Mekkanó.
Dogur B. Cggertsson læknir.
Póll Kr. Pálsson framkvæmdostjóri.
3. Pallborðsumraeður. fluk raeðumanna
munu Lóro Magnúsardóttir
sognfraeðlngur og -gill Helgoson
sjónvorpsmoður taka þott (
umræðunum. flEvar Kjartonsson
verður fundarstjóri.
$S£2Éáf
JARNAGALLERI
Iðnbúð 1,210 Garðabæ
sími 565 8060
FRÁ
iKOI.AU'IC.Al'AN
Málþingið er öllum opið,
enginn aðgongseurir.
3
J5
w
c
00
Inniheldur 29 tegundir af
vítamínum, steinefnum og
Rautt Panax Ginseng.
APÓTEKIN
Upplýsingar í síma 567 3534.
stöðumælanna, sem
birtist í Mbl. 18. októ-
ber, nefnir Arnar
skemmtilega hug-
myndafræði á bak við
„ljóða"diskinn en seg-
ir svo: „Því leyfa menn
ektó ljóðunum að vera
í sínum pappírskiljum
og dægurtónlistinni
með sinni textagerð
að vera á sínum
geislaplötum án af-
skipta ljóðlistarinn-
ar." Verst að menn
skuli hafa stundað
slíkt athæfi áratugum
og öldum saman án
þess að spyrja Arnar
um leyfi. Hvað með allan sönglaga-
sjóð íslensku þjóðarinnar? Það er
alltaf verið að gera lög við Ijóð. Vísna-
söngvarar, dægurlagahöfundar,
djasstónskáld og „alvarlegu" tón-
skáldin hafa stundað slíka iðju án at-
hugasemda hingað til. Arnar heldur
áfram og segir „svona" diska „falla
óþægilega milli flokka". Hvað er „að
falla á milli flokka"? Er maðurinn
búinn að flokka tónlist eftir einhverju
heimatilbúnu kerfi og lendir í vand-
ræðum ef eitthvað passar ekki í
flokkana hans? „Ljóðaunnendur fal-
ast ekki eftir þessu formi og dægur-
tónlistarfólkið h'tur ógjarnan við
svona „listabulli"," skrifar gagnrýn-
andinn. Hvað hann hefur fyrir sér í
því að ljóðaunnendur falist ekki eftir
slíku formi þegar fjöldi hljóðritana á
íslandi og um heim allan ber vott um
hið gagnstæða? Vanmetur hann ekki
líka „dægurtónlistarfólkið" er hann
gerir ráð fyrir að það vilji ekki bita-
stæða texta, ljóð eða „listabull" eins
og hann orðar það? Hefur honum
nokkurn tíma dottið í hug að dægur-
laga- og popptextar verða í mörgum
tilfellum til á undan laginu. Er ekki
skyldleiki texta við Ijóð augljós áður
en nokkurt lag er fyrir hendi? Eru
ekki margir textasmiðir jafnframt
Ijóðskáld og er þá sumt sem þeir
semja við hæfi í dægurtónlist en ann-
aðekki?
Arnar reynir við illan leik að fjalla
um tónlistina á umræddum diski og
kallar hana „léttdjassað popp, áreit-
islaust...". Má taka undir það að hluti
tónlistarinnaf er léttdjassað popp.
Hitt er af ýmsum toga. Ef endilega
þarf að flokka músíkina fellur hún að
mestu undir það sem á ensku kallast
AC (Adult Contemporary) - músík
handa fullorðnum - fólki sem hefur
þroskast tónlistarlega en það virðist
gagnrýnandi Moggans alveg hafa
BROTHER BS 2145
aðeins kr. 18.374,- stgr.
Fín vél fyrir heimilið!
Takmarkað magn
Völusteinn er / 0 áraí
- FLEIRI GLÆSILEG AFMÆLISTILBOÐ -
DUKKUHATTAR
Á AÐEINS
KR. 50,-
- á meðan birgðir endast!
KAUPTU
7 GLERUNGA
OG FÁÐU
3 FRÍTT MEÐ
ÚR KÖRFU
OVOLUSTEINN
_¦____1 „ _•, __ _ _>l _'_______
sloppið við. En takið eft-
ir. Lykilorðið er nefni-
lega „áreitislaust". Ekk-
ert sem hrekkir hlust-
andann. Það virðist sem
gagnrýnandinn sé búinn
að láta forrita svo í sér
heilabúið með tölvutón-
listarhrekkjum og rafgít-
arasargi að hann hefur
fengið andúð á því sem
er músíkalskt og þar af
leiðandi ekki jafn áreit-
andi og það sem hann
vanalega þarf að snobba
fyrir. Hann segir tónlist-
ina h'ða „fram hjá
manni". Hann hefði ekíd
þurft að taka það fram að
tónlistin leið (fór) fram hjá honum.
Það er augljóst. Það einvalalið flytj-
enda sem prýðir þennan disk er ekki
nógu gott handa manninum sem
missti af músíkinni. Það þarf varla að
taka það fram að athugasemdir hans
Popp
Arnar reynir við illan
leik, segir Ingvi Þór
Kormáksson, að fjalla
um tónlistina á
umræddum diski.
þar að lútandi eru gersamlega úr
takti við veruleikann.
Þegar litið er á það sem Arnari
finnst jákvætt á diskinum kemur dá-
lítið í ljós sem rennir stoðmn undir
skoðun mína um andstyggð gagn-
rýnandans á músík. Hann lofar eina
lagið sem er í raun ekM lag frá hendi
höfundar heldur eins konar ó-lag eða
lagleysa. „Grúf' er spunnið á staðn-
um og hljóðritað og síðan fær gítar-
leikari að mestu frjálsar hendur við
að „búa til hávaða" ofan á það. Meira
er nú ekki í þessu „lagi" fyrir utan
spaugsamt ljóð Michaels Pollock.
Þetta er eins hljóms lag, nógu einfalt
til að gagnrýnandinn botni í því og
nógu nálægt tónlistartísku dagsins í
dag til að hann geti leyft sér smáhrós.
En það er vissara að hætta sér ekki í
greiningu á hinum lagasmíðunum,
þessum „áreitislausu", sem innihalda
kannski tíu eða tuttugu hljóma. Oj!
Arnar er ánægður með söng Guð-
mundar Hermannssonar og segir
hann fá „útrás fyrir aðdáun sína á
Tom Waits" í einu laganna. Að söng-
stfllinn dragi dám af Tom Waits er
vafasöm fullyrðing og að Guðmundur
hafi dálæti á Waits hef ég ekki heyrt
um fyrr. Upptökustjórinn útskýrði
einfaldlega hvernig skyldi sungið og
flinkur söngvari eins og Guðmundur
átti ekki í vandræðum með að fara að
þeim fyrirmælum.
Vegna ritdeilnanna sem greint er
frá hér í upphafi hafði ég varann á og
bað um að umræddur diskur yrði
fenginn í hendur gagnrýnanda Mbl.
sem jafnframt er hljómlistarmaður
og vakti athygli í fyrra fyrir vönduð
vinnubrögð. Illu heílli var hann hætt-
ur störfum og auðvitað ekkert sjálf-
gefið að hægt sé að verða við slfkum
óskum. Sættist ég því á að Arnar
þessi gagnrýndi disMnn þrátt fyrir
grunsemdir um að úr yrði eitthvert
klúður. - Af eitt hundrað lögum sem
út hafa komið eftir mig hafa nokkur
unnið til alþjóðlegra verðlauna og
viðurkenninga auk þess sem ég hef
bandarískan forleggjara að verkum
mínum. Þetta átti sér stað í kjótfarið
á samstarfi við enskumælandi skáld
og textahöfund og því aðeins nefnt
hér til að sýna fram á að mörgum
hugnast vel sambýli lags og Ijóðs og
„listabullið" getur borgað sig. Mér
gæti ekki staðið meira á sama hvað
einhverjum á Mogganum finnst um
mína músík og reyndar var umsögn
Arnars um Dans stöðumælanna ekk-
ert voðalega neikvæð. Það er bara
svo leiðinlegt þetta bull. Meira að
segja fyrirsögnin, „Stöðugt mæli", er
merkingarlaust bull. - Það er eigin-
lega lágmarkskrafa að poppskríbent-
ar hafi smáskdlning á því sem þeir eru
að fjalla um og opinberi ekki svona
fáfræði sína og fordóma.
Hö'fuudur er hljómlintiu-ninthir og
tónlistargagnrýnandi hjá DV.
(
i
4