Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 25 URVERINU ! 1 Samherji hf. kaupir nótaskip SAMHERJI hf. hefur gengið frá kaupum á nótaveiðiskipinu Jóni Sigurðssyni af EM Shipp- ing en félagið er dótturfélag Framherja Spf. í Færeyjum sem Samherji á hlut í. Hið nýja skip fær einkennisstafina GK-110 og verður gert út frá Grindavík. Jón Sigurðsson, sem áður var í eigu Samherja hf. (Fiski- mjöls og Lýsis), var seldur til færeyska félagsins á haustdög- um 1997. Skipið var smíðað í Noregi 1978, er með 3.300 hest- afla vél og ber 860 tonn. Kaup- verð skipsins er 30 milljónir DKK. Skipið hefur haldið til síld- veiða. Útgerð togarans Vídalíns SF sent innheimtubréf af lögfræðingum Gullberg rifti einnig samningi ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Gullberg hf. á Seyðisfirði hefur rift smíða- samningi við kínversku skipasmíð- astöðina Guangzhou Huangpu um smíði á 52 metra löngum ísfisktog- ara fyrir útgerðina. Eins og fram hefur komið hefur Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði einn- ig ákveðið að slíta samningnum sem gerður var við stöðina um smíði á sams konar skipi. Adolf Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Gullbergs hf., segir að í upphafi hafi verið farið eftir ákveðinni útboðslýsingu í samn- ingaviðræðum við skipasmíðastöð- ina og gerður samningur á grund- velli hennar. Þar hafi verið fyrirvarar af beggja hálfu sem skipasmíðastöðin hafði síðar ekki staðið við. Því hafi verið óskað eftir nýjum viðræðum. „Fulltrúar skipa- smíðastöðvarinnar vildu breyting- ar á smíðasamningnum sem við gátum ekki fellt okkur við og því var samningnum rift. Þetta hefur í sjálfu sér ekki mikil áhrif á rekstur útgerðarinnar. Við höfum enn þá fullan hug á að endurnýja skipa- kostinn og höfum augun opin fyrir öðrum möguleikum," segir Adolf. í fréttavef InterSeafood kemur fram að upphaflega hafi verið sam- ið við kínversku stöðina á þeim for- sendum að ísfisktogararnir yrðu fimm talsins en síðar hafi aðeins Guðmundur Runólfsson hf. og Gullberg hf. samið við stöðina um smíði. Viðskiptabanki kínversku stöðvarinnar hafi þá krafist þess að verð hvors skips yrði hækkað um 17 milljónir króna en það hafi ís- lensku útgerðirnar ekki getað sætt sig við. ---------»-?-?--------- Gegn upp- boði eldis- leyfa HUGMYNDIR sem Ottó Gregusen, sjávarútvegsráðherra Norðmanna, hefur sett fram um uppboð á nýjum leyfum til laxeldis mæta mikilli mót- spyrnu frá flestum forystumanna norsku fylkjanna. Grunntónninn í mótmælum þeirra er að með uppboði færist eldið á hendur þeirra, sem fjársterkastir séu, en hinir sitji eftir. Þá óttast forystumennirnir að upp- boð geti hindrað eðlilega þróun lax- eldisins. Norðmenn ætla sér að auka lax- eldi sitt stórlega á næstu árum, ekki aðeins með stækkun núverandi eld- isstöðva heldur einnig með útgáfu nýrra leyfa. Þess vegna hefur komið upp sú hugmynd að bjóða eigi leyfin út. TVEIR fyrrverandi vélstjórar á ís- togaranum Vídalín SF, sem Fóður ehf. gerir út, hafa leitað aðstoðar vegna vangreiddra launa og riftunar á skiprúmssamningi en Sigling- astofnun hefur kyrrsett skipið í Reykjavík. Að sögn Borgþórs Kjærnested, umboðsmanns Alþjóðaflutninga- verkamannasambandsins á íslandi, hefur ekki verið farið að lögum um lögbundin lágmarkslaun og er verið að skoða stöðu allrar áhafnarinnar. I máli fyrrnefndra vélstjóra er £ öðru tilfellinu um Rússa að ræða. Hann segist hafa verið ráðinn á skip- Gengið á rétt sjómanna ið gegnum ráðningarskrifstofu i Múrmansk í Rússlandi 26. júlí sl. og var lofað sMprúmi á Vídalín gegn 500 dollara greiðslu til umboðsmanns. Samkvæmt skipsrúmssamningi hafi hann átt að fá 900 dollara á mánuði, um 77.500 kr., auk aflahluts. 28. júlí hafi rækjuveiðar hafist í Barentshafi, skipið legið við bryggju í nokkra daga í ágúst vegna viðgerða en farið síðan aftur á veiðar. 23. september hafi skipinu verið siglt til íslands með togarann Kristínu Logos í eftirdragi. Rækju hafi verið landað á Eskifirði og síðan hafi verið haldið áfram til Reykjavíkur með togarann í togi. Rússinn segist hafa fengið 6.000 kr. greiddar fyrir tímann sem hann gegndi skipsstörfum sínum en í inn- heimtubréfi lögfræðinga til útgerðar- innar kemur fram að hann eigi rétt til launa í 85 daga, samtals um milljón krónur, og um réttarstöðu hans fari samkvæmt íslenskum lögum. Friðrik Á. Hermannsson, lögfræð- ingur Vélstjórafélags íslands, segir að ekM sé venja að tjá sig í fjölmiðl- um vegna innheimtumála, en máHð sé mjög alvarlegt. Ljóst sé að menn hafi verið ráðriir þótt skipið sé óhaffært og ástæða sé til þess að vara menn við. „Þetta er þannig mál að það ber að vara við og gera strax ráðstafanir. Þetta er mjög alvarlegt mál." Þegar þú verslar á íslandi er alltaf hægt að skila vöru sem reynist gölluð. Það er óneitanlega erfiðara ef gjöfin er keypt á ferðalagi í útlöndum. Vöruverðið hér heima er líka fyllilega samkeppnishæft við það sem gerist erlendis. Verslaðu á íslandi, njóttu öruggrar neytendaverndar og efldu um leið íslenskt efnahagslíf. Njóttu ferðarinnar - verslaðu af skynsemi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.