Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 55 UMRÆÐAN Lítil saga frá Afríku I KENYA, skammt frá landamærum Suð- ur-Súdan starfrækir Alþjóða Rauði krossinn stórt sjúkrahús fyrir stríðsþjáða Súdani. Rauði kross íslands hefur um árabil sent sendifulltrúa sína þangað til starfa og ég var einn þeirra um sex mánaða skeið árið 1997. Mikið var um að ung- ir menn kæmu svo illa særðir á sjúkrahúsið eftir átök, að það þurfti að aflima þá. Konur og börn komu einnig særð eftir árásir á þorp og svo mætti lengi telja. Ég ætla ekki að segja ykkur frá þessu fólki heldur frá lítilli fjölskyldu sem bar að garði dag einn með flugvél frá Súdan. Því miður voru raunir hennar ekki einsdæmi og minna okkur á helstu vandamál íbúa Afríku, alnæmi og ófrið. Unga konan sem var borin inn á sjúkrahúsið hét María og við hlið hennar gekk dóttir hennar, Rósa, á að giska níu ára gömul. Á bakinu bar Rósa Davíð, litla bróður sinn, sem að sögn móðurinnar var tveggja ára. María var með stórt sýkt sár á ann- arri mjöðminni og var mjög þjáð. Rósa virtist vera heilbrigð en litli bróðir hennar var vannærður og veikindalegur. Höfuð hans var stórt, augun útstæð og andlitið eins og á gömlum manni. Maginn var útþan- inn og húðin hékk í fellingum utan á honum. Hann gat hvorki skriðið né gengið. Sár Maríu voru hreinsuð og við bjuggumst við að með nokkrum skurðaðgerðum myndu þau gróa. En það gekk ekki eftir. Hún byrjaði að léttast og tærast og þegar við gerð- um alnæmispróf reyndist það já- kvætt. Davíð litli var með malaríu og niðurgangspest en þrátt fyrir með- höndlun virtist hann ekki ætla að braggast. Það kom okkur því ekki á óvart er hann greindist einnig með alnæmi. Rósa var ekki með alnæmis- veiruna í sér. Hún var vön að hugsa alfarið ein um bróður sinn. Hún bað- Eygló Ingadóttir aði hann, mataði, svæfði og bar hann um allt á bakinu. Hún að- lagaðist lífinu á sjúkra- húsinu vel og þekkti brátt hvern krók og kima. Hún var einstakt barn sem vann hugi og hjörtu starfsfólks og sjúklinga spítalans. Starfsfólkið hjálpaði henni með Davíð þann- ig að hún hefði tíma til að leika sér og naut hún þessa nýja frjáls- ræðis. Það eina sem við gát- um gert fyrir móður þeirra var að lina þjáningar hennar en eftir tveggja mánaða legu dó hún. Það var um nótt og þegar verið var að búa um líkið vaknaði Rósa. Við höfðum reynt að búa hana undir það sem verða vildi en hvernig segir Söfnun Ég er þess fullviss, segir Eygló Ingadóttir, að Davíð hefur dáið fljót- lega frá systur sinni. maður barni að móðir þess sé að deyja? Ómögulegt var að útskýra dauðann á einfaldan hátt. Mamma var einfaldlega dáin og það þýddi að hún kæmi aldrei aftur. Rósa gekk um í leiðslu í marga klukkutíma og skyndilega brustu flóðgáttir og lítið barn grét móður sína, grét og grét. Alnæmi hafði gert tvö börn til við- bótar móðurlaus í Afríku. Síðar sama dag var komin önnur kona í rúmið þar sem móðir barnanna hafði legið. Um kvöldið fæddi hún lítið barn, Rósa hélt áfram að hugsa um Davíð. Við höfðum- áhyggjur af framtíð þeirra. Að lokum komust þau aftur til þorpsins síns í Súdan en þar áttu þau afa og fleiri skyld- menni. Okkur, sem höfðum annast þau þessa mánuði, þótti erfitt að sjá á eftir þeim en við máttum auðvitað Rósa með Davíð bróður sinn á bakinu. Davíð er að öllum líkindum dáinn úr aluæmi en Rósa var ósýkt og hefur vonandi farnast vel. ekki gleyma því að fyrir þeim voru þau að fara heim. Nú eru þrjú ár liðin síðan ég skildi við þessi börn og mér verður oft hugsað til þeirra. Eg er þess fullviss að Davíð hefur dáið fljótlega frá systur sinni. Hver framtíð Rósu er veit ég ekki en trúi því að þetta dug- lega og glaðlega barn standi sig í erf- iðum heimi. Laugardaginn næstkomandi ætl- ar Rauði krossinn að safna til verk- efna í Afríku tii að draga úr alnæmis- smiti og koma þeim til hjálpar sem þegar eru smitaðir. Það er von mín að sem flestir sjái sér fært að ganga til góðs - og hjálpa þannig börnum eins og Rósu. Höfundur er fv. sendifulltrúi Rauða krossins. ton www.arctictrucks.is yning um helgina Land Cruiser 70 á 38" dekkjum ARCTIC TRUCKS Opið laugardag kl. 12-16 og sunnudag kl. 13-16 ŒÆÆÖQ Hjólkoppar gott árvaí 13 u 15 öíla...Attan SMIÐJUVEGI 30 SÍWII 5871400 Gúmmímottur skottmottur snjómottur Víb ábyrgjumst Reyndu Apollo 2* ~ III Þetta er alveg ný tegund af viðaukahári sem er jafn eðlilegt, auðvelt í mebförumogþabværi þitt eigio nár Reyndu Keynau TOPPIK Hári bætt við hár og hárið öölast meiri lyllingu á nokkrum sekúndum. hárstúdíö Nánari upplýsingar ogtímapantanir ísíma 5522099. x;jj SPINNING- 0G ÞREKHJÓL í mörgum gerðum ásamt mesta úrvali landsins af allskyns þrek- og æfingatækjum. Aðeins topp-merki. ÞREKHJOL sem koma þér í gott form. Stööugt ástig. Gott kasthjól. Fullkomnir tölvumælar. Mjúk og þægileg sæti. Verð frá kr. 29.849 Stgr. (Kr. 31.420) ÖRNINNP* visa RAÐGREIÐSLUR STOFNAÐ192S - ÞREKTÆKJADEILD - Skeifan 11, sími 588-9890
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.