Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 43 MINNINGAR ar vaxa úr grasi og þroskast og efl- ast sem íþróttamenn. Alltaf var þessi brennandi áhugi á íshokkíinu jafn mikill og það að tryggja eftir fremsta megni að strákarnir gætu æft íþrótt sína við bestu aðstæður, ólíkt því sem þú hafðir orðið að búa við. Man ég vel svipinn á þér þegar Skautahöllin var opnuð, stoltið og gleðina sem skein úr hverjum and- litsdrætti. Áhuginn var mikill á því að fylgj- ast með, hvar sem þú varst og hvernig sem stóð á hjá þér. Hvort sem þú varst á Seyðisfirði eða á leið til Bandaríkjanna var hringt reglu- lega til þess að fá fréttir. Oft varstu uppi í áhorfendabekkj- unum á æfingum, kallandi hvatning- arorð og stundum skammir til strák- anna á ísnum.~ Ávallt skein þó í gegn einlægur áhugi á framgangi íþróttarinnar og hvatning, hvar sem menn voru í liði. Strákarnir fundu þetta og þú varst þeim öllum góður félagi með jákvæðu og hressu viðmóti. Obilandi var trú þín á því að góð ástundun væri það sem skilaði árangri. Þeir fengu að heyra það. Þú áttir eftir að fylgjast með svo mörgu í árangri drengjanna okkar á ísnum. Eg veit þó að þú missir ekki af því, þar sem þú verður örugglega áfram með okkur í Skautahöllinni. Svenni, ég þakka þér kærlega fyr- ir að hafa fengið að verða þér sam- ferða og að hafa fengið að taka þátt í áhugamáli þínu. Jónas Breki og Sturla Snær senda þér sínar bestu kveðjur. Öllum aðstandendum þínum sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Magnús Jónasson. Kveðja frá vinum í Skautafélaginu Sveinn bakari er látinn. Þegar okkur gömlu félögum hans úr Skautafélagi Reykjavíkur bárust þessi dapurlegu tíðindi var okkur efst í huga fallvaltleiki þessa lífs, er maður á besta aldri er kallaður svo fyrirvaralaust úr hringiðu hvers- dagslífsins. Hver er tilgangurinn, hvað veldur?! En lítið verður um svör. Sá sem öllu ræður hefur ákveðið. Við félagarnir viljum reyna að minnast Sveins og þess sem hann gerði fyrir skautafþróttina hér í Reykjavík með nokkrum fátækleg- um orðum. Haustiðl965 hafði öll starfsemi Skautafélags Reykjavíkur legið niðri um tíma. En um miðjan vetur hittumst við nokkrir eftir íshokkíæf- ingu á Tjörninni, norðanmenn, sem höfðu æft íshokkí á Akureyri, ásamt þeim sunnanmönnum sem enn voru að fást við íþróttina. Þarna var ákveðið að ræða við síðustu stjórn Skautafélagsins um að endurreisa félagið og fá starfið í gang, ræða við borgaryfirvöld um aðstöðu og ekki síst að koma á keppni við Skautafé- lag Akureyrar. Einn af þeim sem hafði flust til Reykjavfkur var Sveinn Kristdórs- son sem þegar var orðinn einn af bestu íshokkíleikmönnum landsins. Með hann innanborðs töldum við okkur flesta vegi færa. Það er skemmst frá því að segja að kosin var ný stjórn í SR og var þegar haf- ist handa um uppbyggingu æfinga og bæta alla aðstöðu. Þar komu í ljós hinir frábæru hæfileikar Sveins að drífa málin áfram, hlusta oft ekki á einhverjar mótbárur, heldur drífa málið áfram. Það voru ekki fáar ferðir sem hann átti upp á Melavöll til að ræða við Baldur vallarvörð og hans inenn um svellgerðina, fá smíðaðan ramma, merkja völlinn o.fl. Þegar fyrsta bæjarkeppnin við Akureyri var haldin, sem við töpuð- um hér á Melavellinum og kom okk- ur nokkuð nær jörðinni, þá voru okkur minnisstæð viðbrögð Sveins. Strákar, hættið þessu væli og farið að æfa eins og menn. Við vinnum bara þá næst. Þannig var Sveinn. Aldrei að gefast upp heldur bíta á jaxlinn og gera betur næst. Margs er að minnast, s.s. æfing- anna með Ray Gores, flugstjóra hjá Loftleiðum og fyrrverandi atvinnu- manni í íshokký í USA, æfinganna á Tjörninni, á Rauðavatni og ánægjunnar þegar við fengum frá- bæra aðstöðu á Melavellinum með ramma og merktum velli, vonbrigð- anna þegar skyndilega kom asa- hláka og öll plön hrundu. Næsta tímabil var þegar Skauta- höllin í Skeifunni opnaði og við feng- um aðstöðu til æfinga þar. Þetta var toppurinn fannst okkur. Hvað gerði til þótt völlurinn væri ekki nema 60% af löglegri stærð? Við gátum þó æft reglulega og vorum óháðir veðri og vindum. Þarna voru haldin mót reglulega og keppnir við íshokkí- leikmenn sem dvöldu hér á vegum varnarliðsins voru stundum viku- lega. Allt þetta fleytti okkur fram á við. Það var því okkur mikið áfall þegar Skautahöllinni var lokað. Þá hættu margir öllum æfingum en Sveinn gafst ekki upp. Hann smal- aði mönnum saman til æfinga og brýndi menn til dáða. Og allt fram á þennan dag hefur hann mætt á æfingar, hvatt hina yngri og lesið yfir forustumönnum skautamála hverju sinni. Eitt var það sem hann kom á eftir að hann hætti beinni keppni var að koma á leikjum öldunga milli Reykjavíkur og Akureyrar. „Bygging Skautahallarinnar í Laugardal var toppurinn á öllum byggingarframkvæmdum borgar- innar í ár," sagði Sveinn við okkur þegar höllin var vígð. Það lýsti Sveini bakara vel þegar hann var nýkominn að austan, þar sem hann vann nú, fór beint út á svell í Skautahöllinni þar sem hann tók þátt í æfingu með Skautafélag- inu. Þetta var hans síðasta æfing. Engan óraði fyrir því. Þannig var Sveinn, áhuginn á íshokkííþróttinni og kappið var enn ódrepandi þótt hann væri kominn af léttasta skeiði og hefði átt að vera sestur í helgan stein. Við félagar hans þökkum þær stundir sem við áttum með honum og það sem hann gerði til eflingar skautaíþróttinni í landinu og Skautafélaginu. Guð blessi minn- ingu um góðan dreng. Aðstandendum sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Gamlir félagar. Kveðja frá ÍHI íshokkídeild Skautasambands ís- lands horfir nú á eftir einum af sín- um frumherjum langt fyrir aldur fram. Sveinn Kristdórsson (Svenni bakari) var árum saman einn af helstu hvatamönnum allra skauta- íþrótta. Ishokkí var samt hans uppá- hald og var hann sjálfur með betri íshokki spilurum árum saman. Inn- an ÍHÍ gegndi Sveinn ýmsum trún- aðarstóðum fyrir félag sitt Skauta- félag Reykjavfkur. Hann tók þátt í að stofna fyrsta landslið íslands í ís- hokkí og sjálfur lék hann fyrir hönd þjóðar sinnar með landsúrvali eldri spilara sem tók þátt á alþjóðlegu móti í Hollandi 1998. Á því móti sigraði íslenska úrvalið og sjaldan hefur nokkur maður brosað breiðar en aldursforsetinn í ferðinni, Sveinn Kristdórsson, þegar hann hampaði veglegum bikar og tilkynnti hópnum að „þetta væri fyrsta gull íslands í íshokkí á erlendri grund en ekki það síðasta, glæsilegt ungviðið heima fyrir mundi sjá um það". Sveinn var sífellt að hvetja hina ungu til dáða, og fátt gerði hann skemmtilegra en að spila með þeim yngri íshokkí. Skarðið sem þessi hjartahlýi keppnismaður skilur eftir sig er stórt bæði hjá eldri og yngri iðkendum. Stjórn IHÍ þakkar góð- um dreng samfylgdina og sendir fjölskyldu og ástvinum samúðar- kveðjur, Guð blessi ykkur öll. íshokkídeild Skautasambands íslands, ÍHÍ. Kveðja frá,Skautasambandi Islands Það er öllu skautafólki áfall að heyra af fráfalli Sveins Kristdórs- sonar. Sveinn eða Svenni bakari var árum saman einn helsti hvatamaður skautaíþrótta hvaða nafni sem þær nefndust, listhlaup, langhlaup og sérstaklega íshokkí sem var í miklu uppáhaldi hjá honum enda var hann árum saman einn bestí leikmaður landsins í þeirri grein. Á árum áður var það fyrir hans dugnað og áræði að farið var að leika íshokkí í Reykjavík. Sveinn kom með þessa íþrótt með sér frá æskustöðvunum á Akureyri þar sem hann hafði leikið íshokkí með félögum sínum á pollin- um þegar hann lagði á veturna. Við afar slæmar aðstæður tókst honum árum saman að halda úti liði í nafni Skautafélags Reykjavíkur, oftar en ekki fyrir eigin reikning. Sveinn gegndi mörgum trúnaðar- stöðum fyrir skautahreyfinguna og sat þar í stjórn íshokkídeildar til fjölda ára. Þessum verkefnum sinntí hann af trúmennsku og einlægni. Á pölJunum í Skautahöllinni fylgdist hann reglulega með uppbyggingar- starfi skautafélaganna og dáðist að færni þeirra ungu. Þar hefur marg- ur ungur maðurinn fengið pistilinn frá Sveini og hlotið gott af. Þessi skapstóri og hjartahlýi maður var alltaf tilbúinn til þess að hvetja menn til dáða og víst er að þeir sem í dag standa í eldlínunni eiga eftir að sakna þess að fá ekki af og til pistil frá bakaranum. Skautafólk allt stendur í þakkarskuld við Svein fyr- ir það sem hann fékk áorkað á þeim tíma þegar aðstöðuleysi og áhuga- leysi yfirvalda gekk nærri frá skautaiðkun borgarbúa. Fjölskyldu Sveins og ástvinum sendum við samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Sljórn Skautasambands Islands. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er, það á við þegar Sveinn Krist- dórsson hefur kvatt okkur. Okkur félaga Sveins bakara í Bakarameist- arafélagi íslands langar að minnast hans í nokkrum orðum. Sveinn stofnaði með okkur BMFÍ og var ólatur við að hvetja og vinna að mál- efnum félagsins, hann var þó fyrst og síðast góður félagi. Við sem störf- uðum með Sveini og höfum þekkt hann lengi vissum alltaf að hverju við gengum þegar Sveinn var ann- ars vegar. Þar fór maður með stórt hjarta og háleitar hugsanh- þar sem viljinn var sterkari en getan. Hann var tilfinningamikill og ástríðumikill í flestu. Það sást vel á hans vinnu þar sem hann var mikill brautryðj- andi og einstakur fagmaður, sem hafði mikil áhrif á þróun brauðgerð- ar á íslandi, þar sem fyrirtæki hans var lengi leiðandi á þeim markaði. Það var gaman og lærdómsríkt að vera samferða Sveini á lífsleiðinni. Aðstandendum Sveins viljum við votta samúð okkar. FélagaríBMFÍ. • Fleirí tninningargreinar um Svein Kristdórsson bíða birt- ingar og munu birtastíblaðinu næstu daga. t t Ástkær móðir mín, amma okkar, langamma, tengdamóðir og sambýliskona, INGIBJÖRG JÓNSl ÓTTIR, Ketilsstöðum 1, Mýrdal, er látin. Útförin fer fram frá Reyniskirkju laugardaginn 28. október kl. 14.00. Sigurjón Mýrdal og fjölskylda. Ingólfur Ketilsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR, húsfreyja f Svínadal, Skaftártungu, lést á Klausturhólum þriðjudaginn 24. október. Sigurdís Erla Eiríksdóttir, Pétur Kristjónsson, Björn Eiríksson, Kolbrún Þórarinsdóttir, Ágúst Eiríksson, Þuríður Erla Sigurgeirsdóttir og ömmubörn. + Ástkær dóttir okkar, systir og unnusta, ELÍN ÞÓRA HELGADÓTTIR, Hraunsmúla, Kolbeinsstaðahreppi, verður jarðsungi frá Kolbeinsstaðakirkju, Kol- beinsstaðahreppi, Snæfellsnesi, laugardaginn 28. október kl. 14.00. HJ Halldór Halldórsson, Kristbjörn H. Steinarsson, Ólafur ívar Jónsson, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Aðalbjörg Þórólfsdóttir, Helgi Þ. Sigurðsson, Anna Lýdía Helgadóttir, Theódór H. Helgason, ÞorbjSrg D. Kristbjörnsdóttir, Thelma E. Jónsdóttir, Steinar H. Kristbjörnsson, Rannveig Þóra Kristbjörnsdóttir, Gunnar Ægir Gurtnarsson K + Astkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF SIGVALDADÓTTIR frá Borgarnesi, Hrafnistu í Hafnarfirði, sem andaðist fimmtudaginn 19. október, verð- ur jarðsungin frá Borgameskirkju laugardaginn 28. október kl. 11.00. Ferð með Sæmundi frá Bifreiðastöð (slands kl. 9.15 og til baka að athöfn lokinni. Guðbjörg Aradóttir, Sigurður Eyjólfsson, Sigvaldi Arason, Halldís Gunnarsdóttir, Guðmundur Arason, Lilja Ólafsdóttir, Hólmsteinn Arason, Unnsteinn Arason, Ómar Arason, Anna Kristófersdóttir, Jón Arason, barnabörn og barnabarnabörn. + Astkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og bróðir, GUNNAR VALDIMAR HANNESSON, Seilugranda 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 27. október kl. 10.30. Sigurjóna Símonardóttir, Gróa Dagmar Gunnarsdóttir, Þórhallur Ólafsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Bergsveinn Jóhannesson, Ragnar Gunnarsson, Sveindís Danný Hermannsdóttir, Guðrún Björk Gunnarsdóttir, Jón Ingi Magnússon, Elísabet Harpa Steinarsdóttir, Ástþór Ragnarsson, Sigríður Steinarsdóttir, Einar Kr. Þórhallsson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ÁSGEIRSDÓTTIR, Engihjalla 17, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 27. október kl. 15.00. Asgeir Óskarsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Óskar Örn Óskarsson, Jóna Jónsdóttir, Þröstur Óskarsson, Aðalheiður D. Sigurðardóttir, barnabörn og bamabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.