Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 33 LISTIR Falleg rödd og góð tækni TÓJVLIST Listasafn íslands KAMMER- TÓNLEIKAR Guðrún Ingimarsdóttir, Alexander Auer og Steinunn Birna Ragnars- dóttir fluttu söngverk eftir Bach-feðgana, Handel, Saint- Saens, Delibes, Fauré, Adam og sönglög eftir AtlaHeimi Sveinsson, Jón Asgeirsson og Tryggva M. Baldvinsson. Þriðjudagurinn 24. október 2000. ÞAÐ telst ekki lengur til stórtíð- inda, að fram komi nýr söngvari hér á landi en undanfarin ár hefur afrakstur þeirrar stefnu tónlistar- skólanna í landinu, að leggja beri sérstaka áherslu á menntun söngv- ara, verið að skila sér og nú síðast var einn af þeim er fengu sína grunnmenntun í Söngskólanum í Reykjavík, að skila starfi sínu, eft- ir að hafa stundað framhaldsnám erlendis, nánar tiltekið í Lundún- um og Stuttgart. A tónleikum í Listasafni íslands, sl. þriðjudagskvöld, kom fram söngkonan Guðrún Ingimarsdóttir og með henni Alexander Auer flautuleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari. Tón- leikarnir hófust með tónlesi og ar- íum úr kantötunni Non sa che sia dolore BWV 209, annarri af tveim- ur kantötum við ítalskan texta en veraldlegu kantöturnar eru flestar taldar samdar vegna ýmissa hátíð- arhalda við háskólann í Leipzig og þessi vegna útskriftar einhvers J.M. Gensers 1734. Það var auð- heyrt, að Guðnín hefur sérstak- lega lagt sig eftir að syngja barokktónlist og var samleikur hennar og flautuleikarans, einstak- lega fallega útfærður. Sama má segja um flutning þeirra á aríunni Meine Seele hört im Sehen, HWV 207, eftir Fr. Handel, úr safni níu þýskra söngverka, við texta eftir B.H. Brockers. Ekki er vitað hve- nær Handel samdi þessi söngverk, þó líklega um og eftir 1724 en tón- efni þeirra notaði hann í ýmsar óp- erur sínar. Þessa fallegu aríu fluttu þau aldeilis vel og þá ekki síður aríuna Ei, wie schmeckt der kaffe Susse, úr kaffikantötunni, Schweigt stille, plaudert nicht, BWV 211, eftir J.S. Bach, sem er sérkennilega leikræn að gerð, mið- að við það sem meistarinn annars samdi. Alexander Auer, sem er leikinn flautuleikari, lék svonefnda Hamburger Sonate, eftir Carl Philipp Emanuei Bach, og var samleikur hans og Steinunnar Birnu sérlega góður. Þrjú lög úr leikritinu Sjálfstætt fólk, Dans, Maríukvæði og Stríðið, eftir Atla Heimi Sveinsson, aldeilis skemmtilega gerð söngverk, voru hið besta flutt. Eftir undirritaðan voru lögin Spilafífl og Maístjarnan en íslenska hlutanum lauk með hugljúfu lagi, eftir Tryggva M. Baldvinsson, Aldrei flýgur hún aft- ur, sem Guðrún flutti af innileik. Ekki er getið textahöfundar og var það galli á söngskránni í heild. ís- lensku lögin voru sérlega vel sung- in, með skýrum framburði textans og leikrænni túlkun eins t.d. í lög- um Atla Heimis og Spilafífli undir- ritaðs. Seinni hluti óvenjulegrar og skemmtilegrar efnisskrár var á léttari nótunum, fyrst skemmtileg- ur ástarsöngur, Osýnileg flauta, eftir Saint-Saens og lék flautuleik- arinn sína línu í felum eins og vera ber og var þetta fallega lag sér- lega vel flutt, þá Næturgalinn eftir Delibes er var ekki síður vel flutt og þar eftir lék Auer fantasíur fyr- ir flautu og píanó, op.79, eftir Faure, fallegt verk sem Auer og Steinunn Birna léku vel, þó nokk- uð of beint af augum. Tónleikunum lauk með bravúra-tilbrigðum eftir Adolphe Adam, yfir lagið A,b.c.d, sem ranglega er sagt vera eftir Mozart en mun líklega allt eins vera franskt að uppruna, frekar en þýskt þjóðlag. Hvað um það, þá er þetta skemmtilegt bravúraverk fyrir söngvara og þar sýndi Guð- rún, að tæknilega er hún vel á vegi stödd. Guðrún Ingimarsdóttir er góð söngkona, hefur til að bera sér- lega fallega rödd og ræður yfir góðri tækni, sem kom hvað skýr- ast fram í barokkverkunum og seinni hlutanum og mátti heyra, að henni lætur vel að túlka leik- ræna gamansemi, eins og t.d í ís- lensku lögunum og þá ekki síður í lögunum eftir Saint-Saéns og Adam en sérstaklega þó í lagi Delibes, Næturgalanum, sem var afburða vel sungið. Alexander Auer er leikinn flautleikari og átti margt sérlega fallega gert í barokkverkunum. Steinunn Birna Ragnarsdóttir var góð og fylgin sér í undirleiknum og átti margt fallega gert í íslensku lögunum, sérstaklega lögum Atla og í fant- asíunni eftir Faure. Jón Ásgeirsson Skartgripa- sýning í Smith- sonian FÖNIX nælan, sem hér sést, er meðal fjölda muna sem þessa dagana eru til sýnis í Smith- sonian-safninu í Washington. Nefnist sýningin Buccellati: List í gulli, silfri og gimstein- um. Buccellati-fjölskyldan hef- ur nefnilega í ein 250 ár unnið við að srníða skartgripi á borð við Fönix næluna og hafa gripir þeirra skreytt kóngafólk og aðra þekkta efnamenn. Dagskrá um sr. Hallgrím Pétursson FYRSTA bindið í nýrri fræðilegri heildarútgáfu verka sr. Hallgríms Péturssonaiy kemur út á vegum Stofnunar Ái-na Magnússonar á dánardægi'i sr. Hallgríms, nk. föstudag, 27. október. í þessu bindi, Ljóðmælum 1, eru 33 sálmar og kvæði sem einkum fjalla um forgengileik heimsins og fallvalt lán, þ.ám. hinn kunni sálmur Allt eins og blómstrið eina. Margrét Eggertsdóttir cand. mag. sá um útgáfuna og ritar inngang. I bók- inni er gerð rækileg grein fyrir varðveislu hvers kvæðis og texti þess prentaður stafréttur eftir að- alhandriti. í tilefni útgáfunnar gangast Stofnun Árna Magnússonar og Listvinafélag Hallgrímskirkju fyr- ir stuttri dagskrá í Hallgrímsk- irkju á föstudaginn kl. 16.30. Þar mun Margrét Eggertsdóttir flytja erindi um Hallgrím og kynna út- gáfuna, lesið verður upp úr hinni nýútkomnu bók og flutt tónlist við sálma Hallgríms. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. -------M-*-------- Kynning- á kanadískri kórtónlist KANADÍSKA tónskáldið og píanó- leikarinn Ruth Watson Henderson mun kynna eigin kórtónhst og landa sinna í safnaðarsal Langholtskirkju á morgun, föstudag, kl. 10-12.30. Leikið á tónhandsöxum Kvenleikinn krufínn, leikinn og sunginn TOIVLIST S a 1 ii r i n n ART 2000 Helgi Pétursson: Organized Wind. Orgelkvartettinn Apparat: ókynnt, verk. Don Buchla / Peter Apfel- baum: ýmis verk. Jóhann Jóhanns- son, Hörður Bragason, Úlfur Eld- járn & Múkíkvati, raforgel og trommur. Don Buchla & Peter Apfelbaum, tenórsaxofónn og ýmis ný hljóðfæri; Nannick Bonnel, rafhljómborð. Þriðjudaginn 24. október kl. 20. Á SJÖUNDU tónleikum alþjóð- Iegu raf- og tölvutónlistarhátíðarinn- ar ART 2000 í Tónlistarhúsi Kópa- vogs á þriðjudaginn virtist loks farin að glæðast aðsókn ungra tölvm'okk- unnenda sem undirritaður hafði áður efth' hoggið að létu sig vanta; e.t.v. einkum vegna nærveni ofanskráðs orgelkvartetts, þó ekki skuli þar með þvertaka fyiir aðdráttarafl hinna höf- undanna á dagskrá. Enda var nú komið að „léttaii" innslögum hátíðar- innar, eins og popp og rokk er oft grófflokkað frá hinu jafnvandræða- lega hugtaki „fagurtónlist". En líkt og fyrr hefur verið á minnzt á þessum vettvangi hafa verksvið raftónlistar og tölvupopps skarazt verulega á seinni árum og mörg raftónskáld haf- ið feril sinn í hrynbundinni tónlist. Þetta vita forkólfar Kópavogstón- versins mætavel, og sér þess líka stað að hluta í verkavali hátíðaiinnar. Ólíkt stæi-ri þjóðfélögum er gífurleg almenn þátttaka í listsköpun á Is- landi, sem virða ber að verðleikum í víðu samhengi, hversu fálmkennt sem framlag nýgræðinga kann stund- um að virðast kröfuhörðum áheyr- endum af eldri kynslóð. Organized Wind eftir Helga Pét- ursson, kerfisfræðing og fyrrum kirkjuorganista í Húsavík, átti reynd- ar ekkert skylt við tölvupopp, og raunar varla við tölvutónlist almennt. Helgi hafði á kyrrlátum kvöldæfíng- um sínum þar nyrðra veitt því eftir- tekt hvað leyndist af sérkennilegum hljóðum, jafnvel af tónrænum toga, á því ögurbili sem líður á leið hljóm- borðslykils niðm’ að botnstöðu, sem í hefðbundnum orgelleik gerist aðeins á sekúndubroti. M.ö.o. hvað heyrist þegar loftið tekur að leka inn í pípuna, áður en fullum þrýstingi er náð og vindstraumurinn klofnai' á flautu- kanti eða skekur málmtungu og myndar ákveðinn tón. Efth' að hafa leitað ýmissa ráða til að lengja þetta „millispilsástand", komst höfundur að þeh'ri niðurstöðu, að eina leiðin væri að bergja eða „sampla" hljóðsýni af stakri pípu og skipuleggja síðan á tölvu, en tók þó fram í kynningu, að hljóðin hefðu haldizt nánast óbreytt. Titill verksins vísaði, auk beinnar merkingar, í hljóðfærið orgel og stað- hæfingu Edgards Varése að tónlist væri „organized sound“. Það var gaman að hlýða á venju- lega skammheyi'ð iðrahljóð orgelsins teygð á tíma í hinu stutta verki Helga. Uppstækkunarhyggjan sem að baki bjó virtist ekki í ósvipuðum anda og smáhlustun Trevors Wisharts á ör- eindir mannsraddar, og kæmi ekki á óvart ef ætti eftir að reynast forstúdía að lengri smíð, þar sem vonandi þarf sem minnst að umbreyta frumhljóð- gjafa. Hljóðin og tónarnir minntu sum á hugmyndir foimaldar um söng himinhvolfa í glæra flæði Ijósvakans, ef ekki á glerharmónikku Franklins úr fjarska. Hér fór alltjent eitthvað annars heims en þessa, sem kitlaði hrolltaugai' hlustandans svo hugur- inn beindist að skuggaveröld hins framliðna, líkt og á reimum miðils- fundi í skjóli nætur. Um verk orgelkvartettsins Appar- ats, sem andstætt tónleikaskrá var ekki kynnt á vettvangi, er líklega bezt að segja sem minnst. Það stóð í nærri klukkustund og virtist allt spunnið á staðnum. Þó að fjórmenningamir ungu ættu e.t.v. eitthvað til síns máls sem fram fór hjá eldri hlustendum að sinni þótt betur kunni úr að rætast í framtíðinni, mætti segja - að reyndri nýtingu kvartettsins á efni, tíma og langlundárgeði hlustenda - að mikils vísir gerist varla mjórri en þetta. Því miður féll hið auglýsta Poéme Electronique frá efri árum Edgards Varése niður, þar eð hljóðritið barst ekki til landsins í tæka tíð. En síðustu flytjendum kvöldsins, Bandaríkja- mönnunum Don Buchla og Peter Apfelbaum í Buchla Apfelbaum dúó, varð ekki skotaskuld úr því að íylla það tímaskarð. Verkin báru litrík nöfn eins og „Luminous Charms", „Casio Caper“ og „Dawn Stalkers“; öll svokölluð lifandi raftónlist, þ.e. lítt eða ekki niðursoðin á tónbandi, og var eftirtektarvert hvað spuni þeirra á staðnum skar sig við fyrstu heyrn oft furðulítið úr mörgu vandlega forunnu raftónverki. Sérstaka athygh vöktu hljóðfæri þeirra félaga, sérhönnuð af þúsunþjalasmiðnum Don Buehla. Nefna má e.k. saxofóngervil, jörmun- hljómborðið „Marimba Lumina" sem trakterað var með sleglum, og ekki sízt „Lightning" - tvö handheld prik, er beindu inm-auðum geisla að skynj- ara sem raftúlkaði handahreyfingai' flytjandans á margvíslega tónræna vegu, auk þess sem hann gat fjarskipt milli registra og „sánda“ með vinstra prikinu. Hefði geislinn verið sýnileg- ur, hefðu hlustendur jafnframt fengið að virða tóm'ænai' skylmingar, líkt og geislasverð Stjömustríða hefðu skyndilega öðlazt virtúóska tón- mælsku umfram hið hefðbundna brunasnark. I síðari hluta dúósins, með þáttöku hljómborðsleikai'ans Nannicks Bonn- el, vai’, eftir úttekt á Blackbird McCartneys með Apfelbaum á tenór- sax (að viðbættu svarþrastarklaki úr „leiftram" Buchlas), lagt á mið frjálsa djassins. Þó að Apfelbaum sýndi markverða leikni á tenórinn, að ekki sé talað um fítonsúthald og hagnýta hringöndunartækni í alinlöngum hríðskotabunum sínum, varð glym- gjamt rafhljómborð Bonnels fjjótt þreytandi áheyrnar, og ásláttarhljóð- in úr leiftram Buchlas slógu fremur lítt af setningi. Sjálísagt undu tölvu- í'okk- og djassspunaunnendur meðal áheyrenda vel við sitt, enda undir- tektir rausnarlegar, en aðrir - a.m.k. undira. - urðu áður en lauk að grípa til guðseyrnatappanna. Ríkarður Ö. Pálsson LEIKLIST Kaffileikhúsið KVENNA HVAÐ? SÖNGVA- OG LJÓÐADAGSKRÁ Hugmynd og handrit: Anna Pálína Ámadóttir. Söngur og leikur: Anna Pálína Árnadóttir og Vala Þórs- dóttir. Píanó og leikur: Gunnar Gunnarsson. Stjóm og leikur: Ágústa Skúladóttir. Kaffíleikhúsið, þriðjudagur 24. október. í TILEFNI AF aldarfjórðungs afmæli kvennafrídagsins 24. októ- ber var haldin skemmtidagskrá í Kaffileikhúsinu þar sem brugðið var upp mynd af íslensku konunni eins og hún hefur birst í ljóðum eftir íslensk skáld, konur og karla. Það er söngkonan Anna Pálína Árnadóttir sem hefur tekið dagskrána saman, valið ljóðin og raðað þeim saman. Anna Pálína hefur síðan fengið til liðs við sig leikkonuna Völu Þórsdóttur, píanóleikarann Gunnar Gunnars- son og leikstjórann Ágústu Skúla- dóttur. Hönnun Önnu Pálínu á dag- skránni er mjög vel lukkuð; text- arnir eru fjölbreyttir, spanna rúma öld og leika á ýmsar tilfinn- ingar. Ljóðin eru ýrnist sungin eða leiklesin af þeim Önnu Pálínu og Völu Þórsdóttur og var samleikur þeirra alveg frábær. Báðar hafa þær sterka nærveru og mikla út- geislun og veittist þeim auðvelt með að hrífa áhorfendur með sér. En hvernig er þá hin íslenska kona? Aðalkostur dagskrárinnar var hversu fjölbreytilegar myndir voru dregnar upp af þessu „fyrir- bæri“. Þarna spruttu fram ljóslif- andi fjörugar og vinnusamar kon- ur, þreyttar og vinnulúnar konur, vinnukonur, mæður og ömmur, eiginkonur, fegurðardrottningar og piparjómfrúr, svo fátt eitt sé nefnt. Húmorinn var sjaldnast langt undan í túlkun þeirra stall- systra og oft voru þær drep- fyndnar, þótt vissulega væri al- varlegur grunntónn í dagskránni í heild. Flutningurinn var í heild mjög skemmtilegur en nefna má atriði sem vöktu .sérstaka lukku, t.d. túlkun Önnu Pálína á pipar- jómfrúnni í texta Jónasar Árna- sonar „Svona er að vera siðprúð", og samleikur þeirra í frægu lagi af plötunni Áfram stelpur, „í eðli þínu ertu bara reglulega kvenleg, Signý“. Þá vakti nýstárlegur lest- ur Völu á ljóði Davíðs Stefánsson- ar „Konan sem kyndir ofninn minn“ mikla lukku, svo og flutn- ingur hennar á vísum Teodoru Thoroddsen „Mitt var starfið", sem Sigurður Nordal kallaði „óþolinmæðisorð". Ágústa Skúladóttir byggir leik og samleik þeirra Önnu Pálínu og Völu skemmtilega upp, sjálf sat hún í salnum og „lék“ áhorfanda sem tók þátt í sýningunni af lífi og sál, og píanóleikarinn Gunnar Gunnarsson læddi öðru hvoru inn athugasemdum sem féllu vel í kramið. Kaffileikhúsið var troðfullt af konum (og örfáum körlum) sem skemmtu sér prýðilega og tóku hraustlega undir í lokalagi dag- skrárinnar. Óhætt er að mæla með þessari dagskrá fyrir allar konur - og karla. Soffía Auður Birgisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.