Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ |Har®ímÍJÍaí»i& /SJ s* . BÓKASALA í sept. | i RöðVar Titill/ Höfundur/ Útgefandi 1 Dönsk-íslensk/íslensk-dönsk orðabók/ Rltstj. Sigurlín Sveinbjarnardóttir og Svanhildur Edda Þórðardóttir/ Orðabókaútgáfan 2 Ensk-íslensk/íslensk-ensk orðabók/ Ritstj. Sævar Hilbertsson/ Orðabókaútg. 3 Harry Potter og leyniklefinn/ Joanna Rowling/ Bjartur 4 Dönsk-íslensk skólaorðabók/ Halldóra Jónsdóttir/ Mál og menning 5 Handbók um ritun og frágang/ Ingibjörg Axelsdóttir og Þórunn Blöndal/ Iðunn 6 Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk/ Peter J. D’Adamo/ Leiðarljós 7 Hvað ungur nemur.../ Dorothy Einon/ Mál og menning 8 Þýsk-íslensk/íslensk-þýsk orðabók/ Eygló Eiðsdóttir/ Orðabókaútgáfan 9 Spænsk-íslensk/íslensk spænsk orðabók/ Ritstj. Elísabeth Hangartner Ásbjörnsson og Elvira Herrera Ólafsson/ Orðabókaútgáfan 10 Amazing lceland-Ýmis tungumál/ Sigurgeir Sigurjónsson/ Forlagið Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝPD SKÁLPVERK 1 Híbýli vindanna/ Böðvar Guðmundsson/ Mál og menning 2 101 Reykjavík/ Hallgrímur Helgason/ Mál og menning 3 Blikktromman 3/ Gúnter Grass/ Vaka-Helgafell 4 Uppvöxtur Litla T rés/ Forrest Carter/ Mál og menning 5 Taumhald á skepnum/ Magnus Mills/ Bjartur 6 Snorra Edda/ Snorri Sturluson/ Mál og menning 7-9 Bara sögur/ Ingo Schulze/ Mál og menning 7-9 Blikktromman 1/ Gúnter Grass/ Vaka-Helgafell 7-9 Blikktromman 2/ Gúnter Grass/ Vaka-Helgafell 10 íslandsklukkan/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-Helgafell ÍSLENSK QG ÞÝDD LJÓÐ 1 Hávamál-Ýmis tungumál/ / Guðrún 2 íslensk kvæði/ Frú Vigdís Finnbogadóttir valdi/ Mál og menning 3-4 Eddukvæði/ Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna/ Mál og menning 3-4 Sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar/ Róbert A Ottósson valdi/ Skálholtsútgáfan 5 Gullregn úr Ijóðum Jóhanns G. Sigurðssonar/ Jón Kalman Stefánsson valdi/ Foriagið ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR 1 Harry Potter og leyniklefinn/ Joanna Rowling/ Bjartur 2 Harry Potter og viskusteinninn/ Joanna Rowling/ Bjartur 3-4 Hjólin á strætó/ Isl. texti Stefán Júlíusson/ Björk 3-4 Vísnabók Iðunnar/ Brian Pilkington myndskreytti/ Iðunn 5 Sagan af bláa hnettinum/ Andri Snær Magnason/ Mál og menning 6 Bangsímon hittir Kaninku/ Walt Disney/ Vaka-Helgafell 7 íslensku dýrin/ Halldór Pétursson/ Setberg 8 Þulur/ Theodóra Thoroddsen/ Mál og menning 9 Gauti vinur minn/ Vigdís Grímsdóttir/ Iðunn 10-11 Anna getur það/ Margo Lundell/ Björk 10-11 Týra og dýrin í sveitinni/ Pestalozzi myndskreytti/ Vaka-Helgafell ALMENNT EFNl OG HANDBÆKUR 1 Dönsk-islensk/íslensk-dönsk orðabók/ Ritstj. Sigurlín Sveinbjarnardóttir og Svanhildur Edda Þórðardóttir/ Orðabókaútgáfan 2 Ensk-íslensk/íslensk-ensk orðabók/ Ritstj. Sævar Hilbertsson/ Orðabókaútg. 3 Dönsk-íslensk skólaorðabók/ Halldóra Jónsdóttir/ Mál og menning 4 Handbók um ritun og frágang/ Ingibjörg Axelsdóttir og Þórunn Blöndal/ Iðunn 5 Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk/ Peter J. D’Adamo/ Leiðarljós 6 Hvað ungur nemur.../ Dorothy Einon/ Mál og menning 7 Þýsk-íslensk/íslensk-þýsk orðabók/ Eygló Eiðsdóttir/ Orðabókaútgáfan 8 Spænsk-íslensk/íslensk spænsk orðabók/ Ritstj. Elísabeth Hangartner Ásbjörnsson og Elvira Herrera Ólafsson/ Orðabókaútgáfan 9 Amazing lceland-Ýmis tungumál/ Sigurgeir Sigurjónsson/ Forlagið 10 Reykjavík málaranna/ Hrafnhildur Schram/ Mál og menning Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni Höfuðborgarsvæðið: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla Bókabúðin Hlemmi Bókabúðin Mjódd Bóksala stúdenta, Hringbraut Eymundsson, Kringlunni Penninn-Eymundsson, Austurstræti Penninn, Kringlunni Bókabúðin Hamraborg, Kópavogi Penninn-Eymundsson, Hafnarfirði Utan höfuðborgarsvæðisins: Bókabúð Keflavíkur, Keflavík Bókval, Akureyri Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum KÁ, Selfossi Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu.bóka I september 2000. Unnið fyrir Morgunblaöiö. Fólag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar meö þær bækur sem seldar hafa veriö á mörkuöum ýmiss konar á þessu tlmabili, né kennslubækur. „Sérstakur dagur“ Nanna Bisp Biichert: Átta gafflar, ljósmynd. MYNDLIST HAFNARBURG/ SVERRISSALIR LJÓSMYNDIR íTENGSLUM VIÐ LJÓÐ KRISTÍNAR ÓMARSDÓTTUR NANNA BISPBÚCHERT Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjudaga. Til 6 nóvember. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. Ljóðabók Kristínar 3.500 krónur NANNA Bisp Biichert, hefur í þrjátíu ár fengist við ljósmyndun og haldið fjölmargar sýningar á Islandi, Danmörku og víðar. Þótt nafnið hljómi æði framandlega og listakon- an sé fædd í Danmörku, eru tengsl hennar við ísland drjúg. Þannig lauk hún stúdentsprófi í Reykjavík 1957, nam fomleifafræði við Kaupmanna- hafnarháskóla og hefur síðan verið búsett í Danmörku. Listakonan telst að því er stendur á upplýsingableðli ein af frumkvöðlum uppstilltu ljós- myndanna og strax á áttunda ára- tugnum gerði hún fínlegar uppstill- ingar með bömum, umhverfis þau raðaði hún ávöxtum, blómum, hvers- dagslegum hlutum svo sem skærum, lyklum, steingervingum og knipling- um í framandi samsetningu. Nanna vakti fyrst athygli mína með eftirminnilegri sýningu þar sem myndefnið var sótt í kirkjugarða, en myndaröðin varð til á ámnum 1974- 76. Síðan hefur margt vatn rannið til sjávar, hún fágað og þróað mynd- heim sinn sem í dag spannar vítt svið úr umhverfinu allt um kring. En það em fyrst og fremst hlutir hversdags- legra sjónarhoma eins og áður vom taldir upp sem hún er upptekin af og kann þá list að töfra fram hið háleita í þeim. Engin smáatriði í hvunndegin- um svo ómerkileg að ekki sé mögu- legt að töfra fram óvænt sjónarhom, sem lætur fólk spema upp augun og það er mikil list að lyfta á þennan veg hinu smálega í næsta umhverfi inni sem úti á stall. Nánasta umhverfi í sinni fjölþættustu mynd er ofarlega á baugi í listum í dag, jafnvel nakinn hrákaldur hvunndagurinn eins og hann leggur sig, en einnig hitt að gæða hann nýju inntaki, upphefja með brögðum hugvits. Hið síðast- talda á einmitt við myndveraldir Nönnu sem leggur áherslu á inntak hlutanna og að setja þá í nýtt sam- hengi, ekki einungis hrátt ytra byrði þeirra. Gæði myndanna á sýningunni era slík að erfitt er að gera upp á milli þeirra, og þótt allar séu samvisku- samlega númeraðar fylgir engin sýn- ingarskrá, hins vegar liggur frammi bók með Ijóðum eftir Kristínu Ómarsdóttur skáld, sem nefnist eins og sýningin, Sérstakur dagur. Sum ljóðanna orti Kristín með ljósmyndir Nönnu í huga og er bókin, sem er vel úr garði gerð, ríkulega lýst með þeim, er þó ekki um beinar myndskreyting- ar við ljóðin að ræða eða semja ljóð við myndir, heldur sérstaka tilfinn- ingu sem þær hafa fyrir verkum hvor annamar. Má nefna ferlið óformlega víxlverkun huglægs innblásturs. Eigi að nefna myndir sem sóttu sérstaklega á koma fleiri svart-hvítar myndir upp í hugann en í lit svo sem nr. 1, 8, 15, 36, 39 og margar í þeim dúr en hvað liti snertir er myndin af hönskum og blúndum (23) ljósust i minni enda útfærslan hin undirfurðu- legasta... Bragi Ásgeirsson ------*-H------ Jyrki Parantainen Listræn brennufíkn í TILEFNI af hátíðinni Ljósin í Norðri opnar finnski listamaðurinn Jyrki Parantainen tvær sýningar hér á landi. Sú fyrri verður opnuð í i8 í dag kl. 17 og sú seinni í Norræna Húsinu á laugardag kl. 15. Jyrki Parantainen er einn af þekktari listamönnum Finna af yngri kynslóðinni og hefur vakið mikla eftirtekt fyrir ljósmyndir sínar af brennandi byggingum. Hann fæddist í Helsinki árið 1962 og nam myndlist við UIHA. Hann hefur um árabil notað eldinn sem uppistöðu í verkum sínum og rannsakað á sinn einstæða hátt áhrif hans á umhverfi sitt. Hann hefur sviðsett íbúðir og vinnustaði í tómum byggingum í Finnlandi og Eistlandi, lagt eld að þeim og ljósmyndað. Verkin, sem gerð em á ámnum 1994 til 1998, em meir en skáldskapur einn, þau em heimildir um listræna brennufíkn Parantainens og vísa til ákveðinnar ógnar, segir í kynningu. Gallerí i8 og Norræna húsið kynna nú í sameiningu þennan listamann. í i8 verða prentaðar ljósmyndir til sýnis en í Norræna húsinu verða ljósmyndir í ljósakössum. Sýningarnar era eins og áður seg- ir hluti af hátíðinni Ljósin í Norðri sem fer fram í Reykjavík í byrjun nóvember og er styrkt af Nomæna menningarsjóðnum. Einnig hafa sýningai'nar hlotið stuðning frá FRAME og Menningarsjóði Islands og Finnlands. Sýningin í i8 er jafn- framt hluti af dagskrá Reykjavíkur, menningarborgar árið 2000. í tilefni af sýningunum er gefin út sýningarskrá. Sýningin í i8 stendur til 26. nóvember og sýningin í Nor- ræna húsinu til 17. desember. Slúður og múður KVIKMYNDIR K r i n jí 1 ii b í ó, Bíóhöllin GOSSIP ★ ★ Leikstjúri og handritshöfundur Gregory Poirier. Túnskáld Graeme Revell. Kvikmyndatök- usljúri Andrzej Bartkowiak. Aðalleikendur James Marsden, Lena Headey, Norman Reedus, Eric Bogosin, Edward James Olmos. Sýningartími 90 mín. Bandarísk. Warner Bros. Árgerð 2000. NOKKRIR háskólastúdentar með Cathy (Lena Headey), Dem- ick (James Marsden) og Travis (Norman Reedue) í broddi fylk- ingar, gera sér það til dundurs að spinna upp kjaftasögu um samfar- ir tveggja bekkjarfélaga í gleðskap þar sem ölið er kneifað ótæpilega. I stuttu máli sagt fær sagan vita- skuld byr undir báða vængi en af- leiðingamar verða ískyggilegri en nokkur átti von á. Eða hvað? Gossip er ein þeirra mynda sem taka óvænta stefnu í lokin, tekur reyndar heila U-beygju, sem er því miður ekki heppileg útgöngu- leið heldur ódýr lausn á annars at- hyglisverðri sögufléttu og siðferði- legum spurningum, sem reyndar var komin í nokkrar ógöngur. Gossip virkar lengst af sem for- vitnileg og áhugaverð ádeila á kjaftagang, hvernig mýfluga verð- ur að úlfalda, saklausir einstakL ingar gjalda fyrir rætnar tungur. í framvinduna blandast spumingin um nauðgun eða nauðgun ekki. Þekktir fylgifiskar í öllum þjóðfé- lögum á öllum tímum. Slúður, sá hvimleiði löstur, á skilið að fá ær- lega á baukinn og útlistanir á því hvað hann getur verið mannskæð- ur er vel þegin og nauðgunarum- ræðan er tímabær. En myndin leysist upp í múður. Gróa gamla á Leiti endasendist semsagt útúr farartækinu i lokabeygju leikstjór- ans/handritshöfundarins Gregor- ys Poiriers, án þess að kenna sér meins. Mest allt inntakið og áhrif- in sem hann var búinn að skapa, ásamt ágætum, upprennandi leik- umm, fer sömu leiðina. Skilur áhorfandann eftir með finguma í kollinum. Til hvers að ljúka mynd- inni á þennan hátt? Hér er velt upp jafngrafalvarlegu máli og nauðgun og afleiðingum hennar á þoland- ann. Það á ekkert annað skilið en vitræna umfjöllun, en fær að sjálf- sögðu ófullnægjandi og ómerki- lega málsmeðferð með þessu móti Uppúr stendur kvikmyndataka snillingsins Andrzej Bartkowiaks og leikur Lenu Headey, mjög frambærilegrar leikkonu sem á framtíðina fyrir sér, og útlitið ætti ekki að tefja fyrir. Marsden (X- Men), er heldur ekki sem verstur og ýmislegt í mistæku starfi leik- stjórans/handritshöfundarins, lof- ar góðu, þrátt fyrir allt. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.