Morgunblaðið - 26.10.2000, Page 34

Morgunblaðið - 26.10.2000, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ |Har®ímÍJÍaí»i& /SJ s* . BÓKASALA í sept. | i RöðVar Titill/ Höfundur/ Útgefandi 1 Dönsk-íslensk/íslensk-dönsk orðabók/ Rltstj. Sigurlín Sveinbjarnardóttir og Svanhildur Edda Þórðardóttir/ Orðabókaútgáfan 2 Ensk-íslensk/íslensk-ensk orðabók/ Ritstj. Sævar Hilbertsson/ Orðabókaútg. 3 Harry Potter og leyniklefinn/ Joanna Rowling/ Bjartur 4 Dönsk-íslensk skólaorðabók/ Halldóra Jónsdóttir/ Mál og menning 5 Handbók um ritun og frágang/ Ingibjörg Axelsdóttir og Þórunn Blöndal/ Iðunn 6 Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk/ Peter J. D’Adamo/ Leiðarljós 7 Hvað ungur nemur.../ Dorothy Einon/ Mál og menning 8 Þýsk-íslensk/íslensk-þýsk orðabók/ Eygló Eiðsdóttir/ Orðabókaútgáfan 9 Spænsk-íslensk/íslensk spænsk orðabók/ Ritstj. Elísabeth Hangartner Ásbjörnsson og Elvira Herrera Ólafsson/ Orðabókaútgáfan 10 Amazing lceland-Ýmis tungumál/ Sigurgeir Sigurjónsson/ Forlagið Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝPD SKÁLPVERK 1 Híbýli vindanna/ Böðvar Guðmundsson/ Mál og menning 2 101 Reykjavík/ Hallgrímur Helgason/ Mál og menning 3 Blikktromman 3/ Gúnter Grass/ Vaka-Helgafell 4 Uppvöxtur Litla T rés/ Forrest Carter/ Mál og menning 5 Taumhald á skepnum/ Magnus Mills/ Bjartur 6 Snorra Edda/ Snorri Sturluson/ Mál og menning 7-9 Bara sögur/ Ingo Schulze/ Mál og menning 7-9 Blikktromman 1/ Gúnter Grass/ Vaka-Helgafell 7-9 Blikktromman 2/ Gúnter Grass/ Vaka-Helgafell 10 íslandsklukkan/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-Helgafell ÍSLENSK QG ÞÝDD LJÓÐ 1 Hávamál-Ýmis tungumál/ / Guðrún 2 íslensk kvæði/ Frú Vigdís Finnbogadóttir valdi/ Mál og menning 3-4 Eddukvæði/ Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna/ Mál og menning 3-4 Sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar/ Róbert A Ottósson valdi/ Skálholtsútgáfan 5 Gullregn úr Ijóðum Jóhanns G. Sigurðssonar/ Jón Kalman Stefánsson valdi/ Foriagið ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR 1 Harry Potter og leyniklefinn/ Joanna Rowling/ Bjartur 2 Harry Potter og viskusteinninn/ Joanna Rowling/ Bjartur 3-4 Hjólin á strætó/ Isl. texti Stefán Júlíusson/ Björk 3-4 Vísnabók Iðunnar/ Brian Pilkington myndskreytti/ Iðunn 5 Sagan af bláa hnettinum/ Andri Snær Magnason/ Mál og menning 6 Bangsímon hittir Kaninku/ Walt Disney/ Vaka-Helgafell 7 íslensku dýrin/ Halldór Pétursson/ Setberg 8 Þulur/ Theodóra Thoroddsen/ Mál og menning 9 Gauti vinur minn/ Vigdís Grímsdóttir/ Iðunn 10-11 Anna getur það/ Margo Lundell/ Björk 10-11 Týra og dýrin í sveitinni/ Pestalozzi myndskreytti/ Vaka-Helgafell ALMENNT EFNl OG HANDBÆKUR 1 Dönsk-islensk/íslensk-dönsk orðabók/ Ritstj. Sigurlín Sveinbjarnardóttir og Svanhildur Edda Þórðardóttir/ Orðabókaútgáfan 2 Ensk-íslensk/íslensk-ensk orðabók/ Ritstj. Sævar Hilbertsson/ Orðabókaútg. 3 Dönsk-íslensk skólaorðabók/ Halldóra Jónsdóttir/ Mál og menning 4 Handbók um ritun og frágang/ Ingibjörg Axelsdóttir og Þórunn Blöndal/ Iðunn 5 Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk/ Peter J. D’Adamo/ Leiðarljós 6 Hvað ungur nemur.../ Dorothy Einon/ Mál og menning 7 Þýsk-íslensk/íslensk-þýsk orðabók/ Eygló Eiðsdóttir/ Orðabókaútgáfan 8 Spænsk-íslensk/íslensk spænsk orðabók/ Ritstj. Elísabeth Hangartner Ásbjörnsson og Elvira Herrera Ólafsson/ Orðabókaútgáfan 9 Amazing lceland-Ýmis tungumál/ Sigurgeir Sigurjónsson/ Forlagið 10 Reykjavík málaranna/ Hrafnhildur Schram/ Mál og menning Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni Höfuðborgarsvæðið: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla Bókabúðin Hlemmi Bókabúðin Mjódd Bóksala stúdenta, Hringbraut Eymundsson, Kringlunni Penninn-Eymundsson, Austurstræti Penninn, Kringlunni Bókabúðin Hamraborg, Kópavogi Penninn-Eymundsson, Hafnarfirði Utan höfuðborgarsvæðisins: Bókabúð Keflavíkur, Keflavík Bókval, Akureyri Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum KÁ, Selfossi Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu.bóka I september 2000. Unnið fyrir Morgunblaöiö. Fólag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar meö þær bækur sem seldar hafa veriö á mörkuöum ýmiss konar á þessu tlmabili, né kennslubækur. „Sérstakur dagur“ Nanna Bisp Biichert: Átta gafflar, ljósmynd. MYNDLIST HAFNARBURG/ SVERRISSALIR LJÓSMYNDIR íTENGSLUM VIÐ LJÓÐ KRISTÍNAR ÓMARSDÓTTUR NANNA BISPBÚCHERT Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjudaga. Til 6 nóvember. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. Ljóðabók Kristínar 3.500 krónur NANNA Bisp Biichert, hefur í þrjátíu ár fengist við ljósmyndun og haldið fjölmargar sýningar á Islandi, Danmörku og víðar. Þótt nafnið hljómi æði framandlega og listakon- an sé fædd í Danmörku, eru tengsl hennar við ísland drjúg. Þannig lauk hún stúdentsprófi í Reykjavík 1957, nam fomleifafræði við Kaupmanna- hafnarháskóla og hefur síðan verið búsett í Danmörku. Listakonan telst að því er stendur á upplýsingableðli ein af frumkvöðlum uppstilltu ljós- myndanna og strax á áttunda ára- tugnum gerði hún fínlegar uppstill- ingar með bömum, umhverfis þau raðaði hún ávöxtum, blómum, hvers- dagslegum hlutum svo sem skærum, lyklum, steingervingum og knipling- um í framandi samsetningu. Nanna vakti fyrst athygli mína með eftirminnilegri sýningu þar sem myndefnið var sótt í kirkjugarða, en myndaröðin varð til á ámnum 1974- 76. Síðan hefur margt vatn rannið til sjávar, hún fágað og þróað mynd- heim sinn sem í dag spannar vítt svið úr umhverfinu allt um kring. En það em fyrst og fremst hlutir hversdags- legra sjónarhoma eins og áður vom taldir upp sem hún er upptekin af og kann þá list að töfra fram hið háleita í þeim. Engin smáatriði í hvunndegin- um svo ómerkileg að ekki sé mögu- legt að töfra fram óvænt sjónarhom, sem lætur fólk spema upp augun og það er mikil list að lyfta á þennan veg hinu smálega í næsta umhverfi inni sem úti á stall. Nánasta umhverfi í sinni fjölþættustu mynd er ofarlega á baugi í listum í dag, jafnvel nakinn hrákaldur hvunndagurinn eins og hann leggur sig, en einnig hitt að gæða hann nýju inntaki, upphefja með brögðum hugvits. Hið síðast- talda á einmitt við myndveraldir Nönnu sem leggur áherslu á inntak hlutanna og að setja þá í nýtt sam- hengi, ekki einungis hrátt ytra byrði þeirra. Gæði myndanna á sýningunni era slík að erfitt er að gera upp á milli þeirra, og þótt allar séu samvisku- samlega númeraðar fylgir engin sýn- ingarskrá, hins vegar liggur frammi bók með Ijóðum eftir Kristínu Ómarsdóttur skáld, sem nefnist eins og sýningin, Sérstakur dagur. Sum ljóðanna orti Kristín með ljósmyndir Nönnu í huga og er bókin, sem er vel úr garði gerð, ríkulega lýst með þeim, er þó ekki um beinar myndskreyting- ar við ljóðin að ræða eða semja ljóð við myndir, heldur sérstaka tilfinn- ingu sem þær hafa fyrir verkum hvor annamar. Má nefna ferlið óformlega víxlverkun huglægs innblásturs. Eigi að nefna myndir sem sóttu sérstaklega á koma fleiri svart-hvítar myndir upp í hugann en í lit svo sem nr. 1, 8, 15, 36, 39 og margar í þeim dúr en hvað liti snertir er myndin af hönskum og blúndum (23) ljósust i minni enda útfærslan hin undirfurðu- legasta... Bragi Ásgeirsson ------*-H------ Jyrki Parantainen Listræn brennufíkn í TILEFNI af hátíðinni Ljósin í Norðri opnar finnski listamaðurinn Jyrki Parantainen tvær sýningar hér á landi. Sú fyrri verður opnuð í i8 í dag kl. 17 og sú seinni í Norræna Húsinu á laugardag kl. 15. Jyrki Parantainen er einn af þekktari listamönnum Finna af yngri kynslóðinni og hefur vakið mikla eftirtekt fyrir ljósmyndir sínar af brennandi byggingum. Hann fæddist í Helsinki árið 1962 og nam myndlist við UIHA. Hann hefur um árabil notað eldinn sem uppistöðu í verkum sínum og rannsakað á sinn einstæða hátt áhrif hans á umhverfi sitt. Hann hefur sviðsett íbúðir og vinnustaði í tómum byggingum í Finnlandi og Eistlandi, lagt eld að þeim og ljósmyndað. Verkin, sem gerð em á ámnum 1994 til 1998, em meir en skáldskapur einn, þau em heimildir um listræna brennufíkn Parantainens og vísa til ákveðinnar ógnar, segir í kynningu. Gallerí i8 og Norræna húsið kynna nú í sameiningu þennan listamann. í i8 verða prentaðar ljósmyndir til sýnis en í Norræna húsinu verða ljósmyndir í ljósakössum. Sýningarnar era eins og áður seg- ir hluti af hátíðinni Ljósin í Norðri sem fer fram í Reykjavík í byrjun nóvember og er styrkt af Nomæna menningarsjóðnum. Einnig hafa sýningai'nar hlotið stuðning frá FRAME og Menningarsjóði Islands og Finnlands. Sýningin í i8 er jafn- framt hluti af dagskrá Reykjavíkur, menningarborgar árið 2000. í tilefni af sýningunum er gefin út sýningarskrá. Sýningin í i8 stendur til 26. nóvember og sýningin í Nor- ræna húsinu til 17. desember. Slúður og múður KVIKMYNDIR K r i n jí 1 ii b í ó, Bíóhöllin GOSSIP ★ ★ Leikstjúri og handritshöfundur Gregory Poirier. Túnskáld Graeme Revell. Kvikmyndatök- usljúri Andrzej Bartkowiak. Aðalleikendur James Marsden, Lena Headey, Norman Reedus, Eric Bogosin, Edward James Olmos. Sýningartími 90 mín. Bandarísk. Warner Bros. Árgerð 2000. NOKKRIR háskólastúdentar með Cathy (Lena Headey), Dem- ick (James Marsden) og Travis (Norman Reedue) í broddi fylk- ingar, gera sér það til dundurs að spinna upp kjaftasögu um samfar- ir tveggja bekkjarfélaga í gleðskap þar sem ölið er kneifað ótæpilega. I stuttu máli sagt fær sagan vita- skuld byr undir báða vængi en af- leiðingamar verða ískyggilegri en nokkur átti von á. Eða hvað? Gossip er ein þeirra mynda sem taka óvænta stefnu í lokin, tekur reyndar heila U-beygju, sem er því miður ekki heppileg útgöngu- leið heldur ódýr lausn á annars at- hyglisverðri sögufléttu og siðferði- legum spurningum, sem reyndar var komin í nokkrar ógöngur. Gossip virkar lengst af sem for- vitnileg og áhugaverð ádeila á kjaftagang, hvernig mýfluga verð- ur að úlfalda, saklausir einstakL ingar gjalda fyrir rætnar tungur. í framvinduna blandast spumingin um nauðgun eða nauðgun ekki. Þekktir fylgifiskar í öllum þjóðfé- lögum á öllum tímum. Slúður, sá hvimleiði löstur, á skilið að fá ær- lega á baukinn og útlistanir á því hvað hann getur verið mannskæð- ur er vel þegin og nauðgunarum- ræðan er tímabær. En myndin leysist upp í múður. Gróa gamla á Leiti endasendist semsagt útúr farartækinu i lokabeygju leikstjór- ans/handritshöfundarins Gregor- ys Poiriers, án þess að kenna sér meins. Mest allt inntakið og áhrif- in sem hann var búinn að skapa, ásamt ágætum, upprennandi leik- umm, fer sömu leiðina. Skilur áhorfandann eftir með finguma í kollinum. Til hvers að ljúka mynd- inni á þennan hátt? Hér er velt upp jafngrafalvarlegu máli og nauðgun og afleiðingum hennar á þoland- ann. Það á ekkert annað skilið en vitræna umfjöllun, en fær að sjálf- sögðu ófullnægjandi og ómerki- lega málsmeðferð með þessu móti Uppúr stendur kvikmyndataka snillingsins Andrzej Bartkowiaks og leikur Lenu Headey, mjög frambærilegrar leikkonu sem á framtíðina fyrir sér, og útlitið ætti ekki að tefja fyrir. Marsden (X- Men), er heldur ekki sem verstur og ýmislegt í mistæku starfi leik- stjórans/handritshöfundarins, lof- ar góðu, þrátt fyrir allt. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.