Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 u MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR _i^» Iþágu kerfisins Hin hliðin lýtur að stofnununurn sjálf- um þarsem her manns vinnur við að finna upp flóknar reglur yfir einfalda hluti og annar her við aðflækja þessar flóknu reglur ennfrekar. Böggullinn hafði verið opnaður þegar hann barstíhendurvið- takandans og lokað aftur með límbandi merktu tollstjóra, sem sennilega er eitthvert mest notaða límband á íslandi. Nánast allir íslendingar, sem einhvern tímann hafa fengið sendingu frá útlöndum, hafa þurft að glíma við þetta seigkennda, þykka ofurlímband. Límbandið, sem í ofanálag ber skjaldarmerki lýðveldisins, er kraftbirting stofn- unar, sem helguð er eigin tilvist og er haldin slíkri eftirlitsþörf að helst minnir á Stasi, hina illræmdu lög- reglu Austur-Þýskalands. Þar var fólk látið njósna um maka, bræður um systur og systur um bræður til þess eins að fylla hverja hilluna á iiinunnr fætur annarri VIÖHUKF af texta, sem enginn hafði tíma til að lesa. Hér er hver Eftir Karl Blöndal einasti pakki, sem kemur til lands- ins, gegnumlýstur eða opnaður, að því er virðist. Ekki kæmi á óvart þótt til væru skýrslur um það hver fær hvað í pósti til landsins, en allt eins getur verið að þeir, sem pakk- ana opna, láti sér nægja að leggja innihald þeirra á minnið. Dæmi um undarlega meðferð sendinga til landsins eru legíó. Prænka skrifara fékk eitt sinn sent garn í pakka og reyndist það hafa verið skorið í sundur er verið var að leita að tortryggilegum sendingum, sem grafið gætu und- an lýðveldinu. í stað þess að leggja fyrir sig bútasaum lagðist frænkan í spottaprjón. Þá var það maðurinn, sem fékk mölbrotna styttu í pósti, sem hafði verið opnaður við tollskoðun. Ekk- ert fylgdi um að styttan hefði verið brotin er pakkinn var opnaður. Þó var greinilegt að gengið hafði verið frá pakkanum eftir að styttan brotnaði. Hjá tollyfirvöldum feng- ust eingöngu svívirðingar og var því bætt við að viðkomandi gæti með engu móti sannað að hann hefði ekki sjálfur brotið styttuna og væri einfaldlega að reyna að koma glæpnum yfir á tollinn. Fræðimaður nokkur hefur unn- ið mikið á bókasöfnum erlendis. Við þessa iðju hefur hann látið Ijós- rita bunka af skjölum, sem hann hugðist nota við rannsóknir sínar og skrif. Ljósritin hefur hann síðan fengið send í pósti. Af þessum sendingum hefur hann þurft að borga aðflutningsgjöld líkt og hann væri að hefja innflutning á ljósritum af gömlum skjölum. í sjálfu sér er ekM hægt að am- ast við því að þurfa að borga gjöld af sendingum, sem maður fær hingað sendar frá einhverjum út- lendingum, ef um viðskipti er að ræða. Það er hins vegar óskiljan- legt að ekki sé hægt að afhenda slíkar sendingar í þeim pósthúsum, sem eru næst póstfangi viðtak- anda, og láta borga gjöldin með gíróseðli, jafnvel á staðnum. Þann- ig er til dæmis mál með vexti í Reykjavík að allar tollskyldar sendingar þarf að sækja upp á Stórhöfða. Oft og tíðum þarf að fara tvisvar. Þannig getur al- menningur, sem settur var á þessa hnattkringlu til að gefa stofnunum á borð við tollafgreiðsluna tilgang, þvælst margsinnis fram og aftur um borgina til þess eins að þjóna duttlungum embættismanna. Það er eiginlega ekki hægt að útskýra með góðu móti hvað gerist þegar fara þarf tvisvar upp á Stórhöfða til þess að ná í einn pakka. Upp- gefin ástæða er að maður þurfi að gefa skýrslu. Fær viðskiptavinur- inn þá í hendur fylgiskjöl pakkans, fer með þau heim, býr tö skýrslu, kemur með hana daginn eftir og sé skýrslan þóknanleg fæst sendingin afhent. Er þá sama hvort verið er að senda mold eða milljónir. Allt skal fá sömu afgreiðslu. Stundum dugar hins vegar að koma einu sinni. Þá hefur embætt- ismaðurinn verið í góðu skapi. Óvissan og slfk meðferð að við- skiptavininum gæti helst dottið í hug að hann sé strengjabrúða kerfisins veitir hins vegar ákveðna spennu og verður að lokum hvati þess að um hana losnar, ýmist með ofbeldis- og ódæðisverkum eða ómerkilegum blaðaskrifum. Ekki er þó allt, sem íslenskur al- menningur vogar sér að fá sent frá útlöndum, stöðvað í toll- afgreiðslum víða um land. Tímarit, sem íbúar þessa lands leyfa sér að kaupa, fá óáreitt að fara inn um bréfalúgur heimila og fyrirtækja. Það er þó ekki fyrir einhverja manngæsku eða eftirlátssemi. Á sínum tíma var einbeittur vilji til þess að gera slíkar sendingar gjaldskyldar og láta menn sækja tfrnarit á pósthús. Er menn áttuðu sig hins vegar á því hversu yfir- gengileg aðsókn yrði að pósthús- um fyrir vikið var horfið frá því. Það var sumsé ekki hægt að ráða nógu margt fólk til að afgreiða allt fólkið þannig að það gæti fengið tímarit sín í hendur. Starfshættir á borð við þá, sem hér er lýst, eru sjúkdómseinkenni. Þessi einkenni má finna víðar í kerfinu. Til dæmis er óskilianlegt að bíða þurfi tvær vikur eftir af- greiðslu vegabréfa. Hvaða hand- tök eru það eiginlega við vinnslu slíkra gagna, sem taka svona lang- an tíma? Er eitthvað því til fyrir- stöðu að hægt sé að gefa vegabréf út daginn eftir að sótt er um það? Reyndar er hægt að fá svokallaða flýtimeðferð, sem er annað orð yfir peningaplokk, því að sú hröðun starfshátta kostar vitaskuld pen- inga. Einkafyrirtæki, sem stundaði slík vinnubrögð, yrði ekki langlíft. Hjá hinu opinbera er afgreiðsla af þessu tagi hins vegar dyggð. Talað hefur verið um að á fs- landi auMst framleiðni sáralítið. Ein ástæðan fyrir því hvað mönn- um verður lítið úr verki er þessi ei- lífa tilhneiging stofnana til að snúa þeim fram og til baka. Hin hliðin lýtur að stofnununum sjálfum þar sem her manns vinur við að finna upp flóknar reglur yfir einfalda hluti og annar her við að flækja þessar flóknu reglur enn frekar. Hvað væri til dæmis hægt að spara mörg störf - eða stöðuígildi svo notað sé stofnanavænna orð - ef ekki þyrfti að opna hvern einasta pakka, sem upp á strendur lands- ins skolar? Þar hlýtur að koma að gægjuþórfinni verður svalað og til- hneigingin til að láta borgarana vera í eilífum snúningum lognast út af. Þangað til verðum við strengja- brúður í þágu stjórnlauss kerfis. SVEINN KRISTDÓRSSON + Sveinn Krist- dórsson fæddist á Þórshöfn á Langa- nesi 27. mars 1943. Hann varð bráð- kvaddur á skauta- svellinu í Laugardai 18. október síðast- liðinn. Sveinn var sonur hjónanna Kristdórs Vigfús- sonar, f. 25.3. 1904, d. 2.10. 1992, og Kristínar Ingibjarg- ar Stefánsdóttur, f. 28.6. 1917, búsett á Akureyri. Systkini Sveins eru: Gerður, f. 2.10. 1940, búsett í Kópavogi; Stefán, f. 7.8. 1944, búsettur í Þorlákshöfh; Óli Berg, f. 13.6. 1946; Gunnar, f. 21.1.1950, og Rúnar, f. 18.7. 1955, allir búsettir á Akureyri. Sveinn kvæntist árið 1965 Sig- ríði C. Viktorsdóttur frá Grenivfk, f. 2.2. 1943. Saman eignuðust þau tvo syni, óskírður, f. 26.10. 1964, d. 30.10. 1964, og Arnar Þdr, f. 19.01. 1966, búsettur í Kópavogi. Er vegur sá er valið hefur verður brattur, þyrnar stinga, þú í blindni reynir rata, ráðvilltur og byrðar þyngja, átti réttar varla veistu, var þá hljóður, bið - og treystu. Pegar sorgaröldur æða yfir þig á myrkum degi, sólargeisla sérðu enga, sortinn þreytta hjartað beygir, óttinn lamar, ekkert veistu, enn ver hljóður bið - og treystu. Heilsan þrýtur, hugró dvínar, hjartasárin taka blæða, vonir hverfa, vita skaltu: Vakir Drottinn til að græða. Efans fjötra afþeir Jeystu. Enn ver hljóður, bið - og treystu. (Þýtt.) Ég fel þig í faðminn á algóðum og kærleiksríkum Guði föður. Ég er svo innilega þakklát fyrir þá þrjá daga sem við áttum saman með börnunum okkar. Hvíl í friði elsku ástin mín. Þín Dagný. Elsku hjartans pabbi okkar. Jesú litla lamb ég er, ljúft hann mig á örmum ber, yfír mörk og myrkur dala mín er leið til himinsala. Jesú litla lamb ég er, Ijúft hann mig á örmum ber. (Höf.ók.) Guð geymi þig í faðmi sínum, pabbi minn. Við munum alltaf elska þig og sakna þín. Þín ástkæru börn, Kristín Sunna, Sveinn Ævar. Elsku hjartans pabbi mirm. I Drottins gröf varð blítt og bjart, þar birtust englar ljóss með skart og ásýnd undurfríða. I hverri gröf, sem grafin er, í gegnum myrkrið trúin sér Guðs engla birtast blíða. Jesús, Jesús, virst þeim láta, er liðna gráta, legstað yflr engla boða, að látinn lifir. (V.Briem) Guð geymi þig í faðmi sínum pabbi minn. Ég mun alltaf elska þig og sakna þín. Þín ástkæra dóttir, Svava Anne. Margt leitar á hugann við hið óvænta andlát vinar okkar og félaga Sveins bakara í Skautafélagi Reykjavíkur. Skautaíþróttin var hans aðaláhugamál. Eigum við hon- um mikið að þakka fyrir allt hans fórnfúsa starf. Til að fræða þá sem yngri eru segi ég frá blaðaviðtali er Þau skildu eftir sex ára hjónaband. Sveinn hóf sambúð með Guðríði Jónsdótt- ur, f. 24.7. 1943. Fyrir átti hún tvo syni, Jón Þór Eyþórsson, f. 29.5. 1962, búsettur í Danmörku, og Daníel Eyþórsson, f. 25.4. 1964, búsettur í Kefla- vík. Sveinn og Guðríð- ur slitu samvistum eftir tíu ára sambúð. Árið 1985 kynntist Sveinn Dagnýju Helgaddttur, f. 11.1. 1948, og hófu þau sambúð ári síð- ar. Dagný átti tvö börn fyrir: Pét- ur Magnús French, f. 11.4. 1968, búsettur í Englandi, og Svövu An- ne Pálsdóttur, f. 2.6. 1984. Sveinn og Dagný eignuðust tvö börn sam- an, Svein Ævar, f. 3.6. 1988, og Kristínu Sunnu, f. 26.7. 1989. Eru börn Sveins og Dagnýjar búsett hjá móður sinni í Garðabæ. Sveinn lærði bakaraiðn í Krist- jánsbakaríi á Akureyri. Hann haft var við Svein í DV 12. janúar 1984 og vitna ég í þá grein er Sveinn svaraði blaðamanni. Að fróðra manna sögn hefur hann verið einn sá allíflegasti í íshokkíinu hérlendis síðustu árin. „Jú, ég tel mig Akur- eyring, en það máttu bóka að sú skoðun hverfur þegar við keppum við Akureyringa í íshokkíinu," sagði Sveinn. „Þetta er erfiðasta og hrað- asta flokkafþrótt í heiminum. Og hvar sem íshokkíið kemur slær það knattspyrnunni við hvað vinsældir snertir." í kringum 23 ára aldurinn flutti hann til Reykjavíkur og þá var ekkert íshokkí stundað að ráði í höf- uðborginni, það voru nokkrir að leika sér á Tjörninni. En þetta átti eftir að breytast. „Ég ákvað að smala saman mannskapnum og vildi keppa við Akureyringa og okkur tókst að búa til lið. Hópurinn var mjög líflegur. í honum voru menn eins og Ágúst B. Karlsson, Kristján Agnarsson, Sigurjón Sigurðsson, Ólafur Björgvinsson svo nokkrir séu nefndir." Með þessu hófst bæjar- keppni Akureyringa og Reykvík- inga28.janúarl967. En hvað er svona skemmtilegt við íshokkíið, Sveinn? „Ég tel að það sé hinn mikli hraði, leikni og tækni sem íþróttin hefur upp á að bjóða." Á ís- hokkíið framtíð hér á landi? „Það er engin spurning að ef sköpuð verður aðstaða, þá verður íshokkíið númer eitt í íþróttum hérlendis. Við höfum skapið í þetta, íslendingar." Hvern- ig aðstöðu viljið þið? „Við viljum engar hallir heldur stálgrindarhús, sem klætt er af, og vélfryst svell. Við viljum ódýr svæði. Og ég er sannfærður um að þessi íþrótta- mannvirki myndu bera sig, því fáar íþróttir eru eins góð fjölskylduíþrótt og skautaíþróttin." Tilvitnunum lýk- ur hér í viðtalið við Svein. Með komu sinni suður til Skauta- félags Reykjavíkur árið 1966 varð hann til þess með sínum eldmóði og mikla dugnaði og áhuga að efla áhugann um skauta hjá okkur öllum er með honum störfuðum að fram- gangi í skautamálum. Ef ekki hafði verið Sveinn o.fl. góðir félagar í SR væri skautaíþróttin ekki orðin það sem hún er hér í dag. Sá þrýstihóp- ur sem myndaðist og tók þátt í að leggja áherslu á byggingu vélfrysts svells sem kom 1990 og var vígt 1991 og yfirbyggingin 1998 er Skauta- höllin var vígð. Margar góðar stundir áttum við hér á árum áður, á vötnum ísilögð- um í nágrenni Reykjavíkur SR-ing- arnir. Barngóður var hann og þótti Sigrúnu dóttur okkar vænt um hann sem góður frændi væri. Stoltur og glaður var hann með sín börn og var gaman að hitta hann með þau inni á svelli og sjá væntumþykjuna og kærleikann skína úr svip hans til þeirra. Gleði hans var mikil þegar Skautafélag Reykjavíkur varð ís- landsmeistari í íshokkí árið 2000. Sveinn var líka ánægður með dugn- fluttist til Reykjavfkur árið 1967 og réðst til starfa hjá Hótel Loft- leiðum þar sem hann starfaði í nokkur ár. Einnig vann Sveinn hjá Veisluþjónustu Glæsibæjar og hjá brauð- og kökugerð Mjólkursam- sölunnar um nokkurra ára skeið. Árið 1980 tók Sveinn við rekstri Sæluhússins, sem var starfandi kaffihús í Bankastræti 11, og ann- aðist þann rekstur uns hann stofn- aði Svein bakara á fertugsafmæli sínu. Rekstri Sveins bakara lauk 1994. Sveinn tðk þátt í stofnun Bakarameistarafélags Islands ár- ið 1995. Á sfðustu árum vann Sveinn ýmis störf bæði til sjós og lands en þó lengst af á Hótel Snæ- felli á Seyðisfirði. fþróttir skipuðu stóran sess í lífi Sveins. Hann lék ísknattleik með Skautafélagi Akureyrar og knatt- spyrnu með Knattspyrnufélagi Akureyrar meðan hann var bú- settur þar. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur lék hann með Knatt- spyrnufélaginu Fram á árunum 1967 til 1974 og átti sinn þátt í enduruppbyggingu Skautafélags Reykjavíkur þar sem hann var virkur félagi allt til hinstu stund- ar.^ Útför Sveins fer fram frá Bú- stáðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 10.30. aðinn hjá listskautadeildinni. Okkur þótti öllum vænt um hann enda var hann hjartahlýr og drengur góður, og er söknuður okkar mikill. Við sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur til móður hans og barnanna og fjölskyldunnar allrar. Blessuð sé minning Sveins Kristdórssonar. Svava Sigurjónsdóttir, Sigurjón Sigurðsson. Hörð er fórin örskömm dvöl á áningarstað. Verum því hljóð, hver snerting er kveðja í hinsta sinn. (B.S.) Með þökk, vinur, fyrir hlýhug og vináttu í orði og verki á liðinni sam- leið. Guð geymi þig. Guðmundur Brynleifsson. Jæja kall, snöggt var það! Eins og þín var von og vf sa kvaddir þú okkur með sama kraftinum og einkenndi allt þitt lífshlaup, mitt í hita leiksins á svellinu. Heppinn varstu, að fá að fara á þennan hátt. Þú hafðir svo oft sagt að þú vildir helst enda þessa jarðvist á skautum! Og að sjálfsögðu áttirðu stoðsendinguna í síðasta marki leiksins. Þegar við sátum saman um miðj- an dag, þriðjudaginn í síðustu viku, var samtalið eins og svo mörg sem við áttum gegnum árin. Það var tal- að um íshokkí, að Svenni litli yrði að fá nýjustu skautana, hvernig liðun- um okkar myndi vegna í vetur, nýju leikmennina sem komið höfðu til þeirra nú á haustdögum og svo auð- vitað leikinn þá um kvöldið. Eftirvæntingin í svipnum leyndi sér ekki, þú ætlaðir að spila í Tcvöld með strákunum. Stundum greindi okkur á um leið- ir í því að vinna að framgangi íshokkísins. Þú, þessi skaphundur, lést mig heyra það þegar þér mislíkaði, en ávallt skildum við sáttir. Alltaf vissi ég hvar ég hafði þig. Gott var að leita til þín um ráð þegar á móti blés og lægja þurfti öldurnar. Þú virtir menn sem eru hrein- skiptnir, en hafðir lítið álit á þeim sem koma ekki hreint fram. Tekist var hressilega á, rök vegin og metin og niðurstaða fengin. Treysta mátti því að það sem ákveð- ið var stóð hjá þér eins og stafur á bók. Gott er að hafa átt slíkan fé- laga. Á svellinu varstu sannur íþrótta- maður og aldrei bar skugga á þinn einstaka íþróttaferil. Keppnisskapið og ákafinn var kannske það sem einkenndi þig mest, ásamt sannri ánægju þinni af því að fylgjast með strákunum okk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.