Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT PIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 27 Leiðtogar níu Balkanrikja á fundi Kostumca boðar betri samskipti Skopje. AP, AFP, Reuters. VOJISLAV Kostunica, forseti Júgóslavíu, hét í gær að beita sér fyrir nýjum tímum í samskiptum Balkanríkjanna en leiðtogar þeirra komu þá saman til dagsfundar í Skopje í Makedóníu. Megintilgang- ur fundarins er að vinna að aukinni samvinnu ríkjanna og stöðugleika á Balkanskaga nú þegar Slobodan Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíu- forseti, hefur verið rekinn burt. Kostunica sagði, að Júgóslavar horfðu nú fram á veginn og vildu bæta samskiptin við nágrannaríkin. „Balkanríkin þurfa á friði og stöð- ugleika að halda og Evrópa þarfnast friðar á Balkanskaga. Látum hend- ur standa fram úr ermum en ætl- umst samt ekki til of mikils strax. Hér bíður okkar mikið verk,“ sagði Kostunica. Kvað hann Júgóslava vilja ræða við nágranna sína um þau hervirki sem unnin hefðu verið í 10 ára stríði á Balkanskaga en gaf í skyn, að aðrir yrðu einnig að horfast í augu við sinn hlut í óöldinni. „Sögulegir tímar“ Mikillar bjartsýni gætir á Balk- anskaga eftir kjör Kostunica og rík- in sjá nú fram á aukna efnahagslega aðstoð og aðgang að vestrænum stofnunum á borð við NATO og Evrópusambandið. „Við erum að upplifa sögulega tíma,“ sagði Boris Trajkovski, forseti Makedóníu, en auk hans sátu fundinn fulltrúar Grikkja, Tyrkja, Búlgara, Rúmena, Albana, Bosníumanna, Júgóslava og Króata. Haft er eftir ónefndum embættis- mönnum, að leiðtogarnir muni fara fram á við Evrópusambandið, að það svari því hvaða möguleika ríkin hafa á aðild að sambandinu og þeir vilja einnig, að Rússar leggi sitt af mörkum við að tryggja stöðugleika. Eitt viðkvæmasta málið á fundin- um og á Balkanskaga nú er framtíð Kosovo en albanski meirihlutinn þar, Albanir og albanski minnihlut- inn í Makedóníu vilja, að héraðið verði sjálfstætt. Trajkovski, forseti Makedóníu, hvatti í gær til þess, að Kosovo yrði áfram hluti af Serbíu og sagði, að það væri forsenda fyrir stöðugleika á svæðinu. Minnti hann á ályktanir SÞ til stuðnings því. Kostunica ætlaði í gær að eiga fund með Richard Holbrooke, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum. Líklegt þótti, að Kosovo yrði eitt aðalumræðuefnið en Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir, að héraðið eigi áfram að vera hluti af Serbíu en með mikilli sjálfsstjórn. Montesino segist vilja kyrrlátt líf Líma. AP. VLADIMIRO Montesino, fyrrver- andi yfirmaður leyniþjónustu Perú, segist eiga þá ósk heitasta að hefja störf sem lögfræðingur, lifa rólegu lífi og halda sig frá sviðsljósinu. Montesino, sem sneri óvænt aftur til heimalands síns sl. mánudag, er sá Perámaður sem flestir íbúar lands- ins óttast, enda er talið að hann og félagar hans í hernum hafi löngum stundað mannréttindabrot auk þess að vera flæktir í eiturlyfja- og vopna- sölu. Það eru því margir sem taka yf- irlýsingum hans með fyrirvara. Stjórnarandstaða Perá dregur það t.a.m. í efa að hann sé hættur öll- um tilraunum til að stjórna ríkis- stjórn forsetans, Alberto Fujimori, á bak við tjöldin en hún stendur mjög höllum fæti. Montesino flúði til Panama í sept- ember eftir að upp komst um til- raunir hans til að múta þingmönnum stjórnarandstöðunnar. I kjölfarið til- kynnti Fujimori að hann myndi hætta sem forseti á næsta ári. Margir leiðtogar stjórnarandstöð- unnar hafa sagt að vera Montesino í Perá bendi til þess að hann sé að reyna að þrýsta á að hann og fylgis- menn hans hljóti sakaruppgjöf. Segist hafa verið í hættu staddur i Panama Bandaríkin og ríki S-Ameríku þrýstu á Panama um að veita Mont- esino hæli en stjórn ríkisins hefur hins vegar verið treg í taumi að láta undan. Montesino heldur því hins vegar fram að hann hafi orðið að yf- irgefa Panama vegna þeirrar hættu sem honum var búin af peráskum skæruliðum og eiturlyfjasölum sem hafi verið í hefndarhug vegna að- gerða hans gegn þeim. „Ég vil að þið skiljið að ég varð að snúa aftur vegna þess að þeir ætluðu að myrða mig - ekki vegna þess að ég vilji auka á óstöðugleikann,“ sagði hann í útvarpsviðtali á þriðjudag. Bandamenn Montesinos stýra hernum, réttinum, skattheimtunni og mörgum fjölmiðlum, og því álíta margir hann valdameiri en Fujimori. UM H£ LGINfl STÓRSÝNING Við frumsýnum @ LJEXLJS www.lcxus.is SIEMENS sem eiga heima hjá þér! m fj: 49.900 kr. stgrjJ i Uppþvottavél SE 34230 m tm 49.900 kr. stgr) Bakstursofn HB 28024 Fjölvirkur bakstursofn með létthreinsikerfi. Sannkallaður gæðaofn frá Siemens. (59.900 kr. stgr. Ný uppþvottavél. Einstaklega hijóðlát og sparneytin. Fjögur þvottakerfi, tvö hitastig. C69.900kr.stgr. Kæli- og frystiskápur KG 36V20 235 I kælir, 105 I frystir. Hxbxd = 185x60x64sm Þvottavél WM 54060 6 kg þvottavél sem hefur slegið í gegn hérlendis sem annars staðar. 1000 sn./mín 49.900 kr. stgn) Helluborð ET 72524 Keramíkhelluborð með snertihnöppum. Flott helluborð á fínu verði. (29.900 kr. stgr. Þurrkari WT 21000EU Tekur 5 kg. Einfaldur í notkun. Barki fylgir með. Snýst í báðar áttir. 12.900 kr.stgrf) Þráðlaus sími Gigaset 3010 Classic DECT/GAP-staða11. Einstök talgæði. Treystu Siemens til að færa þér draumasímann. Cl47.900 kr. stgr. SCALE0 P70 700 MHz Pentium III örgjörvi, 64 MB vinnsluminni, 10 GB harður diskur, 17" skjár, 16 MB AGPskjákort, 16 bita hljóðkort, 8 hraða DVD-drif, Word 2000, Works 2000, Windows 98 og margt fleira. Vönduð tölva frá risanum Fujitsu Siemens Computers. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is i Opið laugardag kl. 12-16 ogsunnudag kl. 13-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.