Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 246. TBL. 88. ARG. FIMMTUDAGUR 26. OKTOBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tugir manna falla í uppreisn á Fflabeinsströndinni eftir umdeildar kosningar Herforingja- stjórninni steypt Abidjan. Reuters, AFP. LAURENT Gbagbo, leiðtogi sósíal- ista á Fflabeinsströndinni, kvaðst í gær vera við stjórnvölinn í landinu eftir að tugþúsundir manna gerðu uppreisn í stærstu borginni, Abidj- an, til að steypa leiðtoga herforingja- stjórnarinnar, Robert Guei hers- höfðingja, sem hafði lýst yfir sigri í forsetakosningum á sunnudag. „Það leikur enginn vafi á því að ég er nýi forsetinn," sagði Gbagbo, sem er talinn hafa farið með sigur af hólmi í kosningunum. Her- og lögreglumenn, sem styðja Gbagbo, náðu skrifstofu forsetans í Abidjan á sitt vald í gærkvöld og hermt var að Guei hefði ekki verið í byggingunni. Gbagbo kvaðst telja að hershöfðinginn hefði flúið til Coton- ou í Benín en aðrir sögðu að hann væri enn á Fílabeinsströndinni. Aðstoðarmenn Gbagbo sögðu að um 60 manns hefðu beðið bana í mót- mælunum síðustu tvo daga og flestir þeirra hefðu fallið þegar hermenn hollir Guei hófu skothríð á mótmæl- endur í gærmorgun. Margir her- og lögreglumenn gengu til liðs við mótmælendurna sem hörfuðu ekki þrátt fyrir skot- hríðina. Byssurnar þögnuðu síðar um daginn og stuðningsmenn Gbagbo dönsuðu á götunum til að fagna falli hershöfðingjans sem hafði stjórnað landinu frá valdaráni hers- insumsíðustujól. Gbagbo, sem er 55 ára, stjórnaði baráttunni fyrir því að komið yrði á fjölflokkalýðræði á Fílabeinsströnd- inni árið 1990. Guei boðaði til forsetakosning- anna og þingkosninga 10. desember samkvæmt nýrri stjórnarskrá sem var samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu í júlí. Hann sóttist síðan sjálfur eftir forsetaembættinu líkt og margir afrískir leiðtogar sem hafa tekið völdin í sínar hendur með valdi og boðið sig síðan fram í forseta- kosningum. „Fflabeinsstrendingar gátu ekki sætt sig við þetta valdarán í kosning- unum," sagði Gbagbo. Hann kvaðst ætla að mynda nýja ríkisstjórn og lofaði að beita sér fyrir þjóðarein- ingu. Hvatt til nýrra kosninga Nokkrir af helstu ráðherrum her- foringjastjórnarinnar sneru baki við Guei og sögðu að Gbagbo væri rétt- kjörinn forseti. Leiðtogar nokkurra Afríku- og Evrópuríkja hvöttu til þess í gær að kosið yrði aftur þar sem kosningarn- ar hefðu ekki verið lýðræðislegar, meðal annars vegna þess að nokkr- um af helstu andstæðingum herfor- ingjastjórnarinnar var meinað að bjóða sig fram. ¦ „Tiltcktin"/29 Liðsmenn öryggissveitar fagna falli herforingjastjórnarinnar á Ffla- beinsströndinni f Abidjan eftir að hafa gengið til liðs við mótmælendur. Morgunblaðið/Urður Gunnarsdóttir 82 manns farast í flugslysi Tbilisi. Reuters. RÚSSNESK herflugvél með 82 manns innanborðs hrapaði nálægt hafnarborginni Batumi í Georgíu í gær. Georgískur embættismaður sagði að allir í vélinni, þeirra á með- al átta börn, hefðu beðið bana. Georgískir embættismenn sögðu að fjögurra hreyfla flugvél af gerð- inni Hjúshín-18 hefði hrapað og sprungið um 25 km austan við Bat- umi, höfuðstað sjálfstjórnarhéraðs- ins Adzhara, þar sem Rússar eru með herstöð. Georgíski þingmaðurinn Georgí Targamadze sagði að fbúar í grennd við slysstaðinn hefðu heyrt mikla sprengingu þegar vélin hrapaði. Flugvélin var á leiðinni frá her- flugvelli nálægt Moskvu til Batumi. Björgunarstarfið gekk mjög erfið- Vaða aur- inn fyrir Rugova TUGÞÚSUNDIR manna flykktust á aðalíþróttaleikvanginn í Prist- ina í Kosovo í gær þegar Ibrahim Rugova, leiðtogi LDK, hélt þar kosningafund. Rugova hefur i tvígang verið kjörinn forseti Kosovo í ðlöglegum kosningum 1992 og 1998 og nýtur enn gríðar- legs stuðnings. Létu stuðnings- menn hans sig hafa að vaða aur- inn í ökkla til að komast inn á leikvanginn, þar sem leikin var þjóðleg tónlist og hvítum diífum sleppt sem tákni um frið. ¦ Góð æf íng/26 Clinton ftiugar fund með Barak og Arafat Jerúsalem. Reuters, AFP. EMBÆTTISMENN í Bandaríkjun- um sögðu í gær að Bill Clinton for- seti kynni að bjóða leiðtogum ísraela og Palestínumanna til viðræðna í Washington ef staðið yrði við vopna- hléið sem samið var um í Egypta- landi í vikunni sem leið. P.J. Crowley, talsmaður þjóðarör- yggisráðs Bandaríkjaforseta, sagði að Clinton hefði hringt í Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, og rætt við hann í hálfa klukkustund. Annar bandarískur embættismaður sagði að Clinton hefði einnig hringt í Ehud Barak, forsætisráðherra ísr- aels. „Forsetinn ræddi möguleikann á því að leiðtogarnir kæmu saman hér í Washington," sagði Crowley. Hann bætti við að fundurinn kynni að verða haldinn ef staðið yrði við vopnahléssamkomulagið. Skotárás á byggð gyðinga Palestínumenn í þorpinu Beit Jala á Vesturbakkanum hófu í gær skot- hríð á gyðingabyggðina Gilo, sem ísraelar segja að tilheyri Jerúsalem. ísraelskir hermenn svöruðu árásinní" með því að beita vélbyssum og skrið- drekar skutu tveim sprengjum á skotmörk í Beita Jala. Ekki var vitað hvort mannfall hefði orðið. Áður hafði ísraelsstjórn sagt að dregið hefði úr spennunni á Vestur- bakkanum og Gazasvæðinu. Einn af yfirmönnum ísraelshers ræddi í gær við æðsta embættis- mann Palestínumanna í öryggismál- um um ráðstafanir til að stemma stigu við átökunum sem hafa kostað rúmlega 130 manns lífið. lega vegna úrhellis, þoku og tækja- skorts. Engar vísbendingar komu fram í gær um orsakir slyssins. ----------»-4-»—------ Fujimori bannar liðs- flutninga Lima. Reuters. ALBERTO Fujimori, forseti Perú, tilkynnti í gær að hann hefði skipað öllum hermönnum landsins að halda kyrru fyrir í herstöðvum sín- um. Forsetinn útskýrði ekki hvers vegna hann gaf þessi fyrirmæli, en orðrómur hefur verið á kreiki í Perú um að yfirmenn hersins hyggist taka völdin í sínar hendur. „Við höfum lýst yfir algjöru banni við liðsflutningum," sagði Fujimori við fréttamenn í þorpinu Chaclacayo, norðan við höfuðborg- ina, Lima. „Við höfum hafið að- gerðir og skýrum frá þeim síðar." Fregnir herma að Fujimori eigi í harðri baráttu við fyrrverandi yfir- mann leyniþjónustunnar, Vladim- iro Montesinos, um stuðning hers- ins. Heimildarmaður í hernum sagði að Montesinos kynni að vera að undirbúa valdarán. ¦ Montesinos/27 MORQUNBLABW 26. OKTOBER 2000 690900H090000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.