Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ f FRETTIR Islenskir matreiðslumeistarar að störfum á ólympíumdtinu í Þýskalandi. Góð frammistaða íslenskra matreiðslumeistara LANDSLIÐ íslenskra matreiðslu- meistara náði mjög góðum árangri á ólympíumóti matreiðslumeistara í Erfurt í Þýskalandi en það fékk silf- urverðlaun fyrir matreiðslu á heit- um mat og bronsverðlaun fyrir kalda matinn. Keppni lauk í gær en í dag fer fram formleg verðlaunaaf- hending og stigagjöf. 115 lið frá 40 löndum, víðs vegar að úr heiminum, tóku þátt í mótinu. Að sögn Gissurar Sigurðssonar, forseta Klúbbs matreiðslumeistara, sem staddur er í Þýskalandi, er hóp- urinn mjög ánægður með árang- urinii. „Þetta er búin að vera mikil vinna síðastliðna viku og hér hefur ekki verið mikið sofið," sagði haiin síðdegisígær. Matreiðslumeistararnir lögðu mikið upp úr því að nota íslenskt hráefni og eru íslenskt lambakjöt og íslenskur fiskur í hávegum höfð. Einnig skipar fslenskt grænmeti veglegan sess. Að sögn Gissurar flutti liðið eitt tonn af íslensku hrá- efni með sér út til Þýskalands. Keppnin í matreiðslu heita matar- ins fór fram sl. sunnudag. Keppnin fór fram með því sniði að kokka- landsliðið skilaði af sér hádegis- verði fyrir 110 manns og var allur maturinn seldur til gesta. „Það seld- ist upp i' í'slenska matinn á 15 mi'ntít- um," sagði Gissur. Einungis örfáir diskar af þessum 110 fara til dómar- anna en enginn veit hvaða diskar það eru. Allir diskarnir urðu því að h'ta eins út. Máltíðin var þríréttuð að sögn Gissurar. I forrétt var kaldreyktur lax og þorskur með ætiþistlum og lakkrísrótarstísu. f aðalrétt var steikt framhryggjarsneið, fyllt með lambahæklum, með jarðsveppakar- töfium og fimmkryddasósu en fs- lenskir shiitake-sveppir voru notað- ir. í eftirrétt var síðan súkkulaði- strýta með marineruðum mangtí og kanilolíu. Landsliðið skipuðu: Friðrik Sig- urðsson, Tveimur fiskum, fyrirliði; Ulfar Finnbjörnsson, Gestgjafanum, þjálfari; Alfreð Ómar Alfreðsson, Sommelier; Bjarni Gunnar Kristins- son, Grillinu; Einar Geirsson, Lækj- arbrekku; Ragnar Ómarsson, Htítel Holti; Karl Viggtí Vigfússon, Köku- gallerýi; og Gunnlaugur Örn Vals- son, Mosfellsbakaru. Ráðherrar um Happdrætti HI Tilbúnir að ræða niðurfellingu einkaley fagj alds BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra og Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra eru fyrir sitt leyti tilbúin til_ viðræðna við forráðamenn Háskóla íslands og Happdrættis Há- skólans um að fella niður einkaleyfa- gjald sem happdrættið hefur þurft að greiða, um 70-80 milljónir á ári, eitt happdrætta hér á landi. Ef af niður- fellingu verður þarf að breyta lögum frá Alþingi um starfsemi happdrætta hér á landi. Eins og kom fram nýlega í Morg- unblaðinu hafa forráðamenn Háskól- ans óskað eftir því að fella þetta gjald niður svo framlög happdrættisins til framkvæmda á vegum skólans auk- ist, ekki síst vegna Náttúrufræða- hússins. „Mér finnst vel koma til greina að afnema einkaleyfisgjald Happdrætt- is Háskóla íslands. Til að það sé hægt verður að leggja frumvarp fyrir Al- þingi sem fæli í sér slíkar breytingar. Það er þó rétt að skoða málið í sam- hengi við þær reglur sem gilda um happdrættismarkaðinn almennt," sagði Sólveig í samtali við Morgun- blaðið. Til að fjármagna það sem eftir er af Náttúrufræðahúsinu, um 900 milljón- ir króna, hefur Páll Skúlason, rektor Háskólans, sett fram þá hugmynd að auk niðurfellingar einkaleyfagjalds og framlags Happdrættisins kómi 420 milljónir króna frá ríkinu til Náttúrufræðahússins á næstu þrem- ur árum, þar af um 120 milljónir inn- an ramma menntamálaráðuneytisins. Björn Bjarnason sagðist í samtali við Morgunblaðið vita af þessum hug- myndum rektors, þetta væri óskalisti skólans, sem ætti eftir að fjalla nánar um innan ríkisstjórnarinnar. Norðurlandaráðsþing á Islandi í nóvember 52. ÞING Norðurlandaráðs verður haldið dagana 6.-8. nóvember í Reykjavík með þátttöku um 700 full- trúa frá Danmörku, Færeyjum, Grænlandi, Noregi, Finnlandi, Alan- dseyjum og Svíþjóð auk annarra gesta. Fimm ár eru liðin frá því að Norðurlandaráðsþing var síðast haldið hér á landi og líkt og þá mun þinghaldið verða í Háskólabíói. Þau mál sem hæst munu bera á þinginu eru m.a. skýrsla aldamótan- efndar um framtíð norrænnar sam- vinnu. Þá munu umræðurnar á þing- inu snúast um samstarf Norðurlandaráðs við grannsvæðin og útvíkkun norræns samstarfs. Sigríður Anna Þórðardóttir al- þingismaður er núverandi forseti Norðurlandaráðs og aðrir í íslan- dsdeild Norðurlandaráðs eru ísólfur Gylfi Pálmason formaður, Sigríður Jóhannesdóttir varaformaður, Sig- hvatur Björgvinsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Hjálmar Jónsson og Steingrímur J. Sigfússon. Vinnuverndarvikan 2000, Bakverkinn burt, á vegum Vinnueftirlits ríkisins ÖLL finnum við fyrir óþægindum í stoðkerfinu einhvern tímann á ævinni, það er einfaldlega eðli stoðkerfisins enda er það undir stöðugu álagi ævina á enda," eru upphafsorð Kristins. Það er því ljóst að vinnuverndarvikuátakinu Ba- kverkinn burt er ekki ætlað að þurrka út vanda- málið, heldur fræða og upplýsa fólk á vinnumar- kaði um leiðir til að minnka atvinnutengd álagseinkenni í stoðkerfinu og fyrirbyggja lang- tímafjarvistir frá vinnu þegar til framtíðarinnar er litið. Rannsóknir hafa sýnt að 85% fólks finna fyrir bakverk einhvern tímann á ævinni en Kristinn segist þá velta fyrir sér „hvað sé eiginlega að hinum 15 prósentunum? Það er næstum sama hvað fólk gerir, það er oftar en ekki mikið álag á bakið, og þegar fólk verður þreytt eftir langar stöður eru allar líkur á verkjum í stoðkerfinu." Kristinn segir því varasamt að einblina á tölur og líta verði á hvenær verkur hættir að vera til vægra óþæginda og fer að hamla eða trufla dag- legt líf og lífsgæði einstaklingsins. „Það búa í rauninni allir starfshópar við mis- munandi áhættu á að fá stoðkerfissjúkdóma og því verður að dreifa upplýsingum til sem flestra einstaklinga og vinnustaða. Eftir því sem ein- hæfni er meiri, menn eru fastari í sinm' vinnust- ellingu eða lyfta þyngri hlutum margfaldast lík- urnar á álagssjúkdómum." Niðurstöður rannsókna notaðar til að finna leiðir til úrbóta Með Vinnuverndarvikunni 2000 er sjónum fólks beint að mikilvægi þess að gera vinnu- staðinn heilsusamlegri og öruggari. Nú er verið að leggja lokahönd á könnun á vinnuaðstöðu, heilsufari og líðan starfsfólks á leikskólum og senn hefst athugun á vinnuaðstæðum fólks á öldrunar- og umönnunarstofnunum. Starfsfólk Leikskóla Reykjavíkur tók þátt í samstarfsverkefninu sem ætlað var að „auka og bæta" líðan starfsmanna. Nokkrár frumniður- stöður athugunarinnar sýna að 44% allra starfs- manna hafa leitað læknis vegna vöðvabólgu, 33% vegna bakveiki og 65% höfðu fundið fyrir óþægindum frá stoðkerfi, stórum sem smáum, einhvern tímann á þeim sjö dögum sem spurt varum. Athugunin leiddi einnig í ljós þær sláandi nið- Markvissar for- varnaaðgerðir Vinnueftirlit ríkisins sér um framkvæmd vinnuvernd- arvikunnar, upplýsingaátaks um atvinnutengd álags- einkenni í vöðvum og liðum. Jóhanna K. Jóhannesdótt- ir ræddi við Kristin Tómasson, yfírlækni atvinnu- sjúkdómadeildar Vinnueftirlitsins, um verkefnið, _____________rannsóknir og forvarnir._____________ urstöður að fjórðungur þess starfsfólks, sem hafði fengið stoð- kerfiseinkenni, gat ekki stundað dagleg störf á síðastliðnu ári, þ.e. var til lengri eða skemmri tíma fjarverandi frá vinnustað vegna stoðkerfisvandamála. Kristinn segir að vissulega sé starf leik- skólakennarans líkamlegt starf en ekkert bendi til að ástandið sé skárra annars staðar í þjóðfélag- inu. Niðurstöður þessara rann- sókna verða notaðar til að gera til- lögur að úrbótum og leggja grunn að heilsuvernd á vinnustað. Krist- innsegirþettavinnusemunniðer Kristinn mjög markvisst að og ætti að meta árangur vinnuverndarstarfsins með reglubundnu millibili, t.d. eftir eitt til þrjú ár. Einnig mun félagsmálaráðherra leggja starfinu lið með frumvarpi að breytingum á vinnulög- gjöfinni frá 1980. Þegar litið er yfir vinnustaði virðist að sögn Kristins tilhneigingin vera sú að eldra fólkið virki hraustara. „Það stafar ekM síst af því að ef eitthvað veldur erfiðleikum á vinnustaðnum fælist fólk frá og fer í ónnur störf þar sem álagið er ekM eins mikið, þetta sjáum við í öllum starfstétt- um - þeir hraustustu verða eftir en hinir leita í vinnu sem þeir geta sinnt án óþæginda. Þetta er enn eitt atriði sem verður að huga að. Það er því áhyggjuefni hvernig gæta skal þess að fólk fælist ekki frá vinnunni vegna þessara þátta. Þegar slíkt gerist er mjög mikil- vægt að félagslega þjónustukerfið okkar geti sinnt því, og eins að vinnustaðurinn aðlagi sig starfs- manninum. Til dæmis má nefna að bakveikur starfsmaður fái skrifborð sem hægt er að hækka eða lækka eftir þórfum eða bak- veikur verkamaður þurfi ekki að stafla þyngstu kössunum heldur sé hann færður til í starfi og fái verkefni sem hentar honum og getu hans." Kristinn segir rannsóknir hafa sýnt að ef vinnustaðurinn aðlagar sig þörfum Tómasson starfsmannsins, hvort heldur til skemmri eða lengri tíma er litið, skili slík stefna fyrirtækinu mun færri veikindadögum vegna stoðkerfis- sjúkdóma á hvern starfsmann. „Það er einmitt þetta sem þarf að hvetja til, því stoðkerfis- vandamál eru algeng og vinnumarkaðurinn þarf að taka tillit til þess svo að draga megi úr veikindafjarvistum. Þetta hefur, að sögn Krist- ins, gefist vel hér á landi sem annars staðar og eru þess dæmi, t.d. í fiskvinnslu, að starfsmað- ur, sem hefur fengið bakmeiðsl, sinni tímabund- ið öðrum störfum. „Einstaklingsþarfirnar eru mismunandi og fyrirmyndarvinnustaður tekur mið af því. Hafa ber í huga að ef einstaklingurinn verður fyrir tjóni þá verður fyrirtækið fyrir tjóni, góðir starfsmenn eru verðmætasti hluti fyrirtækis, starfsmaður í veikindafríi er enginn starfsmað- ur og fyrirtæki án starfsmanna getur ekki starf- að. Vinnuverndarmál eru engin byrði á atvinnu- veitanda því það er í þágu fyrirtækisins að hafa hrausta og trausta starfsmenn. Þegar þessi at- riði eru ekki í lagi tapar vinnuveitandinn - það græðir enginn á manni sem er í veikindaleyfi." Kristinn segir að innleiða þurfi þennan hugs- unarhátt í atvinnulífið og vonast til að það gerist að einhverju leyti í framhaldi af útgáfu bækl- ingsins „Heilsuvernd á vinnustað" sem kom formlega út í gær. Bæklingurinn er samstarf- sverkefni Vinnueftirlitsins, ASÍ, BSRB og Sam- taka atvinnulífsins. Markmið heilsuverndar á vinnustað eru að fyrirbyggja óþægindi, sjúk- dóma og slys sem rekja má til atvinnu fólks, draga úr fjarvistum vegna veikinda og slysa með því að auka öryggi, viðhalda heösu starfs- manna og laga störfin að starfsmönnum sem og að auka þekMngu atvinnurekenda og launafólks á áhættuþáttum í starfsumhverfi. Þessum markmiðum er hægt að ná með greiningu og mati á vinnuumhverfi, með fræðslu og ráðgjöf og heilsufarsskoðunum. „Heilsuvernd og vinnuvernd eru grundvall- arþættir til þess að fá betri vinnustað og aukinn ágóða fyrir vinnuveitendur og starfsmenn. Það er viss þörf á vitundarvakningu en starfinu verður seint lokið til fullnustu. Við þurfum að vinna markvisst að úrbótum og aukinni velferð starfsfólks í öllum geirum at- vinnulífsins."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.