Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 59
¦i MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 59 FRETTIR i Athugasemd frá Tryggingamiðstöðinni MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Tryggingamiðstöð- inni hf. vegna yfirlýsinga FÍB um kjör yátryggingataka hjá TM: „FÍB hefur í fréttatilkynningu og útvarpsviðtali gefið í skyn að þeir viðskiptavinir sem Alþjóðleg miðlun hefur beint til TM njóti þar sömu kjara og þeir höfðu áður hjá Alþjóðlegri miðlun. Staðreyndin er hins vegar sú að viðskiptavinir Alþjóðlegrar miðlun- ar, sem nú eru tryggðir hjá TM, njóta sömu kjara og aðrir við- skiptavinir TM. Samskipti TM við Alþjóðlega miðlun vegna ökutækjatrygginga Frá því hefur verið greint í fjölmiðlum undanfarna daga að TM hafi tekið í tryggingu nokkra aðila að beiðni Alþjóðlegrar miðlunar. Hér er um að ræða aðila sem hafa falið Alþjóðlegri miðlun að kaupa fyrir sig ökutækjatryggingar og veitt þeim skriflegt umboð til þess. Erindi Alþjóðlegrar miðlunar bar að með skyndilegum og óvæntum hætti en eins og kunnugt er hefur TM ekki gert samning við miðlara um miðlun trygginga til félagsins. TM ákvað að taka þessi ökutæki í tryggingu enda ljóst að þau yrðu annars ótryggð í umferðinni. Sam- skipti TM við þessa viðskiptavini verða milliliðalaus eins og tíðkast hjá félaginu. TM mun setja sig í samband við þá á næstu dögum, greina þeim frá kjörum sínum og kynna þá möguleika sem þeir kunna að hafa til lækkunar iðgjalda með TM-Öryggi. Tryggingamiðstöðin býður þessa nýju viðskiptavini velkomna í hóp viðskiptavina TM. " Yfírlýsing frá formanni ABI MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Ólafi B. Thors, formanni stjórnar Alþjóð- legra bifreiðatrygginga á íslandi: „Vegna athugasemdar frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda við frétta- tilkynningu stjórnar Alþjóðlegra bifreiðatrygginga á íslandi vil ég taka fram að í fréttatilkynningu þessari er að mati stjórnarmanna ABÍ ekkert ofsagt og aðeins viðhöfð varnaðarorð sem eiga fullan rétt á sér. Fjöldi tjóna óvátryggðra öku- tækja hér á landi hefur lengi verið mikill og meiri að tiltölu heldur en í ýmsum nágrannaríkjum. Brýnt er að koma í veg fyrir slíkt með tiltæk- um ráðum því kostnaðurinn við slík tjón lendir oft á endanum á hinum almenna skilvísa bifreiðaeiganda. Yfirlýsingar fyrirsvarsmanna FÍB-tryggingar í fjöímiðlum að und- anförnu hafa vægt til orða tekið ver- ið afar misvísandi og til þess fallnar að skapa óvissu. Mjög mikilvægt var því að stjórn ABI skýrði stöðu máls- ins, ekki síst vegna starfsfólks ann- arra vátryggingafélaga sem mjög hefur orðið að svara fyrirspurnum almennings vegna þessa máls. Af hálfu ABÍ hefur verið leitast við að taka á þessu máli faglega og í fullu samræmi við tilefnið. Fullyrð; ingum um annað vísar stjórn ABÍ algjörlega á bug." Athugasemd MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Hólmgeiri Bald- urssyni: . „Varðandi viðtal það sem átt var við Árna Þór Vigfússon vegna að- komu hans að fslenska sjónvarps- félaginu, Skjá einum, skal eftir- farandi áréttað: íslenska sjónvarpsfélagið hf. var stofnað um mitt ár 1997. Útsendingar Skjás 1 hófust 16. október 1998 og stóðu í tæpt ár er Suðurljós ehf. keypti öll bréf í hlutafélaginu. Stöðin varð fljótt vinsæl og mældist vel í áhorfskönnunum, og var því búin að ná töluverðri fót- festu á markaðnum á þeim stutta tíma sem hún hafði starfað. Óþarfi er því að gera lítið úr því upp- byggingarstarfi sem átt hafði sér stað áður en nýir aðilar komu til sögunnar. T.d. þykir mér rétt að minnast á að þættir Egiís Helgasonar byrj- uðu með kosningaumræðu á Skjá 1 hinum eldri, auk þáttarins Með hausverk um helgar, sem hafði gíf- urlegt áhorf og náði strax vinsæld- um, auk enn annarra sem fyrri rekstraraðilar höfðu samnings- bundið svo sem Jay Leno og Charmed, sem fylgdu með í kaup- unum. Ekki þarf að minnast á Dallas, sem enn er sýnt á stöðinni. í viðtalinu mátti skilja á Árna að ekkert hefði verið keypt nema nafnið. Þetta er ekki rétt, og að mínu mati telst þessi yfirlýsing lít- ilsvirðing við það brautryðjanda- starf sem fjöldi fólks vann í upp- hafi stöðvarinnar, afiaði henni vinsælda, áhorfs, góðvitja og þess grunns sem einmitt Árni Þór og félagar byggja á í dag. Ég þykist vita að Arna Þór Vigfússyni hafi gott eitt gengið til, en rétt skal vera rétt og því leiðréttist þetta hér með." # % FASTEIGNA d8 MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. GARÐASTRÆTI Glæsileg 156 fm neðri sérhæð ásamt 23 fm bflskúr á rólegum stað rétt við Landakotstún. Stórt hol, stórar samliggjandi stofur með ami, stórt eldhús með borðaðstöðu, 2 góð svefnherbergi og endumýjað baðherbergi, auk herbergis með sérsnyrtJngu í kjallara. Mikil tofthæð. Suðursvalir. Laus fljótlega. Áhv. húsbr. 2,0 millj. Atskákmót Reykjavíkur ATSKÁKMÓT Reykjavíkur sem jafnframt er atskákmót Hellis verður að þessu sinni teflt á tveim- ur mánudagskvöldum en ekki um helgi eins og verið hefur hingað til. Mótið hefst mánudaginn 30. októ- ber kl. 19.30 og þá verða tefldar fjórar atskákir (25 mínútur). Mót- inu lýkur svo mánudaginn 6. nóv- Haustfagnaður Stofnunar Dante Alighieri í TILEFNI aðalfundar stofnunar- innar verður stofnað til haustfagn- aðar á Kjarvalsstöðum næstkom- andi föstudag kl. 20.30. Verður dagskráin vönduð þar sem gestum verður skemmt með söng og léttu spjalli. Thor Vilhjálmsson rifjar upp persónuleg kynni sín af nokkrum af helstu skáldum ítala á seinni hluta tuttugustu aldar. Tenórsöngvarinn Guðbjörn Guð- björnsson syngur nokkur vel valin lög, árstíðinni og gestum til heið- urs. ---------*-*-*--------- ember og þá hefst tafimennskan einnig kl. 19.30 og þá verða tefldar þrjár síðustu umferðirnar. Teflt verður í félagsheimili Tafifélagsins Hellis, Þönglabakka 1. Verðlaun eru samtals 20.000 kr. Sigurvegar- inn hlýtur 10.000 kr., önnur verð- laun eru 6.000 kr. og þriðju verð- laun 4.000 kr. Þátttökugjöld eru 1.000 kr. fyrir fullorðna og 700 kr. fyrir 15 ára og yngri. Titilinn At- skákmeistari Reykjavíkur hlýtur sá Reykvíkingur sem bestum ára- ngri nær. Mótið er jafnframt At- skákmót Hellis eins og áður sagði en Atskákmeistari Hellis verður sá félagsmaður sem bestum árangri nær. Tónabær flytur FÖSTUDAGINN 27. okt. verður opnunarhátíð í Tónabæ í tilefni af því að Tónabær er að flytja. Lagt verður af stað frá gamla Tónabæ með hjarta Tónabæjar kl. 17:00, eins og segir í fréttatilkynn- ingu, yfir í nýja Tónabæ, en hann er til húsa í Safamýri 28 þar sem gamla Framheimilið var. Þar verða veiting- ar og skemmtiatriði til 19:00. Kl. 20:00 verður opnunarball þar sem fram koma hljómsveitin Buttercup og svo sigurvegarar Músíktilrauna 2000, rappsveitin XXX Rottweiler- hundar. Ókeypis er inn á ballið og sömu- leiðis verða veitingar ókeypis. TÉ.N HELENA RUBINS Komið og kynnist nýju líkamsvörunum ART OF SPA Upplifðu orku og kraft Energizing Power eða slakandi áhrif Relaxing Power. Skemmtilegir haust- og vetrar- litir SHIN)UKU sem breytast með Ijósi einnig kynntir. Velfcomnar á kynningu í dag o§ á morgun. ^ð minnum á glæsilega kaupauka. j Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5531262 # S,;íí kv Béarnaise kiytóeri y Uppskrift íslenskt lambalæri Knorr Kod & Grill krydd Knorr Béamaise sósa Meðlæti eftir eigin smekk . ^eitvur með goða bragdié \~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.