Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR 0 Byggðasafn Vestfjarða vill gera við Sædísi IS og varðveita á floti Vilja byggða- kvóta til að gera út safngrip BYGGÐASAFN Vestfjarða á Isa- fírði hefur óskað eftir hlutdeild í byggðakvótanum til þess að gera yið og varðveita gamlan bát, Sædísi IS, setn safninu hefur áskotnast. Hyggst safhið varðveita bátinn á floti, gera út og verka aflann í Neð- stakaupstað. Sædís er að mörgu leyti merki- legur bátur, að sögn Jöns Sigurpáis- sonar, safnstjóra Byggðasafns Vest- fjarða á Isafirði. Báturinn er úr eik og var smíðaður á Isafirði á árinu 1939 af Bárði G. Tómassyni, fyrsta íslenska skipaverkfræðingnum, sem rak slippinn á Isafirði um árabil. Báturinn er einn af sjö Dísum sem Bárður smíðaði í raðsmíðaverkefni fyrir útgerðarfélagið Njörð á Isa- firði. Sædís hefur varðveist ásamt Bryndísi sem enn er gerð út frá ísa- firði en Jón veit ekki til þess að aðr- ir bátar úr þessu raðsmíðaverkefni séu til. Safhvörðurinn telur að ekki séu eftir margir bátar frá þessum árum. Þá segir hann að Sædís hafi varðveist án umtalsverðra breyt- inga og eigi enn seglbúnað og megnið af veiðarfærunum sem not- uð hafa verið frá upphafi. Sædi's hefur áyallt verið gerð dt frá höfnum við ísafjarðardjiíp. Vil- m ii i ul iir Eeimarsson útgerðarmað- ur í Bolungarvfk gaf Byggðasafninu hátinn. Hann var tekinn upp í slipp á síðasta ári og gert við það bráð- nauðsynlegasta. Jón segir að þó nokkuð þurfi að gera við bátinn sé það tiltölulega lítið miðað við aldur hans. Skipta þurfí um stýrishús og vél. Svo vill til að safnið á heillega bátsvél eins og þá sem upphaflega var í Sædísi og verður hún sett í bát- inn. „Hugur okkar stendur til þess að gera bátinn upp í' sinni upprunalegu mynd og varðveita hann á floti," segir Jón. Þdtt ekki þurfi að ráðast í umfangsmiklar viðgerðir er Ijóst að því fylgir töluverður kostnaður að gera bátinn útgerðarhæfan. Sú hugmynd hefur komið upp að fá hlutdeild í byggðakvótanum til að fjármagna viðgerð Sædi'sar og varð- veislu á sj ó í sinni upprunalegu mynd og umhverfi. Hefur hug- myndinni verið komið á framfæri en ekki liggur fyrir hverjar undirtektir verða. „Það er nauðsynlegt að finna lausn á þeim vanda sem er að fá fjármagn í jafneðlilegan hlut og að varðveita sögu okkar höfuðatvinnu- vegar," segir Jón Sigurpálsson. Sólþurrka fiskinn í Neðstakaupstað Jdn telur mikilvægt að hafa Sædísi á sjd. Þannig varðveitist bát- urinn best. Telur hann unnt að hafa margvísleg not af honum, nefnir kennslu og ferðaþjónustu, meðal annars mannflutning, og veiðar í smáum stil ef kvóti fæst. Safnið er með aðstöðu til fisk- verkunar við safnhúsið í Neðsta- kaupstað á ísafirði og hefur sól- þurrkað um eitt tonn af þorski á sumrin. Er það liður í að sýna ferða- fdlki gömui vinnubrögð við fisk- verkun. Segist Jón vel geta hugsað sér að margfalda þann tonnafjölda sem safhið verkar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sextugu Dísirnar, þær tvær sem eftir eru, liggja nú hlið við hlið í Isa- fjarðarhöfn. Sædís er nær bryggjunni en áhugi er á að varðveita hana á sjó í sinni upprunalegu mynd. Bryndís er enn gerð út. Fleiri flytja frá höfuð- borgarsvæð- inu en til þess ENN dregur úr búferlaflutningum af landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins og flutningar þaðan út á land eykst. Þetta kemur fram í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar, þar sem vísað er í tölur frá Hagstofu Is- lands en samkvæmt þeim hafa um 12% fleiri flutt frá höfuðborgar- svæðinu en til þess það sem af er árinu. Fyrst varð vart við þessar breyt- ingar á búferlaflutingum lands- manna á öðrum ársfjórðungi ársins og heldur þróunin áfram á þeim þriðja. Bæði á Suðurnesjum og Vestur- landi eru fleiri aðfluttir en brott- fluttir qg á Suðurlandi munar ekki miklu. A Vesturlandi eru það Akra- nes og Borgarnes sem bera uppi niðurstöðutölur landshlutans alls en á Suðurlandi eru Selfoss og Hveragerði með fleiri aðflutta en brottflutta innanlands á meðan fækkar á öðrum stöðum. Fleiri flytjast til landsins en frá því í öllum landshlutum nema Aust- urlandi, þar sem ríkir jafnvægi. ---------?-?-?--------- Slökkviliðið kallað tvisvar út SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins var kallað út tvisvar í gærkvöldi, en í hvorugt skiptið var hætta á ferð- um og tjón óverulegt. Laust fyrir klukkan níu var slökkviliðið kallað að Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem kveikt hafði verið í ruslafötu og rúmum hálftíma síðar var það kallað að deild 12A á Landspítalanum við Hringbraut þar sem ísskápur hafði brunnið yfir. Bókaútgefendur áformuðu að gefa ekki upp leiðbeinandi verð í Bókatíðindum Á FUNDI Félags íslenskra bóka- útgefenda á dögunum kom til um- ræðu að gefa ekki lengur upp leið- beinandi verð bóka í Bókatíðindum, sem félagið hefur til langs tíma gefið út fyrir hver jól og koma út í næsta mánuði. Ástæða umræðunn- ar var sú að sumir útgefendur töldu reynslu síðustu ára sýna að lítið væri að marka leiðbeinandi verð sökum mikillar verðsam- keppni. Niðurstaðan varð hins veg- ar sú að flestir bókaútgefendur munu gefa leiðbeinandi verð upp, en að sögn formanns Félags ís- lenskra bókaútgefenda, Sigurðar Svavarssonar, verður enginn skyldaður til þess. Að sögn Jóns Karlssonar, útgáfustjóra Iðunnar, stóð til að gefa ekki upp Jeiðbein- andi verð á bókum forlagsins en hætt hefur nú verið við þau áform. „Við ætluðum að gera þetta þar sem mér finnst þetta orðið skrípa- leikur þegar megnið af bókunum er selt á allt öðru verði en gefið er upp. Almennt er ég hlynntur því að verð komi fram í auglýsingum og annars staðar en ég vildi ekki vera að gefa upp falskt verð til að taka þátt í einhverri afsláttarkeppni. Eg ákvað hins vegar í dag [gær] að birta þetta þar sem allir virðast ætla að gera það," sagði Jón þegar blaðið ræddi við hann í gær. Búist við hressileg- um „bókajólum" Vegna breytinga sem orðið hafa á eignarhaldi bókaforlaga á árinu er jólabóka- vertíðarinnar beðið með eftirvæntingu. Talið er að verðstríðið verði ekki minna en fyrri ár og bókatitlum hefur fjölgað. Útgáfustjóri Iðunnar telur leið- beinandi verð í Bókatíðindum skrípaleik en tekur þátt í leiknum, nauðugur viljugur. Björn Jóhann Björnsson ræddi við nokkra bókaútgefendur. Sigurður sagðist í samtali við Morgunblaðið eiga von á hressileg- um bókajólum, ekki síst í ljósi breytinga á eignarhaldi útgáfufyr- irtækja þar sem nýir aðilar þyrftu að sýna sig og sanna á markaðnum. Búist er við fleiri bókartitlum en í fyrra, miðað við að bókakynningar í Bókatíðindum eru komnar yfir 500 en voru um 460 í fyrra. Að sögn Sigurðar helst verð á bókum svipað og í fyrra. Þeir bókaútgendur sem Morgunblaðið ræddi við töldu að verðstríð á bókamarkaðnum yrði ekki minna en verið hefur. Fátt benti þó til að það yrði eitthvað meira í ár en fyrri jól. Frá síðustu jólum hafa hræring- ar einmitt átt sér stað innan raða bókaútgefenda. Bókaútgáfan Iðunn sameinaðist Fróða, Mál og menn- ing og Vaka-Helgafell sameinuðust undir merkjum útgáfufyrirtækisins Eddu, Jóhann Páll Valdimarsson frá Forlaginu stofnaði JPV-forlag ásamt fleirum og tveir starfsmenn Máls og menningar gerðust með- eigendur hjá bókaútgáfunni Bjarti. Sigurður Svavarsson sagði að verðsamkeppnin í fyrra hefði verið með eindæmum. Einstakir smá- söluaðilar, einkum stórmarkaðir, hefðu borgað stórar fjárhæðir með bókunum, sem hefðu jafnvel numið hundruðum þúsunda yfir eina helgi. „Það er svo langt frá því að geta talist viðskiptaleg glóra að halda megi áfram með sama hætti. Áfram verður reynt að keppa um viðskiptavinina með verðlagningu en það eru smásöluaðilarnir sem EIGNALIFEYRIR N j ó I t n I ifs i II S // I I tt il> V i eru í verðstríðinu. Bókaútgefendur eru meira í hlutverki heildsala og hafa þá sérstöðu að gefa árlega út Bókatíðindin. Að mati meirihlutans innan félagsins var talið að Bóka- tíðindin myndu missa gildi sitt ef neytendur fengju ekki upplýsingar um verð þar líka," sagði Sigurður. Hann starfar sem útgáfustjóri hja Eddu og sagði það forlag ætla að gefa upp leiðbeinandi verð á bók- um Máls og menningar og Vöku- Helgafells. Ekki góður kostur Jóhann Páll Valdimarsson sagði við Morgunblaðið að vissulega væru ákveðnir annmarkar á því að gefa upp leiðbeinandi útsöluverð. En menn hefðu talið það skárri kost að halda áfram, þótt sá kostur væri ekki góður. JPV-forlag mundi því gefa upp leiðbeinandi verð. „Við vitum að útsöluverð er og verður afar mismunandi vegna til- boða og verðsamkeppni. Leiðbein- andi útsöluverð er ekkert annað en viðmiðun fyrir kaupendur. Þetta þarf alls ekki að þýða hið rétta verð í bókabúðum. Við ákváðum að halda okkur við þetta þar sem okk- ur þótti það bagaleg þjónusta gagnvart lesendum Bókatíðinda að fólk fengi enga hugmynd um á hvaða verðbili bækurnar væru. Fólk er orðið það meðvitað í dag um þessa verðsamkeppni að því er ljóst að bækurnar munu meira og minna fást á hagstæðara verði en gefið er upp," sagði Jóhann Páll. Snæbjörn Arngrímsson hja Bjarti sagði að bókaútgáfan myndi halda áfram að gefa upp leiðbein- andi verð. Hann taldi þessa um- ræðu ekki bera vott um meira verðstríð nú en áður. Samkeppnin yrði eftir sem áður mikil. „Þetta verður nákvæmlega sami söngur- inn og í fyrra, sem er að sumu leyti ágætt en að öðru leyti ekki," sagði Snæbjörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.