Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ - FRETTIR Skák- landsliðin til Istanbúl SÍÍÁKHÁTIÐ var haldin í Kringl- unni í gær í tilefhi af því að karla- og kvennalandslið íslands f skák halda í dag á ólympíumótið í skák, sem haldið verður í Istanbúl og hefst á laugardaginn. Kvennalandsliðið tefldi við skáksveit Alþingis í tilefni af því að í fyrsta skipti síðan árið 1984 er nú send kvennasveit á ólympíumót. Teflt var á fjórum borðum og tefldu allir við alla og höfðu þingmennirn- ir betur, en þeir hlutu 10,5 vinninga á móti 5,5 vinningum kvennalands- liðsins. Fyrir Aiþingi tefldu Gunnar Birgisson, Halldór Blöndal, Einar Már Sigurðarson og Lúðvík Berg- vinsson. Fyrir landsliðið tefldu Guðfríður Lilja Grétarsddttir, Harpa Ingólfsdóttir, Aslaug Krist- insdóttir og Aldís Rún Lárusdóttir. Á skákhátíðinni tefldu stórmeist- arar m.a. atskákir við gesti Kringl- unnar og þá var gestum og gang- andi sýnt hvernig atvinnumenn í skák búa sig undir skákmðt, en undirbúningurinn fer nánast ein- göngu fram með hjálp tölva. Morgunblaðið/Ásdís Aslaug Kristinsdóttir, kvennalandsliðskona í skák, teflir við Halldór Blöndal þingmann. 15 þúsund ný störf hafa skap- ast á 4 árum STÖRFUM fjölgaði um 15.000 á íslandi frá árinu 1996 til 2000, en á tímabilinum var hagvöxtur um 4,5%, að því er fram kemur í Hag- vísum Þjóðhagsstofnunar. Mest fjölgun starfa var í verslun eða um 2.800 en athygli vekur að 1.900 ný störf sköpuðust í hinu svokallaða nýja hagkerfi, þ.e. hátæknifyrir- tækjum í hugbúnaðargerð, líftækni og fjarskiptum. Störfum fækkaði um 1.800 í landbúnaði og sjávarútvegi saman- lagt. I iðnaði fjölgaði störfum um 2.700 á tímabilinu og í byggingar- iðnaði fjölgaði þeim um 2.200. Aðr- ar greinar þar sem fjölgun starfa er mikil eru ýmis þjónusta við at- vinnuvegina, um 2.100 ársverk og eiga hugbúnaðarfyrirtæki um 50% af þeirri fjölgun. I greinum tengdum ferðaþjón- ustu fjölgaði ársverkum um 1.400. Fjölgun starfa hjá peningastofnun- um, í samgöngum og áliðnaði var um 500 ársverk í hverri grein. Samningar heilbrigðisráðuneytis um sérfræðilæknisverk sjúkrastofnana Víða farið að ganga mjög á kvóta vegna ferliverka Morgunblaðið/Jón Svavarsson Á siysstað við Kringlumýrar- braut í gærkvttldi. Bifhjól aftan á fólksbfl ÁREKSTUR varð við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrar- brautar síðdegis í gær þegar bifhjóli var ekið aftan á fólksbfl. Ókumaður bifhjólsins var fluttur á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi, en samkvæmt upplýsing- um frá lögreglu var hann ekki talinn alvarlega slasaður. Ökumann fólks- bflsins sakaði ekki en talsverðar skemmdir urðu á farartækjunum og tafir urðu á umferð sökum óhappsins sem varð á annatíma. VIÐA er farið að ganga mjög á kvóta heilbrigðis- stofnana vegna svonefndra ferliverka og er kvót- inn í ár sums staðar nánast uppurinn, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Ferliverk eru sérfræðilæknisverk sem unnin eru inni á sjúkrahúsunum eða á sérfræðilækna- stofum. Um er að ræða ýmis konar rannsóknarað- gerðir og smærri skurðaðgerðir sem ekki kalla á innlögn nema í einn sólarhring í mesta lagi. Allt þar til í fyrra greiddi Tryggingastofnun sjúkrahúsunum sérstaklega fyrir þessi verk þegar þau voru unnin þar, en þá var fyrirkomulaginu breytt á þann veg að sjúkrahúsin fengu útMutað tilteknum kvóta vegna þessara verka sem miðað- ist við það magn verka af þessu tagi sem unnin höfðu verið áður á viðkomandi sjúkrastofnun og var kvótinn ákveðinn rýmilega, að sögn Þóris Har- aldssonar, aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra. Heildarkvótinn vegna þessara verka á árinu 1999 var ákveðinn 3,1 miUjón eininga og lætur nærri að það þýði útgjöld upp á tæpar 600 milljónir króna. Þórir sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði ekki handbærar nákvæmar upplýsingar í þessum efnum um stöðuna á landinu í heild, en ráðuneytið vissi til þess að á einhverjum stöðum hefði verið farið dálítið geyst í að nýta þessar heimildir. Unnið væri að því að fara yfrr stöðuna í þessum efnum bæði hvað varðaði fyrri hluta þessa árs og reynsluna af þessu fyrirkomulagi í fyrra. Það flækti málið að það bókunarkerfi sem Tryggingastofnun hefði notað í þessum efnum væri ekki að öllu leyti sambærilegt núverandi bók- unarkerfi og það flækti allan samanburð og gerði hann flóknari en ella. Þá þyrfti einnig að hafa í huga við samanburð í þessum efnum sérfræði- læknisþjónustu utan sjúkrahúsanna og skipulag og hugsanlega tilfærslu inni á sjúkrastofnununum sjálfum. „Það liggur hins vegar alveg ljóst fyrir að ein- hverjar stofnanir standa nokkuð tæpt í þessum efnum, en hversu tæpt er ekki hægt að segja til um að svo komnu," sagði Þórir ennfremur. Agreiningur um skipun í umsjónarnefnd fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu ATHUGUN stendur yfir á vegum samgönguráðuneytisins um hvernig staðið var að skipun í umsjónar- nefnd fólksbifreiða á höfuðborgar- svæðinu. Fulltrúi sveitarfélaganna í nefndinni óskaði eftir þessu á sér- stökum samráðsfundi nefndarinnar. Umsjónarnefnd fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu hefur yfirum- sjón með leigubifreiðamálum á höf- uðborgarsvæðinu, heldur utan um leyfisveitingar og tekur til meðferð- ar mál sem upp koma. Nefndin er skipuð af samgönguráðherra. Leigubifreiðastjórafélögin þrjú, Frami, Andvari og Átak, tilnefna saman einn mann, sveitarfélögin til- nefna saman einn mann og sam- Félög bilstjóra deila um skipun í nefndina gönguráðherra skipar einn mann án tilnefningar og er hann formaður nefndarinnar. Frá leigubifreiðastjórum situr nú fulltrúi Frama í nefndinni. Innan vébanda Frama eru um 500 félags- menn en um tíu félagar í Andvara og Ataki hvoru um sig. Forsvars- menn síðarnefndu félaganna tveggja telja að félagafjöldi skipti ekki máli við tilnefningu fulltrúa í nefndina, heldur að þau tvö, þ.e. Andvari og Átak, sem saman mynda meirihluta gegn Frama, eigi rétt a því að tilnefna fulltrúa, samkyæmt upplýsingum sem blaðið fékk í sam- gönguráðuneytinu. Umsjónarnefndin hélt nýlega samráðsfund með hverju bifreiða- stjórafélagi fyrir sig. Á fundi nefnd- arinnar með leigubifreiðastjórafé- laginu Átaki lýsti lögmaður félagsins því yfir að hann teldi nefndina ekki rétt skipaða. I fram- haldi af því óskaði fulltrúi sveitarfé- laganna í nefndinni eftir því að at- hugun færi fram á því hvernig staðið hefði verið að skipun hennar þannig að ljóst væri að menn hefðu umboð til starfa sinna í henni. ±'Ú Sérblöð í dag SÍMIR 0ittntiWwM« 4SÍMIR Guðjón segir mikilvægt fyrir Stoke að fá Ríkharð / B4 KR-stúlkur fögnuðu sigri á Kef Ivíkingum / B2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.