Morgunblaðið - 26.10.2000, Side 2

Morgunblaðið - 26.10.2000, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 Skák- landsliðin til Istanbúl SKÁKHÁTIÐ var haldin í Kringl- unni í gær í tilefni af því að karla- og kvennalandslið Islands í skák halda í dag á ólympiumótið í skák, sem haldið verður í Istanbúl og hefst á laugardaginn. Kvennalandsliðið tefldi við skáksveit Alþingis í tilefni af því að í fyrsta skipti síðan árið 1984 er nú send kvennasveit á ólympíumót. Teflt var á fjórum borðum og tefldu allir við alla og höfðu þingmennirn- ir betur, en þeir hlutu 10,5 vinninga á móti 5,5 vinningum kvennalands- liðsins. Fyrir Alþingi tefldu Gunnar Birgisson, Halldór Blöndal, Einar Már Sigurðarson og Lúðvík Berg- vinsson. Fyrir landsliðið tefldu Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Harpa Ingólfsdóttir, Áslaug Krist- insdóttir og Aldís Rún Lárusdóttir. A skákhátiðinni tefldu stórmeist- arar m.a. atskákir við gesti Kringl- unnar og þá var gestum og gang- andi sýnt hvernig atvinnumenn í skák búa sig undir skákmót, en undirbúningurinn fer nánast ein- göngu fram með hjálp tölva. 15 þúsund ný störf hafa skap- ast á 4 árum Aslaug Kristinsdóttir, kvennalandsliðskona í skák, teflir við Halldór Blöndal þingmann! Morgunblaðið/Ásdís STÖRFUM fjölgaði um 15.000 á Islandi frá árinu 1996 til 2000, en á tímabilinum var hagvöxtur um 4,5%, að því er fram kemur í Hag- vísum Þjóðhagsstofnunar. Mest fjölgun starfa var í verslun eða um 2.800 en athygli vekur að 1.900 ný störf sköpuðust í hinu svokallaða nýja hagkerfi, þ.e. hátæknifyrir- tækjum í hugbúnaðargerð, líftækni og fjarskiptum. Störfum fækkaði um 1.800 í landbúnaði og sjávarútvegi saman- lagt. I iðnaði fjölgaði störfum um 2.700 á tímabilinu og í byggingar- iðnaði fjölgaði þeim um 2.200. Aðr- ar greinar þar sem fjölgun starfa er mikil eru ýmis þjónusta við at- vinnuvegina, um 2.100 ársverk og eiga hugbúnaðarfyrirtæki um 50% af þeirri fjölgun. I greinum tengdum ferðaþjón- ustu fjölgaði ársverkum um 1.400. Fjölgun starfa hjá peningastofnun- um, í samgöngum og áliðnaði var lim PiOn QT’Ctrorb- í litrom' m«oín Morgunblaðið/Jón Svavarsson Á slysstað við Kringlumýrar- braut í gærkvöldi. Bifhjól aftan á fólksbíl ÁREKSTUR varð við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrar- brautar síðdegis í gær þegar bifhjóli var ekið aftan á fólksbíl. Ókumaður bifhjólsins var fluttur á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi, en samkvæmt upplýsing- um frá lögreglu var hann ekki talinn alvarlega slasaður. Ökumann fólks- bflsins sakaði ekki en talsverðar skemmdir urðu á farartækjunum og tafir urðu á umferð sökum óhappsins sem varð á annatíma. Samningar heilbrigðisráðuneytis um sérfræðilæknisverk siúkrastofnana Víða farið að ganga mjög á kvóta vegna ferliverka L*r fíirirí frorifro A 1 L. „:il_r _ *• • „ , VIÐA er farið að ganga mjög á kvóta heilbrigðis stofnana vegna svonefndra ferliverka og er kvót- inn í ár sums staðar nánast uppurinn, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Ferliverk eru sérfræðilæknisverk sem unnin eru inni á sjúkrahúsunum eða á sérfræðilækna- stofum. Um er að ræða ýmis konar rannsóknarað- gerðir og smærri skurðaðgerðir sem ekki kalla á ínnlögn nema í einn sólarhring í mesta lagi. Allt þar til í fyrra greiddi Tryggingastofnun sjúkrahúsunum sérstaklega íyrir þessi verk þegar þau voru unnin þar, en þá var fyrirkomulaginu breytt á þann veg að sjúkrahúsin fengu úthlutað tilteknum kvóta vegna þessara verka sem miðað- ist við það magn verka af þessu tagi sem unnin höfðu verið áður á viðkomandi sjúkrastofnun og var kvótinn ákveðinn rýmilega, að sögn Þóris Har- aldssonar, aðstoðarmanns heilbrigðisráðhen-a. Heildarkvótinn vegna þessara verka á árinu 1999 var ákveðinn 3,1 milljón eininga og lætur nærri að það þýði útgjöld upp á tæpar 600 milljónir króna. Þórir sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði ekki handbærar nákvæmar upplýsingar í þessum efnum um stöðuna á landinu í heild, en ráðuneytið vissi til þess að á einhverjum stöðum hefði verið farið dálítið geyst í að nýta þessar heunildir. Unnið væri að því að fara yfir stöðuna í þessum efnum bæði hvað varðaði íyrri hluta þessa árs og reynsluna af þessu fyrirkomulagi í fyrra. Það flækti málið að það bókunarkerfi sem Tryggingastofnun hefði notað í þessum efnum væri ekki að öllu leyti sambærilegt núverandi bók- unarkerfi og það flækti allan samanburð og gerði hann flóknari en ella. Þá þyrfti einnig að hafa í huga við samanburð í þessum efnum sérfræði- læknisþjónustu utan sjúkrahúsanna og skipulag °g hugsanlega tilfærslu inni á sjúkrastofnununum sjálfum. „Það liggur hins vegar alveg ljóst fyrir að ein- hverjar stofnanir standa nokkuð tæpt í þessum efnum, en hversu tæpt er ekki hægt að segja til um að svo komnu,“ sagði Þórir ennfremur. rreimni ir um skipun i umsjónamefnd fólksbifreiða á höfuðbortrarsvæðinu ATHUGUN stendur yfir á vegum samgönguráðuneytisins um hvernig staðið var að skipun í umsjónar- nefnd fólksbifreiða á höfuðborgar- svæðinu. Fulltrúi sveitarfélaganna í nefndinni óskaði eftir þessu á sér- stökum samráðsfundi nefndarinnar. Umsjónarnefnd fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu hefur yfirum- sjón með leigubifreiðamálum á höf- uðborgarsvæðinu, heldur utan um leyfisveitingar og tekur til meðferð- ar mál sem upp koma. Nefndin er skipuð af samgönguráðherra. Leigubifreiðastjórafélögin þrjú, Frami, Andvari og Átak, tilnefna saman einn mann, sveitarfélögin til- nefna saman einn mann og sam- Félög bflstjóra deila um skipun í nefndina gönguráðherra skipar einn mann án tilnefningar og er hann formaður nefndarinnar. Frá leigubifreiðastjórum situr nú fulltrúi Frama í nefndinni. Innan vébanda Frama eru um 500 félags- menn en um tíu félagar í Andvara og Ataki hvoru um sig. Forsvars- menn síðarnefndu félaganna tyeggja telja að félagafjöldi skipti ekki máli við tilnefningu fulltrúa í nefndina, heldur að þau tvö, þ.e. Andvari ogÁtak, sem saman mynda meirihluta gegn Frama, eigi rétt á því að tilnefna fulltrúa, samkvæmt upplýsingum sem blaðið fékk í sam- gönguráðuneytinu. Umsjónarnefndin hélt nýlega samráðsfund með hverju bifreiða- stjórafélagi fyrir sig. Á fundi nefnd- arinnar með leigubifreiðastjórafé- laginu Átaki lýsti lögmaður félagsins því yfir að hann teldi nefndina ekki rétt skipaða. í fram- haldi af því óskaði fulltrúi sveitarfé- laganna í nefndinni eftir því að at- hugun færi fram á því hvernig staðið hefði verið að skipun hennar þannig að ljóst væri að menn hefðu umboð til starfa sinna í henni. •••••••••■••••••••••• mt Sérblöð í dag *••••••••••••••••••••••••••••••••• Viðskiptablað Morgunblaðsins Sérblað um viðskiþti/atvinnulíf J mm Guðjón segir mikilvægt fyrir Stoke að fá Ríkharð / B4 KR-stúlkur fögnuðusigri ** á Keflvíkingum / B2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.