Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 29 ERLENT Fflabeinsströndin var í áratugi stöðugleikavin í órólegum stjórnmálum Vestur-Afríku „Tiltektin" sem endaði með flótta Abidjiui. Reuters, AFP. ÞEGAR Robert Guei hershöfðingi rændi völdum um síðustu jól lýsti hann því yfir að hann hefði ekki áhuga á völdum, heldur vildi hann „taka ærlega til". Eftir nærri 40 ára valdatíð eins flokks hafði ríkisstjórninni verið steypt, að því er Guei sagði, vegna þess að hún hafði tekið pólitíska fanga og skarað eld að ósætti þjóð- flokka. I kringum 60 þjóðflokkar búa á Fílabeinsströndinni, sem flokka má í megindráttum í fernt, og mjög margir hinna 16,5 milljóna íbúa landsins, sem hlaut sjálfstæði undan Frökkum árið 1960, eru af erlendum uppruna. Hershöfðinginn sakaði ennfremur forsetann sem hann steypti af stóli, Henri Konan Bedie, um óreiðu í stjórn efnahagsmála og útbreidda fjármálaspillingu. „Um leið og við erum orðnir vissir um að húsið er hreint og stjórnmála- menn geta dansað án þess að hrasa munum við draga okkur í hlé eftir að hafa efnt til lýðræðislegra kosninga," sagði Guei fyrst eftir valdatökuna. Þegar fram liðu stundir virtist hann gleyma þessum loforðum. Al- þjóðasamfélagið fordæmdi „gróf brot" herforingjastjórnarinnar á leikreglum lýðræðisins, og fyrir að reyna að hagræða niðurstöðum for- setakosninganna. Almenn reiði al- mennings við kosningasvikatilraun hershöfðingjanna leiddi innan sólar- hrings til svo öflugra mótmæla að Guei sá sér í gær ekki annað fært en að hafa sig á brott. Við völdum tekur sósíalistinn Laurent Gbagbo, sem fyrir tíu árum fór fremstur í flokki baráttunnar fyr- ir því að fjölflokkastjórnmál yrðu leyfð í landinu. Hann var eini þunga- vigtarstjórnmálamaðurinn sem bauð Guei birginn í forsetakosningunum. Gbagbo er 55 ára gamall háskóla- kennari í sögu. Hann varð snemma á ævinni þyrnir í síðu Felix Houph- ouet-Boigny - sem leiddi Fílabeins- ströndina til sjálfstæðis og sat óslitið á forsetastóli í 33 ár - og hins al- máttuga stjórnmálaflokks hans, Lýðræðisflokksins (PDCI). Gbagbo var haldið í fangabúðum hersins í tæp tvö ár, frá marz 1971 til janúar 1973, fyrir stjórnarandóf hans. Eftir ítrekuð opinber mótmæli sá Houphouet-Boigny sig tilknúinn árið 1990 að heimila fjölflokkakosningai\ Gbagbo bauð sig þá fram gegn for- setanum og tapaði. Fyrir forsetakosningarnar um helgina hvatti Gbagbo stuðnings- menn þeirra tveggja flokka sem samkvæmt úrskurði hæstaréttar voru útilokaðir frá þátttöku í kosn- HN8STRONDIN Forsetakosningar fóru fram í landinu á sunnudaginn. Þeim var ætlað að vera fyrsta skrefið í að koma á lýðræðislegri stjórn eftir valdarán hersins í lok síðasta árs. [ AFRlKA íbúar 16.508.000(2000) Lýöveldi hlaut sjálfstæði frá Frakklandi 1960. Þjóðflokkar (um 60 alls) Baoule 23% Bete 18% Senoufou 15% Malinke11% VÞF 12,6 ma.dollara (1998) VÞF á mann 1.700 dollarar (1998) Hagvðxtur 6% (1998) Utflutningur Kaffl, kakóbaunir, pálmaolia kk»-h-:u-s jtij ingunum - Lýðræðisflokksins gamla og Lýðræðissinnafylkingu (RDR) Alassane Outtara, fyrrverandi for- ætisráðherra - til að sameinast að baki sér gegn Guei. „Við verðum að binda enda á valdatíð hersins," sagði Gbagbo í kosningabaráttunni. Á Fílabeins- ströndinni ríkti „óeðlilegt ástand" og þörf væri á því að í forsetastólinn settist maður sem ekki tilheyrði hernum svo takast mætti að koma á lögum og reglu á ný. Margir sniðgengu kosningarnar Þessi frýjunarorð voru hins vegar töluð fyrir daufum eyrum; múslimar, sem eru fjölmennastir í norðurhluta landsins, og margir stuðningsmenn gamla valdaflokksins, Lýðræðis- flokksins, sniðgengu kosningarnar. Sögulegum ríg og lítilli kjörsókn er þar aðallega um að kenna. Flokkar Gbagbos og Ouattaras sneru bökum saman í baráttu gegn Lýðræðisflokknum og Bedie forseta, sem Houphouet-Boigny hafði sjálfur valið sem eftirmann sinn. Þeir snið- gengu forsetakosningarnar 1995 með árangursríkum hætti. Bedie vann þær, enda var engum þunga- vigtarmótframbjóðanda til að dreifa. Um 35 manns létu lífið í óeirðum í tengslum við óánægju með kosning- arnar. Síðan þá hafa samskipti þeirra Gbagbos og Ouattara spillzt. Hafa stuðningsmenn Ouattaras lýst Gbag- bo svikara. Ouattara, sem á sína dyggustu stuðningsmenn í múslima- byggðum landsins, sneri heim til Fflabeinsstrandarinnar í fyrra eftir að hafa gegnt starfi hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, með það í huga að bjóða sig fram til forseta. Þá spunnust harkalegar deilur um þjóð- erni hans og þar með hvort hann væri kjörgengur. Þessi deila klauf þjóðina eftir línum þjóðflokka og trúarbragða. Gbagbo, sem kemur frá suðvestur- hluta landsins, þar sem kristni og hefðbundin vestur-afrísk andatrú eru ríkjandi trúarbrögð, var einu sinni á árinu 1992, í forsætisráð- herratíð Ouattaras, varpað í fangelsi eftir pólitískar mótmælaaðgerðir. Hann sleit hinu pólitíska bandalagi við forsætisráðherrann fyrrverandi. Eftir að hæstiréttur útilokaði Ou- attara frá þátttöku í forsetakosning- unum á grundvelli þjóðernis hans, í samræmi við ákvæði nýrrar stjórn- arskrár sem samþykkt var með mikl- um meirihluta í júlí sl., lýsti Gbagbo opinberlega yfir stuðningi við úrsk- urð réttarins. Gbagbo á erfitt verk fyrir höndum Sé það rétt að Gbagbo hafi í raun hlotið meirihluta atkvæða í kosning- unum á sunnudaginn eru það aðeins atkvæði meirihluta kjósenda í suð- vesturhluta lansins. Það leikur því vafi á að hann hafi ótvírætt Iýðræðis- legt umboð til að stjórna öllu landinu. Hætta er á því að deilur milli þjóð- og trúarflokka ágerist, ef ekki er komið til móts við kröfur Ouattara og stuðningsmanna hans, og þar með gæti verið endanlega úti um þann stöðugleika, sem einkennt hefur Fflabeinsströndina undanfarna ára- tugi, í samanburði við grannríkin í álfunni. Herforingjastjórnin hafði áformað að halda þingkosningar í desember og sveitarstjórnarkosningar í jan- úar. Óljóst er hvað verður um þau áform að svo stöddu. Laurent Gbagbo (t.v.) og Robert Guei FÖUAJOHN FRAMHALDSMYNDAFLOKKUR Á ÞRIÐJUDÖGUM KL 20.30 íþessum þáttum fylgjum við heimshornaflakkaranum og frétta- manninum John Carlson til staða sem hafa orðið illa úti íóeirðum, borgara- styrjöldum eða stríðl. Þetta eru fræðandi þættir umfólk sem hefur alist upp í óvissu og ótta. EltuTYt Jón 77/ loka októbermánaðar verður npjasta viðbót .1- Breiðvarpsins, 6 norrænar sipðvar; íopinni dagskrá hiá >^» * þeim serh tengdir érubreiðbandinu. ¦ * ^£Nar þ&sot stððvar eru þekktarfyriryandað afþreyingar-, íþrótta- ogmenningarefni og erufrábær kosturfyrir atta þá sem vilja fylgjast með frændum ðs* vorum á Norðurlöndunum. Verðdæmi: Adidas barnaúlpur, fullt verð kr. 10.900, Regatta fleecepeysur, fullt verð kr. 6.290, Russel hettupeysa, fullt verð kr. 4.990, Runway útivistargalli, fullt verð kr. 12.990, okkar verð... okkar verð... Tískuskór, Bakpokar, Ipeedo leikfimi- fatnaöur kvenna, wm f ullt verð kr. 5.990, fullt verð kr. 7.900, fullt verð kr. 9.900, fullt verð kr. 2.900, fullt verð kr. 2.000-3.000, SPALDING okkar okkar okkar okkar okkar okkar okkar verð.. verð.. verð.. verð.. verð.. verð.. verð.. kr. 2.500 kr. 1.990 kr. 1.990 kr. 2.990 kr. 1.000 kr. 2.000 kr. 3.000 kr. 990 kr. 500 RUSSELL ATHLBTiC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.