Morgunblaðið - 26.10.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 26.10.2000, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Bæjarfulltrúar Samfylkingar vilja upp- byggingu á lóð Lækjarskóla Leggja fram lausn í stað uppbygging- ar á Hörðuvöllum Morgunblaðið/RAX Jóna Dóra Karlsdóttir, Tryggvi Harðarson og Lúðvík Geirsson, bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar, ásamt Friðriki Friðrikssyni (annar frá hægri), arkitekt hug- mynda um nýbyggingar við Lækjarskóla. Hafnarfjörður BÆJARFULLTRÚAR Sam- fylkingarinnar í Hafnarfirði telja að hægt sé að leysa þann vanda sem blasir við vegna einsetningar Lækjarskóla með betri, skjótari og ódýrari hætti en byggingu nýs skóla á hinu umdeilda Hörðuvallar- svæði. Þeir kynntu í gær hug- myndir, sem Friðrik Friðriks- son, arkitekt hefur hannað fyrir Samíylkinguna í Hafnar- firði, og gera ráð fyrir að nýbyggingum og endurbótum á núverandi skólasvæði við Lækinn. Jafnframt vilja þeir að byggður verður skóli íýrir yngsta stig grunnskólans í Setbergshverfi til að leysa úr tímabundinni þörf fyrir skóla- rými í því hverfi. Tryggvi Harðarson, bæjar- fulltrúi, sagði á blaðamanna- fundi þar sem Samfylkingar- menn kynntu þessar tillögur sínar að lausn Samfylkingar- innar mundi spara bænum 500-1.000 milljónir króna ef borið væri saman við áform meirihluta bæjarstjórnar um að byggja upp nýjan grunn- skóla á Hörðuvöllum. Þau áform hafa sætt nokkr- um mótmælum bæjarbúa, sem m.a. hafa myndað samtök og safnað undirskriftum gegn áformunum. Foreldraráð og foreldra- og kennarafélag Lækjarskóla hafa hins vegar ályktað um stuðning við bygg- ingaráformin á Hörðuvöllum en með þeim er einnig ætlunin að leysa einsetningarvanda í Setbergshverfi. Auðleyst með viðbygg- ingu og uppbyggingu Lúðvík Geirsson sagði að hönnun Friðriks Friðriksson- ar sýndi fram á að auðveld- lega væri hægt að leysa málin með viðbyggingu við núver- andi skólahús. íþróttahús skólans og bókasafn og lausar kennslu- stofur yrðu látnar víkja fyrir viðbyggingu en í máli bæjar- fulltrúanna kom fram að bær- inn ætti þegar allar þær eign- ir sem e.t.v. þyrfti að rífa vegna viðbyggingarinnar, að frátöldu einu húsi. Þá sögðu þeir að allar heim- astofur yrðu í nýbyggingunni, sem mundi mynda hálfhring um gamla skólahúsið, en gert væri ráð fyrir að stofur í gamla skólahúsinu, sem er frá 1926, yrðu nýttar sem sér- greinastofur. Nýbyggingin yrði tveggja hæða með hall- andi þaki og byggð fast upp að klettunum bak við gamla Skólahúsið. Gamla bókasafnið við Mjósund yrði tengt skóla- byggingunni og áfram nýtt fyrir skólann. Gamla íþrótta- íiiiínrreTífíinnnriiiniiririr: 31. SilS: ..i.33 3331, 3333, lufsaas^'lilu'caat .saocj Tölvumynú/Teiknistofan THAK/Friðrik Friðriksson arkitekt Lækjarskóli með áformaðri viðbyggingu. Tillagan, sem Samfylkingin kynnti í gær, að viðbyggingu við Lækjarskóla. húsið ásamt viðbyggingum yrði hins vegar flutt á burt. Ekki er gert ráð fyrir skóla- sundlaug, eins og mundi fylgja uppbyggingu á Hörðu- völlum. Smábarnaskóli í Setbergshverfí En hvernig ætla Samfylk- ingarmenn að leysa þrengsli og einsetningu í Setbergs- skóla? Uppbyggingunni á Hörðuvöllum var ætlað að koma til móts við þrengsli þar og flytja börn úr Setbergs- hverfinu yfir Reykjanes- brautina í nýja Hörðuvalla- skólann. Lúðvík sagði að Samfylk- ingin vildi halda skólamálum hverfanna áfram aðskildum. Því væri lagt til að byggður yrði nýr skóli í Setbergs- hverfi, á tilteknum stað í grennd við Setbergsskóla, og þar færi fram kennsla 1.-4. bekkjar. í máli Jónu Dóru Karlsdóttur bæjarfulltrúa kom fram að vandinn í skóla- málum Setbergshverfis væri fyrst og fremst tímabundinn því að barnafjöldi í hverfinu yrði í hámarki næsta áratug. Að þeim tíma liðnum væri gert ráð fyrir að hús nýja yngri barna skólans yrði nýtt í þágu annarrar þjónustu. Lúðvík sagði að með þess- um tillögum yrði hægt að flýta áformaðri einsetningu Lækj- arskóla og Setbergsskóla, tryggja bömum í hverfunum bætta aðstöðu og þjónustu fyrr en áformin um nýjan skóla á Hörðuvöllum gerðu ráð fyrir, eða haustið 2002. Þá væri áfram hægt að nýta Hörðuvallasvæðið undir heil- brigðis- og öldrunarþjónustu, í samræmi við það skipulag sem fyrir er. Þá mundu þess- ar endurbætur koma í veg fyrir umferðarvanda við Lækjargötu og spjöll á um- hverfi Sólvangs og Hörðu- valla. Lúðvík sagði að meirihluti bæjarstjórnar hefði alfarið hafnað því að aðrir kostir væru skoðaðir en uppbygging á Hörðuvöllum en með tillög- um sínum væri Samfylkingin að benda á nýjan, raunhæfan og hagkvæman kost, sem hún teldi brýnt að fengist ræddur meðal þæjarbúa og í bæjar- stjóm. Til að stuðla að slíkri um- ræðu hefur Samfylkingin boð- að til opins borgarafundar um málið í íþróttahúsinu við Strandgötu klukkan 20 í kvöld. Göngustígur flutt- ur og breikkaður Háaleiti UM þessar mundir er verið að flytja til göngustíginn norðan Miklubrautar, milli Grensásvegar og Kringlunn- ar. Að sögn Ólafs Stefánsson- ar hjá gatnamálastjóra var gamli stígurinn orðinn nánast ónýtur, missiginn og steypan víða brotin. Því hafi verið kominn tími til að ráðast í við- hald. Ákveðið hafi verið að grípa tækifærið til að færa stíginn eilítið nær byggðinni, þ.e. fjölbýlishúsunum við Safamýri og Fellsmúla. Stígurinn, sem nú liggur þarna meðfram Miklubraut- inni, er tveggja metra breiður en að sögn Ólafs verður sá nýi þrír metrar að breidd. Hann verður malbikaður og á að vera fullfrágenginn í haust. Ekki hefur verið ákveðið um hvenær ráðist Morgunblaðið/RAX verður í viðhald göngustíga á öðrum svæðum sem liggja meðfram Miklubrautinni. Fuglaskoðunarskýli rís senn í Grafarvogi Grafarvogur ÁHUGI manna fyrir náttúr- unni og öllu sem henni við- kemur færist sífellt í aukana og nýlegt dæmi þess er að Garðyrkjudeild Reykjavíkur- borgar hefur um þessar mundir á teikniborðinu fugla- skoðunarskýli sem ráðgert. er að byggja í Grafarvogi fyrir komandi áramót. „Jú, þetta var samþykkt á fjárhagsáætlun og svo kynnt í umhverfisnefnd fyrir um u.þ.b. inánuði," segir Þórólf- ur Jónsson hjá garðyrkju- deild, aðspurður um málið. Forsöguna segir hann vera þá, að Fuglavemdarfélag Is- lands hafi skrifað til borgar- yfirvalda á síðastliðnu ári og bent á þá möguleika sem fólgnir væru í skýlum af þess- um toga og óskað eftir liðs- inni borgarinnar til að koma einu slíku á laggirnar. „Málinu var svo vísað til okkar og síðan höfum við ver- ið í sambandi við Fuglavemd- arfélagið um nánari útfærslu, t.a.m. um staðsetningu og hvernig þetta mætti allt best verða,“ heldur Þórólfur áfram. „Niðurstaðan varð sú að hafa skýlið fyrir miðjum Grafarvogi, sunnanvert. Það- an er hægt að sjá yfir allan voginn. Þetta er mikið fugla- svæði og alltaf eitthvað um að vera á leirunum, allan ársins hring, segja þeir sem best þekkja til.“ Umrætt svæði í Grafarvogi er ekki vemdað samkvæmt náttúmvemdarlögum, held- ur einungis skipulagslögum. I aðalskipulagi Reykjavíkur hefur það m.ö.o. staðfesta borgarvemd, en það er vernd upp að ákveðnu marki. Til að breyta svæðinu eða gera eitt,- hvað annað við það verður að breyta aðalskipulagi.. Að sögn Þórólfs á fugla- skoðunarskýlið ekki að vera lokað hús, því slíkt myndi hafa ýmis vandamál í fór með sér, eins og það hver ætti að hafa lykil o.s.frv. Því er um að ræða opið skýli, en þannig gert að fólk sé varið fyrir veðri og vindum. í því verða engir sjónaukar, heldur er gert ráð fyrir að náttúmskoð- arar komi með þá hluti sjálfir. „Erlendis eru skýli af þess- um toga algeng, og þá oft á sérstökum fuglaverndar- svæðum; sjaldnar inni í miðri borg. En mér skilst að það hafi hvergi annars slaðar á Islandi orðið af hugmyndum um að reisa slík hús, svo aö þetta verður eina fuglaskoð- unarskýlið á landinu. Um sinn a.m.k. Við stefnum að því að koma skýlinu upp fyrir ára- mót, og ég vona að það takist. Næsta skref yrði að koma upp einhvers konar upp- lýsingum um fuglalífið þarna á skilti, en það er reyndar einnig hugmynd komin frá mönnum í Fuglaverndarfé- laginu ogþað myndum við auðvitað vinna með þeim,“ segir Þórólfur að lokum. Bæjarstjórn samþykkir upp- lýsingastefnu Hafnarfjörður BÆJARSTJÓRN Hafnar- fjarðar samþykkti samhljóða á fundi á þriðjudag upplýs- ingastefnu fyrir sveitarfé- lagið. „Upplýsingamiðlun skal ávallt vera mikilvægur hluti í allri starfsemi og innan all- ra rekstrareininga. Að veita og leita upplýsinga er eðli- legur hluti af daglegu starfi og þar ber hver og einn ábyrgð,“ segir m.a. í upp- lýsingastefnunni. Þar kemur fram að upp- lýsingar skuli almennt vera aðgengilegar og til þess fallnar að styrkja lýðræði og möguleika bæjarbúa til þess að taka virkan þátt í stefnu- mótun bæjarfélagsins. Þær skuli settar fram með svo einföldum og skýrum hætti sem mögulegt er. Bæjarbúar upplýstir Ennfremur kemur fram að með upplýsingamiðlun skuli ávallt haft að leiðar- ljósi að bæjarbúar og starfs- menn sveitarfélagsins séu almennt upplýstir og með- vitaðir um starfsemi á veg- um Hafnarfjarðarkaupstað- ar og málefni sveitar- félagsins og að bæjarbúar verði sem best meðvitaðir um möguleika sína til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri til viðeigandi yfir- valds. Ennfremur skuli haft að leiðarljósi að upplýsa bæjarbúa og starfsmenn bæjarins um réttindi þeirra og skyldur, möguleg áhrif á ákvarðanatöku og breiða út þekkingu á helstu reglum sem gilda um meðhöndlun erinda frá bæjarbúum. Þá segir að fjölmiðlar gegni lykilhlutverki við upp- lýsingamiðlun til almenn- ings. „Forstöðumönnum rekstrareininga ber ávallt að veita fjölmiðlum þær upp- lýsingar sem leitað er eftir nema þær njóti sérstakrar verndar samkvæmt lögum,“ segir þar. „Almenna reglan skal ávallt vera sú að afrit opinberra gagna ber að af- henda fjölmiðlum eða öðrum sem eftir þeim leita og veita þeim leiðbeiningar, fræðslu og þjónustu sem miðar að því að gera gögnin aðgengi- legri fyrir fjölmiðlamenn og almenning." í greinargerð með stefn- unni segir að upplýsinga- miðlun á vegum bæjarins og stofnana hans skuli ávallt viðhöfð samkvæmt skil- greindum ferlum að höfðu samráði við yfirmenn rekstr- areininga og formenn, for- svarsmenn eða starfsmenn stjórna, ráða og nefnda eftir því sem við á og ákveðið hef- ur verið hverju sinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.