Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Þrjú lík fund- in í Kúrsk Moskvu, Múrmansk. AP, AFP. KAFARAR fundu í gær lík þriggja rússneskra sjóliða um borð í kjarn- orkukafbátnum Kúrsk. Líkin voru flutt úr kafbátnum og hafínn undir- búningur að því að flytja þau upp á yfírborðið, að sögn Mikhaíl Motsak, yfirmanns í rússneska flotanum. I gær var fyrsti dagurinn sem kafarar fóru inn í kafbátinn eftir fímm daga vinnu við að gera nægi- lega stórt gat í gegnum tvöfaldan skrokk kafbátsins. Kafararnir not- uðu háþrýstivatnsbunu blandaða demantsryki til að skera gat á skrokkinn, sem er gerður úr fimm sentimetra þykkum stállögum með gúmmíi á milli. Síðan sendu þeir fjarstýrða myndavél gegnum gatið til að kanna áttunda hólf kafbáts- ins, sem er í skuti bátsins, en líkin fundust í sjöunda og áttunda hóifi hans. Þá dældu kafararnir botnleðju úr klefanum til að sjá betur til verks. Þeir huldu síðan oddhvassar brúnir gatsins, sem var metri á breidd, með þar til gerðu efni, til að koma í veg fyrir að þær gerðu gat á kafarabúningana. Aður hafði yfirmaður flotans, Vladimír Kuroyedov, sagt að svo gæti farið að hætt yrði við leiðang- urinn vegna hættunnar á því að oddhvassir hlutir inni í kafbátnum gerðu gat á búninga eða loftleiðslur kafaranna. Það var rússneski kafarinn Serg- ei Shmúígin sem fór fyrstur inn í kafbátinn, en eingöngu rússneskir kafarar munu fara inn í kafbátinn. Shmúígin lenti í eilitlum vandræð- um í fyrstu, m.a. vegna þess að búningur hans var of fyrirferðar- mikill og hann varð að halda aftur upp á yfirborðið. I annarri tilraun tókst honum að komast alla leið í níunda hólf kafbátsins. Shmúígin og félagar fóru upp á yfirborðið eft- ir að hafa fundið líkin þrjú. Óvíst var hvort aðgerðum yrði haldið áfram í gærkvöld vegna slæmrar veðurspár. Viðræður Færeyinga og Dana Deilt um þjóð- réttarlega stöðu Þórshöfn. Morgunblaðið. NIÐURSTÓÐUR íslenska þjóð- réttarfræðingsins Guðmundar Alfreðssonar við háskólann í Lundi um stöðu Færeyinga sam- kvæmt alþjóðalögum eru nú orðnar eitt helsta ágreiningsefn- ið í viðræðum Færeyinga og Dana um sjálfstæði hinna fyrr- nefndu. Guðmundur telur að líta megi á Færeyinga sem þjóð með réttindi í alþjóðlegum samskipt- um en það vilja Danir ekki sam- þykkja. Fjórða umferð í samningavið- æðunum átti að hefjast í gær í Kaupmannahöfn. Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, olli írafári á mánu- dag með bréfi sem hann sendi Anfinn Kallsberg, lögmanni Færeyja. Þar segir Rasmussen að þótt hafnar séu viðræður um nýjan samning um samband þjóðanna tveggja merki það ekki að Danir viðurkenni að Færey- ingar séu sérstök þjóð með rétt- indi sem slík á alþjóðavettvangi. Helsta röksemd Guðmundar er að Færeyingar fullnægi öllum skilyrðum til að njóta áður- nefndra réttinda og með því að hefja viðræður séu Danir í reynd að viðurkenna þessi réttindi Færeyinga. Rasmussen vísar röksemdum Guðmundar á bug í viðtali við færeyska fjölmiðla. Fundurinn sé haldinn til að semja um rétt- indi Færeyinga og því ekki hægt að fullyrða að niðurstaðan sé þegar gefín í þessum efnum. „Það er staðreynd sem ekki einu sinni íslenskur sérfræðingur í þjóðarrétti getur breytt,“ sagði ráðherrann. Kallsberg lögmaður sagði á blaðamannafundi á þriðjudag að Færeyingar gætu ekki sætt sig við þessa afstöðu Dana. „Réttur Færeyinga til að taka ákvarðan- ir um eigin mál er grundvallar- réttindi sem við munum ekki semja um við Dani á fimmtu- dag,“ sagði Kallsberg. Hann bætti því við að færeyska send- inefndin myndi vilja fá staðfest- ingu á því að Færeyingar einir hefðu rétt til að ákveða hvort þeir nýttu sér sjálfsákvörðunar- rétt sinn. ÞANNIG VERÐUR REYNT AÐ BJARGA LÍKUNUM UR KURSK Rússar sömdu við ameríska olíufyrirtækið Halliburton Co. um afnot af risastórum köfunarpalli, Regalíu. Farartækinu var siglt af stað frá Bergen í Noregi á mánudag í síðustu viku. Takmarkið var að endurheimta lík sjóliðanna sem fórust þegar sprenging grandaði Kúrsk 12. ágúst. Köfunarpallurinn Regalia Er notaður sem aðstaða kafaranna þar sem hann er miklu öryggari en venjuleg skip. GÖflugt staðsetningar- tæki heldur paliinum á réttum stað. Notast er við þrjú gervihnattarkerfi. GÞrir jafnþrýstikiefar um borð, hver fyrir sex kafara. • Yfir hundrað manns eru íáhöfninni. Kafararnir Níu kafarar frá Rússlandi og níu frá Bretlandi og Norðurlöndum vinna allan sólarhringinn þegar veður leyfir. Tveir kafarar yfirgefa köfunar- kúpuna til að vinna en sá þriðji heldur kyrru fyrir og fylgist með því að allt gangi að óskum. Eingöngu Rússar fá að fara inn í kafbátinn. Heimildir: Birger Haraldseid (Halliburton/Norway), Stolt Offshore, Crawford Logan Þriggja stiga aðgerð • Kafarar rannsaka slysstað • Göt gerð á kafbátinn • Rússneskir kafarar fara inn í Kúrsk og endurheimta lík áhafnarinnar REUTERS ^ Vill veiða Nessí í net AÐDÁENDUR Nessíar, hins fræga skrímslis í Loch Ness í Skotlandi, og dýravinir þar í landi hafa harð- lega mótmælt fyrirætlunum Svía nokkurs en hann hyggst fanga Nessí í net til að ná af henni dálitlu sýnishorni. Svfinn, Jan Sundberg að nafni, ætlar að reyna að ná Nessí í dálítið breytt þorskanet en Dick Raynor, sem lengi hefur stundað rannsóknir í Loch Ness, segir, að koma verði í veg fyrir þessa „siðlausu" tilraun. Kveðst hann óttast, að skepnur, sem festist í netinu, muni drukkna og bendir á, að í vatninu séu selir, sem komi þangað upp Ness-fljótið. Sundberg heldur því fram, að í Loch Ness sé að finna allt að 60 ólíkar skrfmslistegundir og hann leggur áherslu á, að hann og rann- sóknarhópur hans hafi ekki í hyggju að meiða neina skepnu. Það varðar líka við skosk dýravemdun- arlög frá 1912. John Grierson lögreglumaður, sem fylgist sérstaklega með fram- kvæmd dýravemdunarlaga, segir, að þau taki að sjálfsögðu til Nessíar en þó því aðeins, að hún sé til. v lJ:‘rlurmi Föstudaginn E7 október til sunnudagsins 5. nóvember Nú endurtökum við leikinn frá því í vnr með „nutlet“ sn/u að bandaríkri fgrirmgnd Eingöngu merkjavara ng verð sem varla hefur sést áður á íslandi LA ◦didas gear ÍMtmnli C.RA6 HÓPPERS NlbR'hATION Sunclfcit Opnunartimi Virkir dagar: frá kl. 14-73 Helgar: frá kl. 10.30-18. Upplýsingasími 511 1E44 UJl£aon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.