Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 10
i 0 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Kjarasamningagerð ofarlega á baugi á setningarfundi 39. þings BSRB Bundnir af launastefnu sem aðrir mörkuðu? Morgunblaðið/Ásdís Ögmundur Jónasson setti 39. þing BSRB sem hófst í gær. Fjöldi manns sótti setningarfund BSRB sem haldinn var í Bíóborginni. ÖGMUNDUR Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, gagnrýndi aðgerðir Flóa- bandalagsins vegna kjarasamninga í vor í setningarræðu sinni á þingi BSRB, sem hófst í gær. Sagði hann verkalýðshreyfínguna í landinu komna út á hálan ís og siðferðisrétt- inn vera brostinn þegar lítill hluti vinnumarkaðar vildi setja öllu launafólki í landinu lífsreglurnar án þess að nokkur tilraun væri gerð til að leita eftir samstarfi um kjara- stefnuna. „Viðsemjendur grípa að sjálf- sögðu samninga og yfirlýsingar af þessu tagi fegins hendi og lýsa því kinnroðalaust yfír að ekki tjói að móast við, launastefnan hafí verið mörkuð. Að þessu verðum við vitni í fjölmiðlum þessa dagana,“ sagði Ög- mundur um þessi mál en komandi kjarasamninga bar mjög á góma í ræðum manna á fundinum. BSRB-þingið er að þessu sinni haldið undir yfirskriftinni ;,Bætum samfélagsþjónustuna" og Ögmund- ur gerði áform ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu og einkafram- kvæmdir að umtalsefni í ræðu sinni. Sagði hann aðgangseyri að velferð- arþjónustu, hvort sem þar væri um að ræða skóla, sjúkrahús eða elli- heimili, ávísun á félagslegt misrétti sem samtök launafólks myndu aldrei geta sætt sig við. Sagði Ögmundur að það væri sannfæring manna hjá BSRB að einkarekstur velferðarþjónustunn- ar væri kostnaðarsamari þegar á heildina væri litið en það fyrirkomu- lag sem við ættum að venjast enda gert ráð fyrir háum arðgreiðslum fyrir hina nýju eigendur. Ekki hægt að líta framhjá almennri launaþróun Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði í ávarpi sínu á þinginu að það hefði jafnan gefíð besta raun þegar opinberir starfsmenn og viðsemj- endur þeirra hefðu unnið í samein- ingu að úrlausn þrautarinnar. Nefndi hann sem dæmi um þetta samkomulag sem gert var á þriðju- dag um ýmis réttindi opinberra starfsmanna sem BSRB, BHM og Kennarasamband íslands gerðu við ríkissjóð, launanefnd sveitarfélaga og Reykjavíkurborg. Geir minnti á að nú væri framund- an gerð kjarasamninga við stéttar- félög opinberra starfsmanna. „Ekki verður í komandi samning- um litið framhjá þeirri almennu launaþróun sem samið var um á al-' menna vinnumarkaðnum fyrr á þessu ári. Til lengri tíma litið er ekki eðlilegt að veruleg frávik séu í kjaraþróun opinberra starfsmanna og annarra, þótt þessir aðilar geri sjálfstæða samninga og sveiflur geti auðvitað verið í launaþróun innan styttri tímabila,“ sagði hann. Ráðherrann bætti því við að hins vegar væru ýmis sérmál, sem vörð- uðu félög opinberra starfsmanna, sem nú gæti verið lag að koma í höfn. Nefndi hann þar áframhald þeirrar þróunar að auka hlutfall dagvinnu í heildarlaunum, símennt- un starfsmanna, aukinn sveigjan- leika í vinnutíma, eflingu séreigna- hluta Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og tryggari stöðu trúnaðar- manna á vinnustöðum. Kjarasamningagerðin dreifð á mikinn fjölda viðsenyenda Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, lét þau orð falla á fundinum í gær að nánara samstarf Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB gæti komið í veg fyrir margs konar ágreining sem líklegur væri til að magnast og verða erfiðari ef slíkt samstarf væri ekki fyrir hendi. Varpaði hann síðan upp þeirri spurningu hvort ekki væri kominn tími til að einfalda ferlið í samninga- gerð opinberra starfsmanna. Vilhjálmur sagði að sveitarfélögin hefðu í auknum mæli veitt launa- nefnd sinni umboð til kjarasamn- ingagerðar en á vettvangi stéttarfé- laganna væri kjarasamningagerðin dreifð á mikinn fjölda viðsemjenda. Þetta væri umhugsunarefni fyrir forsvarsmenn BSRB. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, fagnaði því að þing BSRB væri haldið undir for- merkjum bættrar samfélagsþjón- ustu. Hún sagði það visst áhyggju- efni hversu sérhyggjunni og afskiptaleysi virtist hafa vaxið fisk- ur um hrygg í góðærinu, ekki aðeins hér á landi heldur víðar. „Einmitt þegar maður skyldi ætla að samfélögin hefðu vilja og bol- magn til að rétta hlut þeirra sem verst eru settir þá láta úrbæturnar engu að síður á sér standa og ákveð- inn doði virðist gera það að verkum að erfitt er fyrir þessa hópa að brjótast í gegn,“ sagði hún og var að vísa til t.d. öryrkja og aldraðra. Ekki tímabært að sameina BSRB, BHMogKÍ Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands Islands, sagði af og frá að vægi samtaka launafólks væri að minnka. Þvert á móti hefðu þau mikið verk að vinna enda ykist þörf- in á samtakamætti á umbrotatímum eins og þeim sem við nú lifðum á. Grétar sagðist hafa veitt því eftir- tekt í ræðu formanns BSRB að innri skipulagsmál hreyfingarinnar væru mjög á dagskrá, rétt eins og hjá ASI. Sagði hann það til marks um að mikill endurnýjunarkraftur ein- kenndi starf BSRB. Hann bætti við að huga þyrfti að frekara samstarfí ASÍ og BSRB. Sagan sýndi að launamenn væru sterkari saman en einir og sér. Björk Vilhelmsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, sagði marga hafa spurt sig að því hvort ekki væri tímabært að sameina BSRB, BHM og Kennarasamband Islands í ein samtök starfsmanna á opinberum markaði í ljósi góðs sam- starfs að undanförnu. „Ég vil segja það fyrir mig að það er nú ekki alveg tímabært, þó svo að samstarfið sé gott. En mér finnst að við eigum að auka samstarfið," sagði hún. Björk sagði einnig að stéttarfé- lögin þyrftu að taka upp á sína arma kjör þeirra hópa sem ekki hefðu samningsrétt, þ.e. aldraðra og ör- yrkja, enda væru þau til skammar. „Endemis vitleysa“ að búið sé að marka launastefnuna Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambandsins, sagði ummæli sumra manna um aldraða og ör- yrkja hafa verið á afar lágu plani undanfarnar vikur. Sagði hann til- valið að ræða málefni þessara hópa á þessum vettvangi, m.a. þar sem BSRB hefði mjög beitt sér í rétt- indamálum aldraðra og öryrkja. Eiríkur sagði um komandi kjara- samninga að margir hefðu talað á þeim nótum að búið væri að marka launastefnuna sem opinberum starfsmönnum bæri að fylgja. „Þetta er náttúrlega endemis vit- leysa,“ sagði hann. „Það er einfald- lega svo að það spurði t.d. enginn okkur hjá Kennarasambandi ís- lands hvort við værum sammála þessari launastefnu sem gerð var við samningaborðið í vor. Þar af leiðandi erum við ekki aðilar að henni og þar af leiðandi ber okkur ekki að fylgja henni.“ Sagði Eiríkur niðurstöðuna því einfalda. Samtök opinberra laun- þegar ættu enn eftir að semja og forsvarsmenn þeirra myndu gera það með hagsmuni sinna félags- manna að leiðarljósi. Itrekaði hann þá skoðun sína að ef stéttarfélög ættu að fylgja ákveðinni launa- stefnu yrðu þau að hafa tekið þátt í að móta hana. Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands aldraðra, var síð- astur á mælendaskrá í gær og þakk- aði hann fyrir að hafa verið boðinn til þessa fundar. Hann sagði mikið hafa verið rætt um málefni aldraðra að undanförnu en það hefði ekki ver- ið að ástæðulausu. Benedikt sagði að þó aldraðir hefðu ekki samnings- rétt um kaup sín og kjör þá vildu þeir vera virkir, vera gerendur um þær tillögur sem uppi væru hverju sinni um málefni þeirra. Þing BSRB heldur áfram í dag og er haldið í Borgartúni 6, 4. hæð. I dag mun Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, m.a. ílytja gestafyrirlestur sem nefnist: A landsbyggðin sér von? Hlýtur verðlaun fyrir erfða- rannsóknir KARL Tryggvason, annar stofn- enda líftæknifyrirtækisins Bio- Stratum, hlaut nýlega svonefnd Homer Smith-verðlaun en þau eru æðsta viðurkenn- ing Amerísku nýrnarannsókna- samtakanna og veitt árlega ein- staklingi sem þykir hafa skar- að fram úr í rannsóknum á nýrnasjúkdóm- um. Karl tók við verðlaununum í síðustu viku í Toronto í Kanada að viðstöddum um tólf þúsund sérfræðingum í nýrnasjúkdómum. Karl hlýtur verðlaunin fyrir að hafa uppgötvað erfðavísi sem teng- ist svonefndri grunnhimnu nýrans. BioStratum hefur starfað afmarkað að rannsóknum á grunnhimnu, sem er um allan mannslíkamann og hef- ur mismunandi hlutverki að gegna á mismunandi stöðum. Skemmdir í grunnhimnu tengjast mörgum sjúkdómum, til dæmis krabbameini og fylgikvillum sykursýki. Þá hefur fyrirtækið þróað lyf sem kallað er Pyridorin og er lyf við nýrnaveiki sem fylgir sykursýki. --------------- Hlutafélög hafa aflað tólf milljarða króna ÍSLENSK hlutafélög hafa aflað um 12 milljarða króna í almennum hluta- fjárútboðum, það sem af er árinu, að því er fram kemur í Hagvísum Þjóð- hagsstofnunar. Á öllu síðasta ári öfl- uðu hlutafélög um 25 milljarða króna. í Hagvísum kemur fram að þetta segi ekki alla söguna því töluverðum fjárhæðum hafi verið safnað í lokuð- um hlutaíjárútboðum innlendra fé- laga og útboðum erlendra félaga og sjóða sem beinst hafi að íslenskum fjárfestum. Þar segir ennfremur að ekki sé óvarlegt að áætla að nærri 25 millj- örðum króna hafi verið safnað hér á landi í þessum útboðum, það sem af er þessu ári, en það sé töluvert meira en í almennum útboðum íslenskra hluta- félaga. --------------- Sveitarfélög- um verði tryggðir nauð- synlegir tekju- stofnar AÐALFUNDUR Sambands sveit- arfélaga á Suðumesjum ítrekaði fyrri samþykktir sínar á aðalfundi sem haldinn var í Garði 13. og 14. október sl., að við endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga verði þeim tryggðir nauðsynlegii- tekjustofnar til að sinna verkefnum sem þeim eru falin samkvæmt lögum og reglugerðum. Aðalfundurinn krafðist þess að tekjutap fyrri ára og aukin útgjöld vegna lagasetninga sem reynst hafa íþyngjandi fyrir sveitarfélögin verði bætt að fullu. Aðalfundurinn taldi nauðsynlegt að tillögur nefndar, sem vinnur að endurskoðun tekju- stofna sveitarfélaga, liggi fyrir hið fyrsta svo að Alþingi geti fjallað um málið á haustþingi. Karl Tryggvason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.