Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR26.OKTÓBER2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Sýslumaður hefur setið í Stykkishólmi í eina og hálfa öld Sýslumennirnir fjórtán á öldinni Sýslumaður hefur setið í Stykkishólmi í 150 ár. I tilefni af vígslu nýs húss fyrir embættið rifjar Gunnlaugur Arnason _____upp söguna._____ HEITI Snæfellsnessýslu kemur fyrst fyrir í skjali árið 1546 og heiti Hnappadalssýslu árið 1615. Það sama ár var Hnappadalssýsla skilin frá Snæfellsnessýslu og gerð að sér- stöku sýslumannsumdæmi. Hélst sú skipan til 1786 er Hnappadalssýsla var sameinuð Mýrasýslu. Kemur þetta fram í bæklingi sem Ólafur K. Ólafsson sýslumaður hef- ur tekið saman og gefinn var út þeg- ar ný sýsluskrifstofa var vígð 20. október síðastliðinn. Frá árinu 1871 hafa Snæfellsnessýsla og Hnappa- dalssýsla verið undir einum sýslu- manni. Á fyrri öldum var Arnarstapi höfuðból umdæmisins og á 17. öld var það orðin meginregla að sýslu- menn Snæfellsnessýslu fengju sam- an sýsluvöld og Arnarstapaumboð. Sýslumaður við sýsluveginn Upphaf þess að aðsetur sýslu- manns flyst til Stykkishólms má miða við Pál Melsteð sem var sýslu- maður frá 1849-1854. Hann var fyrsti sýslumaðurinn er bjó hluta af sínum embættistíma í Stykkishólmi og sýslumenn á eftir honum hafa all- ir búið þar. Frá upphafi embætta sýslumanna og fram á 20. öldina voru heimili sýslumanna jafnframt skrifstofur embætta þeirra og oft voru þeir á hrakhólum í húsnæðismálum. En það breyttist svo árið 1885 að Sig- urður Jónsson sýslumaður byggði sér reisulegt sýslumannssetur við sýsluveginn út úr bænum. Það hús stóð þar sem gamli barnaskólinn er nú. Arið 1910 selur Guðmundur Eggerts sýslumaður húsið undir barnaskóla. Arin eftir búa sýslumenn á ýmsum stöðum í bænum eins og í Egilsenhúsi, Kúldshúsi og Möllersapóteki. Arið 1935 kaupir embættið húsið við Aðalgötu 7 fyrir sýslumann og skrifstofu. Það hús var byggt um Lögreglumenn á Snæfellsnesi með Ólafi K. Ólafssyni sýslumanni. Lög- reglumenn á þéttbýiisstöðunum eru farnir að vinna náið saman í þeim tilgangi að bæta löggæsluna í umdæminu. aldamótin sem læknisbústaður. Þar bjuggu héraðslæknarnir í Stykkis-. hólmi þar til 1935 að tekinn er í notkun nýr læknisbústaður við Að- algötu, þar sem nú er hótel. Sýslu- mannshúsið gekk undir nöfnunum Læknishúsið, Breiðablik og Sigur- hæðir. Þarna hefur aðstaða sýslu- manns verið í 65 ár eða þar til að nú flutt er í nýju bygginguna, sem ætl- að er að hýsa embættið í framtíð- inni. Fyrstur til að búa í sýslumanns- húsinu við Aðalgötu var Jón Stein- grímsson sem flutti þar inn árið 1935. Húsið var íbúð sýslumanns ásamt skrifstofu embættisins til árs- ins 1978. Á tímabilinu var byggt við húsið eftir þyí sem umfang embætt- isins jókst. Arið 1978 var þörfin fyr- ir stærri skrifstofu orðin það mikil að íbúðin varð að vfkja. Keypt var hús fyrir heimili sýslumanns að Að- algötu 13 og er það enn notað sem embættisbústaður. Andrés Valdi- marsson var síðasti sýslumaðurin sem bjó í gamla sýslumannshúsinu. Lögreglustöðin flutt í Grundarfíörð Fangahús var reist í Stykkishólmi árið 1875. Það stóð við sýsluveginn um Þinghúshöfða og síðar var Sýslumannshúsið reist við hliðina á fangahúsinu. Fangahúsið stóð til 1945, en árið 1942 hætti' embætti sýslumanns að nota það. Arið 1960 var byggt hús fyrir lögregluvarð- stofu að Skúlagötu 10 og hafði lög- reglan þar aðsetur allt til ársins 1990. Var það þá löngu orðið of lítið fyrir starfsemi lögreglunnar og óhentugt. Urðu umræður um hús- næðið í fjölmiðlum og gert góðlát- legt grín að aðstöðunni. Þá var keypt nýtt timburhús fyrir lögreglu- varðstofu. Með tilkomu nýju lögreglustöðv- arinnar í Stykkishólmi verður húsið sem lögreglan flytur úr flutt til Grundarfjarðar og fær þar sama hlutverk. Páll Vídalín lengst Á þessari öld hafa 14 menn gegnt embæti sýslumanns Snæfellinga. Lengstan starfsaldur á Páll Vídalín Bjarnason, sem var sýslumaður frá árinu 1912 til 1930 er hann dó á svip- legan hátt. Umdæmi sýlumanns hefur verið að mestu óbreytt. Arið 1998 færðist Skógarstrandarhreppur undir emb- ætti sýslumannsins í Búðardal þeg- ar hreppurinn var sameinaður Dala- byggð. Nú falla til stjórnsýslu- umdæmis sýslumanns Snæfellinga; Kolbeinsstaðahreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Eyrarsveit (Grundarfjörður), Helgafellssveit og Stykkishólmur. Sýslumaður Snæfellinga er Ólaf- ur K. Ólafsson og hefur hann gegnt embættinu frá 1992. Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason Nýja sýsluskrifstofan setur svip á bæinn. A efri hæð hússins er skrif- stofa sýslumannsembættisins og á neðri hæðinni er lögreglustöð. Gamla sýslumannshúsið þjónaði sýslumannsembættinu í Stykkishólmi frá árinu 1935. Á myndinni eru Arni Helgason sem vann í húsinu frá 1942 og á meðan hann gegndi starfi sýsluskrifara, Andrés Valdimars- son sem síðastur sýslumanna bjó þar og Guðni Friðriksson sem á einna lengstan starfsaldur hjá embættinu, en hann var þar við störf 1966- 1999. Allir segjast þeir eiga ljúfar minningar úr húsinu. I Gamla tugthúsið gegndi hlutverki lögreglustöðvar í Stykkishóimi um þrjátíu ára skeið, til 1990. Aðgengi var ekki þægilegt, upp bratta brekku að fara og si'ðan þröngar tröppur. Lögreglumennirnir, Þor- steinn Jónasson, Ölafur A. Ólafsson og Lárus Einarsson, lentu oft í vandræðum með að koma föngunum í klefa. Rannsókn sýnir að fjöldi ferðamanna sem koma til dvalar á Fljótsdalshéraði fer vaxandi Aukningin nemur 10 til 15% milli ára Egilsstöðum - Nú að afloknum ferðamanna- tímanum þykir sýnt að 10-15% aukning hafi orðið á komu ferðamannatil Egilsstaða frá því á fyrra ári. Er þar tekið mið af komu gesta í Upplýsingamiðstöð ferðamála á Egils- stöðum. Á tjaldsvæðið á Egilsstöðum komu 7.529 gesl.ir frá júníbyrjun til septemberloka og __ gistinætur voru alls 8.638 á sama tímabili. ís- iendingar voru þar af 4.436 talsins með 5.221 gistinótt. Af erlendum ferðamðnnum voru Þjóðverjar, Frakkar, Hollendingar og Sviss- lendingar mest áberandi, nokkuð var einnig af ítölskum og skandínavískum ferðalðngum og á jaðartfmum, svo sem í september og oktdber, bar töluvert á bandarískum, jap- önskum og ísraelskum ferðamönnum. Gesta- komur í Hallormsstað og á Borgarfirði eystra munu einnig með betra móti þetta sumarið. Erfitt er að segja til um hversu margir ferða- menn heimsóttu l'l.jóf sdalsliéraö sl. sumar, en vísbendingar eru þó um að fjöldi þeirra geti verið um 15 þúsund. Hvað afþreyingu varðar, virðast ferða- menn sem staðnæmast á svæðinu einkum nýta sér merktar gönguslóðir, skoðun á helstu náttúruperlum, dagsferðir inn á há- lendi, skemmtisiglingu á Lagarfljöti og flúða- siglingar á ám. Það síðastnefnda gekk þó brösuglega í sumar vegna óvenjumikilla þurrka og ár þvf vatnslitlar. f hugum ferðafólks hefur svæðið ótvíræða kosti vegna fjölbreytni í landslagi og ósnort- innar náttúru. Víknaslððir, svæðið milli Borg- arfjarðar og Loðmundarfjarðar, hafa mjðg vaxandi aðdráttarafl fyrir gðngufóik og hef- ur verið gefið út gott gönguleiðakort fyrir það svæði, ásamt og mestum hluta Austur- lands. fslendingar sækja sérstaklega í stærsta skóg landsins, Hallormsstað og eimiig minn- ast menn á veðurblíðu. Helst er sett út á tor- velt aðgengi að nátlú r u perlum og takmarkað Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Jóiianna Gfsladdttir framkvæmdasljóri Markaðsstofu Austurlands framboð á skipulögðum ferðum um svæðið, ekki síst á jaðartímum og að vetrarlagi. Mönnum þykir vont að aldrei er í veður- fréttum minnst á skýjafar fyrir svæðið, þ.e. hvort sóiin skín eða skýjað er, heldur er að- eins gefinn upp hiti og vindstyrkur. I lel'ur þetta gengið svona til í þrjú undanfarin ár og þykir undrum sæta að ekki skuli hægt að kippa jafneinföldu, en bráðmikilvægu máli f liðinn. Ferðaþjðnustuaðilar hér láta bærilega af sér eftir sumarið, en þó mun afkoman vart viðunandi og í það minnsta einn aðili ætlar að hætta rekstri. Mönnum ber saman um að þrátt fyrir fjölgun ferðamanna, lengist ferða- n launa l.ím im i lítið og erfitt sé að halda úti þjónustu fyrir örfáa ferðamenn á jaðartúnum án fjárhagslegraþrenginga. Markaðssotfa Austurlands vinnur að ýms- um framfaramálum tengdum ferðaþjónustu fjórðungsins og ætlar svo dæmi sé tekið að hleypa af stokkunum viðamiklu rannsóknar- og greiningarvekefni til að kanna núverandi stöðu og framti'armöguleika greinarinnar á Austurlandi. .1 óhai ma Gfsladóttir, framkvæmdasljóri Markaðsstofunnar, segir brýnt að fara í sl.efnu mól imarviii nu og þurfi hún að byggjast á marktækum upplýsingum úr vönduðum undirstöðurannsóknum. Einnig er á dagskrá að gefa út svokallað afþreyingarkort fyrir Austurland, iinnið er að fjármögnum og und- irbií ningi hreindýrasýningar og Markaðsstof- an tekur þátt í vinnu við únyndarskSpun fyrir l'ljólsdalshérað, en þar gegnir ornuiriini f Lagar fljó ti auðvitað meginhlutverki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.