Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 69 FOLKI FRETTUM Pétur Pétursson þulur les útvarpssögu á Rás 1 Pétur Pétursson þulur les um þessar mundir upp úr bókinni íkompanú við Þórberg í Ríkisútvarpinu. I kompaníi við Pétur Pétur Pétursson þulur hefur verið lands- mönnum að góðu kunnur fyrir störf sín í út- varpi í gegnum árin. Arnar Eggert Thor- oddsen ræddi við Pétur vegna lesturs__ .-------------------_--------------------------7------------------------------------------- ______hans á bókinni Ikompaníi við_____ ______ Þórbergí Ríkisútvarpinu._______ ARIÐ 1959 gaf Matthías Johannes- sen út bók með samtölum sínum við rithöfundinn Þórberg Þórðarson sem ber heitið í kompaníi við Þór- berg. Ríkisútvarpið hefur nú ýtt úr vör nýrri útvarpssögu þar sem lesið er upp úr þeirri bók, alls 35 lestrar, og hófst lesturinn hinn 5. október síðastliðinn. Pétur Pétursson þulur les en rödd hans ætti að láta kunnug- lega í eyrum flestallra íslendinga. Pétur býr yfir gnægð sagna og er fjölfróður maður svo ekki sé nú meira sagt. Umræðurnar fóru því um víðan völl eins og sést hér á eftir. Praukan í kirkjugarðinum „Það hefur nú tekið sinn tíma," ansar Pétur er hann er spurður út í þættina. „Það má kannski segja eins og fraukan sagði í kirkjugarðinum við Þórberg. „Þetta fer nú að verða nokkuð langt"." Hláturinn sýður í Pétri. „Og eins vil ég segja," heldur hann áfram. ,Að það er búið að vera nokkuð langur aðdragandi að því að það tækist að koma þessari sögu Matthíasar á framfæri. Ég fékk leyfi hjá höfundinum til að lesa þessa bók og bjóða hana fram á frjálsum mark- aði starfandi útvarpsstöðva. Af gam- alli tryggð við Ríkisútvarpið sneri ég mér til þess. Og svo liðu árin. Og gránuðu hárin. Og ekkert heyrðist." Pétur hlær dátt yfir þessu. „Þannig veltist þetta um í kerfinu alínokkra hríð. En svo bárust mér loksins boð." Fálkinn „En nú ætla ég að segja þér frá því," segir Pétur og setur sig í sagna- stellingu. „Að ég átti þátt í því að Þórbergur talaði inn á plötur í Fálk- anum. Eg tel mér til tekna að hafa gengist fyrir því, Haraldur í Fálkan- um gerði þetta fyrir mín tilmæli. Ég umgekkst Þórberg mikið á þessum árum, hann og Margréti, og Margrét sagði mér bráðskemmtilega sögu af því er hún fylgdist af áhuga með hvernig plötusalan gengi. Hún sagð- ist hafa gengið inn í Fálkann og af- greiðslustúlkan hefði ekki vitað nein deili á henni. „Og ég spyr," sagði hún mér, „Hvernig gengur platan hans Þórbergs?" „Hún rennur út eins og heitar lummur," var svarið. Á sama tíma var á boðstólum plata með lestri Halldórs Laxness. Og á hinni hlið- inni var Davíð Stefánsson. En Þór- bergur var beggja megin á sinni plötu. Hún sagði mér svo að hún hefði spurt um leið og hún fór. „En hvernig gengur platan með Dóra greyinu?" Hún kallaði Laxness alltaf Dóra greyið," segir Pétur og hlær. „Hún hreyfist ekki," svaraði stúlkan. „Og það litla sem selst er bara vegna Davíðs." Það var alltaf talsverð togstreita á milli þeirra skáldanna." Þórbergur lifir Pétur snýr sér nú að upplestrar- málum. „En ég hef haft ákaflega gaman af því að lesa. Mér finnst texti Matthíasar í langflestum tilvikum al- veg frábær." Aðspurður hvort Þór- bergur eigi enn erindi við samtímann syaraði hann. „Já, ég held að svo sé. Ég nefni þér dæmi. Ég er enn þá samtíðarmaður og á kvöldin þegar við hjónin erum háttuð þá tek ég mér bók í hönd. í Suðursveit. Og les fyrir konuna mína, sem nú er orðin blind, fjórðu bók í því mikla riti. Ég held að Þórbergur fyrnist seint og ósk mín er sú að unglingafjöld taki sér baskur hans í hönd og njóti þeirra. Það má kannski segja um kynslóð mína að hún gangi undir merkjum Gríms Thomsen sem sagði: „í nútíðinni nátttröll ég slóri." Dómharði Damon DAMON Albarn, söngvari Blur, er þessa dagana að veita viðtal og tvö í tilefni af útkomu nýrrar safnplötu með sveitinni sem ber hið frumlega heiti Blur: The Best of. íslandsvinin- um sanna virðist mikið niðri fyrir og þegar kemur að vinnubrögðum starfsbræðra hans ræðst hann sér- staklega harkalega að tónlist sveita á borð viðLimp Bizkit annars vegar og Travis hinsvegar. í samtali við NME segist hann miklu spenntari fyrir því sem afrískir tónlistarmenn eru að gera um þessar mundir en hann hef- ur verið að vinna að tónlist með tón- listarmönnum frá Malí. „Ég þoli ein- faldlega ekki viðhorf gítarsveita í dag, sérstak- lega þeirra ensku," segir Damon. Hann, segir tónlis* þeirra vera á við brauð með osti - fínt endr- um og sinnum en einstaklega hvimleitt og klígju- gjarnt til lengdar. Því til viðbótar lýsir hann banda- rísku rapprokkurunum í Limp Bizkit með heldur neikvæðu orði sem ekM skal haft eftir hér: „Ég þoli þá ekki og tónlist á borð við þeirra. Eg hlýt bara að vera orðinn of gamall fyrir hana." Það skyldi þó ekki vera? I tengslum við útgáfu safnplijt- unnar verður gefið út myndband ög DVD-diskur með öllum 22 tónlistar- myndböndum þeirra. X' ÓÚffiJílQrS IJIIIllillUlllllUI' l!|lllllllSlÍL IIUiíiMii'i'llíip I iii'ðii í llijíl iilaVi! lu IIiii Iðftp Miili llvsi'llliiii'il Mv (ifiici'alinli lli'iijiicií I'iiiiHsIíI' CjiiIIÍf; Ikiif.HIIMf l'ÍSi* JfSUS PiSÍIiSSiSS FítH í-t "-"; Tm 15 m Í6 Bírt! Kii '. . WAI.MO ; liililiilillSÍÍll fiiii Fljöisfi iiiiiii liiiini iuti fl l'iil'lci:! ElralB limiililílill i\tn-v, Iliil liíiilV llrawí Píi !j!N\ Siiu' Stajsíiiac PBBrtiSS H::\ k Priras licnlfsr ' tt •;c Vi m :¦¦ ¦ ¦•'••'i-:t f-flr • Lntf |>|p| RKfc{ 3 Bírrs BlWt ¥é-. m,» 1-. S Stjörnurnar heim á 300 kall Bíósjálfsalinn er opinn allan sólarhringinn hjá OLÍS Gullinbrú í Grafarvogi, SELECT Smáranum í Kópavogi og NESTI Lækjargötu í Hafnarfiröi. Bíósjálfsalinn er einnig opinn á venjulegum afgreiöslu- tíma hjá OLÍS Mjódd og Álfheimum og hjá IMESTI Ártúnshöföa. Bamaleikur aö velja mynd - bara að muna eftir kreditkortinu. Abeins 300 kr. á spólu* fyrir sólarhringsleigu! *KynninBaiwft "¦•¦' I ™J 53w-H C3111 31 €31III - sjálfvirk nivndbandaleiga I ¦u Bfósjálfsalinn - alltaf opinn # U &*°lvh viDEQfeaa <&á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.