Morgunblaðið - 26.10.2000, Síða 69

Morgunblaðið - 26.10.2000, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 6? FÓLK í FRÉTTUM Pétur Pétursson þulur les útvarpssögu á Rás 1 Pétur Pétursson þulur les um þessar mundir upp úr bókinni /kompanfí við Þórberg í Ríkisútvarpinu. I kompaníi við Pétur Pétur Pétursson þulur hefur verið lands- mönnum að góðu kunnur fyrir störf sín í út- varpi í gegnum árin. Arnar Eggert Thor- oddsen ræddi við Pétur vegna lesturs ' ---------- ? hans á bókinni I kompaníi við____ Þórbergí Ríkisútvarpinu. ÁRIÐ 1959 gaf Matthías Johannes- sen út bók með samtölum sínum við rithöfundinn Þórberg Þórðarson sem ber heitið í kompaníi við Þór- berg. Ríkisútvarpið hefur nú ýtt úr vör nýrri útvarpssögu þar sem lesið er upp úr þeirri bók, alls 35 lestrar, og hófst lesturinn hinn 5. október síðastliðinn. Pétur Pétursson þulur les en rödd hans ætti að láta kunnug- lega í eyrum flestallra íslendinga. Pétur býr yfir gnægð sagna og er fjölfróður maður svo ekki sé nú meira sagt. Umræðurnar fóru því um víðan völl eins og sést hér á eftir. Fraukan í kirkjugarðinum „Það hefur nú tekið sinn tíma,“ ansar Pétur er hann er spurður út í þættina. „Það má kannski segja eins og fraukan sagði í kirkjugarðinum við Þórberg. „Þetta fer nú að verða nokkuð langt“.“ Hláturinn sýður í Pétri. „Og eins vil ég segja,“ heldur hann áfram. „Að það er búið að vera nokkuð langur aðdragandi að því að það tækist að koma þessari sögu Matthíasar á framfæri. Ég fékk leyfi hjá höfundinum til að lesa þessa bók og bjóða hana fram á frjálsum mark- aði starfandi útvarpsstöðva. Af gam- alli tryggð við Ríkisútvarpið sneri ég mér til þess. Og svo liðu árin. Og gránuðu hárin. Og ekkert heyrðist." Pétur hlær dátt yfir þessu. „Þannig veltist þetta um í kerfinu allnokkra hríð. En svo bárust mér loksins boð.“ Fálkinn „En nú ætla ég að segja þér frá því,“ segir Pétur og setur sig í sagna- stellingu. „Að ég átti þátt í því að Þórbergur talaði inn á plötur í Fálk- anum. Ég tel mér til tekna að hafa gengist fyrir þvi, Haraldur í Fálkan- um gerði þetta fyrir mín tilmæli. Ég umgekkst Þórberg mikið á þessum árum, hann og Margréti, og Margrét sagði mér bráðskemmtilega sögu af því er hún fylgdist af áhuga með hvernig plötusalan gengi. Hún sagð- ist hafa gengið inn í Fálkann og af- greiðslustúlkan hefði ekki vitað nein deili á henni. „Og ég spyr,“ sagði hún mér, „Hvemig gengur platan hans Þórbergs?" „Hún rennur út eins og heitar lummur," var svarið. Á sama tíma var á boðstólum plata með lestri Halldórs Laxness. Og á hinni hlið- inni var Davíð Stefánsson. En Þór- bergur var beggja megin á sinni plötu. Hún sagði mér svo að hún hefði spurt um leið og hún fór. „En hvernig gengur platan með Dóra greyinu?“ Hún kallaði Laxness alltaf Dóra greyið," segir Pétur og hlær. „Hún hreyfist ekki,“ svaraði stúlkan. „Og það litla sem selst er bara vegna Davíðs." Það var alltaf talsverð togstreita á milli þeirra skáldanna." Þórbergur lifír Pétur snýr sér nú að upplestrar- málum. „En ég hef haft ákaflega gaman af því að lesa. Mér finnst texti Matthíasar í langflestum tilvikum al- veg frábær." Aðspurður hvort Þór- bergur eigi enn erindi við samtímann svaraði hann. „Já, ég held að svo sé. Ég nefni þér dæmi. Ég er enn þá samtíðarmaður og á kvöldin þegar við hjónin erum háttuð þá tek ég mér bók í hönd. í Suðursveit. Og les fyrir konuna mína, sem nú er orðin blind, fjórðu bók í því mikla riti. Ég held að Þórbergur íyrnist seint og ósk mín er sú að unglingafjöld taki sér bækur hans í hönd og njóti þeirra. Það má kannski segja um kynslóð mína að hún gangi undir merkjum Gríms Thomsen sem sagði: „I nútíðinni nátttröll ég slóri.“ Dómharði Damon DAMON Albarn, söngvari Blur, er þessa dagana að veita viðtal og tvö í tilefni af útkomu nýrrar safnplötu með sveitinni sem ber hið frumlega heiti Blur: The Best of. íslandsvinin- um sanna virðist mikið niðri fyrir og þegar kemur að vinnubrögðum starfsbræðra hans ræðst hann sér- staklega harkalega að tónlist sveita á borð viðLimp Bizkit annars vegar og Travis hinsvegar. I samtali við NME segist hann miklu spenntari fyrir því sem afrískir tónlistaiTnenn eru að gera um þessar mundir en hann hef- ur verið að vinna að tónlist með tón- listarmönnum frá Malí. „Ég þoli ein- faldlega ekki viðhorf gítarsveita í dag, sérstak- lega þeirra ensku,“ segir Damon. Hann. segir tónlisU" þeirra vera á við brauð með osti - fínt endr- um og sinnum en einstaklega hvimleitt og klígju- gjamt til lengdar. Því til viðbótar lýsir hann banda- rísku rapprokkurunum í Limp Bizkit með heldur neikvæðu orði sem ekki skal haft eftir hér: „Ég þoli þá ekki og tónlist á borð við þeirra. Ég hlýt bara að vera orðinn of gamall fyrir hana.“ Það skyldi þó ekki vera? I tengslum við útgáfu safnplqt*- unnar verður gefið út myndband og DVD-diskur með öllum 22 tónlistar- myndböndum þeirra. os Vr'V t.aii 1 1 Treubie Rðtdpiay ? ii MíbbpIH fiPBBii fiey Í1 13 Ceedíiieneioi' Tvtniiiði 4 2 QnUMitiC U&dietieað fi li iUBkl m f uu flgfiliiPk 11 li Hniliit Llllif) lll/liil / 3 llaUimirrlimjc 1 uel li f itrðii I lluð tJtilnlHðja á 4 'ilnvii iii IriB Wagti PlBCBflO IU n ÍÍfllífli UPIIV ii 14 Mmi (ivnciniai'il lllinli III? i: 7 1 Iliras fl l,iii'IBi:l filnilil Ki My (iiiimraliiin li|ii|i lll/lill 11 1: llrlijiiiii! I’uiikslei' llll5|ll'ill|| ji fmi l i;|l IBc llcsl 111 Mn fyiiriiss l|||| 1 p lilmk Jesux IVtPlflJl 1* 11! liatll\ flrawn fö\ 15 21 PfSil|il|3! Ps\ ll? 15 1/ 2ifi|sr Innilitis ?fl 25 Siinsfl thrii ft p-'syl lj|(lli\ Sii|l! r < 11 8ífly flf.f Wpr-f Ttsafi Iravis 22 20 Try Try Tpy Srass.fiiaB PutúPk r “3 1þ M.B fl:;\ 8 flrimiis 24 22 AM Rsfliíi Iverclear 25 28 Bariemter fneíl'P.t n 2g Yelhm Cfllöiiav 27 23 RMk Ilif farty; í P fl.B 2Í gnf'ipp, HítRif Pap? Rjf.hs u ; ifl U$?P i 3 Opwp ftft iU! 18 RiClH \tw 88 71 %: okt, --mi-. Biósjálfsalinn er opinn allan sólarhringinn hjá OLÍS Gullinbrú í Grafarvogi, SELECT Smáranum í Kópavogi og NESTI Lækjargötu í Hafnarfiröi. Bíósjálfsalinn er einnig opinn á venjulegum afgreiöslu- tíma hjá OLÍS Mjódd og Álfheimum og hjá NESTI Ártúnshöföa. Barnaleikur aö velja mynd - bara aö muna eftir kreditkortinu. Aöeins 300 kr. á spólu* fyrir sólarhringsleigu! *Kynningarw Bíósjálfsalinn BlDEOfeg PaTIi i ' | ' 8- ' ■' 1 *• ’ llÍTjR J (Mi '4í’'Ll mjdl- ■k ll.fi j m '*%&i mA jf - a"? • j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.