Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 47 NIINNINGAR skipti hættu við vaktaskiptin frá borg til ríkis. Sérstaklega er okkur minnisstæð hálfsmánaðar dvöl í dölum Svíþjóðar er sameiginlegur vinur okkar Eggerts léði okkur sumarhús sitt þar til afnota. Á þeim sælu dögum kynntumst við framan- greindum kostum Sigurlaugar vel og svo mörgum öðrum að ekki er allt hægt að nefna. Sigurlaug var fróðleiksfús og áhugasöm um annarra velferð og umtalsfróm. En hún var fyrst og síðast mjög lifandi kona, með dill- andi húmor, hrifnæm og skemmti- leg. Tónlistin var hennar hugðar- efni, enda bæði tónviss og tónelsk. I því eins og svo mörgu öðru féllu þau einstaklega vel saman Eggert og Siguriaug. Uppátækjum okkar Eggerts tók hún með stillingu og aðdáunarverðri léttúð. Eftir drjúga setu yfir spilum eitt sinn tókum við karlarnir okkur til og fluttum söng- leik mikinn saminn þá og þegar á staðnum. Höfundum þótti töluvert til um verkið og sýnir það óendan- legt umburðarlyndi og ást betri helminganna að okkur virtust þeir hafa skemmtun af öllu saman. í ríflega tuttugu ár hafa þau Sig- urlaug og Eggert komið bæði sjálf- krafa upp í huga minn ef annað þeirra var nefnt. Svo samhent og samrýnd voru þau að þau voru sem einn maður, þótt mjög ólík væru. Það er mikið þakkarefni að þau tvö fundu hvort annað og ástvinir þeirra og aðrir vinir máttu eiga þau að. Blessuð sé minning Sigurlaugar Aðalsteinsdóttur. Davíð Oddsson. Það var sumarið 1978. Fjórir starfsfélagar hjá Reykjavíkurborg ákváðu að fara með eiginkonum í veiðiferð vestur á firði. Karlarnir þekktust auðvitað vel en eiginkon- urnar minna. Þetta varð upphafið að árlegum ferðum hópsins, farið til veiða lengst af í Fróðá á Snæfells- nesi og nú seinni árin til að kanna og skoða ákveðin svæði hér á landi. Tvisvar fór hópurinn til útlanda, fyrst til Egyptalands og síðar til Skotlands. Þar fyrir utan áttum við margar ánægjustundir á heimilum okkar. Frumkvæði að fyrstu ferð- ínni árið 1978 hafði Eggert Jónsson borgarhagfræðingur og Sigurlaug Aðalsteinsdóttir kona hans. Skemmst er frá því að segja að þessi miklu samskipti leiddu til djúprar vináttu meðal okkar. Mikið skarð var höggvið í hópinn þegar Þórður Þorbjarnarson borgarverk- fræðingur féll frá aðeins 55 ára gamall árið 1992.1 dag fylgjum við aftur til grafar öðrum kærum vini. Sigurlaug Aðalsteinsdóttir andaðist á heimili sínu 21. október sl. aðeins 55 ára gömul eftir langa baráttu við krabbamein. Tvær nöfnur voru í hópnum sem báru nafnið Sigurlaug. Þær voru aðgreindar með því að sú yngsta sem við kveðjum í dag var kölluð frú Sigurlaug. Oft var gantast með það að þegar við hin kæmumst á hjólastóla- aldurinn yrði það hlut- verk frú Sigurlaugar í ferðalögum framtíðarinnar að trilla okkur fram og til baka. Nú er ljóst að þau ferðalög verða að minnsta kosti ekki farin í þessari jarðvist. Sigurlaug var meinatæknir að mennt og hafði lengi starfað við sitt fag og sýnt því mikinn áhuga. Sig- urlaug sýndi mikinn viljastyrk þeg- ar hún á fullorðinsaldri fór í nám til að afla sér kennararéttinda í meina- tækni, en hún starfaði jöfnum höndum við rannsóknir og kennslu. Sigurlaug sýndi okkur vinum sín- um ávallt mikinn áhuga, hvað sem við vorum að gera. Ahugi hennar var ekki minnstur þegar um börn okkar yar að ræða. Hún vildi vita allt um þau - og þá ekki síst til að geta hjálpað ef þess væri þörf. Fyrir okkur vinahópinn var ynd- islegt að fylgjast með umhyggju hennar fyrir eiginmanni og sonum og hvað hún sýndi mikinn áhuga á námi sonanna Eiríks og Tómasar. Hún var iðin við að styrkja þá og hvetja í námi svo og í öðru sem þeir tóku sér fyrir hendur. Það gleymist líka seint hvað gleði hennar og Eggerts var mikil þegar barna- barnið Eggert Georg fæddist. Hann varð sannur sólargeisli í lífi hennar. Síðastliðið sumar fórum við í ferð um Skagafjörð. Sú ferð verður ógleymanleg. Við vissum öll um al- varleg veikindi Sigurlaugar en er- um mjög þakklát fyrir að hún skyldi komast með okkur og vera sá gleðigjafi sem hún ávallt var. Tónlistin átti stóran þátt í lífi Siguriaugar. Hún lék bæði á harmonikku og píanó. Nú síðustu árin eyddi hún mörgum stundum með harmonikkuna sína í hópi fé- laga, lék í hljómsveit og tók stöðug- um framförum á það hljóðfæri. Á góðum stundum í okkar vinahópi settist hún við píanóið og lék gjarn- an eftirlætislagið sitt „Petite fleur" - lítið blóm - eftir Sidney Bechet. Sjálf var hún eins og lítið blóm, fíngerð og falleg kona. Nú er það blóm fölnað eins og önnur blóm á þessu hausti. Við sendum vini okk- ar Eggert og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sonja og Birgir Isl. Gunn- arsson, Sigurlaug og Jón G. Tómasson, Sigríður Jónatansdóttir. Það virðist stutt síðan að ég sat við borðstofuborð heima hjá Sigur- laugu og Eggerti í Sólheimunum og rembdist við að skrifa menntaskóla- ritgerð í náttúrufræði. Ég hafði val- ið þungt ritgerðarefni og komst fljótt að því að þetta var miklu erf- iðara en ég hafði átt von á. Sigur- laug stappaði í mig stálið og hvatti mig eindregið til þess að halda áfram. Hún sat með mér kvöldun- um saman, svaraði spurningum mínum þar til hún var viss um að ég hefði skilið efnið, þangað til ritgerð- in var tilbúin. Þetta lýsir elskulegri móðursyst- ur minni eins og hún var. Klár, ná- kvæm, samviskusöm og með enda- lausa orku til þess að aðstoða aðra. Hún var kennari og var það henni kappsmál að nemendur hennar næðu góðum árangri. Hún var einn- ig kröfuhörð á sjálfa sig og var sí- fellt að bæta við þekkingu sína á hinum ýmsu sviðum. Það var alltaf hægt að læra meira. Þrátt fyrir að ég hafi dvalið lang- dvölum í útlöndum hafði Sigurlaug stöðugt áhuga á að fylgjast með mér, bæði við nám og nú í starfi. Það þótti mér svo vænt um. Ég kveð Sigurlaugu með miklum söknuði og þakka henni fyrir ein- staka hlýju og væntumþykju í minn garð. Við Stefán biðjum góðan guð að varðveita hana og styrkja Eggert, Tomma, Eika og Onnu Huldu í þeirra miklu sorg. Katrín Auður Sverrisdóttir. í dag kveð ég með miklum sökn- uði hana Sigurlaugu frænku mína. Þessi fáu orð munu aldrei fá að fullu lýst huga mínum gagnvart Sigurlaugu og þeim hlýjum mót- tökum sem ég ávallt fékk á heimili þeirra hjóna. Það var alltaf sýndur mikill áhugi á því sem maður var að gera, hvort sem það var námið eða fé- lagslífið. Það eru ótal minningar sem koma uppí hugann, það sem mér er efst í huga eru fyrstu árin eftir að fjölskylda mín flutti heim frá Bandaríkjunum og þau ófáu skipti sem ég gisti hjá þeim í Sól- heimunum. Oft vildu leikarnir æs- ast hjá okkur strákunum þegar horft var á knattleiki í sjónvarpinu og ekki vorum við alltaf á sama máli, en Sigurlaug og Eggert voru fljót að aga okkur, segja okkur strákunum að vera stilltir og vera ekki með fíflalæti og gilti það jafnt fyrir mig sem og Tomma og Eirík, þannig að mér finnst mér ég alltaf hafa verið hluti af fjölskyldu þeirra. Því er ég þakklátur, það hefur gert mig að betri manni. Það er nær óskiljanlegt að Sig- urlaug, kona á besta aldri, skuli vera farin frá okkur. En það sem huggar okkur er að nú hefur hún fengið hvíldina eftir langvarandi veikindi. Hvíl þú í friði, elsku frænka. Aðalsteinn Haukur. Liðið er hátt á fjórða áratug síð- an ungur drengur stóð á tröppum „Fjóssins" austan við gömlu bygg- ingu Lærða skólans, MR. Fyrrum hýsti þetta bakhús nautgripi. En síðar, og raunar enn, ungkálfa sem voru að feta sig út á menntabraut- ina. Þeir voru allir komnir inn í kennslustofurnar tvær og biðu kennarans, nema drengurinn sem beið á tröppunum og horfði í vest- ur. Það var eins og hann ætti von á einhverju teikni á himni. Það stjörnublik var vangasvipur stúlku sem birtist eitt augnablik vinstra megin við gluggapóst í gömlu bygg- ingunni. Vangi, þegar stúlkan reis úr sæti um leið og kennarinn kom inn í stofuna í upphafi kennslu- stundar. Svo birtist svipurinn aftur þegar hún settist. Þessi tvö augna- blik runnu saman, urðu eitt. Fögur mynd í augum þessa drengs og lifir enn í huga hans. Þetta augnablik er svipaður hluti mannsævinnar og mannsævin er hluti alheimsins. Þannig er líka eilífðin á jörðunni meðal mannfólksins. - Þótt mold hjúpi hina fogru mynd verður hún eilíf í minningu drengsins. Þegar hann frétti í vor, að stúlk- an væri heltekin banvænum sjúk- dómi, myrkvaðist vorkvöldið. Tveir draumar vöknuðu aftur í huga hans. Sá fyrri, dagdraumur, rættist aídrei þótt það væri ekki nema vegna þess að hann var lengi slíkt leyndarmál í huga saklauss drengs. Þennan draum sem hann þorði ekki að snerta því að þá myndi spegils- létt tær lind gárast og hin himn- eska mynd hverfa. Draumur sem hann þorði ekki að anda á af ótta við að fögur tindrandi frostrós bráðnaði. Draumur sem hyrfi ef drengurinn vaknaði inn í dagheim karlmannsins. Mynd sem hann þorði ekki að horfa á, nema í leyni, af ótta við að upp kæmist leyndar- málið. I hinum, sem hann dreymdi fyrir rúmlega sjö árum og var nætur- draumur, var líka tær lind, í hraun- bolla með fögrum botngróðri, kór- öllum og fáeinum gullfiskum. Allt baðað morgunsól. Skyndilega breyttist eitt hraungrýtið í krabba- dýr sem hremmdi einn fiskinn. Draumurinn varð martröð. Daginn eftir þennan nætur- draum, þegar þau hittust óvænt, brá honum. Hann óttaðist þá að hafa dreymt fyrir daglátum. Svo reyndist þó ekki vera þá en var þetta fyrirboði? Hefur þessi nætur- draumur nú séð dagsins ljós? Eða hvarf hann við dögun, eins og stjörnurnar í andrúmi jarðar? Þótt stúlkan sé horfin lifir hin fagra mynd. Dagdraumar rætast aldrei, þeir lifa. I þeim draumaheimi býr eilífðin. Sigurður V. Sigurjónsson. Að morgni fyrsta dags vetrar lést í Reykjavík Sigurlaug Aðalsteins- dóttir, yfirmeinatæknir og lektor í meinatækni, langt um aldur fram aðeins 55 ára að aldri eftir tæplega þriggja ára erfið veikindi. Að afloknu stúdentsprófi og meinatæknanámi á íslandi aflaði Sigurlaug sér staðgóðrar menntun- ar erlendis fyrst íslenskra meina- tækna á sviði meinvefjafræði með sérstakri áherslu á taugameina- fræði. Stundaði hún nám í þeirri grein við Napier-tækniháskólann í Edinborg í Skotlandi á árunum 1966-1971. Eftir heimkomu til ís- lands 1971 hóf hún störf í sérgrein sinni og vann óslitið við hana þar til vanheilsa knúði hana til að láta af störfum á sl. ári. Starfsvettvangur hennar var alla tíð tengdur rannsóknastofu Háskól- ans við Barónsstíg þar sem hún var lengst af yfirmeinatæknir á rann- sóknastofu í taugameinafræði. Eftir að sú starfsemi flutti í Læknagarð að Vatnsmýrarvegi 16 fyrir 12 ár- um varð hún jafnframt yfirmeina- tæknir í rannsóknastofu Háskóla íslands í líffærafræði. Vegna afburðafærni í starfi var sóst eftir Sigurlaugu til starfa við Tækniskóla Islands en þar gegndi hún jafnframt lektorsstöðu og mót- aði frá upphafi meinatæknakennslu á sínu sérsviði. Sigurlaug var ekki einungis af- bragðstraustur fagmaður sem sinnti 'störfum sínum af óvenjulegri kostgæfni og nákvæmni. Hún var jafnframt gædd fjölmörgum góðum eiginleikum: heiðarleg og grandvör, glaðsinna, félagslynd, framúrskar- andi hjálpsöm og ljúf í allri fram- komu. Hún var einnig músikölsk, eiginleiki sem afkomendur hennar hafa erft. Hún var því að vonum vinsæl og vel látin af öllum sem henni kynntust. Hennar er sárt saknað af sam- starfsmönnum og vinum á 4. hæð í Læknagarði. Við Ester og sam- starfsfólk á rannsóknastofum í taugameina- og líffærafræði send- um eiginmanni hennar, sonum, son- arsyni, aldraðri móður og öðrum aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur. Hannes Blöndal. Margs er að minnast þegar litið er yfir þá leið sem við Sigurlaug Aðalsteinsdóttir höfum verið sam- ferða og margt er að þakka. Kynni okkar hófust er hún var að stíga sín fyrstu spor við kennslu meina- tækninema og ég við að nema það fag. Við unnum síðan sín á hvorri deild Rannsóknastofu Háskólans og síðar saman við meinatæknideild Tækniskóla íslands. Við áttum góða samleið bæði faglega og sem félagar og vinir. Sigurlaug hlaut góða menntun í meinatækni í Skotlandi og nýtti hana vel, fyrir sig sjálfa sem fag- maður, fyrir stofnanir þær sem hún vann við og einnig fyrir meina- tæknifagið sem slíkt. Hún leitaðist jafnframt stöðugt við að auka við þekkingu sína sem meinatæknir og sem kennari, en hún lauk í þeim til- gangi prófi í kennslufræðum frá Kennaraháskóla íslands fyrir fáum árum. Þegar hún hóf störf við Rannsóknastofu Háskólans var meinatæknimenntun hér á landi enn í mótun og þar sem fagið þróast mjög hratt er hún reyndar í sífelldri mótun. Tók Sigurlaug alla tíð ríkan þátt í stefnumótun og skipulagningu meinatæknimennt- unar við Tækniskóla íslands, sem fulltrúi Meinatæknafélags íslands í námsbrautarnefnd til margra ára og sem kennari. Mér var það ekki ljóst fyrr en að námslokum kom hjá mér hversu framarlega Sigurlaug stóð þegar miðað var við aðra sem komu að kennslu í meinatækni, en hefur orð- ið það enn betur ljóst síðar. Þegar í upphafi starfsferils síns skipulagði Sigurlaug og setti upp sérstök nám- skeið í aðferðafræði vefjameina- fræði þar sem kafað var dýpra í fræðilegan bakgrunn rannsóknanna en annars staðar var gert. Má segja að þessi námskeið hafi orðið fyrir- mynd að því sem síðar var gert á öðrum rannsóknadeildum sem tóku þátt í menntun meinatækninema og að aðferðafræðilegum áföngum við tækniskólann. Sannarlega var hún mín besta fyrirmynd þegar að kennslu kom og gott að leita til hennar með ýmsar vangaveltur um hvernig best væri að standa að mál- um. Þannig minnist ég Sigurlaugar af mikilli virðingu sem fagmanns hvort sem litið er til meinatækni eða til kennslu og þakka fyrirmynd- ina sem hún er mér. Ég á einnig margar góðar pers- ónulegar minningar af samleið okk- ar Sigurlaugar. Því háttaði þannig til að við fundum okkur maka um líkt leyti og eigum syni á líkum aldri. Við deildum því oft gleði okk- ar og áhyggjum hvor með annarri. Henni var svo einstaklega vel lagið að segja frá og draga fram skop- legu hliðarnar á flestu því sem að höndum bar og á sama hátt að ræða það einlæglega sem miður var. Að taka þátt í því sem gerðist og sýna ræktarsemi. Sigurlaugu var þannig öðrum fremur gefið að gefa af sjálfri sér og fyrir það örlæti vil ég sérstaklega þakka. Síðasta gjöfin hennar er sú dýrmætasta, en það var að gefa eftir því sem unnt var hlutdeild í því hvernig er hægt að mæta illvígum sjúkdómi. Hún nýtti persónulega kosti sína, þekkingu og lífsvilja að fullu í baráttunni og hafði kjark til þess að prófa alla möguleika meðan stætt var og skapaði sér þannig meiri tíma og betri en fyrirsjáanlegt var. Síðan horfðist hún í augu við hið óhjá- kvæmilega af fullri reisn og æðru- leysi. Eg þakka fyrir að hafa fengið að» vera Sigurlaugu samferða og fyrir allt veganestið sem hún hefur gefið mér á leiðinni. Ég minnist hennar af mikilli væntumþykju og virðingu fyrir góðri og örlátri konu og sem framúrskarandi fagmanns í meina- tækni. Ég bið þess að sjóður minn- inganna muni nýtast Eggert, Tóm- asi, Eiríki og öðrum ástvinum Sigurlaugar og gera þeim sorgina léttbærari nú þegar leiðir skilur og sendi þeim samúðarkveðjur. Martha Á. H jálmarsdót<ir. Það var veturinn 1952 - desem- ber var runninn upp - ég stóð í hol- inu heima á Dyngjuvegi og mamma var að hnýta í mig slaufu. Litlu jólin í skólanum voru þann dag. Það var hringt á dyrabjölluna og inn kom Sigurlaug æskuvinkona mín. Brúnu augun hennar ljómuðu - hún dreif sig úr vetrarúlpunni - hlakkaði svo til að sýna okkur mömmu nýja fína jólakjólinn. Kjóllinn hennar Sigurlaugar var heiðgulur pífukjóil, hún var með slöngulokka í hárinu og í poka hafði hún lakkskó. Hún var svo falleg og smágerð eins og brúða í ævintýri! Við vin- konurnar vorum í Langholtsskóla.|C Við áttum heima í sömu götunni, Sigurlaug númer 16 og ég númer 12. I okkar hugum var Dyngjuvegur- inn skemmtilegasta gatan í allri Reykjavík - með fullt af krökkum í öllum húsum. Stutt upp í holt þar sem hægt var að liggja í leyni milli steina, spjalla og láta sig dreyma. Vatnagarðar ekki Jangt undan með sílaveiði á sumrin og skautasvelli á veturna. „Löggubrekkan" okkar svokall-a aða bauð upp á dýrindis salíbunur á* vetrarkvöldum. Já, Dyngjuvegur- inn var okkar heimur með Hjalla- vegi, Kambsvegi og Langholtsvegi í bland. Það var auðvelt að vera til. Ef við þurftum að velja í lið í leikjum, fórum við bara í úllen, dúl- len eða ugla sat á kvisti. Við gátum setið tímunum saman í skurðkönt- um í kringum skólann okkar, blásið á biðukollur, borðað apótekara- lakkrís, hlegið og skemmt okkur. Þá greru sár með einum kossi og fyrsti vetrarsnjórinn fyllti okkur óendanlegri gleði. Já, það var auðvelt að vera til. Sigurlaug æskuvinkona mín var óvenju yndisleg stúlka, ljúf, bros-S mild og skemmtileg. Það voru ófáar ánægjustundirnar sem við áttum í risherberginu hennar. Við lærðum saman, lékum okkur í dúkkulísu- leik, hlýddum hvor annarri yfir fyr- ir próf, söfnuðum servéttum, hvísluðumst á nöfnum sætustu strákanna í bekknum, stunduðum stúkuböll hjá séra Arelíusi, klippt- um út leikaramyndir og veggfóðr- uðum herbergin okkar og spáðum í það, hvað við ætluðum að verða þegar við yrðum stórar. Já, heimurinn fór að verða órlítið flóknari. Við völdum okkur framhalds- skóla, Siguriaug valdi Menntaskól- ann í Reykjavík og ég Verslunar-#t. skólann. Ég man enn hvað mér fannst einmanalegt fyrstu vikurnar í Versló - Sigurlaugarlaus. Árin liðu, við æskuvinkonurnar tókumst á við lífið hvor fyrir sig. Við vissum samt alltaf hvor af ann- arri. Fyrir rúmu ári talaði ég lengi við Sigurlaugu æskuvinkonu mína. Nú var lífið ekki lengur auðvelt. Sigur- laug var orðin fársjúk af sjúkdómn- um sem lagði þungar byrðar á mína fallegu æskuvinkonu. Sigurlaug, smá og fínleg í sjón, var sterk og stór í sál og sinni. ^W" Spámaðurinn Gibran segir: „Þú leitar að leyndardómi dauðans. En hvemig ættir þú að finna hann ef þú leitar ekki í æðarslögum lífs- ins?" Nú á kveðjustund þakka ég Sigurlaugu, minni góðu æskuvin- konu á Dyngjuveginum, af öllu SJÁNÆSTUSÍÐU « .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.