Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ V erður góð æfing í lýðræði Bernard Kouchner, yfirmaður stjórnar SÞ í Kosovo, segir að fyrst muni raunverulega reyna á Kosovo-búa eftir kosningar. Urður Gunnarsdóttir hitti Kouchner að máli. Reuters Bernard Kouchner, yfirmaður stjórnar SÞ í Kosovo, og Natasa Kandic (t.h.), mannréttindafulltrúi í Belgrad, ræða við fjölskyldu í Pristina í vikunni. Skotið hafði verið sprengju að húsi fólksins en engan sakaði. ÞEGAR Richard Holbrooke, sendi- herra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hóf mál sitt á blaðamanna- fundi í Pristina í fyrrakvöld, benti hann á manninn við hlið sér og sagði hann líklega gegna erfiðasta starfi í heimi. Maðurinn var Frakkinn Bem- ard Kouchner, stai-fið; yfirmaður stjómar Sameinuðu þjóðanna í Kos- ovo. Kouchner er þreytulegur en seg- ist þó í ágætu skapi er hann hittir lít- inn hóp blaðamanna á skrifstofu sinni, sem gætt er af þungvopnuðum vörðum. „Stundum er ég svartsýnn, stundum bjartsýnn," segir hann og ypptir öxlum. „Atökin hér hafa staðið frá því á 13. öld, ekki búast við því að ég leysi allt á einu og hálfu ári.“ Kosn- ingamar og starfið sl. 15 mánuði hafa tekið á, orðrómur er um að Kouchner sé senn á fömm frá Kosovo. „Þetta em sögulegar kosningar, fyrstu frjálsu kosningamar sem haldnar era í Kosovo. Við vonumst til að þær verði ekki aðeins án ofbeldis, heldui- lýðræðislegar. Við leggjum alla áherslu á að þær takist vel og Kosovo-búar skilja mikilvægi þess. Það hefur orðið til þess að minna hef- ur verið um ofbeldisverk en við óttuð- umst og flokkarnir hafa verið metn- aðarfullir í pólitísku starfi,“ segir Kouchner. Ekki tímabært að ræða sjálfstæði Hann segir mestu hættuna á því að gripið verði til ofbeldis eftir kosning- ar er nýir valdhafar setjast á valda- stóla. Gríðarlegur þrýstingur hafi verið á Kosovo-búa fyrir kosningar að koma í veg fyrir ofbeldi og hótanir. Sá þrýstingur hafi ekki síst komið að ut- an og Kosovo-búar hafi skilið mikil- vægi þess að þær fæm vel fram. „Við höfúm staðið okkur vel og þeir em klárir,“ segir hann og hlær. „í alvöra talað, menn gera sér fylli- lega grein fyrir að þeir hefðu tapað, hefði allt farið úr böndunum. En takmarkinu er ekki náð enn, við sjá- um hvað gerist þegar úrslitin em ljós og flokkamir verða að fara að vinna saman, mynda bandalög. Við munum fylgjast náið með, þetta verður góð æfing í lýðræði. Þegar lengra líður munum við fylgjast náið með því að spilling nái ekki að skjóta rótum og munum ekki hika við að svipta stjóm- málamenn og embættismenn starfinu ef þeir verða uppvísir að slíku. Það hefur verið gert í Bosníu og við mun- um bregðast eins við. Hvort ég telji mikla hættu á spillingu? Ég veit það í sannleika sagt ekki, ég held þó ekki.“ Þrátt fyrir að sveitarstjómarkosn- ingamar hafi ekki enn farið fram em menn þegar farnir að ræða þingkosn- ingar af mikilli alvöra, hvort og hvemig serbnesku þingkosningarnar í desember fari fram í Kosovo og svo að sjálfsögðu þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Kouchner hefur ekki farið varhluta af spurningunum um þetta. „Það er ekki tímabært nú, fyrst verðum við að klára sveitarstjórnar- kosningamar. En Holbrooke sagði klárlega að ganga ætti til þingkosn- inga eins fljótt og auðið væri næsta vor. Aður en það gerist verður hins vegar að liggja f'yrii' ákvörðun um stjómarskrá, hvers konar þing, hvers konar kosningar og hvort halda eigi forsetakosningar um leið. Hvað serbnesku þingkosningarnar varðar, þá hef ég ákveðið að hugsa ekki einu sinni um það fyrr en að af- loknum þessum kosningum. En ég viðurkenni í hreinskilni að þar er vandamál á ferð, þetta er afar við- kvæmt mál.“ Verðum að gefa Kostunica tækifæri Breytt staða mála í Júgóslavíu hef- ur haft geysileg áhrif á stöðuna í Kosovo, bæði hvað varðar kosning- arnar, þátttöku Serba í bæjar- og sveitarstjórnum og samvinnu yfir- valda í Serbíu og Kosovo. Þetta hefur valdið Kosovo-Albönum miklum áhyggjum, einkum hvað varðar mögulegt sjálfstæði en Kouchner leggur áherslu á allt það jákvæða sem fylgi breytingunum í Belgrad. Hann nefnir sem dæmi um hina gjörbreyttu stöðu að SÞ muni senda tvo fulltrúa, Henrik Amneus, sérleg- an fúlltrúa SÞ, fyrir þá sem hafa verið sviptir frelsi og efnahagsráðgjafa til Serbíu í næstu viku. Munu þeir ræða nokkur af erfiðustu málunum sem SÞ hafa glímt við í Kosovo, um 850 alb- anska fanga í serbneskum fangelsum, hvarf um 600 Serba í Kosovo eftir að stríðinu lauk en einnig samstarf um raforku. Líklega hefur ekkert eitt at- riði staðið jafn kirfilega í vegi fyrir sáttavilja af hálfu Albana og fangam- ir í Serbíu og sala á raforku er einnig gríðarlega mikilvæg í héraði þar sem rafmagn er í besta falli ótryggt, í versta falli ekkert. Er Kouchner er spurður hvort hann muni sjálfur fara til Belgrad, kemur hann sér undan að svara beint, segist ekki á leiðinni nú sem stendur. Spurningunni um hvort rétt sé að Kostunica hafi boðið honum og tekið boðið aftur svarar hann með því að segja að réttast sé að láta Kostunica njóta vafans. Þátttaka Serba í kosningunum nú verður afar takmörkuð, aðeins um 1.000 Serbar óskuðu að komast á lqörskrá, en talið er að upp undir 100.000 Serbar séu í Kosovo, þar af um 50-60.000 á kosningaaldri. Ástæða þess hversu fáir era á kjör- skrá er þrýstingur serbneskra stjómvalda snemmsumars er skrán- ingin fór fram. Nú era aðstæður breyttar og Kouchner segir til um- ræðu að opna skráningu að nýju og efna í kjölfarið til aukakosninga snemma næsta vor til að koma til móts við óskir Serba um að eiga sína fulltrúa. „Aðstæður era breyttar, það er meiri samstarfsvilji á milli Serba og Albana, ég finn það nú þegar.“ KOSOVOBÚAR ganga til fyrstu frjálsu kosninganna sem haldnar eru í héraðinu nú á laugardag. Að baki er gríðarlegur undirbúningur, ekki að- eins við framkvæmdina sjálfa heldur einnig atriði á borð við óhindraðan að- gang að kjörstað og óháða kosiúngu. Því fer fjarri að það sé sjálfsagt mál, eins og Páll Asgeir Davíðsson hefur komist að raun um. Páll er lögfræð- ingur og starfar hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, þar sem hann hefur m.a. þann starfa með höndum að skipuleggja störf mann- réttindadeildar ÖSE varðandi kosn- ingar. „Þetta hefur verið ótrúlega lær- dómsríkt, ekki síst vegna þess að ég geri mér fyrst nú fyllilega grein fyrir því hve rétturinn til að kjósa er mikil- vægur, og að hann er hreint ekki sjálfsagður,“ segir Páll. Frá því í júní sl. hefur hann verið ráðgefandi varðandi mannréttindi og kosningar, bent á vandamál sem upp kunna að koma og gefið ráð um hvemig megi leysa þau. Páll er önn- um kafinn, því auk þessa starfa er hann fulltrúi ÖSE í nefnd sem vinnur að endurskoðun refsilöggjafarinnar. Þar hefur hann m.a. haft íslensku refsilöggjöfina að leiðarljósi, sem seg- h’ meira en mörg orð um mikilvægi þess starfs sem verið er að vinna á stað á borð við Kosovo og það hlut- verk sem starfsmenn gegna í upp- byggingarstarfinu. Dregið úr ofbeldisöldunni Dæmi um mannréttindi tengd kosningum eru fjölmörg og varða einkum aðgang minnihlutahópa. Tryggja verður að þeir eigi sæti í nefndum og ráðum í tengslum við kosningar, skilgreina hvaða hópar kjósenda séu einangraðir og komist ekki á kjörstað án þess að hætta lífi og limum og skilgreina hvaða fram- bjóðendur kunni að vera í hættu og þurfi á lögregluvemd að halda. „Síð- astnefnda atriðið var afar mikilvægt Mannréttindi að fá að kjósa / Páll Asgeir Davíðsson lögfræðingur hefur starfað að undirbúningi kosninga í Kosovo. Urður Gunnarsdottir hitti hann í Pristina. vegna þeirrar öldu of- beldis sem fylgdi í kjölf- ar upphafs kosninga- baráttunnar. Við gáfum ábendingar um þá sem við töldum að þyrftu á vemd að halda, hún var veitt og lítill vafi leikur á að það er ein áf ástæð- unum fyrir því að mjög hefur dregið úr ofbeld- inu.“ Lögregian getur þó ekki veitt öllum þeim sem á þurfa að halda fulla vemd og því kom upp sú hugmynd frá lög- reglu UNMIK, stjómar Sameinuðu þjóðanna í Kosovo, að af- henda þessum einstaklingum vopn, svo að þeir gætu sjálfir varið sig. Páll og starfsmenn mannréttinda- deildar ÖSE mæltust til þess að leitað yrði annarra og friðsamlegri lausna á málunum í stað þess að dreifa vopn- um sem hald hafði verið lagt á við af- vopnun Frelsishers Kosovo. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir að nafnið kunni að benda til annars hefur ÖSE ekki öryggismál á sinni könnu svo einungis er um tilmæli stofnunarinnar að ræða. Lögreglan dró úr umfangi áætlunarinnar og ÖSE setti þær reglur að tekið yrði fram við allt sem varðaði starfsemi og reglugerðir stofnunar- innar að vopnaburður væri ekki leyfilegur. Þetta á t.d. við um siða- reglur pólitískra flokka sem ÖSE samdi en þær banna vopn á pólitískum fundum. „Þetta er hægara sagt en gert, það er ekki hægt að stöðva þetta með öllu. En það er hægt að koma þessum skilaboðum á framfæri. Við erum með eftirlits- menn á kosningafund- um til að hafa auga með vopnaburði, framgöngu stuðningsmanna og ræðunum, sem mega t.d. ekki innihalda hatursáróður í garð pólitískra andstæðinga eða minnihlutahópa. Sumar þessar reglur hafa verið brotnai' og verið brugðist röggsamlega við. Ég er ekki í nokkr- um vafa um að það hefur haft sitt að segja við að draga úr öldu ofbeldis- verkanna," segir Páll. LDK, flokkur Ibrahims Rugova, hefur verið aðalfómarlamb árásanna, nú síðast á mánudag er handsprengju var varpað að húsi eins frambjóðanda flokksins og skotum hleypt af á kosn- ingafundi Rugova, svo hann varð að yfirgefa samkomuna. Nokkrir leið- toga flokksins í sveitarfélögum utan Páll Ásgeir Davíðsson Pristina hafa verið myrtir eða orðið fyrir alvarlegum líkamsárásum, þeim hafa borist hótunai'bréf, skotið hefur verið að heimilum þeirra og svo mætti lengi telja. „Auðvitað er ekki alltaf hægt að íúllyrða að árásirnar eigi sér pólitíska ástæðu en í mörgum tilvik- anna er enginn vafi á því,“ segir PáU. Minnihlutahópar fá að kjósa heima Minnihlutahópai' í Kosovo búa margir við afar erfiðar aðstæður, þeir era ýmist einangraðir í litlum bæjar- félögum eða jafnvel bundnir við heim- ili sín, þar sem þeir komast ekki úr húsi án þess að leggja líf sitt í hættu. Sumt af þessu fólki nýtur verndar lögreglu og hers sem líta til þess reglulega, aðrir era í raun í felum og treysta því að ekki komist upp um dvalarstaðinn. Þetta fólk á vart nokkra möguleika á því að komast á kjörstað. „Mannréttindadeildin þekkir til þessa fólks og við ákváðum að fara til þess og bjóða þvi aðstoð við að kjósa. Við fóram til um 500 manns og gáfum þeim kost á að kjósa heima hjá sér. Um 10% þáðu það. Það eru ef til vill ekki margir en þeir hefðu ekki átt kost á því að taka þátt í kosningum að öðram kosti. Flestir vora Serbar, sem eiga í raun takmarkaðra hagsmuna að gæta, þar sem engir serbneskir flokkar era í framboði." Kosningarnai- eru gríðai'lega tæknileg aðgerð, sem hundrað manna hafa unnið að svo mánuðum skiptir. „I huga Albananna er þetta hins vegar fyrst og fremst sigurhátíð, það hefur mikla þýðingu fyrir fólk að fá að taka þátt í fyrstu fijálsu kosn- ingunum hér. Því verður ekki neitað að mikið hefur verið um stórar og loftkenndar hugmyndir, einkum í upphafi, en það er ekkert óeðlilegt við það. Það er ekki hægt að bera kosn- ingar á svæði, þar sem svo skammt er liðið frá átökum, saman við kosningar í grónu lýðræðisríki," segir Páll As- geir Davíðsson. Hyggjast ákæra Ian Smith RÍKISFJÖLMIÐLAR í Zimb- abwe segja að stjórn Roberts Mugabes forseta ætli að leggja fram ákæra á hendur Ian Smith og fleiri leiðtogum hvíta minni- hlutans í borgarastríðinu á átt- unda áratugnum fyrir glæpi gegn svörtum. Var haft eftir Mugabe að hvítir væru nú sjálf- ir búnir að grafa undan þeirri stefnu að efla sátt milli kynþátt- anna og hún yrði því lögð á hill- una. Mugabe sagði að Smith yrði sakaður um þjóðarmorð. Stjórnarandstaðan í Zimb- abwe lagði í gær fram tillögu um að Mugabe yrði vikið frá og samþykkti þingforsetinn að til- lagan yrði tekin til meðferðar. Andstaðan hefur nægilega mörg atkvæði á þingi til að geta knúið fram slíkar umræður. Leyfa skoðun vopnabúrs ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) á Norður-írlandi sagði í gær að samtökin myndu leyfa að al- þjóðlegir eftirlitsmenn skoðuðu leynileg vopnabúr IRA en markmiðið með eftirlitinu er að reyna að auka traust í sam- skiptum deiluaðila í héraðinu. Eftirlitsmennirnir fengu að skoða eitt af vopnabúranum í júní. í yfirlýsingu IRA í gær sagði að skoðunin yrði leyfð enda þótt Bretar hefðu ekki að öllu leyti staðið við friðarsamn- inginn frá 1998. Lubbers taki við stjórn UNHCR KOFI Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gær myndu biðja alls- herjarþingið að skipa Ruud Lubbers, íýrrverandi forsætis- ráðherra Hollands, í stöðu yfir- manns Flóttamannahjálpar SÞ (UNHCR). Lubbers, sem er 61 árs, mun taka við af Sadako Og- ata, sem er japönsk og hefur gegnt embættinu í 10 ár. Þrír handteknir vegna Cole- tilræðisins ÞRÍR Jemenar og Sómalíu- maður hafa verið handteknir í tengslum við rannsóknina á sprengjutilræðinu gegn banda- ríska herskipinu Cole fyrir skömmu í höfninni í Aden-borg, að sögn jemenskra yfirvalda í gær. Talið er að Sómalíumaður- inn hafi selt einum tilræðis- mannanna bíl sem notaður var til að draga á vettvang bát sem notaður var við tilræðið. 17 sjó- liðar fórast í sprengjutilræðinu og 38 særðust. Serbíuþingi slitið ÞING Serbíu var fonnlega leyst upp í gær og ákveðið að kosið yrði nýtt þing 23. desem- ber. Er það í samræmi við sam- komulag milli flokkabandalags Vojislavs Kostunica forseta og andstæðinga hans. Við völd er nú þjóðstjórn til bráðabirgða fram yfir kosningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.