Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Heimur í upplausn Það er heimur í upplausn með syndafallið á næsta leiti við mykjuhauginn, sem birtist í uppsetningu Glyndebourne-óperunnar á Don Giovanni, segir Sigrún Davíðsdóttir _____en Finnur Bjarnason stökk inn í_____ _______sýninguna á síðustu stundu._______ ÞÓ RAGNARÖK hafí kannski ekki svifið yfir vötnunum á frumsýn- ingarkvöldinu voru þó engu að síður náttúru- hamfarir utan dyra. Sveitin umhverfís Glyndebourne-óperuna á Suður-Englandi var að hluta lokuð sökum flóða. Innandyra voru brotnir veggir, hurðir af hjörum og haugur, sem í íslenskum augum gat ekki verið annað en mykjuhaugur, flóði út um dyrnar. Reyndar Finnur aðeins á sviðinu, ekki í Bjarnason sjálfu óperuhúsinu, sem er eina einkarekna óperuhúsið í Bretlandi og eitt af þekktari óperuhúsum í heimi. En þessi þrettándi dagur októ- ber, sem bar upp á föstudag og er því að mati þeirra hjátrúarfullu óhappadagur, reyndist öðrum happadagur. Að morgni fékk Finn- ur Bjarnason að vita að Stephen Rooke, sem átti að fara með hlut- verk Don Ottavios, væri lasinn. Þar sem Finnur er varamaður hans kom til hans kasta þennan frum- sýningardag. Óperan í Glyndebourne starfar á sumrin, þegar garðarnir í kringum óperuhúsið eru glæsileg umgjörð í kringum prúðbúið fólk að snæðingi í sumri og sól í löngu hléi. Á veturna eru líka sýningar, en áherslan þá er að fara um Bretland með sýningar hússins. Ferðatíðin er einmitt að hefjast núna og frumsýningin á Don Giovanni upphafið á sýningu þeirrar óperu, en auk hennar verða La Boheme Puccinis á dagskrá og The Last Supper, nútímaópera eftir Harrison Birtwistle. Ahersla á góðan hóp frá upphafi Frá því óperan í Glyndebourne tók til starfa í maí 1934 hefur áhersla verið á langan æfingatíma og samhæfðan hóp alþjóðlegra söngvara frekar en stuttan tíma með frægum stjörnum. Landeig- andinn John Christie erfði Glynde- bourne 1920 og þar sem hann var ákafur óperuunnandi fékk hann þá hugmynd að stuðla að óperuflutningi í þessu landi, þar sem honum fannst óperum illa sinnt. Christie var stað- fastur piparsveinn, en þegar hann kynntist söngkonunni Audrey Mildmay 48 ára að aldri skipti hann um skoðun og þau giftust. Eftir brúðkaupsferð til Salzborgar og Bayreuth eins og sæmdi óperuunnend- um hófust þau handa um að koma óperunni á koppinn. Konu hans þóttu hugmyndir hans heldur óburðugar, sagði að fyrst hann ætl- aði að gera þetta á annað borð ætti hann að gera þetta almennilega og húsið, sem opnað var, tók 300 manns í sæti. Það hefur síðan verið stækkað og tekur nú rúmlega 500 manns í sæti í fallega viðarklædd- um og fjarska notalegum sal. í stríðinu var óperuhúsið svefn- skáli fyrir börn frá London, sem forðað var frá loftárásum. Eftir stríðið voru peningarnir búnir, en Christie stóð að stofnun Edinborg- arhátíðarinnar 1947, sem óperan tengdist og 1950 var svo stofnað fjárhaldsfélag, sem síðan hefur séð um að afla fjár til Glyndebourne- óperunnar. Mildmay lést 1953 og Christie 1964, en fjölskyldan hefur haldið áfram að starfa við óperuna. Fyrsta óperan, sem var flutt var, var Brúðkaup Fígarós og Mozart hefur alla tíð verið kjarninn í óperu- flutningnum, en síðari árin hafa nú- tímaóperur bæst við. Þarna hafa starfað frábærir listamenn eins og málarinn David Hockney, sem gerði leiktjöld, leikhúsmaðurinn Peter Hall var á sínum tíma list- rænn stjórnandi og tónlistarstjórar hafa verið menn eins og Bernard Haitink og Sir Andrew Davis, sem hefur nýlega látið af störfum. Það er því traust og góð hefð að baki Glyndebourne-óperunnar og sýn- ingar þar laða að óperuunnendur alls staðar að úr heiminum. Það er engin tilraun til að skapa neitt tímasamræmi í uppsetningu Jonathan Veira sem Leporello og Michele Bianchini sem Don Giovanni. Ljósmynd/Mike Hoban LjósmynoVMike Hoban Jonathan Veira sem Leprello, Michele Bianchini sem Don Giovanni og Mary Plazas sem Donna Elvira. Graham Vick á Don Giovanni. Stíl- færðir rókókóbúningar Don Giov- anni, aðalsins og Lepórellós skipt- ast á við sjötta áratugs-stælinn á bændafólkinu. Sjónrænt er sýning- in þó harla ánægjuleg og hefur í sér innra samhengi, sem gerir hið ytra óþarft. Upplausnin kemur enn frek- ar fram í þessum fjóshaug, sem flýtur yfir senuna, í föstu formi þó og þar þurfa söngvararnir að fikra sig yfir, sem skapar enn frekar til- finningu af því ótrausta og óstöð- uga. Það eru margar tilvísanir í text- anum til frelsis og breytinga og í uppsetningu Vicks er skýrt dregið fram hnignun aðalsmannsins Don Giovannis og yfirvofandi fordæm- ing á ábyrgðarlausu líferni hans. Don Giovanni er sunginn af ítalan- um Michele Bianchini, sem er eins og sniðinn fyrir hlutverkið, grann- ur, lipur og myndarlegur og laðar auðveldlega fram ímynd flagarans. Raddlega er hann einnig styrkur, þó reyndar bassakenndari en oft heyrist í þessu hlutverki. Don Ottavio heitmaður Donnu Önnu er óneitanlega ögn vandræða- legt hlutverk, svo Finnur Bjarna- son hafði nokkuð að glíma við. Don Ottavio má horfa upp á heitkonu sína sem bráð Don Giovannis og þar sem það liggur sá efi í lofti að hún hafi ekki verið honum algjðrlega andsnúin þá gerir það hlutverkið oft ögn vandræðalegt þegar það er flutt af væskilslegum söngvurum. Finnur er alveg laus við slíkt yfir- bragð og kemur glæsilega fyrir. Því miður er það Prag-útgáfa óperunnar, sem þarna er flutt, svo það er aðeins ein aría, sem kemur í hlut Don Ottavios í þessari upp- færslu, Dalla tua pace, en ekki tvær eins og annars er oft. Ungur söngv- ari, sem viðstaddur var sýninguna, hafði á orði að Finnur hefði sungið aríuna á frumlegan hátt, sem ann- ars er erfitt fyrir jafn ungan mann með svo margtúlkað efni. Undir- tektir áheyrenda bentu til að hon- um hefði sannarlega tekist að ná til þeirra og þessi tök hans benda til þess að þarna sé ekki aðeins góður söngvari á ferð heldur áhugaverður listamaður. Aflíðandi endir í stað átaka Hvort sem það var sökum dimmrar raddar Bianchini þá náði Michael Druiett í hlutverki föður Donnu Önnu ekki sannfærandi tök- um á hlutverkinu og var ekki radd- legur maki Bianchini. Honum var reyndar ekki gert auðvelt fyrir af leikstjóranum, gekk um í slitnum morgunslopp, sem stakk ærlega í stúf við annað aðalsfólk í sýning- unni og skorti reisn í framkomu og söng. Það verður að skrifast á reikning leikstjórans að eftir marga góða spretti í sýningunni, sem virtust markvisst miða að stórbrotnum endalokum Don Giovannis, þá leið sýningin fremur út af en að henni lyki með hamförum og tortímingu. Maðurinn í sloppnum kom labbandi inn, sagði Don Giovanni að hans tími væri kominn og svo töltu þeir út saman. Það var reyndar snjallt bragð að sviðið fyllist af tvíförum skúrksins, en síðan leystist sú mynd upp á ófullnægjandi hátt. Mary Plazas í hlutverki Donnu Elvíru tók hlutverk sitt eftirminni- legum söng- og túlkunartökum og setti sterkan svip á sýninguna. Jonathan Veira sem Leporelló var raddlega traustur, en ögn óöruggur í túlkun, sem í raun gæti verið sök leikstjórans er ekki hefði lagt hon- um skýrar línur. Aðrir söngvarar skiluðu hlutverkum sínum með sóma, þau Sarah Fox sem Zerlína, Orla Boylan sem Anna og D'Arcy Bleiker sem Masettó. I sameiningu var þetta heilstæður og sterkur hópur, sem Finnur Bjarnason féll vel að. Dáðlausa Dóra og dauðyflið Stjjörmibío kUkUYMlllt KOSER-LÚÐI*% Leikstjóri og handritshöfundur Amy Heckerling. Tónskáld David Kitay. Kvikmyndatökusljóri Rob Hahn. Aðalleikendur Jason Biggs, Mena Suvari, Zal Ortli, Thomas Sadoski, Jimmi Simpson, Greg Kinear, Dan Aykroyd. Sýningartími 90 míh. Bandarísk. Columbia. Árgerð 2000. UNGMENNIÐ Paul (Jason Biggs) býr í uppsveitum New York-ríkis og nú á loks að hleypa heimdraganum og halda til náms í „borginni sem aldrei sefur, Stóra eplinu", New York. Faðir Páls býr hann undir lífið í stórborginni í nokkrum setningum af takmark- aðri visku. Enda verður strákgrey- ið fyrir alls kyns aðkasti og al- menningsbitbein á stúdentagarð- inum þar sem hann dregur fram lífið á styrk. Herbergisfélagarnir stytta sér stundir við að hafa hann að fífli og skortir ekki kvikindis- skapinn. Paul býður bara hinn vangann og vonar að mótlætið gangi yfir, rétt eins og gubbupest. Málin halda hins vegar áfram að versna, félagarnir fá að lokum leið á geðlurðunni, sem er potað niður í kjallaraboru ásamt heimilislausum dýrum. Og unir hag sínum vel. Til sögunnar kemur annar guðs- volaður, stúlkan Dóra (Mena Suv- ari). Afar sæt og klár í kollinum, þótt það gagnist henni ekki, eins og Páll; lætur alla troða á sér, eins og Páll; lætur einn prófessorinn hnoðast á sér að vild, Páll er þó saklaus af því. Hann er bara skot- inn í Dóru. Það hlýtur að koma að því að þessar hornrekur nái saman. Fyrstu atriðin benda til að við taki dæmigerð bekkjaraulamynd, en þeir voru jafnan ámóta óaðlað- andi og þeir voru fávísir. Hér eru þeir hins vegar túlkaðir af dísætum leikurum. Dóra er eins og breskt B-mynda-smástirni frá sjöunda áratugnum, Páll minnir helst á vanaðan Adam Sandler. Handrits- höfundinum Amy Heckerling mis- tekst gjörsamlega að vekja ein- hverja samúð með þessum gaufum, áhorfandinn fær hins vegar andúð á öllum aumingjaskapnum og und- irlægjuhættinum sem einkennir þetta vonlitla par. Höfundur Clue- less, þeirrar ágætu unglingamynd- ar, skýtur hátt yfir markið. Loser stendur um of undir nafni, er bragðlaust ævintýrafjas, endirinn sykurhjúpuð „feelgood"-della, þar sem Heckerling grípur til þess ör- þrifaráðs að rekja feril helstu pers- ónanna næstu árin eftir að mynd- inni lýkur. Þar fá vondu strákarnir heldur betur á baukinn, prófessor- inn lendir í tukthúsinu, rolurnar fá þessa líka fínu uppreisn æru. Trú- legt það. Dáðlaus góðmennska þýð- ir bæjaríbúð og láglaunastarf. Naglar eins og herbergisfélagarnir erfa heiminn. Það er ekki flóknara en það fröken Heckerling. Veröldin geldur gagl fyrir gás. Sæbjörn Valdimarsson Nffiarbækur' • ÚT er komin bókin 2000 árum eftír Vínlandsfund eftir Friðrik Daníelsson. Bókin fjallar um samhengið í sögu íslendinga og aðaláhrifavalda í lífi þeirra allt frá fyrstu tíð. Mál- efni nútímans, uppbyggingin, um- hverfismálin og sjálfstæðið eru reifuð á þeim grunni. í bókinni er skyggnst undir yf- irborðið og leitast við að varpa ljósi á það sem býr undir en ekki sést við fyrstu sýn. í bókinni er dregin upp framtíðarsýn af lífi og starfi íslendinga og komandi ár- þúsundi, og velt upp spurningunni um hvort landsmenn lifi annað ár- þúsund í landinu. Útgefandi er Friðrik Daníels- son. Bókin er 250 bls. Leiðbein- andi verð á bókinni í bókabúðum er 3.690 krónur. I ; r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.