Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.10.2000, Blaðsíða 39
38 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 39 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TEKJUOFLUN TIL BYGGINGA HÁSKÓLA ÍSLANDS AÞEIM dögum, sem íslenzka þjóðin var að treysta fullveldi sitt í sessi í aðdraganda heims- styrjaldar og lýðveldisstofnunar, var hún svo jjæfusöm, að forustumenn Háskóla íslands höfðu framsýni og áræði til að finna fjáröflunarleiðir til að kosta framkvæmdir við byggingar hans og treysta þannig um leið sjálf- stæði gagnvart ríkisvaldinu. Háskól- inn fékk einkaleyfi fyrir peningahapp- drætti og ágóðinn af því hefur reynzt honum ómetanleg uppspretta fram- kvæmdafjár. Síðar bættust fleiri tekjuöflunarleiðir við og má þar sér- staklega nefna kvikmyndahúsarekst- urinn, sem einnig reyndist heilla- drjúgur, einkum fyrstu áratugina. Nú er tekjuöflun Háskólans aftur mjög á dagskrá, því að hún rís ekki lengur undir þeim miklu og kostnað- arsömu byggingarframkvæmdum, sem þegar eru í gangi, að ekki sé tal- að um í nánustu framtíð. Nauðsyn framkvæmdanna stafar af mikilli og örri fjölgun nemenda, vaxandi kröfum um aðbúnað og auknum útgjöldum vegna viðhalds. Sem dæmi um, hversu viðamikil byggingastarfsemi Háskólans er má benda á, að frá árinu 1978 hefur 8,4 milljörðum króna verið varið til fram- kvæmda. Þar af er framlag happ- drættisins 7,5 milljarðar, ríkisins um 600 milljónir og eignasala o.fl. nemur 330 milljónum. Eins og nú standa sak- ir nægja eigin tekjur Háskólans ekki fyrir framkvæmdum. Það má sjá af því, að nokkur dráttur hefur orðið á byggingu Náttúrufræðahússins, sem áætlað er að kosti um 1.600 milljónir króna. Til þess hefur nú verið varið um 700 milljónum. Ljóst er að tekjur af happdrættinu duga ekki til að ljúka byggingunni, ekki sízt vegna þess, að viðhald á byggingum Háskólans hefur verið fjárfrekt síðustu ár og mun fara vaxandi. Þá er augljóst, að Háskólinn þarf að standa fyrir miklum og dýrum byggingaframkvæmdum á næstu ár- um til að mæta kröfum tímans. Vafalaust er viturlegast fyrir Há- skóla íslands að halda fast við mótun þeirrar stefnu frumkvöðlanna, að hann afli sjálfur fjár til framkvæmda á sínum vegum. Til þess þarf að finna nýjar leiðir til fjáröflunar og innan Háskólans sjálfs eru vafalítið menn, sem hafa ekki síður hugmyndaauðgi en forverar þeirra, sem störfuðu í því fábrotna og fátæka umhverfi, sem ein- kenndi ísland á frumbýlingsárunum. Stóraukin þörf á menntuðu fólki vegna örrar uppbyggingar nýrra at- vinnugreina, sem nú á sér stað í þjóð- félaginu og er reyndar fyrirsjáanleg í næstu framtíð, veitir Háskólanum ný tækifæri til samstarfs við atvinnulífið um uppbyggingu hans. Menntun og þjálfun starfsfólks á vegum Háskól- ans, og þátttaka fyrirtækja í vísinda- rannsóknum, getur skipt sköpum um framtíð fyrirtækjanna og mörg þeirra gera sér grein fyrir því. Það gerir Páll Skúlason, rektor Háskólans, einnig, því hann sagði í viðtali við Morgunblaðið nýlega, að sóknarfærin séu fyrst og fremst í samstarfi við fyrirtæki í atvinnurekstri, sem vilji taka þátt í uppbyggingu Háskólans. Að sjálfsögðu verður í þeim efnum að gæta að sjálfstæði skólans ekki síður en í samskiptunum við ríkisvaldið. Því er nauðsynlegt fyrir Háskóla íslands að leita einnig nýrra leiða til að tryggja, að hann ráði ferðinni í þeirri uppbyggingu, sem fyrir dyrum stend- TIMAMOTINORÐUR-KOREU EINANGRUN Norður-Kóreu, sem varað hefur í um hálfa öld, virðist nú vera að rofna. Á undanförnum dög- um hefur hvert vestrænt ríkið á fætur öðru lýst því ýfir að það hyggist taka upp stjórnmálasamband við ríkis- stjórnina í Pyongyang og Madeleine Albright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hélt í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu. Þar átti hún viðræður við Kim Jong-il, sem stjórnað hefur ríkinu frá því að faðir hans, Kim Il-sung, féll frá. Sú einangrun, sem Norður-Kórea hefur búið við, er að öllu leyti sjálf- skaparvíti. Ekkert þeirra ríkja, sem undanfarna áratugi hefur tekið upp stjórnarhætti kennda við kommúnisma hefur gengið jafnlangt í einangrunar- hyggju og brjálsemi, nema ef vera skyldi Kambódía undir stjórn Pol Pots. Hvergi annars staðar hefur leið- togadýrkunin verið jafnyfirgengileg og afkáraleg og í Norður-Kóreu, þ'ar sem leiðtogi landsins var dýrkaður sem eins konar guðleg vera þótt for- ysta hans skilaði þjóðinni hvorki mat né öðrum lífsnauðsynjum. Stjórnvöldum í Norður-Kóreu hefur víðast hvar verið úthýst vegna stuðn- ings við hryðjuverkahópa og áform um að koma sér upp jafnt gereyðingar- vopnum sem langdrægum eldflaugum er gætu ógnað Japan og jafnvel Bandaríkjunum. Þíða hefur hins vegar verið í sam- skiptum Norður-Kóreu við umheiminn undanfarin misseri og þá ekki síst við Suður-Kóreu. Fyrr á árinu var haldinn sögulegur fundur leiðtoga Norður- og Suður-Kórea, sem margir binda vonir við að hafi verið fyrsta skrefið í átt að endursameiningu kóresku ríkjanna eða að minnsta kosti eðlilegum sam- skiptum. Það loforð sem Kim Jong-il virðist hafa gefið Albright, um að hætta eldflaugatilraunum, lofar einnig góðu enda eru bætt samskipti við um- heiminn forsenda þess að fjármagn frá alþjóðastofnunum fari að streyma til Norður-Kóreu. Það verður hins vegar ekki auðvelt verkefni að taka næstu skref til að svo megi verða. Efnahagur landsins er rjúkandi rúst og ár eftir ár hafa borist fréttir af hungursneyð í landinu. íbúar Norður-Kóreu hafa búið við kúgun og einangrun sem á sér vart sinn líka í heiminum. Hvernig munu íbúar lands- ins bregðast við þegar þeir gera sér grein fyrir fangelsisvist sinni til fulls? Til hvaða bragða munu ráðamenn Norður-Kóreu grípa þegar þeir standa frammi fyrir því að þurfa að draga úr völdum sínum? Tíminn verður að leiða það í ljós. Akvörðun um skipulag Landspítala - háskólasjúkrahúss til næstu 20 ára undirbúin Morgunblaðið/Jim Smart Líkan af l<5ð Landspítala við Hringbraut, dökku byggingarnar eru þær nýju. Fremst er svæði Háskólans. Lóð Landspítalans í Fossvogi og er horft til suðausturs. Fremst er röð nýbygginga sem hýst geta ýmsar deildir og hringbygging lengst til hægri er bflageymsla. STJÓRNENDUR Landspít- ala - háskólasjúkrahúss undirbúa nú ákvarðana- töku um byggingamál spítalans til framtíðar. Snýst það annars vegar um uppbyggingu hús- næðis og hins vegar innra skipulag, þ.e. hvaða starfsemi verður til fram- búðar á hvorri lóð, við Hringbraut og í Fossvogi. Gert er ráð fyrir að á næstu 20 árum þurfi að byggja 70- 80 þúsund fermetra húsnæðis verði bráðaþjónustan sameinuð á einum stað, vegna aukningar í starfsemi spítalans og til að bæta þjónustu við sjúklinga og starfsaðstöðu. Það miðast við þá staðla sem notaðir eru við byggingu nýrra sjúkrahúsa á Norðurlöndum, til dæmis nýja Rík- isspítalans í Ósló og háskólasjúkra- hússins í Þrándheimi. Má gera ráð fyrir að kostnaður við það verði kringum 15-20 milljarðar króna án tækjabúnaðar. Sænska arkitektastofan White Arkitekter var fengin til að setja fram hugmyndir um framtíðar- skipulag á lóðum spítalans við Hringbraut og í Fossvogi en einnig var horft til Vífilsstaðalands. Þar er mikið landrými til frekari uppbygg- ingar og hefur oft verið horft til þess sem framtíðarsvæðis spítala- þjónustunnar. Svíarnir kynntu hug- myndir sínar fyrir yfirstjórn spít- alans síðastliðinn þriðjudag. Sátu þann fund bæði fulltrúar stjórnar spítalans og sviðsstjórar en einnig fulltrúar heilbrigðisráðuneytis, landlæknis og Reyjavíkurborgar. Marka þarf stefnuna „Við vinnum núna hörðum hönd- um að því að ákveða hvernig starf- semi spítalans verður skipt niður á lóðirnar tvær í Fossvogi og við Hringbraut," segir Magnús Péturs- son, forstjóri Landspítalans, í sam- tali við Morgunblaðið. „I fyrsta lagi er brýnt að ákveða deiliskipulag lóðanna og þar knýja skipulagsyfir- yöld borgarinnar á um ákvarðanir. Á grundvelli tillagna Svíanna get- um við áttað okkur á því hvort frek- ari uppbygging verður á báðum lóð- unum eða aðallega á öðrum staðnum. Hins vegar þarf að halda áfram vinnu við stefnumörkun á því hvernig háttað verður framtíðar- uppbyggingu starfsemi spítalans og hvaða áherslur verða á hvorum stað." Magnús segir menn mikið hafa horft til Vífilsstaðalands til þessa með framtíðaruppbyggingu í huga en ljóst sé að bæði sé rými og af ýmsum ástæðum hagkvæmt að hún verði í Fossvogi og við Hringbraut og horfir hann ekki síst til nálægðar við starfsemi Háskólans sem mjög tengist háskólasjúkrahúsi og nýt- ingar á núverandi húsnæði spít- alans á hvorri lóð. Miklir möguleikar við Hringbraut og í Fossvogi Arkitektarnir Hákan Josefsson og Christian Frisenstam hafa kynnt hugmyndir White arkitekta. Hákan Brýnt að marka stefnu um þróun á lóðum spítalans Á næstu mánuðum þarf að mati stjórn- enda Landspítalans að ákveða hvernig háttað verður upp- byggingu á lóðum spítalans við Hring- braut og í Fossvogi. Að mati sænskra arkitekta er hægt að byggja til fram- búðar á hvorri lóðinni sem er. Jóhannes Tómas- son heyrði ofan í Svíana og for- ráðamenn spítalans. Josefsson segir stofuna hafa fengið það verkefni að greina og lýsa mögulegri þróun spítalalóðanna. Hann segir mikla möguleika á frek- ari uppbyggingu á báðum stöðum og landrýrni nægilegt við Vífilsstaði til að byggja þar upp mun meiri starfsemi en nú er. I hugmyndum arkitektanna er lögð mest áhersla á möguleikana í Fossvogi og við Hringbraut. Segir Hákan Josefsson það stafa af því að lóðirnar séu vel í sveit settar, á þeim báðum sé ein- stakt tækifæri til uppbyggingar, lóðirnar séu nauðsynlegur huti af borginni sem mildlvægt sé að þróa rétt eins og aðra hluta hennar. Skipuleggja verði byggingar, torg, götur, bílastæði og garða spítalalóð- anna eins og gert sé við íbúðahverfi, miðbæi og annað sem í borginni er. Þá segir hann það tilhneigingu Sænsku arkitektarnir með fulltrúum Landspítala - háskólasjúkrahúss. Frá vinstri: Christian Frisenstam, Hákon Josefsson, Ingtílfur Þórisson, framkvæmdastjóri tækni og eigna, og Magnús Pétursson forsij'tíri. varðandi skipulag spítalastarfsemi að ætla henni áfram stað í miðjum borgum en ekki færa í útjaðra þeirra þar sem sífellt sé að aukast göngu- og dagdeildarstarfsemi sem kalli á stöðugan straum fólks til spítalanna. Svipaður fjöldi sjúkrarúma I dag eru kringum 900 sjúkrarúm á Landspítala samanlögðum, þ.e. við Hringbraut, í Fossvogi, á Landakoti, Vífilsstöðum og Kleppi. Arkitektarnir byggja sínar tillögur á því að sjúkrarúmum fjölgi ekki, heldur verði aukinni þörf á legu- rými meðal annars mætt með því að þjónusta færist nokkuð yfir á dag- deildir. Forsendur arkitektanna miðast þannig við eftirfarandi: Milli 60 og 70 þúsund manns koma árlega á slysadeildir og bráðamóttökur, um 200 þúsund sjúklingar leggjast árlega á spítal- ann, um 100 þúsund fá þjónustu á göngudeildum, 120-150 þúsund koma árlega á röntgendeildir, 10 þúsund sjúklingar eru skornir upp árlega og fjögur til fimm þúsund til viðbótar fara í aðgerð á dagdeildum og á rannsóknastofunum fara ár- lega fram um tvær milljónir hvers konar rannsókna. Framkvæmdum má skipta í áfanga Milli 420 og 450 sjúkrarúm eru á bráðadeildum, skurð- og lyflækna- deildum ásamt kvenna- og barna- deildum. Rúmlega 200 pláss eru á öldrunar- og endurhæfingardeild- um og 230-250 á geðdeildum. Gert er ráð fyrir að sjúklingum fjölgi á næstu 10 árum um 20% og um 35% sé horft til næstu 20 ára. I hugmyndum Svíanna er gert ráð fyrir umtalsverðum bygginga- framkvæmdum til 20 ára. Unnt verður að skipta þeim í áfanga. Til- lögurnar eru í meginatriðum þrjár. I fyrsta lagi að uppbygging bráða- þjónustu verði við Hringbraut og þar verði einnig lyf- og skurðdeildir, barnaspítali og kvennadeild. I Foss- vogi verði miðstöð öldrunarlækn- inga, endurhæfingar og ákveðnar valaðgerðir á skurðdeildum. Miðað við þetta þarf að byggja kringum 70 þúsund fermetra húsnæðis á lóð inni við Hringbraut. í öðru lagi er gert ráð fyrir nokk- urn veginn öfugu skipulagi, þ.e. að bráðaþjónustan verði byggð upp til framtíðar í Fossvogi, að þar verði einnig almennar lyflækninga- og skurðdeildir svo og barna- og kvennadeildir. Við Hringbraut verði öldrunarþjónusta, val-skurð- aðgerðir og geðdeildir. Verði þessi hugmynd valin þarf að byggja um 50 þúsund fermetra í Fossvogi. Hægt að byggja upp á aðeins öðrum staðnum Þriðja hugmyndin gerir ráð fyrir að uppbyggingin verði aðeins á ann- arri hvorri lóðinni. Þá myndi þurfa að reisa um 100 þúsund fermetra húsnæðis sem varla myndi kosta undir 25 milljörðum án tækjabún- aðar. Þá þarf á báðum stöðum að fjölga bílastæðum um 2.000 og jafn- vel meira. Eins og fyrr segir er ekki gert ráð fyrir fjölgun sjúkrarúma þrátt fyrir að horft sé 20 ár fram í tímann. Meiri þjónusta verður á göngu- deildum en aukning húsnæðis staf- ar ekki aðeins af kröfum um betri aðbúnað fyrir sjúklinga, sem gerðar eru í dag en var þegar núverandi spítalahúsnæði var reist, heldur einnig stóraukinni þörf fyrir að sinna bráðaþjónustu á hátækni- sviði. Er til dæmis gert ráð fyrir að langflestar stofur séu einbýli. í dag eru milli 25 og 26 fermetrar á hvert sjúkrarúm en nýir staðlar spítala- bygginga gera ráð fyrir að á bak við hvert sjúkrarúm í dag séu 35 til 40 fermetrar. Hvort sem valið yrði að byggja í Fossvogi eða við Hringbraut er gert ráð fyrir að reisa mætti milli 35 og 40 þúsund fermetra fyrir starf- semi Háskóla íslands sem tengist kennsluhlutverki háskólasjúkra- hússins. Þar er starfsemin nú í um 6.500 fermetrum. Ljóst er að þessar hugmyndir um framtíðaruppbygg- ingu Landspítala - háskólasjúkra- húss krefjast mikils fjármagns á næstu 20 árum verði þeim hrint í framkvæmd. Svíarnir benda á að þar séu ýmsir möguleikar og ekki sé víst að ríkisvaldið þurfi að sjá um fjármögnun að öllu leyti. Þróunin sé sú að margs konar starfsemi sjúkrahúsa sé falin öðrum aðilum, bæði uppbygging og rekstur ýmissa þátta. Bjartsýnn á ákvörðun Magnús Pétursson tekur undir það og segir eina hugmyndina þá að einkaaðilar sjái um uppbyggingu húsnæðis og aðstöðu sem síðan mætti hugsanlega leigja til að reka spítala. Allt hljóti að vera til skoð- unar þegar framtíðarstefna sé mörkuð. Magnús er í lokin spurður hvort hann sé bjartsýnn á að unnt verði að fá ákvörðun um nauðsyn- lega stefnumótun á næstu misser- um: „Ég er bjartsýnn á að við og aðrir sem bera ábyrgð á heilbrigðismál- um þjóðarinnar getum tekið slíka ákvörðun. Við þurfum að geta sam- einast um stefnu og síðan að geta hrint henni í framkvæmd og ég held að við höfum allar forsendur til að ljúka þeirri stefnumótun á næstu mánuðum." Framkvæmdum í ár við endurbygg- ingu Litlabæjar í Skötufírði að ljúka Gottdæmium híbýli fólks sem minna mátti sín ÞJOÐMINJASAFNIÐ stendur að endur- byggingu íbúðarhússins að Litlabæ í Skötufirði við ísafjarðardjúp. Húsið er talið gott dæmi um byggingaraðferðir sem fyrr á öldum voru notaðar við Isafjarðardjúp og híbýli ftílks sem minna mátti sín. Fyrirhugað er að Byggðasafn Vestfjarða komi upp sýningu um útvegsbóndann í Litlabæ, að end- urbyggingu bæjarins Iokinni. Mikið af hleðslugrjóti Tvennum hjónum var byggður jarðarskiki úr landi Hvítaness í Skötufirði á árinu 1895, að þvf er fram kemur í samantekt Hjörleifs Stefánssonar arkitekts sem skipu- lagði endurbyggingu bæjarins. Fjölskyldurnar reistu sér sameig- inlega fbúðarhús og kölluðu Litla- bæ, og ýmis fleiri hús. Húsið var 12 sinnum 6 álnir, portbyggt íbúð- arhús. Veggir úr torfi og grjóti og á árinu 1909 var torf á helmingi þaksins en bárujárn á hiuum, að því er fram kemur í samantekt- inni. Við húsið stóð skúr, jafnstór húsinu, úr timbri og með járnþaki. Hjörleifur Stefánsson segir að leifar mannvirkja víða við Isa- fjarðardjúp sýni að þar hafi hús verið byggð öðruvísi en annars staðar á landinu. Grjóthleðslurnar séu meira áberandi. Það hafi fyrst og fremst helgast af aðstæðum. Mikið sé til af góðu hleðslugrjóti en mýratorf vandfundið. „Af öllum stöðum við Djúp er mest af grjtíthleðslum eftir hér í Litlabæ. Hér eru rústir margra húsa, meðal annars íbúðarhússins frá 1895, og allir þessir túngarð- ar," segir Hjörleifur. Hjá Litlabæ er forn fjárborg sem lengi hefur vakið athygli en hún er eldri en bærinn. Og nú ákvað Þjóðm- injasafnið að láta byggja upp íbúð- arhúsið. Til verksins voru fengnir bræðurnir frá Drðngum á Strönd- um, Guðmundur Oli Kristinsson trésmíðameistari og Benjamín Kristinsson hleðslumeistari. Þessa dagana er verið að leggja si'ðustu hönd á verk þessa árs og voru Hjörleifur og Jón Sigurpáls- son safnvörður á Isafirði einmitt staddir þar til að líta eftir gangi verksins og leggja á ráðin um framhaldið þegar blaðamaður átti leið þar um á dögunum. Verið er að Ijúkii hleðslum og frágangi hússins að utan. Hjörleifur segir að framhaldið fari eftir fjárveitingum. Vonast hann til þess að unnt verði að ljú ka við húsið á næsta ári og vonandi einnig að hlúa að öðrum hleðslum og mannvirkjum á bænum. Stefh- an er að byggja upp sem mest af Þótt mikið hleðslugrjót sé á Vestfjörðum er ákveðinn vandi að velja það, sérstaklega þegar verið er að líkja eftir verkum annarra, eins og Benjamfn Kristinsson, hleðslumeistari frá Dröngum, orðar það. Hann er hér til vinstri ásamt Ara Jó- hannessyni að velja steina til að hlaða veggi Litlabæjar. öðrum mannvirkjum, svo sem hænsnahús, hesthús, hjall, eldivið- argeymslu, fjós; fjárhús og hlöðu og brunnhús. 22 til heimilis í Litlabæ í Litlabæ bjuggu tvær fjölskyld- ur sem höfðu lítil bú en lifðu á því sem sjórinn gaf. Þessum örsmáa húsi var skipt í tvennt, lóðrétt, og bj<5 hvor fjölskyldan út af fyrir sig. Báðar byggðu eigið útieldhús en Hjörleifur segir að það hafi tíðkast löngu áður en þessi bær var byggður og verið löngu úrelt byggingaraðferð. I samantekt Hjörleifs kemur fram að á árinu 1901 bjuggu 15 manns í húsinu og á árinu 1910 voru 22 taldir þar til heimilis. Hjörleifur vekur áþvíathygli að, flestar gamlar byggingar sem varðveittar séu hafi verið heldri manna hús, til dæmis á prestsetr- um. „Hér höfum við aftur á móti dæmi um híbýli fólks sem minna mátti sín, bústað útvegsbóndans," segir hann. Byggingarnar verða afhentar Byggðasafni Vestfjarða á Isafirði til notkunar. Jón Sigurpálsson safnvörður segir að rætt hafi verið um að koma þarna upp sýningu á högum útvegsbóndans. Það sé lið- ur í þeirri stefnu safnsins að dreifa starfseminni sem mest um starfs- svæðið. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Arkitektinn og forstöðumaðurinn líta eftir uppbyggingunni á Litlabæ í Skötufirði. Þeir standa þarna við eina af mörgum hlöðnum ttíftum með bæinn í baksýn, f.v. Jtín Sigurpálsson, safnvörður á Isafirði, Hjörleifur Stefánsson arkitekt og Guðmundur Óli Kristinsson, trpsini'flanioiglnri frá Dröngum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.