Morgunblaðið - 26.10.2000, Side 1

Morgunblaðið - 26.10.2000, Side 1
246. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tugir manna falla 1 uppreisn á Fflabeinsströndinni eftir umdeildar kosningar Herforingja- stjórninni steypt Abidjan. Reuters, AFP. LAURENT Gbagbo, leiðtogi sósíal- ista á Fílabeinsströndinni, kvaðst í gær vera við stjórnvölinn í landinu eftir að tugþúsundir manna gerðu uppreisn í stærstu borginni, Abidj- an, til að steypa leiðtoga herforingja- stjórnarinnar, Robert Guei hers- höfðingja, sem hafði lýst yfir sigri í forsetakosningum á sunnudag. „Það leikur enginn vafi á því að ég er nýi forsetinn," sagði Gbagbo, sem er talinn hafa farið með sigur af hólmi í kosningunum. Her- og lögreglumenn, sem styðja Gbagbo, náðu skrifstofu forsetans í Abidjan á sitt vald í gærkvöld og hermt var að Guei hefði ekki verið í byggingunni. Gbagbo kvaðst telja að hershöfðinginn hefði flúið til Coton- ou í Benín en aðrir sögðu að hann væri enn á Fílabeinsströndinni. Aðstoðarmenn Gbagbo sögðu að um 60 manns hefðu beðið bana í mót- mælunum síðustu tvo daga og flestir þeirra hefðu fallið þegar hennenn hollir Guei hófu skothríð á mótmæl- endur í gærmorgun. Margir her- og lögreglumenn gengu til liðs við mótmælendurna sem hörfuðu ekki þrátt fyrir skot- hríðina. Byssurnar þögnuðu síðar um daginn og stuðningsmenn Gbagbo dönsuðu á götunum til að fagna falli hershöfðingjans sem hafði stjórnað landinu frá valdaráni hers- ins um síðustujól. Gbagbo, sem er 55 ára, stjórnaði baráttunni fyrir því að komið yrði á fjölflokkalýðræði á Fílabeinsströnd- inni árið 1990. Guei boðaði til forsetakosning- anna og þingkosninga 10. desember samkvæmt nýrri stjómarskrá sem var samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu í júlí. Hann sóttist síðan sjálfur eftir forsetaembættinu líkt og margir afrískir leiðtogar sem hafa tekið völdin í sínar hendur með valdi og boðið sig síðan fram í forseta- kosningum. „Fflabeinsstrendingar gátu ekki sætt sig við þetta valdarán í kosning- unum,“ sagði Gbagbo. Hann kvaðst ætla að mynda nýja ríkisstjórn og lofaði að beita sér fyrir þjóðarein- ingu. Hvatt til nýrra kosninga Nokkrir af helstu ráðherrum her- foringjastjórnarinnar sneru baki við Guei og sögðu að Gbagbo væri rétt- kjörinn forseti. Leiðtogar nokkurra Afríku- og Evrópuríkja hvöttu til þess í gær að kosið yrði aftur þar sem kosningarn- ar hefðu ekki verið lýðræðislegar, meðal annars vegna þess að nokkr- um af helstu andstæðingum herfor- ingjastjórnarinnar var meinað að bjóða sig fram. ■ „Tiltektin u/29 AP Liðsmenn öryggissveitar fagna falli herforingjastjórnarinnar á Ffla- beinsströndinni í Abidjan eftir að hafa gengið til liðs við mótmælendur. Vaða aur- inn fyrir Rugova TUGÞÚSUNDIR manna flykktust á aðalíþróttaleikvanginn í Prist- ina í Kosovo í gær þegar Ibrahim Rugova, leiðtogi LDK, hélt þar kosningafund. Rugova hefur í tvígang verið kjörinn forseti Kosovo í ólöglegum kosningum 1992 og 1998 og nýtur enn gríðar- legs stuðnings. Létu stuðnings- menn hans sig hafa að vaða aur- inn í ökkla til að komast inn á leikvanginn, þar sem leikin var þjóðleg tónlist og hvítum dúfum sleppt sem tákni um frið. ■ Góð æfing/26 82 manns farast MorgunblaðiðAJrður Gunnarsdóttir í flugslysi Tbilisi. Reuters. RÚSSNESK herflugvél með 82 manns innanborðs hrapaði nálægt hafnarborginni Batumi í Georgíu í gær. Georgískur embættismaður sagði að allir í vélinni, þeirra á með- al átta börn, hefðu beðið bana. Georgískir embættismenn sögðu að fjögurra hreyfla flugvél af gerð- inni Iljúshín-18 hefði hrapað og sprungið um 25 km austan við Bat- umi, höfuðstað sjálfstjórnarhéraðs- ins Adzhara, þar sem Rússar eru með herstöð. Georgíski þingmaðurinn Georgí Targamadze sagði að íbúar í grennd við slysstaðinn hefðu heyrt mikla sprengingu þegar vélin hrapaði. Flugvélin var á leiðinni frá her- flugvelli nálægt Moskvu til Batumi. Björgunarstarfið gekk mjög erfið- Clinton íhugar fund með Barak og Arafat Jenísalein. Reuters, AFP. EMBÆTTISMENN í Bandaríkjun- um sögðu í gær að Bill Clinton for- seti kynni að bjóða leiðtogum ísraela og Palestínumanna til viðræðna í Washington ef staðið yrði við vopna- hléið sem samið var um í Egypta- landi í vikunni sem leið. P.J. Crowley, talsmaður þjóðarör- yggisráðs Bandaríkjaforseta, sagði að Clinton hefði hringt í Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, og rætt við hann í hálfa klukkustund. Annar bandarískur embættismaður sagði að Clinton hefði einnig hringt í Ehud Barak, forsætisráðherra ísr- aels. „Forsetinn ræddi möguleikann á því að leiðtogamir kæmu saman hér í Washington,“ sagði Crowley. Hann bætti við að fundurinn kynni að verða haldinn ef staðið yrði við vopnahléssamkomulagið. Skotárás á byggð gyðinga Palestínumenn í þorpinu Beit Jala á Vesturbakkanum hófu í gær skot- hríð á gyðingabyggðina Gilo, sem Israelar segja að tilheyri Jerúsalem. ísraelskir hermenn svöruðu árásinni' með því að beita vélbyssum og skrið- drekar skutu tveim sprengjum á skotmörk í Beita Jala. Ekki var vitað hvort mannfall hefði orðið. Áður hafði ísraelsstjóm sagt að dregið hefði úr spennunni á Vestur- bakkanum og Gazasvæðinu. Einn af yfirmönnum Israelshers ræddi í gær við æðsta embættis- mann Palestínumanna í öryggismál- um um ráðstafanir til að stemma stigu við átökunum sem hafa kostað rúmlega 130 manns lífið. lega vegna úrhellis, þoku og tækja- skorts. Engar vísbendingar komu fram í gær um orsakir slyssins. -------—1--------- Fujimori bannar liðs- flutninga Lima. Reuters. ALBERTO Fujimori, forseti Perú, tilkynnti í gær að hann hefði skipað öllum hermönnum landsins að halda kyrm fyrir í herstöðvum sín- um. Forsetinn útskýrði ekki hvers vegna hann gaf þessi fyrirmæli, en orðrómur hefur verið á kreiki í Perú um að yfirmenn hersins hyggist taka völdin í sínar hendur. „Við höfum lýst yfir algjöru banni við liðsflutningum,“ sagði Fujimori við fréttamenn í þorpinu Chaclacayo, norðan við höfuðborg- ina, Lima. „Við höfum hafið að- gerðir og skýrum frá þeim síðar.“ Fregnir herma að Fujimori eigi í harðri baráttu við fyrrverandi yfir- mann leyniþjónustunnar, Vladim- iro Montesinos, um stuðning hers- ins. Heimildarmaður í hernum sagði að Montesinos kynni að vera að undirbúa valdarán. ■ Montesinos/27 MORGUNBLAÐIÐ 26. OKTÓBER 2000 090000 690900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.