Morgunblaðið - 26.10.2000, Side 52

Morgunblaðið - 26.10.2000, Side 52
52 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Gagnrýnandinn sem músrkin fór fram hjá EKKI er langt síðan nokkrir hljómlistarmenn tjáðu sig á prenti um undarlega siði poppgagnrýnenda. Þeir virðast sem sé pína sig til að hlusta á músík sem þeim fellur ekki í geð og einkennast svo skrif þeirra af fyrirlitningu í garð þeirra sem leyfa sér að semja, spila og gefa út slíka músík. Annað sem einkennir þessa gagnrýnendur er mikill hroki og yfir- l»gengilegt tískusnobb og þykir í leið- inni góð lenska að hnýta í þá sem ekki eru á „réttri“ bylgjulengd. Þeir gefa sér rangar forsendur og þegar rangt er gefið verður niðurstaðan auðvitað röng. Einn af þessum mönnum er Amar Eggert Thoroddsen á Morg- unblaðinu. Ég hef tekið eftir því að hann hefur einkennilega ánægju af því að skoða útgáfur af landsbyggð- inni og útmála hversu sveitó þær eru og illa tollandi í tískunni. Hann er MRLÞING um íslond ó nýrri öld frsmlfðsr^a lnUogu «9 Ivnjaja Ifjsakasasfa ItitBdlngs - h<*rníg wfdur pfwn Mensta )>jóíf#f«3U HÁSKÓI.AÚTGÁFAN [ tilefni of útkomu bókorinnor (slond ó nýrrl öld verður efnt tll oplns mólþings í Hótíðosol Hóskólons föstudoginn 27. október kl. 16.00 - 18.00. Höfundar bókorinnor eru tuttugu og tveir tolsins og munu nokkrir úr þeirro hópi fjollo um fromtíðorsýn síno. Dcigskró 1. Setning. Gunnar G. Schram prófessor, ritstjóri Islonds ó nýrri öld. 2. Hvert ó þjóðin oð stefno ó nýrri öld? Stutt óvörp. Páll Skúlason háskólarektor. Sjarni Daníelsson óperustjórl. Gunnar Steinn Pálsson forstjórl Mekkonó. Dagur S. Cggertsson læknir. Páll Kr. Pálsson fromkvæmdostjórl. 3. Pollborðsumræður. Auk ræðumonno munu Lára Magnúsardáttir sagnfræðlngur og Cglll Helgason sjónvarpsmoður taka þátt í umræðunum. flEvar Kjartansson verður fundorstjóri. Málþingið er öllum opið, enginn aðgangseyrir. sjálfur auðvitað vel að sér í tónlistar- tískunni, sjálfskipuð tónlistarlögga, eða settur í það embætti af ritstjóm Moggans. 011 áheyrileg músík er vond enda ekki ættuð úr músíkveröld Amars og félaga. Þar ræður helst ríkjum unglingagraðrokk og tölvu- gert holtaþokuvæl. Ungmenni að finna upp hjólið einu sinni enn og gagnrýnendur fylgjast með af áhuga. I umfjöllun um diskinn Dans Iðnbúð 1,210 Garðabæ sími 565 8060 Ingvi Þór Kormáksson Daily Vits (S J* k. o (A . 3 "35 í c (8 *> « O) c ð> k. O Inniheldur 29 tegundir af vítamínum, steinefnum og Rautt Panax Ginseng. APÓTEKIN Upplýsingar í síma 567 3534. stöðumælanna, sem birtist í Mbl. 18. októ- ber, nefnir Amar skemmtilega hug- myndafræði á bak við „ljóða“diskinn en seg- ir svo: „Því leyfa menn ekki ljóðunum að vera í sínum pappírskiljum og dægurtónlistinni með sinni textagerð að vera á sínum geislaplötum án af- skipta ljóðlistarinn- ar.“ Verst að menn skuli hafa stundað slíkt athæfi áratugum og öldum saman án þess að spyija Arnar um leyfi. Hvað með allan sönglaga- sjóð íslensku þjóðarinnar? Það er alltaf verið að gera lög við Ijóð. Vísna- söngvarar, dægurlagahöfundar, djasstónskáld og „alvarlegu“ tón- skáldin hafa stundað slíka iðju án at- hugasemda hingað til. Amar heldur áfram og segir „svona“ diska „falla óþægilega milli flokka“. Hvað er „að falla á milli flokka“? Er maðurinn búinn að flokka tónlist eftir einhveiju heimatilbúnu kei'fi og lendir í vand- ræðum ef eitthvað passar ekki í flokkana hans? „Ljóðaunnendur fal- ast ekki eftir þessu formi og dægur- tónlistarfólkið h'tur ógjaman við svona „listabulli“,“ skrifar gagnrýn- andinn. Hvað hann hefur fyrir sér í því að Ijóðaunnendur falist ekki eftir slíku formi þegar fjöldi hljóðritana á íslandi og um heim allan ber vott um hið gagnstæða? Vanmetur hann ekki líka „dægurtónlistarfólkið“ er hann gerir ráð fyrir að það vilji ekki bita- stæða texta, ljóð eða „listabull" eins og hann orðar það? Hefur honum nokkum tíma dottið í hug að dægur- laga- og popptextar verða í mörgum tilfellum til á undan laginu. Er ekki skyldleiki texta við Ijóð augljós áður en nokkurt lag er fyrir hendi? Era ekki margir textasmiðir jafnframt ljóðskáld og er þá sumt sem þeir semja við hæfi í dægurtónlist en ann- að ekki? Amar reynir við illan leik að fjalla um tónlistina á umræddum diski og kallar hana „léttdjassað popp, áreit- islaust...“. Má taka undir það að hluti tónlistarinnar er léttdjassað popp. Hitt er af ýmsum toga. Ef endilega þarf að flokka músíkina fellur hún að mestu undir það sem á ensku kallast AC (Adult Contemporary) - músík handa fullorðnum - fólki sem hefur þroskast tónlistarlega en það virðist gagnrýnandi Moggans alveg hafa BROTHER BS 2145 aðeins kr. 18.374,- stgr. Fín vél fyrir heimilið! Takmarkað magn Völusteinn er 10 ára! - FLEIRI GLÆSILEG AFMÆLISTILBOÐ - KAUPTU I 7 GLERUNGA OG FÁÐU 3 FRÍTT MEÐ ÚR KÖRFU DUKKUHATTAR Á AÐEINS KR. 50,- - á meðan birgðir endast! erufcom.in O VOLUSTEINN fyrir fima fingur 7® Völustemn / Mörkinni I / I 08 Reykjavík / Sími 588 9505 / www.volusteinn.is sloppið við. En takið eft- ir. Lykilorðið er nefni- lega „áreitislaust“. Ekk- ert sem hrekkir hlust- andann. Það virðist sem gagnrýnandinn sé búinn að láta forrita svo í sér heilabúið með tölvutón- listarhrekkjum og rafgít- arasargi að hann hefur fengið andúð á því sem er músíkalskt og þar af leiðandi ekki jafn áreit- andi og það sem hann vanalega þarf að snobba fyrir. Hann segir tónlist- ina líða „fram hjá manni“. Hann hefði ekki þurft að taka það fram að tónlistin leið (fór) fram hjá honum. Það er augljóst. Það einvalalið flytj- enda sem prýðir þennan disk er ekki nógu gott handa manninum sem missti af músíkinni. Það þarf varla að taka það fram að athugasemdir hans Popp Arnar reynir við illan leik, segir Ingvi Þór Kormáksson, að fjalla um tónlistina á umræddum diski. þar að lútandi era gersamlega úr takti við veraleikann. Þegar litið er á það sem Arnari finnst jákvætt á diskinum kemur dá- lítið í ljós sem rennir stoðum undir skoðun mína um andstyggð gagn- rýnandans á músík. Hann lofar eina lagið sem er í raun ekki lag frá hendi höfundar heldur eins konar ó-lag eða lagleysa. „Grúf ‘ er spunnið á staðn- um og hljóðritað og síðan fær gítar- leikari að mestu fijálsar hendur við að „búa til hávaða“ ofan á það. Meira er nú ekki í þessu „lagi“ fyrir utan spaugsamt Ijóð Michaels Pollock. Þetta er eins hljóms lag, nógu einfalt til að gagnrýnandinn botni í því og nógu nálægt tónlistartísku dagsins í dag til að hann geti leyft sér smáhrós. En það er vissara að hætta sér ekki í greiningu á hinum lagasmíðunum, þessum „áreitislausu“, sem innihalda kannski tíu eða tuttugu hljóma. Oj! Arnar er ánægður með söng Guð- mundar Hermannssonar og segir hann fá „útrás fyrir aðdáun sína á Tom Waits“ í einu laganna. Að söng- stfllinn dragi dám af Tom Waits er vafasöm fullyrðing og að Guðmundur hafi dálæti á Waits hef ég ekki heyrt um fyrr. Upptökustjórinn útskýrði einfaldlega hvemig skyldi sungið og flinkur söngvari eins og Guðmundur átti ekki í vandræðum með að fara að þeim fyrirmælum. Vegna ritdeilnanna sem greint er frá hér í upphafi hafði ég varann á og bað um að umræddur diskur yrði fenginn í hendur gagnrýnanda Mbl. sem jafnframt er hljómlistarmaður og vakti athygli í fyrra fyrir vönduð vinnubrögð. Illu heilli var hann hætt- ur störfum og auðvitað ekkert sjálf- gefið að hægt sé að verða við slíkum óskum. Sættist ég því á að Amar þessi gagnrýndi diskinn þrátt fyrir gransemdir um að úr yrði eitthvert klúður. - Af eitt hundrað lögurn sem út hafa komið eftir mig hafa nokkur unnið til alþjóðlegra verðlauna og viðurkenninga auk þess sem ég hef bandarískan forleggjara að verkum mínum. Þetta átti sér stað í kjölfarið á samstarfi við enskumælandi skáld og textahöfund og því aðeins nefnt hér til að sýna fram á að mörgum hugnast vel sambýli lags og Ijóðs og „listabullið" getur borgað sig. Mér gæti ekki staðið meira á sama hvað einhverjum á Mogganum finnst um mína músík og reyndar var umsögn Arnars um Dans stöðumælanna ekk- ert voðalega neikvæð. Það er bara svo leiðinlegt þetta bull. Meira að segja fyiirsögnin, „Stöðugt mæli“, er merkingarlaust bull. - Það er eigin- lega lágmarkskrafa að poppskríbent- ar hafi smáskilning á því sem þeir era að fjalla um og opinberi ekki svona fáfræði sína og fordóma. Höfundur er hljómlistarmaður og tdnlistargagnrýnandi hjá DV.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.