Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Kolmunnaafli fslendinga kominn yfír 200 þúsund tonn Utflutningsverðmætið um 1,6 milljarðar króna KOLMUNNAAFLI íslendinga á þessu ári er nú orðinn nærri 210 þús- und tonn og hefur aflinn aldrei verið meiri. Þá hafa erlend skip landað hérlendis ríflega 23 þúsund tonnum og hafa því íslenskar fiskimjöls- verksmiðjur tekið á móti um 230 þúsund tonnum af kolmunna á þessu ári. Ætla má að útflutningsverðmæti afurða úr kolmunnaafla ársins nemi um 1,6 milljörðum króna. Kolmunnaveiðar íslendinga hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin. Árið 1996 veiddu íslensk skip aðeins rúm 300 tonn af kolmunna. Veiðin fór í 10.500 tonn árið 1997, 65 þúsund tonn árið 1998 og á síðasta ári var kolmunnaafli íslendinga rúm 160 þúsund tonn. Heildarkolmunnaafli í Norður- Atlantshafi fór á síðasta ári í tæpar 1,3 milljónir tonna, sem er helmingi meira er fiskifræðingar hafa lagt til. Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur lagt til að kolmunnaveiði fari ekki yf- ir 628 þúsund tonn á næsta ári. Á fundi strandríkja við N-Atlants- haf, auk Rússlands, í síðasta mánuði var ákveðið að halda fund vísinda- manna í tengslum við ársfund Ljósmynd/Jón Páll Beitir NK á kolmunnaveiðum austur af landinu. N or ðaustur-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar (NEAFC) í nóvember nk., til að fara yfir útreikninga fyrir líffræðilega dreifingu kolmunna. Ekki hefur náðst samkomulag um skiptingu kvóta úr kolmunnastofnin- um í Norður-Atlantshafi og þykir sýnt að ekki kemur til kvótaskipt- ingar á næsta ári og er stefnt að því að kvótasetja kolmunnann árið 2002. Himin og haf ber á milli í kröfum strandríkjanna og hljóða samanlagð- ar kröfur ríkjanna upp á um 170% ráðlagðs heildarafla. Þar af gera ís- lendingar kröfu um að 22% heildar- aflans komi í þeirra hlut, Norðmenn 37%, Færeyingar 24%, Rússar 30% og Evrópusambandið 67%. Tap á kolmunnaútgerðinni Enn eru nokkur skip á kolmunna- veiðum, í Rósagarðinum svokallaða austur af landinu, og hefur afli þeirra 'verið ágætur síðustu daga. Veiðamar eru hinsvegar mjög kostnaðarsamar, m.a. vegna hás olíuverðs og lágs afurðaverðs. Að sögn Emils Thorarensen, útgerðar- stjóra Hraðfrystihúss Eskifjarðar, hefur kolmunnaútgerðin gengið erf- iðlega og flestar veiðiferðir komið út í tapi. A aðalfundi Útvegsmannafélags Austurlands í síðustu viku var þess farið á leit við LÍÚ að sambandið beitti sér fyrir því að stjórnvöld færu að lögum, og gættu hagsmuna þeirra skipa sem aflað hefðu sér veiði- reynslu við kolmunnaveiðar, þegar kæmi að því að skipta veiðiheimild- um úr stofninum. Bent er á að útgerðirnar hafi lagt út í hundraða milljóna króna fjár- festingar vegna skipta á aðalvélum skipa, togspilum og öðrum búnaði, til að geta stundað kolmunnaveiðar með viðhlítandi árangri. Stjórnvöld hafi auk þess hvatt útgerðarmenn til að sinna veiðum á kolmunna og öðl- ast þannig reynslu svo ísland geti átt tilkall til hlutdeildar úr heildar- stofninum. Skólar opnir komi til verkfalls KENNARAR í framhaldsskólum hafa boðað verkfall 7. nóvember nk. náist ekki samningar. Tryggvi Gísla- son, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, og Kristín Amalds, skóla- meistari Fjölbrautaskólans í Breið- holti, segja verkfall geta haft alvar- legar afleiðingar fyrir skólastarf. Framhaldsskólakennarar hafa þrisvar sinnum farið í verkfall frá því Hið íslenska kennarafélag fékk verk- fallsrétt árið 1983. Þeir sögðu auk þess upp störfum í ársbyrjun árið 1985 til þess að knýja á um kaup- hækkanir. í verkföllunum 1987, 1989 og 1995 féll kennsla að mestu niður í fram- haldsskólum í samtals 14 vikur. Þeg- ar kennarar sögðu upp störfum frá og með 1. mars árið 1985 nýtti Ragnhild- ur Helgadóttir, þáverandi mennta- málaráðherra, sér lagaheimild og framlengdi uppsagnarfrest kennara um þrjá mánuði. Yfir 400 kennarar hættu hins vegar kennslu 1. mars og fengu nemendur í mörgum fram- haldsskólum því gloppótta kennslu næstu þrjár vikumar. Kennarar brýndir til átaka Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, segir að verið sé að ræða innan skólans hvern- ig bmgðist, verður við verkfalli fram- haldsskólakennara skelli það á 7. nóv- ember nk. í fyrri verkföllum hefur skólinn staðið opinn. Svo verði einnig nú. Tryggvi segir að flestir nemendur þreytist þó fljótlega á því að sitja yfir bókum. Hann segir engan vafa leika á því að stjómvöld hafi brýnt kennara til átaka með því að ákveða að fella niðui- launagreiðslur. Honum líst illa á yfirvofandi verk- fall og segir slíkt geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir skólastarf. Það taki jafnvel mörg ár að vinna upp það tjón sem verði í verkfalli. Kristín Amalds, skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti, segir að námsáætlunum hafi ekki og verði ekki breytt þrátt fyrir að framhalds- skólakennarar hafi boðað til verkfalls. Kristín segir að í fyrri verkíollum hafi nemendum verið gefinn kostur á því að nota bókasafnið og stofur í skólan- um til að lesa. Svo verði einnig nú ná- ist samningar ekki í tæka tíð. Kristín segir verkföll hafa slæm áhrif á skólastarfið. Andrúmsloftið í skólum verði yfirleitt spennuþrungið þegar dregur að verkíálli. „Ég hef hvatt nemendur til að halda ró sinni,“ segir Kristín. Hún segir að alltaf sé eitthvað um að nemendur hætti námi, þó sérstaklega þeir sem standa höll- um fæti. Hún segir kennara í skólan- um marga reiða stjómvöldum fyrir að hafa ákveðið að greiða þeim aðeins laun til 7. nóvember nk. Morgunblaðið/Kristinn Vala safnar fyrir Rauða krossinn f GÆR stóð Rauði kross Islands fyr- ir Ijársöfnun undir kjörorðinu „Göngum til góðs“. Fjármunum sem safnast verður varið til baráttunnar gegn alnæmi í suðurhluta Afríku. Margir sjálfboðaliðar gengu í hús með söfnunarbauka. Meðal þeirra sem tóku þátt í átakinu var Vala Flosadóttir stangarstökkvari, sem tók á móti framlögum í Kringlunni. Lausir hundar til vandræða í Heiðmörk HUNDAEIGENDUR sleppa gjarnan hundum sínum lausum í Heiðmörk þrátt fyrir að slíkt sé bannað. Tvö slys hafa orðið á fólki á skömmum tíma sem rekja má til þess að hundaeig- endur fylgdust ekki nægjan- lega vel með hundum sínum. Annað slysið vildi þannig til að maður var með hund sinn í mjög löngum taumi. Er eldri hjón áttu leið þar framhjá stökk hundurinn skyndilega á konuna og felldi hana til jarð- ar. Við fallið brotnuðu tveir hryggjarliðir í konunni, en hún er á sjötugsaldri. Á fimmtudag réðst hundur á mann sem var á skokki í Heið- mörk og beit hann til blóðs í lærið. Vignir Sigurðsson, um- sjónarmaður Heiðmerkur, segir eigandann hafa verið á göngu með fjóra lausa hunda. Hann segir hægt að nefna fleiri svipuð dæmi þótt yfirleitt hljótist ekki slys af. Vignir seg- ir marga nota stígana í Heið- mörk til að skokka. Stígarnir eru þröngir og því ekki ólíklegt að hundum bregði þegar ein- hver birtist skyndilega. Vignir segir að kvartanir hafi borist til hans um að fólk sem er á göngu í Heiðmörk hafi orðið fyrir því að hundar flaðri upp um það og óhreinki fatnað og annað. Hestamenn sem taka með sér hunda í reiðtúr geti varla haft taumhald á þeim um leið. Hundar þeirra hlaupi því frjálsir um og valdi gjarnan usla í fuglavarpi á vorin. Vignir vonast eftir því að fá hundaeigendur í lið með sér. Hann bendir á að nóg sé af opnum svæðum í nágrenni höf- uðborgarinnar þar sem hægt er að sleppa hundum lausum. Við Lögbergsrétt og á Hólms- heiði séu t.d. aðgengileg svæði fyrir hundaeigendur. Lausaganga bönnuð allt árið Vignir segii- að sumir hunda- eigendur telji e.t.v. að bann við lausagöngu hunda gildi aðeins á sumrin, en þannig hljóðuðu reglurnar þar til fyrir nokkr- um árum. Þá hafi markmiðið verið að vernda fuglalíf. Nú er hins vegar búið að banna lausa- göngu hunda allt árið. Hann bendir á að á hverju ári komi um 200.000 manns í Heiðmörk. Þeir hafi ekki allir áhuga á því að rekast á lausa hunda. Hundaeigendur verði að taka tillit til þess. Morgunblaðinu í dag fylgir blað frá VIB, „Fjárfesting 2001“. Borgarstjóri um aukinn kostnað vegna framkvæmda Á ekki að geta gerst - ábyrgð trúlega of dreifð Morgunblaðinu í dag fylgir blað frá húsgagnaversluninni exó. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur óskað eftir því við borgarendurskoðun að starfs- menn hennar fari ítarlega yfir byggingarmál borgarinnar og af hverju farið hefur verið fram úr fjárhagsáætlunum við tiltekin verk. Eins og kom fram í Morgunblað- inu í gær hafa þrjár byggingar, tengdar menningarmálum borgar- innar, farið 286 milljónir króna fram úr áætlunum á árinu. Um 100 milljónir eru vegna Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, 167 milljónir vegna bílageymslu og tengibyggingar milli Kringlunnar og Borgarleikhússins og 20 milljón- ir vegna Safnahússins í Tryggva- götu. Ingibjörg Sólrún sagði við Morg- unblaðið að skoða þyrfti hvort eitt- hvað væri í verkferlunum sem ylli framúrkeyrslunni. Líklega væri ábyrgð vegna þessara verka of dreifð. Draga þyrfti lærdóm af mál- inu því hlutir sem þessir ættu ekki að gerast. Hún sagði þessar upp- lýsingar, sem komu fram á borgar- ráðsfundi í vikunni, hafa komið sér og öllum í borgarráði á óvart. Ekki síst þar sem framkvæmdir almennt á vegum byggingardeildar borgar- innar hefðu staðist vel áætlanir. Hafnarhúsið og Kringlan væri undantekningar á árinu en borgar ráð hefði vitað um Safnahúsið þai sem það samþykkti aukna fjárveit ingu vegna tækjakaupa. Ingibjörí Sólrún tók einnig fram að vegní framkvæmda í Kringlunni hefð þurft að bókfæra allan kostnað i þessu ári, en ekki dreifa honum i fleiri ár eins og upphaflega vai reiknað með. Á borgarráðsfundi á þriðjudaf verður m.a. lögð fram greinargerí þeirra sem komu að samningsgerí framkvæmda við Kringluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.