Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
í Þjóðgarðsmiðstöðinni við Jostedalsjökulinn er sérstök áhersla lögð á að kynna ferða-
mönnum dýra- og plöntulíf garðsins.
Þjóðgarðsmiðstöðin við Jostedalsjökul er í Strynhreppi en tvær aðrar miðstöðvar eru rekn-
ar á öðrum stöðum við jökulinn.
Kjenndalsjökuliinn er vinsæll viðkomustaður ferðamanna í Jostedalsjöklaþjóðgarðinum.
Bqráttp, um norska
NATTURUPERLU
FIMM HUNDRUÐ ferkílómetrar
af ís. Fossar sem falla mörg hundr-
uð metra. Fjölbreytt plöntu- og
dýralíf í umhverfi sem sýnir þver-
skurð af jarð- og landmótunarsögu
Noregs. Fagurgræn jökulvötn sem
teygja sig um dalbotna milli snar-
brattra en þó oft skógivaxinna
hamraveggja, gerðum úr hundruða
milljóna ára gömlu bergi. Þröngir,
jökulsorfnir dalirnir hýsa stærstu
lindiskóga Norður-Evrópu. Allt
þetta og margt fleira er að finna
innan marka JostedaJsjöklaþjóð-
garðsins í Noregi.
Is og snjór árið um kring
í Noregi eru 18 þjóðgarðar og er
Jostedalsjöklaþjóðgarðurinn næst-
stærstur þeirra eða um 1230 km2 að
flatarmáli. Jostedaisjökullinn, sem
er 487 km2 eða um helmingi minni
en Langjökull, er allur innan garðs-
ins. Hann er um 100 lon langur og
10-15 km breiður og liggur ofan á
fjallshryggnum milli Nordfjarðar og
Sognfjarðar. Frá honum teygja
tuttugu skriðjöklar sig niður á lág-
í fjalllendinu milli Sognfjaröar og Nordfjarö-
arí Noregi er Jostedalsjöklaþjóögaröurinn
sem var stofnaður áriö 1991. Áöur en aö
því kom haföi í marga áratugi staðið hörö
barátta um vatnið frá Jostedalsjöklinum,
stærsta jökuls á meginlandi Evrópu, milli
virkjunarsinna og verndunarsinna sem aö
lokum höföu betur. Sunna Ósk Logadóttir
heimsótti þjóögaröinn og Strynhrepp sem
er vestan garðsins. íbúar hans voru hlynnt-
ir virkjun á sínum tíma en búa nú í ná-
grenni eins fjölbreytilegasta þjóögarös
Evrópu og þótt víöar væri leitað.
En baráttunni um vatn jökulsins er hvergi
nærri lokið.
lendið og margir þeirra eru vinsæl-
ustu ferðamannastaðir Noregs.
Þjóðgarðurinn er því að hálfu þak-
inn ís og snjó allt árið um kring.
Nánasta umhverfi jökulsins, þröng-
ir dalimir og há og brött fjöllin tiJ-
heyra einnig garðinum og vegna
þess ótrúlega fjölbreytileika dýra
og planta á svæðinu er Jostedals-
jöldaþjóðgarðurinn fullur af and-
stæðum í náttúrufari sem eru hans
aðalsmerld.
Jökullinn gefur og jökullinn tekur
og er hann langt í frá stöðugt fyrir-
bæri þótt lífvana sé. Háir fossar og
jökulsetsblandnar ár veita vatni frá
honum og gefa landinu í dalbotnun-
um líf. En á kuldaskeiðum undan-
farinna árþúsunda hafa jökultung-
umar skriðið fram og lagt undir sig
iðgræna skóga og frjósöm lönd á
ótrúlega skömmum tíma.
Bergið á svæðinu er að mestu
leyti 1000 til 1800 milljóna ára gam-
alt gneiss frá frumlífsöld. Jökullinn
og ámar hafa í aldanna rás nagað
bergið og sorfið djúpa dali og firði í
landslagið. Hæsti tindurinn sem eft-
ir stendur er Lodalskápa, 2083 m
hár en til viðmiðunar má geta þess
að hæsta fjall á íslandi, Hvanna-
dalshnjúkur, stendur einnig upp úr
jökli og er 2119 m hár.
Ástæður friðunar
Að stofna þjóðgarð við Jostedals-
jökulinn er gömul hugmynd en sök-
um ágreinings um nýtingu landsins
var hann ekki stofnaður fyrr en árið
1991. Þegar garðurinn var loks frið-
aður lágu ótal ástæður þeirri
ákvörðun til gmndvallar. í fyrsta
lagi er Jostedalsjökullinn sá stærsti
á meginlandi Evrópu og vatnakerfi
hans mikilvægur þáttur í vatnsbú-
skap þessa landshluta. Plöntu- og
dýralíf svæðisins er einstakt auk
þess sem nauðsynlegt var að vernda
þau jarðfræðilegu fyrirbæri sem
þar finnast. Jökullinn og umhverfi
hans er fullt af andstæðum, sérstak-
lega þar sem lífvana jökullinn og
fjölbreytileiki plönturíkisins mætast
við skriðjöklana. Norskt landslag
einkennist af þröngum dölum og
djúpum fjörðum og við jökulinn má
sjá náttúraöflin að verki, þau hin
sömu og mótuðu allt landið sem er
íslaust í dag. Svæðið fellur að stór-
um hluta undir skilgreininguna
ósnortin víðemi þar sem hvergi
sjást merki manngerðs umhverfis
svo langt sem augað eygir en fá slík
svæði af þessari stærðargráðu finn-
ast í Noregi í dag. Innan garðsins
má einnig finna ýmis menningarleg
verðmæti, t.d. minjar um árþúsunda
gamla búsetu manna við jökulinn.
í dag er þjóðgarðurinn vinsæll
viðkomustaður ferðamanna og
hundrað þúsunda þeirra heimsækja
hann árlega. Aðeins lítill hluti
þeirra gengur þó á sjálfan jökulinn
sem hefur í gegnum aldirnar gegnt
öðra hlutverki en að gleðja augað og
veita mönnum innblástur.
Brú milli byggða
Jostedalsjökullinn hefur dregið
að ferðamenn í hartnær 200 ár en á
öldum áður var fólk þar í öðrum er-
indagjörðum en að berja stórbrotið
landslagið augum. Jökullinn var
samgönguæð jöklabyggðanna og frá
örófi alda hefur fólk ferðast yfir
hann. Löngu áður en umheimurinn
vissi af tílvist hans notaði jöklafófk-
ið, þeir sem bjuggu í næsta um-
hverfi jökulsins, hann sem brú milli
byggðanna í austri og vestri. Leiðin
yfir jökulinn var sú stysta og
fljótfarnasta því dalirnir og fjöllin
umhverfis ísbreiðuna voru erfið yf-
irferðar. Heimildir herma t.d. að allt
til ársins 1660 eða þar til íbúar
Jostedalsins fengu sína eigin ldrkju,
hafi þeir gengið vestur yfir jökul og
sótt kirkju í Oppstryn. Þá var fé
rekið yfir jökulinn frá vestri til aust-
urs á markaði allt til loka 19. aldar
og vöruflutningar voru algengir yfir
jökulinn.
Fyrstu
ferðamennirnir
Snemma á 19. öld fóra fyrstu
ferðamennirnir að koma. Margir
hverjir vora vísindamenn að safna
upplýsingum eða landkönnuðir en
einnig komu þangað almennir ferða-
langar til að sjá og upplifa víðáttur
ísbreiðunnar miklu. Upp úr miðri
öldinni fór jöklaferðamennskan síð-
an í gang fyrir alvöru. Fyrstu ferða-
mennirnir vora flestir þýskir og