Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 21
LISTIR
Slóð fíðrildanna í Bandarikjunum
Geislandi saga
hæfileikaríks
höfundar
Útgáfufyrirtækið
Random House hefur
nú sent sérstaka kynn-
ingarútgáfu af skáld-
sögu Olafs Jóhanns
Ólafssonar, Slóð fíðr-
ildanna, til fjölmiðla í
Bandaríkjunum en
bókin mun koma út
vestra 21. nóvember
næstkomandi. I kjölfar
þeirrar dreifingar bók-
arinnar hafa tveir
fyrstu dómarnir birst í
fagtímaritum sem
dæma bækur áður en
þær koma á almennan
markað.
Library Journal
mælir eindregið með
bókinni og Booklist segir að sagan
sé „geislandi" og „vitnisburður um
hetjudáðir lífsins“. Þá hefur
stærsta bókabúðakeðja Bandaríkj-
anna, Barnes & Noble, valið Slóð
fiðrildanna í flokk bóka sem sér-
staklega verða kynntar í verslunum
fyrirtækisins á næstu mánuðum.
Hnitmiðaður stfll
I Library Journal er að finna
umsagnir sem bókasöfn í Banda-
ríkjunum taka mið af við pantanir á
bókum. Þar segir að Slóð fiðrild-
anna sé „kunnáttusamlega skrifuð"
og síðar: „Ólafur Jóhann er hæfi-
leikaríkur höfundur. Hann víkur
frásögninni hnökralaust á milli nú-
tíðar og fortíðar... í þessari áleitnu
sögu um sterka og margbrotna
konu.“
Tímaritið Booklist fer meðal ann-
ars til bókaverslana og bókasafna í
Bandaríkjunum og er þar að finna
lofsamlega umsögn um Slóð fiðrild-
anna sem fær sérstakan sess í rit-
inu, svonefna „stjörnu-umfjöllun".
Þar segir að skáldsagan sé „geisl-
andi“. „Hnitmiðaður stíll Ólafs Jó-
hanns og hreinskilnin í frásögn
Dísu draga lesandann inn í hugar-
heim hennar. Sagan er beinskeytt
undir hljóðu yfirborði og yfirþyrm-
andi í ásetningi sínum. Þessi kyrr-
láta saga er vitnisburð-
ur um hetjudáðir lífs-
ins.“
Barnes & Noble,
stærsta bókabúðakeðja
Bandaríkjanna, hefur
valið Slóð fíðrildanna í
flokk bóka sem kynntar
eru undir yfirskriftinni:
„Uppgötvaðu fram-
úrskarandi, nýja rithöf-
unda.“ Það þýðir alla
jafna að bókinni verður
stillt fram á besta stað í
búðum keðjunnar víðs
vegar um Bandaríkin
og starfsmenn verslan-
anna munu mæla sér-
staklega með henni við
viðskiptavini.
Útgáfurétturinn á Slóð fiðrild-
anna hefur nú verið seldur til Bret-
lands, Þýskalands, Frakklands, ít-
alíu og Spánar, auk Bandaríkjanna.
Bókin var upphaflega gefin út af
Vöku-Helgafelli um síðustu jól.
Slóð fiðrildanna er fimmta skáld-
saga Ólafs Jóhanns Ólafssonar en
auk þeirra hefur hann sent frá sér
smásagnasafn og skrifað leikrit.
-----------------
Háskóla-
tónleikar
í Norræna
húsinu
AÐRIR háskólatónleikar vetrarins
verða í Norræna húsinu á miðviku-
dagkl. 12.30.
Þá leikur Kawal-kvartettinn, þau
Björn Davíð Kristjánsson, Ki-istrún
Helga Björnsdóttir, Maria Ceder-
borg og Petrea Óskarsdóttir, Ski-
Symphonie eftir Faustin JeanJean,
A Scai-borough Affair eftir Edward
J. Chance og Quartett eftir Fried-
rich Kuhlau.
Ólafur Jóhann
Ólafsson
Verk Þórarins B. Þorlákssonar, Stórisjór og Vatnajökull, frá 1921.
Ný listaverkakort frá
Listasafni Islands
LISTASAFN Islands gefur út í ár
fjögur litprentuð listaverkakort
af verkum Þórarins B. Þorláks-
sonar (1876-1924), Ásgríms Jóns-
sonar (1876-1958) og Hreins
Friðfinnssonar (1943).
Tvö kortanna eru af verkum
Þórarins, sem fyrir hundrað árum
varð fyrstur íslenskra listmálara
til að halda opinbera sýningu á
verkum sínum í Reykjavík, en
þeirra ti'mamóta er nú minnst
með umfangsmikilli yfirlits-
sýningu á verkum hans í Lista-
safninu.
Verk Þórarins á kortunum eru
Stórisjór og Vatnajökull, frá 1921
og Hvítá, frá 1903.
Á hinum kortunum tveimur eru
Elliðaárvogur, vetur, 1928-30, eft-
ir Ásgrím Jónsson og Blákoma,
1989, eftir Hrein Friðfinnsson.
Öll kortin eru tvöföld í stærð-
inni 16x24 cm.
Kortin eru til sölu í Listasafni
Islands, Fríkirkjuvegi 7.
SIEMENS jækj
sem eiga heima hjá þér!
49.900 kr. stgr)
Uppþvottavél
SE 34230
Ný uppþvottavél.
Einstaklega hljóölát
og sparneytin.
Fjögur þvottakerfi,
tvö hitastig.
(69.900 kr. stgr.
Kæli- og frystiskápur
KG 36V20
235 I kælir, 105 I frystir.
H x bxd = 185x60 x 64 sm.
49.900 kr. stgr.)
Bakstursofn
HB 28024
Fjölvirkur bakstursofn með létthreinsikerfi.
Sannkallaður gæðaofn frá Siemens.
(59.900 kr. stgr.
Þvottavél
WM 54060
6 kg þvottavél sem hefur slegið í gegn
hérlendis sem annars staðar. 1000 sn./mín.
49.900 kr. stgrf)
WKœsmmsm
Helluborð
ET 72524
Keramíkhelluborð með snertihnöppum.
Flott helluborð á fínu verði.
m
(29.900 kr. stgr.
Þurrkari
WT 21000EU
Tekur 5 kg. Einfaldur (notkun.
Barki fylgir með. Snýst í báðar áttir.
ws$m '
12.900 kr. stgr.)
Þráðlaus sími
:— Gigaset 3010 Classic
DECT/GAP-staðall. Einstök talgæði.
Treystu Siemens til að færa þér draumasímann.
Tölvur
Við bjóðum vandaðar tölvur frá risanum
Fujitsu Siemens Computers.
Verið velkomin (tölvudeild okkar.
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4-105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is