Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
eftir Leif Sveinsson
i
ÞAÐ var sunnudaginn 10. septem-
ber sl. að við hjónin ákváðum að láta
þann draum okkar rætast, að ganga
, hringinn í kringum Elliðavatn. Arum
saman höfðum við stundað göngu-
ferðir frá Elliðavatnsbænum, ýmist í
átt að Þingnesi, eða meðfram Hellu-
vatni og um allt Heiðmerkursvæðið.
Elliðavatnshringinn höfðum við ekki
lagt í, töldum hann e.t.v. ofraun okk-
ar. Þar sem ég hafði verið bíllaus í 4
daga og gengið í sund vestur á Sel-
tjamames dag hvern (37 mín. gang-
ur) fram og til baka, þá var ég kominn
í það sem yngra fólk nefnir „bana-
stuð“. Sótti loks bílinn á verkstæði
Jónasar á Skemmuvegi 46 í Kópavogi,
en sú leið úr Tjamargötu 36 er um
8,75 km. Gekk ég þá leið á 7 stundar-
fjórðungum.
n
Við lögðum af stað frá bflastæði
skammt fyrir austan Þingnes kl. 12 og
lá leiðin framhjá sumarbústað þeim,
sem Vigfús Guðbrandsson klæð-
skerameistari (1883-1963) byggði á
austurströnd Vatnsvíkur. Síðan
hestagötuna fyrir neðan rústimar af
I gömlu fjárhúsunum og í gegnum
/ Heiðmerkurgirðinguna. Síðan eftir
bflveg sumarbústaðaeigendanna í átt
að Laxatanga, þar sem Bjöm Steffen-
sen endurskoðandi (1902-1993) reisti
sér sumarbústað seint á 3ja áratugn-
um og er nú allur skógi hulinn. Síðan
’-gamlar hestagötur meðfram vatninu í
átt að Vatnsendabænum, skammt frá
Elliðahvammi, sem að hluta er gamli
„Símamannabústaðurinn". Þá um
hlaðið á Vatnsenda upp á Vatnsenda-
veg og þaðan framhjá hinu reisulega
húsi Vatnsendavegi 23, er Geir Páls-
son trésmíðameistari (1886-1977) og
synir hans reistu á hemámsárunum.
* Það var alvömhús úr steinsteypu og
Ljósmynd/Þorsteinn Ásgeirsson
Elliðavatnsbærinn, Túnhóll lengst til hægri.
Sveinsstaðir nýbyggðir á miðjum þriðja áratugnum.
bar af öðmm húsum þar efra. Síðan
framhjá stíflunni, meðfram Höfðahyl
eftir árbakkanum og þá yfir brúna yf-
ir Dimmu, framhjá Skyggni í átt að
hestagirðingunni í Vatnsendakrók-
um, en hún var afmörkuð með raf-
magnsstrengjum. Ég kunni ekki á
handföngin á rafmagnsgirðingunni,
sem reyndust vera skammt frá, en lét
mig hafa það að halda strengjunum
RauðhóJar
Hólatagl
Krókar
- Stekkjarhoit
Elliðavatn
C m'teszz
Sveins
'staðir
Elliðavatn
Vatnsendi
Riðhóft
(Vatnsenda-
vatn)
fy Þingnes
\ Myilulœkjár-f
( ‘iÖ!n J'
niðri með hönskum mínum, meðan
konan sté yfir strengina, og varð eigi
meint af, þó fannst mér ég finna
smástuð, er ég sleppti takinu. Fórum
yfir stiga, sem var á girðingunni,
skammt frá stíflugarðinum og fljót-
lega upp á hann og eftir honum alla
leið að Óddgerðisnesi. Enn var klifrað
yfir tréstiga og síðan gengið milli
sumarbústaðanna Stakkholts og