Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ámi Sæberg eftir Leif Sveinsson i ÞAÐ var sunnudaginn 10. septem- ber sl. að við hjónin ákváðum að láta þann draum okkar rætast, að ganga , hringinn í kringum Elliðavatn. Arum saman höfðum við stundað göngu- ferðir frá Elliðavatnsbænum, ýmist í átt að Þingnesi, eða meðfram Hellu- vatni og um allt Heiðmerkursvæðið. Elliðavatnshringinn höfðum við ekki lagt í, töldum hann e.t.v. ofraun okk- ar. Þar sem ég hafði verið bíllaus í 4 daga og gengið í sund vestur á Sel- tjamames dag hvern (37 mín. gang- ur) fram og til baka, þá var ég kominn í það sem yngra fólk nefnir „bana- stuð“. Sótti loks bílinn á verkstæði Jónasar á Skemmuvegi 46 í Kópavogi, en sú leið úr Tjamargötu 36 er um 8,75 km. Gekk ég þá leið á 7 stundar- fjórðungum. n Við lögðum af stað frá bflastæði skammt fyrir austan Þingnes kl. 12 og lá leiðin framhjá sumarbústað þeim, sem Vigfús Guðbrandsson klæð- skerameistari (1883-1963) byggði á austurströnd Vatnsvíkur. Síðan hestagötuna fyrir neðan rústimar af I gömlu fjárhúsunum og í gegnum / Heiðmerkurgirðinguna. Síðan eftir bflveg sumarbústaðaeigendanna í átt að Laxatanga, þar sem Bjöm Steffen- sen endurskoðandi (1902-1993) reisti sér sumarbústað seint á 3ja áratugn- um og er nú allur skógi hulinn. Síðan ’-gamlar hestagötur meðfram vatninu í átt að Vatnsendabænum, skammt frá Elliðahvammi, sem að hluta er gamli „Símamannabústaðurinn". Þá um hlaðið á Vatnsenda upp á Vatnsenda- veg og þaðan framhjá hinu reisulega húsi Vatnsendavegi 23, er Geir Páls- son trésmíðameistari (1886-1977) og synir hans reistu á hemámsárunum. * Það var alvömhús úr steinsteypu og Ljósmynd/Þorsteinn Ásgeirsson Elliðavatnsbærinn, Túnhóll lengst til hægri. Sveinsstaðir nýbyggðir á miðjum þriðja áratugnum. bar af öðmm húsum þar efra. Síðan framhjá stíflunni, meðfram Höfðahyl eftir árbakkanum og þá yfir brúna yf- ir Dimmu, framhjá Skyggni í átt að hestagirðingunni í Vatnsendakrók- um, en hún var afmörkuð með raf- magnsstrengjum. Ég kunni ekki á handföngin á rafmagnsgirðingunni, sem reyndust vera skammt frá, en lét mig hafa það að halda strengjunum RauðhóJar Hólatagl Krókar - Stekkjarhoit Elliðavatn C m'teszz Sveins 'staðir Elliðavatn Vatnsendi Riðhóft (Vatnsenda- vatn) fy Þingnes \ Myilulœkjár-f ( ‘iÖ!n J' niðri með hönskum mínum, meðan konan sté yfir strengina, og varð eigi meint af, þó fannst mér ég finna smástuð, er ég sleppti takinu. Fórum yfir stiga, sem var á girðingunni, skammt frá stíflugarðinum og fljót- lega upp á hann og eftir honum alla leið að Óddgerðisnesi. Enn var klifrað yfir tréstiga og síðan gengið milli sumarbústaðanna Stakkholts og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.