Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ r j i l I rj rJfí I j r r j Valdimar Valdimarsson, sem er meö MS- sjúkdóminn, telur sig þurfa aö fá mun stærri lyfjaskammt. Hefur hann beðiö eftir honum í nokkra mánuði. Hildur Einarsóttir ræddi viö hann. Kom meðal annars fram aö hann ör- væntir um aö þurfa aö bíöa ennþá lengur meðan fjallað er um umsókn hans í nefnd sem á aö meta þörf sjúklinga fyrir lyfið. VALDIMAR p’eindist með MS- sjúkdóminn árið 1996, en þá voru engin lyf til við sjúkdómnum og því spuming hvemig sjúkdómurinn myndi þróast. Þó MS-sjúkdómurinn hafi greinst fyrir fimm árum telur Valdimar að hann hafi gengið með hann mun lengur, eða í yfir 20 ár, allt frá unglingsaldri. „A þessum ámm kom fyrir að ég varð veikur, fékk flensueinkenni, hafði suð fyrir eyr- um og þyngsli yfir höfði án þess að nokkur skýring væri á því. Eg fann svo ekki fyrir neinu í fjölda mörg ár eða þangað til í kringum 1986 að ég fór að detta af minnsta tilefni. Ég var kannski að hlaupa en flaug allt í einu á höfuðið, leit í kringum mig en sá ekkert sem gat hafa bmgðið fyrir mig fæti. Ég skildi ekki hvað var að gerast. Síðan hefur sjúkdómurinn smám saman verið að ágerast og síð- astliðin fimm ár hefur hraðinn niður á við verið töluverður, eða frá því að ég gat hreyft mig nokkuð eðlilega í það að þurfa að styðjast við hækjur,“ segir Valdimar sem starfar sem rekstrarfulltrúi íþrótta- og tóm- stundaráðs Kópavogs. Valdimar er kvæntur og á fjögur börn sem öll em á skólaaldri. Átti ekki að fá lyfið Um haustið 1996 segist Valdimar hafa heyrt fyrst af því að komið væri fram lyf sem gæti hægt á sjúkdómn- um og jafnvel stöðvað framgang hans. Var þá að hans sögn ákveðið að skipa nefnd sem átti að fjalla um hverjir ættu að fá lyfið og vom settar reglur þar að lútandi. „Þetta vom reglur í nokkrum liðum, að því er mig minnir, og ein reglan var sú að sjúklingurinn þurfti að hafa fengið nokkur köst á undangengnum 2 ár- um, ef hann átti að fá lyfið. Ég hafði ekki fengið nein stór köst heldur vom þau minniháttar og varð ég mjög slappur af þeim en þurfti aldrei að fara í hjólastól. A þeim forsendum átti ég ekki að fá lyfið. Ég sætti mig ekki við álit nefndarinnar og fór á fund heilbrigðisráðherra til að lýsa yfir óánægju minni með framgang mála. Nokkm seinna var reglunum breytt og ég og fleiri fengum lyfið. í samráði við minn lækni var ákveðið að ég fengi 22 míkrógrömm einu sinni í viku. Þá var ég sáttur, en því miður lét batinn bíða eftir sér og sjúkdómur- inn fór hægt versnandi. Ég veit til þess að þeir sem urðu fyrir svipaðri reynslu og ég hættu að taka inn lyfið. En ég ákvað að halda áfram með lyfjagjöfina í þeirri von að lyfið færi að virka. Aukin lyfjagjöf hefur dregið úr sjúkdómseinkennum Það var í mars 1998 að mágkona mín sendi okkur hjónum blað frá Sví- þjóð þar sem sagt var frá rannsókn þar sem fólki var gefið lyfið annan hvem dag og það virkaði þannig að sjúkdómseinkennin hurfu og fólk gat tekið upp fyrra líf. Ég og konan mín leituðum svara við því afhverju slík lyfjagjöf fengist ekki hér á landi. Læknirinn minn spurði sömu spurn- ingar en það varð fátt um svör. Við sáum svo á leiðbeiningum sem fylgdu lyfinu að þar var ráðlagt um þrjá skammta á viku. Leiðbeining- amar em frá júní 1998. Það em því rúm tvö ár liðin frá því að viðurkennt var að þetta lyf, Beta Interferon 1A í fleiri og stærri skömmtum, getur hjálpað MS-sjúklingum. í Bandaríkjunum hefur lyfið verið viðurkennt í lengri tíma og þar er fólki gefið það um leið og það grein- ist með sjúkdóminn til að stöðva framgang hans og finnst mér að eins ætti að standa að verki hér á landi. Ég frétti af bandarískri konu sem var hér í heimsókn í sumar sem sprautaði sig með lyfinu annan hvem dag og var laus við einkenni sjúkdómsins." Það á að treysta læknunum sem þekkja okkur best „Nefndin sem hafði verið skipuð til að fara yfir hverjir ættu að fá lyfið skilst mér að hafi hætt störfum og læknum sem önnuðust sjúklingana var treyst til að meta hverjir hefðu not íyrir lyfið. Svo gerist það í vor að aðstoðar- maður heilbriðisráðherra lýsir því yfir að fjölga eigi lyfjaskömmtum á viku. Við MS-sjúklingar og aðstand- endur okkar urðum að vonum mjög glöð. Síðan leið tíminn og ekkert gerðist. Þá fréttist að skipa ætti nefnd til að ákveða hverjir ættu að fá fleiri skammta. Ég veit ekki um neina aðra sjúkl- inga sem þurfa að hlíta því að nefnd úti í bæ ákveði hvaða meðferð þeir fái. Hvort þeir fái að reyna þau lyf sem em í boði eða ekki. Ég vil taka það fram að ég hef ekkert á móti því fólki sem skipar þessa nefnd eða landlækni, mér finnst þetta bara fáránleg málsmeðferð. Það á að treysta læknunum sem þekkja okk- ur best, til að ákveða meðhöndlun sjúkdómsins. Ég beið í fjóra mánuði frá yfir- lýsingu aðstoðarmanns heilbrigðis- ráðherra eftir að nefndin gæfi grænt ljós á aukna lyfjagjöf fyrir mig og er mjög ósáttur við biðina. Það hefur verið vitað í meira en tvö ár að Beta Interferon 1A virkar. Þegar komnar em slíkar niðurstöður þá finnst mér að eigi að taka lyfið strax í notkun því sjúklingum getur hrakað á meðan beðið er og tjónið orðið óbætanlegt. Það er með ólík- indum hvað það hefur tekið langan tíma að afgreiða þetta mál.“ Bindur vonir við stærri lyfjaskammt „I lok september á þessu ári fékk ég leyfi til að nota fleiri skammta af lyfinu eða 22 míkrógrömm þrisvar í viku og finn ég mikinn mun á mér efth' það. Ég hef meiri orku og Hefur dregist fram úr hófí að svara umsóknum ÞAÐ er mjög teygjanlegt hvaða MS-sjúklingar þurfa á Beta Inter- feron 1 A að halda. Rannsóknir \ benda til þess að sumir MS-sjúkl- ingar hafi veraleg not fyrir lyfið, aðrir vafasamt gagn af því og sum- ir alls ekkert," segir Matthías I Halldórsson, aðstoðarlandlæknir, þegar hann var spurður af hverju | þeir sem þurfa stærri skammta af 1 lyfinu fái þá ekki. „Eðlilegt er að sjúklingar með svo alvarlegan sjúkdóm sem MS er leiti eftir þessu lyfi, einnig þeir sem ekki er líklegt að hafi gagn af því. Vegna hins mikla kostnaðar er mikilvægt I að réttir aðilar fái lyfið og betur i sjá augu en auga. Algengt er og til I fyrirmyndar að haft sé samráð milli sérfræðinga þegar spurning er um að hefja mjög dýra meðferð. Aðalatriðið er að ekki sé farið í manngreinarálit eða eftir því hversu duglegir sjúklingar era við að beita þrýstingi, en aðrir sitji eftir sem hugsanlega þurfa meira á lyfinu að halda.“ Hvers vegna hefur orðið þessi seinkun, eða eitt og hálft ár, á að veita leyfi til að auka lyfjaskammt- inn hjá þeim sjúklingum sem þurfa á því að halda? „Almennt séð era miklar fram- farir í lyfjarannsóknum og sífellt koma fram nýjar niðurstöður. Matsatriði er hvenær er rétti tím- inn til að setja ný lyf á markað eða breyta greiðslufyrirkomulagi. ís- lendingar hafa stundum verið sagðir taka of gagnrýnislaust við nýrri og dýrri lyfjameðferð og að ávinningur sé ekki í samræmi við kostnað. Þetta er alltaf matsatriði. Margt bendir til að sú gagnrýni sé réttmæt og að það hafi dregist fram úr hófi að koma þessu máli í það horf sem nú hefur verið ákveð- ið, þ.e. að skipa nefnd til að fjalla um umsóknirnar, þannig að þeir sem mestan ávinning gætu haft af aukningu á lyfjameðferð fái hana.“ Hvers vegna var sett á stofn lyfjanefnd til að ákvarða um þetta mál? Er fordæmi fyrir slíkri nefndarskipan þegar í hlut á annað lyf en Beta Interferon 1A? „Það eru fordæmi fyrir því hér á landi með önnur lyf að fleiri en einn læknir fari yfir umsóknir um lyf. Lyfjanefnd Landspítalans set- ur til dæmis læknum Landspítal- ans slíkar reglur skriflega. Þetta á ekki síst við um dýra lyfjameðferð með sérhæfðum lyfjum. Sama fyr- irkomulag tíðkast hjá mjög mörg- um öðram þjóðum þar sem um nýja og dýra lyfjameðferð er að ræða. Fjármunir eru takmarkaðir og mikilvægt að beina þeim þang- að sem þörfin er mest og mest fæst fyrir peningana. Það er hlut- verk heilbrigðisyfirvalda. Hins vegar er það hlutverk stjórnmála- manna að meta hversu miklu er varið til heilbrigðismála úr sameig- inlegum sjóðum." Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir. Hver er kostnaður við lyfjagjöf- ina á hvern sjúkling? „Ég hef ekki nákvæma tölu en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.