Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Söluvænleg heild Tonllst G e i s • I a d i s k u r ÍSLENSKI DRAUMURINN Plata með tónlist úr kvikmyndinni Islenski draumurinn eftir Róbert I. Ðouglas. Lengd: 50 mínútur. Út- gefið af Kvikmyndafélagi íslands. Umsjón með tónlist: Jóhann Jó- hannsson. Fram koma: Páll Rósin- krans, Védís Hervör Árnadóttir, Sara Guðmundsdóttir, Sóldögg, Ut- angarðsmenn, Land og synir, Sálin hans Jóns, Örlygur Smári, Geð, Sál- in, Jóhann Jóhannsson og Lhooq. NÚ ER ÚT komin tónlistin úr ís- lonska drauminum, gamanmynd Ró- berts I. Douglas, en umsjón með henni hefur Jóhann Jóhannsson. Þessi plata hefur öll mjög séríslensk- an blæ og minnir nánast í heild sinni á söngkeppni framhaldsskólanema, sveitaböll, kvöldskemmtanimar ár- vissu 17. júní og önnur slík hormóna- lyktandi fyrirbæri í menningu okkar. Fyrstu fjögur lögin af þrettán eru endurgerðir erlendra laga með ís- lenskum texta eftir Þorstein Egg- ertsson. Fyrst koma þrjú lög, útsett og hljóðrituð af Jóhanni, en lag núm- er fjögur „Hef ekki augun af þér“ er útsett og hljóðritað af Hafþóri Guðmundssyni. Útsetningar Jó- hanns þrjár gerir hann fyrir þrjá mismunandi söngvara, þau Pál Rós- inkrans (,,Silja“), Védísi Hervöru Amadóttur („Fyrrum ég, fyrrum þú“) og Söru Guðmundsdóttur („Eitt einasta sinn“). Útsetningarnal• em hreinar og beinar, hvorki finnst blett- ur né hrukka á hljóðfæraleiknum, söngurinn góður, framburðurinn skýr o.s.frv. En samt sem áður hefur tónlistin einhvem veginn dáið á vinnsluferlinu. Ég kem ekki fingrin- um á það hvar nákvæmlega, en í það minnsta er hún flatneskjuleg og lítt grípandi í flesta staði. Það má vera að sú sé einmitt ætlunin, þ.e. að tónlistin eigi beinlínis að hljóma svona til þess að ná fram áðurnefndum séríslensk- um blæ, og ef svo er hefur það tekist prýðilega. Annars finnst mér söngv- aramir halda þessum lögum á floti, Páll Rósinki’ans er náttúrlega þunga- vigtarmaður í tilfinningasveiflunum. Og stelpumar, sem báðar syngja Stevie Wonder-lög, eru mjög góðar, með gott vald á röddinni. Sara er kraftmikil og Hervör ómþýð og ljúf- sár. Þær em náttúrlega hvorki Stev- ie né Wonder en þær skila sínu afar vel. Einnig ber að nefna mjög mús- íkalskan orgelleik Jóhanns í laginu „Fyrrum ég, fyrrum þú“, en leikur- inn sýndi að þegar kemur að orgelinu er Jóhann augljóslega á heimavelli. Útsetning Hafþórs Guðmundsson- ar á laginu „Hef ekki augun af þér“ fyrir hljómsveitina Sóldögg var aftur á móti í hæsta veldi ósmekkleg. Ný- breytnin í þessaii útsetningu (t.d. loðinn filter á röddinni og voðalega púkó rafhljóð) blandast illa við það upprunalega í laginu, t.d. brass- hljóðfærin sem em látin halda sér. Hlutverk hvers hljóðfæris raðast illa við öll hin hljóðfærin, svo þetta hijómar allt eins og illa samstillt naglasúpa, og ekki bætti úr skák afar litlaus og leiðigjam söngur Berg- sveins Arelíussonar. Þorsteinn Eggertsson, sem annars kemst mjög vel frá textasmíð fyrri laganna þriggja, stígur hressilega í það með textanum við þetta lag, frá mínum bæjardymm séð. Lagið hefur fengið mikla spilun í útvarpi, en þykir mér það í hæsta máta undarlegt að Morgunblaðið/Jim Smart Túlkun Védísar Hervarar Árna- dóttur á lagi Stevie Wonders er ómþýð og ljúfsár. það hafi fengið nokkra spilun yfir- leitt. A.m.k. er mín hylli ekki svona ódýrt keypt. Lög 5-13 em alíslensk að upprana og mjög fjölbreytt. Mestmegnis em þetta baliöður, misrokkaðar. En lög- in „Sumarlag (Dí dí dí)“ sem Heiða (í Unun) syngur, „Sinister urge“ með Lhoog, „Þú átt mig ein“ eftir Jóhann sem Páll Rósinkrans syngur og „Am- eríski draumurinn“ eftir Jóhann Jó- hannsson brjóta þó upp þessa lýs- ingu. ,Ámeríski draumurinn" er ósungin mjög skýr lýsing á ameríska drauminum á tónmáli. „Sumarlag (Dí dí dí)“ er lítið, létt og rólegt lag sem lætur vel í eyra og ekki spillir ansi smellinn texti fyrir. Ég skil ekki al- veg lagið „Þú átt mig ein“, en kýs að afgreiða það með þeirri vafasömu al- hæfingu að það eigi eiginlega ekki rétt á sér nema sem hluti af kvik- mynd „Sinister urge“ er afslappað lag að hætti Lhoog. Það inniheldur flest þau brögð sem hægt er að beita til þess að gera það afar svalt. Hin lögin af þessum síðari átta vora misgóð. Utangarðsmannalagið „Islenski draumurinn" sem Bubbi syngur er eins og dálítið harðir Bíó- dagar á bragðið. „Ástfangi" með Landi og sonum hjálpar mikið upp á séríslenska heild- armynd sem svona verslunarmanna- helgarinnlegg, rokkballaða með sí- gildum rokkgítar en skemmtilega djörfum trommum. Annars fékk ung- æðislegur texti og móður og másandi söngur Hreims mig til að roðna og svitna á víxl, eins og japanskar teiknimyndafígúrur gera þegar þær verða vandræðalegar. „Sól, ég hef sögu að segja þér“ er dæmigert lag frá Sálinni hans Jóns míns, sem legg- ur líka til gamla smellinn „Hvar er draumurinn?" á þessari plötu. Þetta nýlega hljóðritaða lag er sæmileg ballaða í nokkuð exotískri útsetningu af Sálar-lagi að vera. Það gerir meðal annars fjölbreyttara slagverk og þéttofin motta af hljóðfæram og hljóðum með hárri tíðni sem syngja yfir restinni. Platan í heild sinni er nokkuð sölu- vænleg heild, enda er hún hluti af markaðssetningu íslenska draums- ins. Hún er rammíslensk og þónokk- uð hallærisleg en lítill fugl hvíslar því að mér að þessi séríslenski blær sé hugsanlega með ráðum gerður til þess að styðja efni og boðskap kvik- myndarinnar. Hversu eiguleg platan er verður aftur hver og einn að gera upp við sjálfan sig. Ólöf Helga Einarsdóttir Litaöu tilveruna ^Zsjstör Heildsölubirgöir: ísflex s:588 4444 Í< HUGSKOT ó*%vv 6 *■ ** ^ * o Pielhyl 2, s. 587 8044 Kanada Hús ehf. Allt efni til bygginga Leitið tilboða Verðdæmi: 150 fm hús með bílskúr 4.200.000 kr. Innifalið er allt efni fyrir húsið fyrir utan innréttingar og gólfefni. www.kanadahus.is info@kanadahus.is sími 555 7177 fax 555 7178 [ Moggabúðinni eru margar skemmtilegar vörur. Þú getur m.a. keypt derhúfur, töskur, klukkur o.fl. beint af Netinu með öruggum hætti. Þú skoðar vörurnar og pantar á mbl.is og færð þær sendar heim til þín eða á vinnustaö. EINFALT OG ÞÆGILEGT! Þú getur líka komið við hjá okkur í Morgunblaðshúsinu, Kringlunni 1, skoðað vörurnar I sýningarglugganum og verslað. Nýjar vörur í MOGGABÚÐINNI MOGGABÚÐIN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.