Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 33 REYKJAVÍK URBRÉF Laugardagur 28. október Dæmið af íslenskum sjávarútvegi er forvitni- legt þar sem að fæstir myndu tengja þann verknað, að draga físk úr sjó, við hið nýja hag- kerfi. Þegar betur er að gáð er þetta einmitt mjög gott dæmi um það hvernig upplýsinga- tæknin getur aukið framleiðni í hefðbundinni at- vinnugrein og þar með verðmætasköpun á hverja vinnustund. Islenskur sjávarútvegur er orðinn mjög tæknibúinn og er upplýsingatækn- inni óspart beitt. Upplýsingar um veðurspár berast í um tölvur gervitungl, GSP-tækni veitir hárnámkvæmar upplýsingar um staðsetningu og sónartæki leita uppi fiskitorfurnar. Svona mætti lengi áfram telja og er tæknin alls ekki bundin við útgerðirnar einvörðungu. Fiskvinnsl- an hefur ekki síður verið iðin við að taka upp nýja tækni til að auka arðsemi, fiskmarkaðir eru tölvum búnir og upplýsingar flæða hratt á milli. Á nýlegri ráðstefnu ráðgjafarnefndar EFTA um tækifæri nýja hagkerfisins kom einnig fram að það eru ekki síst hin smærri hagkerfi sem munu hagnast á Joeim umskiptum sem eru að verða. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra benti á að upplýsingatæknibyltingin hefði gert löndum á borð við ísland kleift að yfirvinna marga ókosti sem fylgja fjarlægðinni frá stærri mörkuðum og litlum heimamarkaði. Islenskir atvinnurekendur gætu nú, með hjálp hinnar nýju tækni, tekið þátt í stærri markaði og átt samskipti innan hans nánast eins og landið væri runnið saman við hinn stæm markað. Það er einmitt með þessum hætti sem upp- lýsingatæknin nýtist í verðmætasköpun en ekki, líkt og margir virðast hafa haldið, með því að bæta .is eða .com fyrir aftan nafn fyrirtækja. ÞAÐ ER raunar saga út af fyrir sig hvernig þróunin hefur verið í tengslum við netfyrir- Vandi netfyrir- tækjanna tæki. Síðastliðinn vetur virtist sem margir tryðu því í alvöru að tími hefðbundinna fyrirtækja væri að líða undir lok. Þau fyrirtæki sem ekki ráku starfsemi sína á giundvelli vefseturs voru afgreidd sem gamaldags, eins konar risaeðlur er brátt myndu hverfa af yfirborði jarðar. Gengi hlutabréfa þeirra fyrirtækja er skil- greind voru sem netfyrirtæki blés út og Nasdaq- vísitalan bandaríska sló hvert metið á fætur öðru. Þrátt fyrir það hafði nær ekkert þessara fyrirtækja nokkurn tímann skilað hagnaði og fæst þeirra höfðu teljandi tekjur. Sláandi dæmi var þegar verðmæti hlutabréfa í netbókabúðinni Amazon.com sigldi fram úr verðmæti hlutabréfa keðjunnar Barnes & Noble sem rekur fjölda bókaverslana um öll Bandaríkin. Mun fleiri bæk- ur voru seldar í búðum Barnes & Noble en nokk- urn tímann á Amazon og eignir fyrirtækisins og tekjur voru margfalt meiri en hjá netbókabúð- inni. Barnes & Noble hafði það eitt til saka unnið að vera venjulegt fyrirtæki er sinnti viðskiptum sínum með hefðbundnum hætti. Annað dæmi var þegar hið unga fyrirtæki America Online rann saman við fjölmiðlarisann Time-Warner á jafnréttisgrundvelli. Frá því þetta gerðist hefur hins vegar átt sér stað töluverð „leiðrétting" líkt og það heitir á máli hlutabréfamarkaðanna. Netfyrirtækin sem peningarnir streymdu inn í er þau fóru á markað hafa fæst hver nýtt þá sem skyldi. Þegar upp er staðið verður fyrirtæki að hafa tekjur og skila hagnaði. Annars fer það á hausinn. Það er gam- alt lögmál sem stöðugt fleiri hafa rekið sig á að gildi einnig í nýja hagkerfinu. Rupert Murdoch, forstjóri og aðaleigandi fjölmiðlasamsteypunnar News Corporation, lýsti því yfir á aðalfundi samsteypunnar í Adel- aide í Ástralíu nýlega að hann hefði enga trú á hreinræktuðum netfyrirtækjum. „Ef við undanskiljum netfyrirtæki sem standa í beinum viðskiptum og hafa mikla veltu - ég hef raunar efasemdir um þau líka - þá er um að ræða fyrirtæki sem eru í því að koma á framfæri upplýsingum og verða að treysta á að auglýs- endur borgi brúsann. Það finnst mér ekki gæfu- legur rekstur enda sjáum við nú hvernig komið er. Netfyrirtæki, sem eiga ekki annan og traust- an rekstur á bak við sig, fjúka út í buskann í 99 til 100% tilfella," sagði Rupert Murdoch. Síðar við sama tækifæri sagði hann einnig: „Fólk spyr mig gjarnan: Eruð þið með einhverja áætlun í netmálunum? Nei, við höfum enga net- áætlun, aðeins tækniáætlun. Við munum nýta þessar tækniframfarir til að efla starfsemi okkar á ýmsum sviðum. Við höfum verið gagnrýndir fyrir að vera seinir, mjög seinir, en ég heyri eng- an hrósa mér fyrir að hafa ekki tapað nema broti af því fé sem keppinautarnir hafa tapað.“ ■■■■■■■■■■ ÞAÐ SEM sífellt Gömul lögmál - !leiri netfyrirtæki ,1__i “ hafa rekið sig a er að oendanleg þeir sem heimSækja SÓknarfæn netsíður eru yfirleitt ekki reiðubúnir að greiða fyrir þær upplýsingar sem þar er að fá. Með tilkomu Netsins hefur ekki einungis orðið auðveldara og íljótlegra að nálgast upplýsingar, þær eru einnig orðnar ódýrari. Hver myndi greiða fyiir upplýsingar sem hvort eð er má nálgast endurgjaldslaust? Þetta á við hér á íslandi ekki síður en annars staðar sem sést á því að nær allar heimasíður eru opnar öllum án þess að gjald komi fyrir. Einn fárra fjölmiðla í heiminum, sem tekist hef- ur að nýta sér Netið sem tekjulind í gegnum áskriftir er dagblaðið The Wall Street Journal. Netverslanir hafa einnig rekið sig á ýmsa veggi, ekki síst þá staðreynd að netverslun er að flestu leyti ekki mjög frábrugðin hefðbundinni vörulistaverslun. Kostur netverslunarinnar er að ekki þarf að leggja í dýra prentun og dreif- ingu á vörulista. Upplýsingarnar eru aðgengi- legar hverjum sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Að því frátöldu er hins vegar margt líkt með netversluninni og hinni hefðbundnu póst- verslun. Taka verður niður pantanir viðsldpta- vina, halda þeim til haga og afgreiða. Halda verður lager og tryggja að þær vörur sem vin- sælar eru séu til. Þá eru vörur ekki sendar til viðskiptavina með leifturhraða tölvupóstsins heldur í pósti rétt eins og í hefðbundnum við- skiptum. Ef varan er ekki til eða er ekki af- greidd á réttum tíma verður viðskiptavinurinn jafnóánægður og hjá hinni hefðbundnu verslun. Á þessu hafa mörg fyrirtæki brennt sig, sem nú eru að leggja upp laupana víða um heim. Þau virtust telja nægjanlegt að setja upp glæsilega heimasíðu og afla hlutafjár, minna máli skipti að byggja upp hinn hefðbundna viðskiptagrunn. Með þessu er ekki verið að gefa í skyn að við- skipti á Netinu eigi ekki framtíð fyrir sér, þvert á móti. Það verður hins vegar að hafa hugfast að þau lúta sömu lögmálum og viðskipti hafa ávallt gert. Sé vandað til verksins og tæknin nýtt á réttan hátt eru sóknarfærin óendanleg. Bankaviðskipti einstaklinga eru til að mynda óðum að færast yfir á Netið. í stað þess að mæta í bankaútibú á þeim tíma sem þau eru opin, sem yfirleitt er á vinnutíma flestra, og standa þar í biðröð er hægt að sinna almennum afgreiðslu- málum, greiða reikninga og millifæra í tölvunni á skrifborðinu í ró og næði. Þá má nefna þá já- kvæðu þróun er verið hefur í netsölu Flugleiða, sem hafa lagt mikið upp úr að þróa og efla þenn- an hluta starfseminnar. Og rétt eins og Netið er óðum að má út fjar- lægðir á milli landa þá ættu þær fjarlægðir sem eru á milli einstakra landshluta einnig að hverfa að miklu leyti ef rétt er haldið á málum. Þegar vara eða þjónusta er keypt á Netinu skiptir engu um aðgang að henni hvort neytandinn býr í Reykjavík eða á landsbyggðinni. Mesta byltingin mun svo eiga sér stað þegar einstaklingar munu upp til hópa geta nýtt sér stóraukna burðargetu fjarskiptakerfisins og Netið, síminn og sjónvarpið renna saman í eitt. Þróun síðustu ára hefur verið gífurlega ör og hraðinn verður síst minni á næstu árum. Þetta mun leiða til mikilla breytinga á atvinnuháttum og daglegu lífi okkar allra. „Með tilkomu Nets- ins hefur ekki ein- ungis orðið auð- veldara og fljótiegra að nálgast upp- lýsingar, þær eru einnig orðnar ódýr- ari. Hver myndi greiða fyrir upp- lýsingar sem hvort eð er má nálgast endurgjaldslaust?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.