Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Stokkað upp hjá CDU BAKSVIÐ Einungís hálfu árí eftir að ný forystusveit var valin á flokksþingi kristilegra demókrata í Þýskalandi er nú búið að stokka upp í henni. Davið Kristinsson í Berlín rekur ástæður þess. AP Laurenz Meyer á fréttamannafundi með leiðtoga CDU, Angelu Merkel, í höfuðstöðvum flokksins í Berlín. Meyer tekur við af Ruprecht Polenz sem framkvæmdastjóri flokksins. AMÁNUDAGINN barst tilkynning frá miðstöð Kristilega demókrata- flokksins (CDU) sem kom flestum í opna skjöldu. Ekki var liðið meira en hálft ár frá því að flokkur- inn kynnti hina nýju stjórn á flokks- þinginu í Essen. I kjölfar fjármála- hneykslisins var þríeykinu ætlað að marka nýja tíma innan flokksins. Angela Merkel var hinn nýi formað- ur, Ruprecht Polenz, framkvæmda- stjóri hennar, og Friedrich Merz, formaður þingflokks CDU/CSU. Sex mánuðum síðar tilkynntu Merkel og Polenz á blaðamannafundi að fram; kvæmdastjórinn léti af störfum. í þýskum stjórnmálum telst óvenju- legt að formaður flokks víki aðalrit- ara sínum úr starfi aðeins hálfu ári eftir að hann tekur við embættinu. Rúm 23 ár eru liðin frá því að fram- kvæmdastjóri CDU sagði síðast af sér. Á sínum tíma var það Kurt Biedenkopf sem kom þáverandi flokksformanni CDU, Helmut Kohl, í erfiða stöðu með uppsögn sinni. Biedenkopf, sem taldi sig yfir Kohl hafinn, stefndi sjálfur á kanslara- embættið. Árið 1989 reyndi þáver- andi framkvæmdastjóri, Heiner GeiBler, að velta Kohl úr sessi og fékk í kjölfarið reisupassann frá flokksformanninum. Engin slík áform leynast þó á bak við uppsögn Polenz. Engum datt í hug að stakkaskipti væru framundan innan flokksins þegar Polenz og Merkel héldu ræður sínar á 50 ára stofnsetningarafmæli CDU í Goslar aðeins þremur dögum áður en formaðurinn gerði ákvörðun sína opinbera. Eftir á að hyggja kann Polenz að hafa virkað fremur ástríðulaus á afmælisuppákomunni en sagði þó alltaf „við“ þegar hann talaði um framtíð flokksins. Forystu- menn CDU voru því gáttaðir þegar Merkel og Polenz greindu stjórninni frá því að aðalritarinn léti af störfum. Polenz hafði að vísu sætt gagnrýni innan flokksins en fáir áttu þó von á því að Merkel mundi bregðast jafn skjótt við og raun bar vitni. Merkel hafði ætlað sér að bíða fram til 6. nóvember með að tilkynna hver yrði eftirmaður Polenz en stjórn CDU lagði fast að formanninum að flýta ákvarðanatökunni þar sem menn töldu fyrirsjáanlegar vangaveltur fjölmiðla um mögulegan eftirmann geta haft neikvæð áhrif á flokkinn. Merkel yfirgaf því fundarsal stjórn- arinnar til að hringja í þann sem hún hugðist gera að eftirmanni Polenz. Á þessum tímapunkti vissi stjórnin vissi ekki hver yrði fyrir valinu. Þeg- ar hún kallaði á formann CDU í Nordrhein-Westfalen, Jurgen Riittgers, gátu menn getið sér til um það hver yrði fyrir valinu: Hinn 52 ára gamli varaforseti landsþings Nordrhein-Westfalen, Laurenz Meyer. Akvörðun Merkels var vel tekið innan stjórnarinnar. Aðeins fimm nánir samstarfsmenn Merkels vissu að formaðurinn hafði lengi haft augastað á hinum 52 ára gamla Meyer. Sjálfur vissi Meyer ekki hvað beið hans fyrr en nokkrum dögum áður en ákvörðunin var tekin. Á blaðamannafundinum var Merkel augljóslega ánægð með þá staðreynd að hafa tekist að koma í veg fyrir að þessi ákvörðun læki í fjölmiðla þótt þrjár vikur væru liðnar frá því að hún bað Polenz að stíga þetta skref. Of viðkunnanlegur Á blaðamannafundinum lagði Merkel áherslu á að hún og Polenz hefðu tekið þessa ákvörðun í samein- ingu. Polenz sagðist hafa tekið við stöðu framkvæmdastjóra á mjög erf- iðum tímum og sett sér það markmið að endurheimta traust kjósenda í kjölfar fjármálahneykslisins. Einnig sagðist hann hafa unnið að því að styrkja lýðræðið innan flokksins. Merkel sagði að á mannlegu nótun- um hefði sambandið við Polenz verið eitt það besta sem hún hefði átt á pólitískri ævi sinni og að slík sam- bönd væru langt frá því að vera sjálf- gefin í heimi stjómmálanna. Bæði forðuðust þau að fara ofan í saumana á forsendum ákvörðunarinnar. Lyk- ilinn að ákvörðuninni er þó að finna í þeirri fullyrðingu Polenz að sjálfur sé hann þannig manngerð að hann „byggi fremur brýr en láti skerast í odda“. Með öðrum orðum þótti Pol- enz ekki nógur ágengur af fram- kvæmdastjóra að vera. Samkvæmt skilgreiningu Eberhards Diepgens (CDU) er árásargirni einn þeirra eigileika sem framkvæmdastjóri þarf að vera gæddur. Innan CDU/ CSU sætti Polenz gagnrýni þar sem hann þótti ekki uppfylla þetta skil- yrði. Forsætisráðherra Hessens, Roland Koch (CDU), og forsætisráð- herra Bæjaralands, Edmund Stoib- er, voru meðal gagnrýenda Polenz. Eftir afsögnina sagðist Stoiber hafa skilning á ákvörðuninni þar sem CDU þyrfti á framkvæmdastjóra að halda sem sæktist eftir „ákafari rök- ræðu“. Merkel sagði ákvörðun sína fyrir hálfu ári ekki hafa verið mistök. Merkel, sem sjálf hafði gegnt emb- ætti aðalritara frá því í nóvember- mánuði 1998 þar til hún tók við for- mannsembættinu fyrir hálfu ári, er nógu reynslumikil til að vita að þrætugirnin telst ein af höfuðdyggð- um aðalritarans. Menn kunna því að spyrja sig hvers vegna hinn við- kunnanlegi Polenz hafi orðið fyrir valinu. Eitthvert vægi hefur það haft að líkt og Merkel telst Polenz til hins frjálslynda arms CDU. Stjóm hins íhaldssama systurflokks CSU var því ekki ánægð með ráðningu Polenz á sínum tíma þar sem hún leit svo á að það væri of mikið að vera með frjálslyndan framkvæmdastjóra við hlið frjálslynds formanns. Polenz hafði verið gagnrýninn á stefnu flokksins í innflytjendamálum og til- heyrir auk þess þeim minnihluta inn- an CDU sem er fylgjandi aðild Tyrk- lands að Evrópusambandinu. Auk þess sem Polenz er skoðanabróðir Merkels og góður samstarfsaðili hef- ur þó líklegast skipt mestu að Polenz var ráðinn í kjölfar fjármálahneyksl- isins. Ekki er ólíklegt að Merkel hafi með ákvörðun sinni viljað afmarka sig gagnvart pólitískum stíl Helmuts Kohls. I kjölfar fjármálahneykslisins var eflaust betra íýrir flokkinn að vera með hógværar fremur en há- væran framkvæmdastjóra, með öðr- um orðum framkvæmdastjóra sem ekki hefði hin dæmigerðu einkenni framkvæmdastjóra. Hinn hávaxni Polenz var ólíkur fyrirrennurum sín- um, hvorki árásargjarn né hávaða- samur, leitaði málamiðlana fremur en efna til deilna. Hann er maður sem stendur uppi sem sigurvegari í persónulegum samræðum en ekki sú manngerð sem hrífur með sér heilan sal af fólki. Það var því ekki bara framkvæmdastjórinn sem beið af- hroð heldur einnig nýr pólitískur stfll. Polenz var of háttprúður fyrir starf sitt, góður maður á röngum stað. Hann þótti ekki nógu frakkur, ekki nógu ósvífinn. Og þar sem Merkel þykir sjálf viðkunnanleg hef- ur líklegast einhverjum þótt ofaukið að vera með hinn geðfellda fram- kvæmdastjóra við hlið hennar. Tími iðrunar og sektarkenndar í kjölfar fjármálahneykslisins er að líða undir lok hjá CDU og því er ekkert því til fyrirstöðu að flokkurinn skarti aftur herskárri aðalritara. Óheppileg athugasemd Þjóðverjar höfðu sólarhring til að fylgjast með umfjöllun fjölmiðla um meinta hörku verðandi fram- kvæmdastjóra CDU áður en komið var að því að Meyer kynnti sig í eigin persónu á blaðamannafundi í mið- stöð flokksins í Berlín. Forystumenn flokksins höfðu mælt með Meyer fyrir hálfu ári en Merkel fór þá sínar eigin leiðir. Hinn 52 ára gamli Meyer er lærður hagfræðingur, var lengi framkvæmdastjóri orkufyrirtækis- ins VEW og er einn af efnahagssér- fræðingum CDU. Meyer kemur líkt og Friedrich Merz, formaður þing- flokks CDU/CSU, frá Nordrhein- Westfalen sem er það sambandsland þar sem CDU hefur flesta flokksfé- laga. Þar sem að Meyer og Merz eru kunningjar frá því að þeir störfuðu saman í sambandi ungra kristilegra demókrata er talið að tilkoma Meyers gæti styrkt stöðu Merz inn- an stjómar CDU. Meyer var leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Nordrhein- Westfalen þar til hann tók við emb- ætti varaforseta landsþingsins í Dusseldorf í vor. Meyer hefur séð til þess að stjómarflokkarnir í Nord- rhein-Westfalen hafi það ekki of auð- velt. Hann varð þekktur á landsvísu sumarið 1998 þegar hann fletti ofan af hvarfi 100 milljón marka í tengsl- um við teiknimyndaverið HDO, sem var eitt af eftirlætisverkefnum for- sætisráðherra Nordrhein-West- falen, Wolfgang Clement (SPD). Meyer vann síðar ótrauður að því að knýja fram uppsögn Clements í kjölfar þ'ess að opinbertvarð að jafn- aðarmenn höfðu misnotað flugvéla- þjónustu seðlabanka sambands- landsins í einkaskyni. Einnig vakti hann athygli fyrir vaska framgöngu í kosningabaráttunni í Nordrhein- Westfalen fyrr á þessu ári. Reitti Merkel til reiði Ekki verður sagt að Meyer þjáist af of lágu sjálfsmati og það fer ekki framhjá neinum að hann hefur gam- an af stjómmálum. Samstarfið við formann flokksins hefði þó getað byrjað betur. Á fyrstu sameiginlegu uppákomu þeirra á þriðjudaginn tróð hann formanninum um tær. Deginum áður höfðu Merkel og Pol- enz lagt mikið upp úr því að láta líta út fyrir að Polenz hefði verið mjög svo góður kostur þótt hann segði nú af sér. Sólarhring síðar var Meyer spurður að því á blaðamannafundin- um hvort tilhugsunin um stutta vist forvera hans í embætti gerði hann óstyrkan. Meyer svaraði þá á léttu nótunum að hann væri í talsvert sterkari stöðu en Polenz þar sem Merkel gæti ekki leyft sér önnur mistök. Merkel svaraði í skörpum tón: „Ráðning Ruprecht Polenz voru engin mistök“ og var Meyer knúinn til að biðjast afsökunar á „misheppn- uðum brandara" sínum. Þennan fyrsta dag virtist Meyer ekki hafa áttað sig á því að í höfuðborginni hlæja menn að öðrum hlutum en í Dusseldorf. Meyer sagði að hann og Merkel væru sammála á mörgum sviðum, svo sem um málefni innflytjenda. Hann hvatti til aukins samlyndis inn- an stjórnarinnar og sagðist ætla að beita sér fyrir því að bæta samskipt- in milli flokksformanns og formanns þingflokksins. Meyer skoraði á flokksforystuna að auka samstilling- una og setja rök sín þannig fram að þau væru almenningi skiljanleg. Meyer verður kjörinn 20. nóvember á litlu flokksþingi í Stuttgart og síð- an staðfestur á stóru flokksþingi á næsta ári. Hlutverk hans verður að leita átaka í auknum mæli, vera orð- beittur og framsækinn gegn aðalrit- ara SPD, Franz Muntefering, en sá síðarnefndi skilur starf sitt sem aðal- ritari og nefndi stjórn CDU „sjálfs- hjálparhóp" í kjölfar fráhvarfs Pol- enz. Til marks um veikleika og styrk Sú ákvörðun að víkja Polenz frá er tvímælalaust ósigur fyrir Merkel sem þurfti þannig að leiðrétta sína fyrstu mikilvægu ákvörðun í emb- ætti flokksformanns. Það að hún skuli hafa tekið afleiðingum gjörða sinna og leiðrétt fyrri ákvörðun er hins vegar talið til marks um styrk formannsins. Svo kann að vera að Merkel hafi vanmetið mikilvægi framkvæmdastjórans en í millitíð- inni hefur hún lært að hún þarf á framkvæmdastjóra að halda sem léttir af henni. Merkel er enn að þreifa fyrir sér í starfi flokksfor- manns og það er ekkert að því þar sem enn eru tvö ár í kosningar. Á næsta ári hefði verið of seint að skipta um framkvæmdastjóra þar sem kosningabaráttan yrði þá hafin. Merkel er fljót að læra og það ekki aðeins á sviði framkvæmdastjóra. Hún hefur einnig lært að ekki er hægt að útiloka Kohl til lengdar og því skipulagði hún hátíð fyrir kansl- ara sameiningarinnar í tilefni af tíu ára afmælinu. Þótt Merkel sé við- kunnanleg líkt og Polenz hefur hún sjálf bent á að ekki ber að rugla vingjarnlegri framkomunni saman við valdavilja hennar. Nú þegar kjörtímabilið er hálfnað eru kristilegir demókratar jafn illa staddir og þeir voru eftir kosning- arnar fyrir tveimur árum. Meyer er í sömu stöðu og fyrirrennari hans að því leyti að hann þarf að vinna kosn- ingarnar þótt takmarkað fé sé til ráðstöfunar í kjölfar fjármála- hneykslisins. Enn ríkir óvissa innan CDU um það hvaða málefni eigi að gera flokknum kleift að sigra í kosn- ingunum eftir tvö ár. Ólíkt Merz vill Merkel ekki gera innflytjendamál að aðalefni kosningabaráttunnar. Ef ekki tekst að draga úr ágreiningi Merkel og Merz gæti formaður þing- flokksins orðið næstur. Nái Merkel hins vegar ekki tökum á flokknum með tilkomu Meyers munu menn spyrja sig hvort hún sé rétti formað- urinn. Opib á sunnudögum 13:00-17:00 KrÍKq(c*j\ P R R JíM /b JBR I Bfl J l IR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.