Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 11 Morgunblaóið/Golli íbúum félagslegra eignaríbúða í Hafnarfirói er frjálst að selja íbúðirnar á frjálsum markaði og velja sér aðrar íbúðir að eigin ósk. Með því móti er dregið úr líkunum á því að tekjuminni hópar búi á afmörkuðum svæðum. réttinum. „Lögin heimila sveitarfélögum að stytta forkaupsréttartímann. Ekki er því nema rökrétt að álykta að lögin veiti heimild til að falla ulgjörlega frá forkaupsréttinum eins og ákveðið var að gera í Hafnarfirði," segir hann og er því næst spurður út í túlkun sveitarfélagsins á ákvæði um kaupskyldu. „Með lögunum virðist ekki vera varpað sérstakri kvöð á sveitarfélagið í tengslum við kaupskyldu. Ef ætlunin er að halda fram slíkri kvöð er ekki nægilega skýrt frá því greint í lögunum. Hafnarfjarðarbær telur sig uppfylla ákvæðið með því að kaupa eignai-- íbúðir í þeim tilvikum þegar eigandi íbúðar, þai’ sem kaupskylda varir, krefst innlausnar og við nauðungarsölu. Meginmarkmið laganna hlýtur að vera að losa íbúa eignaríbúðanna úr ákveð- inni sjálfheldu. Með því að falla algjörlega frá forkaupsréttarákvæðinu hefur því markmiði verið náð,“ segir hann. „Vart stenst heldur al- menna jafnræðisreglu að halda forkaupsrétt- arákvæðinu til streitu gagnvart íbúum eignai’- íbúðanna í samanburði við lántakendur 90%-lánanna.“ Magnús segir að vandinn hafi falist í því að íbúar £ félagslegu eignaríbúðunum haíi fengið lítið út úr íbúðunum á tímum hás fasteigna- verðs. „Með því að selja á frjálsum markaði njóta íbúarnir mismunaiins á áhvílandi skuldum og markaðsverði. Gjaldið er að ekki er boðið upp á eins hagstæð lán á almenna mai’kaðinum og innan félagslega kerfisins. Varasjóðui’ viðbóUir- lána telur sig verða fyrir tekjutapi þar sem mis- munurinn renni ekki lengur til sjóðsins. Hins vegar höfum við reiknað út að Hafnarfjarðar- leiðin færir íbúðalánasjóði, vörsluaðila vara- sjóðs, mun meiri tekjur í heildina vegna mis- munar á vöxtum innan félagslega eignar- íbúðakerfisins og almennum vöxtum lána frá íbúðalánasjóði." Magnús rifjar upp að komið hafi fram hjá Helga Hjörvari, formanni félagsmálaráðs Reykjavíkur, í viðtali í Morgunblaðinu um síð- ustu helgi að félagslegar eignaríbúðir í Reykja- vík væru þar nýttar til að mæta þörf fyrir félags- legt leiguhúsnæði í borginni. „Eins og gengur er talsverð þörf fyrir leiguhúsnæði í Hafnarfirði og kemur þar inn í hversu íbúum hefur fjölgað mik- ið upp á síðkastið, t.d. úr 19.1381. desember árið 1999 í 19.668 2. október sl. Á hinn bóginn er ákaflega stór hluti þess hóps tilbúinn að leigja á frjálsum markaði. Vandinn felst í því eins og reyndar víðar að skortur er á almennu leiguhús- næði. Við höfum því lagt áherslu á að veita við- bótarlán til að draga úr spum eftir leiguhús- næði,“ segir hann. Helgi Hjörvar segir £ sama viðtali og vitnað hefur verið til að nauðsynlegt sé að fara með gát þvi að það geti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar i för með sér ef stærsti hluti félagslegra ibúða kemur inn á fasteignamarkaðinn i einu. „Héma í Hafnarfirði hefur reynslan verið allt önnur. Hér em um 700 félagslegar íbúðir og frá því að breytingin var gerð hafa aðeins 38 farið á fijáls- an fasteignamarkað. Meginbreytingin felst í því að íbúarnir geta verið vissir um að fá að selja íbúðimar á fijálsum markaði hvenær sem er. Eins er viðbúið að íbúamir standi frekar að end- urbótum á húsnæðinu þar sem slíkar endurbæt- ur hækka húsnæðið í verði.“ ítrekað óskað eftir fjárhagsáætlun „Við teljum að farið sé með félagslegar íbúðir í Hafnarfirði í samræmi við ákvæði laga um hús- næðismál nr. 44/1998 og tekjur varasjóðsins hafi fyrirsjánlega verið háðar þvi á hvern hátt ein- stök sveitarfélög nýttu sér forkaupsréttinn," sagði Magnús þegar hann var spurður um af- leiðingar Hafnarfjarðarleiðarinnar fyrir önnm- sveitarfélög. „Að sjálfsögðu hlýtur hlutverk varasjóðsins að vera til endurskoðunar á hverjum tíma stand- ist hann ekki væntingar manna. Við höfum ít- rekað óskað eftir fjárhagsáætlun sjóðsins og þeim reglum sem stjóm sjóðsins ber að setja, samkvæmt 21. gr. reglugerðar um varasjóðinn nr. 72/1999, en án árangurs. Ég er því ekki i að- stöðu til þess að tjá mig frekar um málefni vara- sjóðsins en bendi á að auk söluhagnaðar af íbúð- um gerir reglugerð sjóðsins ráð fyrir fram- lögum úr ríkissjóði til varasjóðsins." Magnús var spurður að því hvemig bmgðist yrði við bréfi félagsmálaráðuneytisins. „Við er- um ósammála niðurstöðum ráðuneytisins og teljum hana ekki rétta og vísum þar um m.a. til lögfræðiálits sem við létum vinna fyrir okkur. Við höfum því ekki talið ástæðu til þess að breyta fyrri ákvörðunum hvað forkaupsréttinn/ kaupskylduna varðar.“ Minnkandi tekjur varasjóðs „Þetta mál verður að skoða með tilliti til að- draganda nýrrar húsnæðislöggjafar fyrir tveim- ur áram,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Þá var gengið út frá því að svokallaður varasjóður viðbótai’lána greiddi langstærstan hluta af- skrifta af félagslegum íbúðum í þeim tilvikum þegar markaðsverð væri lægra en innlausnar- verð íbúðanna, sem er mjög algengt á lands- byggðinni en heyiir til undantekninga á höfuð- borgarsvæðinu þar sem markaðsverð er mun hærra en innlausnarverð. Tekjur varasjóðsins era samkvæmt lögunum mismunur á innlausn- arverði og markaðsverði íbúða i þeim tilvikum sem það er hærra en innlausnarverðið svo og ár- leg framlög úr ríkissjóði." Vilhjálmur segir tekjur varasjóðs hafa verið mjög litlai’ undanfarið. „Ástæðan er sú að markaðsverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað gríðarlega á undanfómum misserum og eigendur félagslegs eignarhúsnæðis ráða ilia við það að kaupa íbúðir á almennum markaði þar sem innlausnarverðið hefur hækkað óveralega," segir hann og heldur áfram: „Mér finnst mikil- vægt að fulltrúar ríkis og sveitarfélaga kanni rækilega hvaða afleiðingar það heíúr ef sveitar- félög falla almennt frá forkaupsrétti og kaup- skyldu verður einungis beitt ef seijandi óskar þess,“ segir Vilhjálmur og fram kemur að hann dregur ekki í efa jákvæð áhrif Hafnarfjarðar- leiðarinnar hvað félagslega þáttinn varðar. Vilhjálmur segir að hafa verði í huga að að- stæður í félagslega eignaríbúðakerfinu séu afar mismunandi eftir sveitarfélögum vegna ólíkra markaðsaðstæðna og víða á landsbyggðinni, þar sem markaðsverð er lágt, gangi eigendur fé- lagslegra eignaríbúða út frá því að sveitarfélög neyti forkaupsréttar. „Segja má að núverandi eigendur félagslegs eignarhúsnæðis séu í eins- konar „búsetufjötram" vegna þess hve íbúðar- verð á almennum markaði hefur hækkað og auk þess af þeirri ástæðu að nú er ekki lengur heim- ilaður flutningur miili íbúða í félagslega íbúða- keifinu eins og áður var. Einnig er ekki ólíklegt að hagsmunir Ibúðalánasjóðs felist í því að kerf- ið verði opnað og eldri lán sem bera mjög lága vexti, 2,4% er algengt, verði greidd upp og það fjármagn lánað með almennum vöxtum íbúða- lánasjóðs sem nú era tæplega 6%.“ Viihjálmur segir sveitarfélögin lögum sam- kvæmt hafa í hendi sér hvort þau beita for- kaupsrétti. „Vegna stöðu húsnæðismarkaðarins í einstökum sveitarfélögum kann að vera að þau telji slæmt fyi-ir markaðinn að falla alveg frá forkaupsrétti en velji þess í stað að stytta gild- istíma hans í áföngum. Reykjavíkurborg ákvað t.d. að stytta hann úr 30 áram í 25 ár og hug- myndir hafa verið í gangi um að stytta hann enn frekar, t.d. niður í 20 ár,“ segir Vilhjálmur og tekur fi-am að þessi mál séu nú til umfjöllunar í viðræðum fulltrúa Sambands íslenskra sveitar- félaga og félagsmálaráðuneytisins. „Mikilvægt er að skoða málið frá öllum hliðum og að niður- staða fáist sem fyrst.“ ENDURBÆTUR Á ENDURBÆTUR OFAN y '^| ÉLAGSLEGA húsnæðiskerf- Mm muerhægtaðlíkjaviðhús. Nýir eigendur einsognýjarríkisstjórn- m ir gera endurbætm- í takt við þörf- JL ina hverju sinni. Einn kemur þá annar fer. Með tímanum verður húsið því óumflýjanlega dálítið undarlegt í laginu," segii- Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræðingur hjá Ibúðalánasjóði, sem um árabil hefur sinnt rannsóknum á sviði húsnæðismála. Jón Rúnar rekur upphafið til Héðins Valdimarssonar. „Héðinn deildi við Jónas frá Hriflu um byggingu verkamannabústaða. Jónas var mótfallinn hugmyndinni og vildi frekar að stuðlað væri að uppbyggingu í sveitunum. Héðni tókst með naumindum að gera samkomulag við Ti-yggva Þórhallsson um lög um verkamannabústaði árið 1929. Héðinn var varaformaður Alþýðuflokksins og vora fyrstu verkamannabústaðimir byggðir á vegum Byggingarfélags aiþýðu vestur í bæ. Upphaflega vora sérstakir byggingai’sjóðir í hverju sveit- arfélagi fyrir sig. Með tímanum sameinuðust sjóðimir og urðu hluti af Húsnæðisstofnun ríkis- ins árið 1970. Húsnæðissam- vinnufélög á borð við Búseta svo og byggingarfélög aldraðra, ör- yrkja og námsmanna komu inn í myndina 1984.“ Mismunandi reynsla íbúa Að uppbyggingfélagslega húsnæðiskerfisins komu verka- lýðshreyfing og ríkisvald. „Lengi vel var algengt að einn liður í kjarasamningum snerist um að ákveðin upphæð af fjár- magni lifeyrissjóðanna rynni inn í húsnæðiskerfið í skiptum fyrir lánveitingu. Hugmyndin var að koma til móts við lægri tekjuhópa með hagstæðum lán- um. Lánin voru til að byrja með til 40 ára, síðan til 33 ára á sjöunda og áttunda ára- tugnum og urðu aftur til 40 ára i ráðherratíð Svavars Gestssonar árið 1980. Vextimir voru lengst af lágir en á níunda áratugnum fór að gæta ákveðinnar tilhneigingai- til að hækka vextina. Nú hækka vextirnfr ef komið er ft-amyfir ákveðið tekjumark," segir Jón Rúnar. „Félagslega húsnæðiskerfinu hefur fylgt ákveðin kaupskylda og kaupréttur frá upphafi." Jón Rúnar segir að sérstaða ís- lensku ieiðarinnar felist einkanlega í því að ekki skuli vera um leiguibúðir að ræða. „Fyrir því virðast einkum tvær ástæður, þ.e. veikburða sveitarfélög og ákveðið hugarfar í þjóðfélaginu. Að hinir tekjuminni eigi ekki síður en aðrir rétt á að eignast þak yfir höf- uðið,“ segir hann og tekur fram að ein ástæðan fyrir því hversu flókið kerfið hafi orðið sé að um eignaríiiúðir sé að ræða. „Félagslega húsnæðiskerfið hefur komið ákaflega mismunandi út fyrir íbúana. Nokk- ur dæmi era um að íbúar hafi hagnast veru- lega eins og íbúar í framkvæmdnefndaríbúð- unum svokölluðu frá áranum 1965 til 1975. Húsnæðið var upphaflega fjármagnað með óverðtryggðum lánum frá Byggingarsjóði ríkisins til 33 ára. Verðbólgan át lánin upp og olli því að íbúarnir komust ótrúlega vel frá greiðslunum á ákveðnu tímabili. Núna hafa sumar íbúðirnar verið seldar á góðu verði á frjálsum markaði. Aðrir hafa komið illa út úr kerfinu eins og rakið var með dæmi í blaðinu á föstudaginn." Soffía Hjai’tardóttir sagðist aðeins fá 230.000 kr. til baka eftir að hafa borgað 40.000 kr. á mánuði af lánum á íbúðinni í tóif ár. Hún segir að á íbúðinni hvfli 6 milljónfr og hún sé 9 milljóna króna virði. Borgin hafi því af henni tæplega 3 milljónir með sölu á ftjálsum markaði. Eins og fram hefúr komið hefur Hafnarfjarðarbær fallið frá forkaups- rétti á félagslegum íbúðum. íbúai’nir geta því gert upp skuldir af íbúðunum og selt á frjálsum markaði. „Kosturinn við að félags- legar eignaríbúðir séu seldar á frjálsum markaði er að félagslegar eignaríbúðfr verða ekki eins áberandi í ákveðnum hverfum, t.d. Efra-Breiðholti. Gallinn er að íbúðh-nar detta út úr félagslega húsnæðiskerfinu. Sveitarfélög þurfa víða á félagslegum leigu- íbúðum að halda og era því ekki ýkja hrifin af því að missa af íbúðunum og þurfa að byggja eða festa kaup á dýram leiguíbúðum á frjálsum markaði,“ segir Jón Rúnar. Hann segir að ein leið til viðbótar sé að fela umsjón íbúðanna félagasamtökum á borð við samtök aldraðra og húsnæðissam- vinnufélögum. „íhaldsstjórn Margrétar Thatcher gekk hart fram í þvi að húsnæðis- félög (Housing associations) tækju við íbúð- unum af sveitarstjómunum. Þarna blandast stjórnmálin auðvitað inn í því að Verka- mannaflokkurinn hafði töglin og hagldfrnar í sveitarstjórnunum." Jóhanna eykur féiagslegt húsnæði Umtalsverðar breytingar urðu á félags- lega húsnæðiskerfinu í félagsmálai’áð- herratíð Jóhönnu Sigurðardóttur á árunum 1987 til 1994. „Jóhanna hafði nokkuð frítt spil í tengslum við breytingar á félagslega húsnæðiskerfmu eftir að Sjálfstæðisflokkur- inn gekk úr ríkisstjóm 1988,“ segir Jón Rún- ar og minnfr á breytingar í kjölfar nýira laga árið 1990. „Jóhanna vildi eins og fleiri bæta félagslega húsnæðiskerfið. Verka- mannabústöðunum var breytt í félagslegar eignaríbúðir. Stjórnir Verkamannabústað- anna urðu húsnæðisnefndir og fengu víðtækara hlutverk í tengslum við húsnæðismál o.fl. Engu síður lét breytingin á sér standa í Reykjavík þvi að stjóm Verkamannabústaða hélt áfram að vinna með svipuðum hætti og byggingarverktaki með því að byggjá húsnæði o.s.frv. Annai’ liður í breyting- unni fólst i örri uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Með auk- inni lánveitingu reistu húsnæð- issamvinnufélögin um 100 íbúð- ir tvö ár í röð. Af nýbyggingum vora um 40% félagslegt hús- næði í ráðherratíð Jóhönnu, þ.m.t. félagslegar eignaríbúðir, félagslegt leiguhúsnæði og Búsetaíbúðfr.“ Eftir að R-listinn komst til valda í borginni var Félags- bústöðum falið að hafa yfinimsjón með leiguíbúðum á vegum borgarinnar. „Með tímanum hefur þeirrar tilhneigingar farið að gæta að eignaríbúðir líkist meira leiguíbúð- um. Fyrningai’hlutfallið fór meira að segja upp í 1V4% á tímabili. Samsetning íbúahóps- ins fór að breytast um svipað leyti. Verka- menn voru ekki lengur í meirihluta heldur ýmiss konar jaðarhópar - svo og einstæðar mæður.“ Vannýting víða á landsbyggðinni Jón Rúnar segir að mikil eftfrspum hafi verið eftir lánsfé til byggingar félagslegra eignaríbúða úti á landsbyggðinni. „Einu sinni man ég eftir því að Húsnæðismála- stjórn fól Byggðastofnun að gera um- fangsmikla athugun á því hvað sveitarfélög- in hefðu fengið mikið fé til byggingar félagslegra ibúða árin á undan. Úthlutun á lánsfé var byggð á niðurstöðunni og hlaut talsverða gagnrýni, ekki síst á Vestfjörðum, þai- sem farið hafði verið fram á talsvert fé til framkvæmda. Nú standa sveitarfélögin víða uppi með talsverðar skuldir vegna ónýttra félagslegra eignaríbúða. Svíar hafa verið að glíma við svipaðan vanda og þurft að rífa talsvert af óhentugu félagslegu húsnæði,“ segir Jón Rúnar og tekur fram að eitt árið hafi nánast verið jafn mikið rifið og byggt innan féiagslega kerfisins í Svíþjóð. „Hinu er ekki að leyna að dæmi eru um að íbúar fé- lagslegs húsnæðis á landsbyggðinni hafí stundum komið ágætlega út úr viðskiptum sínum við félagslega húsnæðiskerfið. Dæmi era jafnvel um að íbúarnfr hafi fengið yfir markaðsverði út úr íbúðunum þegar mark- aðsverð á fasteignum hefur verið lágt.“ Jón Rúnar segist efast um að Hafnar- fjarðarleiðin sé lögleg. Hins vegar viður- kennir hann að ákveðinn hópur íbúa í félags- lega eignaríbúðakerfinu sé kominn í sjálfheldu, t.d. af því keifinu hafi verið lokað og bammargai’ fjölskyldur hafi ekki tæki- færi til að stækka við sig húsnæði innan kerfisins. „Ég held að við striddum ekki við jafn alvarlegan vanda ef um leiguíbúðir hefði verið að ræða. Nú er eiginlega skrítið að ekki skuli vera byggðar sómasamlegar leiguíbúðir. Með lögum um húsaleigubætur ætti slíkt að geta verið álitlegur kostur. Ef til vill strandar hugmyndin á þvi að ekki er nægilega stór hópur millistéttarfólks til- búinn til að leigja. Fólk er líka svo fast í því að dýrt sé að leigja og athugar ekki hversu ótrálegur kostnaður er fólginn í viðhaldi og fyrningu húsnæðis." Jön Rúnar hefur gert rannsöknlr á sviði húsnæðis- mála um árabil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.