Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 22/10-28/10 ► ALLS eru um 1.753 börn á aldrinum eins til fímm ára skráð á biðlista eftir leikskólavist hjá Reykjavíkurborg. ► FLEIRI ungir vímu- efnanotendur leituðu til Sjúrahússins á Vogi fyrstu sex mánuði ársins en á sama tíma í fyrra eða 76 einstaklingar und- ir 18 ára aldri en 57 í fyrra. ► KRISTÍN Rós Hákon- ardóttir, sundkona úr Reykjavík, hefur unnið fern verðlaun á Ólympíu- móti fatlaðra í Sydney. Hún hefur unnið tvenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun. ► ÍSLENSKA ríkið hefur stefnt elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund vegna ágreinings um daggjalda- greiðslur. ► BÆJARYFIRVÖLD í Kópavogi hyggjast breyta byggingaráformum sínum við Vatnscnda, til að koma til móts við gagn- rýni íbúa. M.a. er frestað byggingu sex og fjögurra hæða fjölbýlishúsa við vatnið. ► í DRÖGUM að laga- frumvarpi, sem samið hefur verið af nefnd á vegum viðskiptaráðherra, er gert ráð fyrir að spari- sjóðunum verði gert kleift að breyta rekstrar- formi sínu í hlutafélög. ► GENGI krónunnar hef- ur lækkað mikið undan farið eða um 2,6% frá síð- ustu mánaðamótum. Frá áramótum hefur gengið lækkað um 7,6%. Samið um réttindi op- inberra starfsmanna BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband íslands, undirrit- uðu á þriðjudag samkomulag við fjármálaráðuneytið, launanefnd sveit- arfélaga og Reykjavíkurborg um ýmis réttindamál samtakanna. Samkomu- lagið nær til nærri 30.000 manns, eða tæplega þriðjungs launþega í landinu. Þar er kveðið á um ýmis ný réttindi til veikinda- og fæðingarorlofs auk þess sem stofna á sérstakan fjölskyldu- og styrktarsjóð sem er ígildi sjúkrasjóðs á almennum vinnumarkaði. Geii’ Haarde fjármálaráðherra segir að samkomulagið slái ágætan tón fyrir komandi kjaraviðræður við einstök félög opinberra starfsmanna. Samherji með 34 þúsund tonna kvóta TILKYNNT var á miðvikudag að fyr- irhugað væri að sameina Samherja og BGB-Snæfell um næstu áramót. Sam- einað sjávarútvegsfyrirtæki kemur til með að hafa yfir að ráða um 34.000 tonna veiðiheimildum, þar af um 5.200 tonnum utan landhelgi. Auk þess á fyrirtækið um 17 þúsund tonna afla- heimildir í öðrum löndum. Við sam- eininguna eignast KEA, sem átti stærsta eignarhlutinn í BGB-Snæ- felli, 17% hlut í Samherja og verður stærsti einstaki hluthafínn. Barnabætur hækka RÍKISSTJÓRNIN tilkynnti á föstu- daginn veigamiklar breytingar á barnabótakerfinu sem hafa í för með sér að barnabætur hækka í heild um þriðjung á næstu þremur árum. Jafn- framt verður tekjutenging minnkuð. Hækkunin verður mest hjá barnafólki með miðlungstekjur og lágar tekjur. Kostnaðarauki ríkissjóð vegna breyt- inganna er um 2 milljarðar króna. Gbagbo við völd á Fílabeinsströndinni SÓSÍALISTINN Laurent Gbagbo sór embættiseið sem forseti Fílabeins- strandarinnar á fímmtudag. Hann lýsti sig réttkjörinn sigurvegara í kosning- unum sem fram fóru sl. sunnudag. Sama gerði Robert Guei, leiðtogi her- foringjastjórnarinnar, sem hefur verið við völd frá því í desember. Tugþúsund- ir gerðu hins vegar uppreisn gegn hon- um í höfuðborginni Abidjan og náðu her- og lögreglumenn, sem studdu Gbagbo, skrifstofu forsetans á sitt vald þá um kvöldið. Guei fer nú huldu höfði. Samkvæmt úrslitum kosninganna hlaut Gbagbo 59,6% atkvæða en Guei 32,7%. Átök blossuðu upp milli stuðnings- manna Gbagbo og Álassane Ouattaras, íyrrverandi forsætisráðherra, á fímmtudag og féllu tugir manna í þeim. Outtaras krefst nýrra kosninga, en hon- um var meinað að taka þátt í kosningun- um á sunnudag. Viðræður Dana o g Færeyinga stranda VIÐRÆÐUR Dana og Færeyinga um sjálfstæði Færeyja sigldu í strand á fimmtudagskvöld. Ágreiningur er um hver var orsök viðræðuslitanna. Lög- maður Færeyinga, Anfinn Kallsberg, sagði orsökina þá að Danir vildu ekki viðurkenna Færeyjar sem ríki í þjóðréttarlegum skilningi, en sú var krafa Færeyinga. Færeyska land- stjómin boðar nú þjóðaratkvæða- greiðslu um forsendur nýrrar samn- ingalotu. Rasmussen og Kallsberg segja þó báðir, að viðræðunum hafi ekki endanlega verið slitið. Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur, segir orsökina vera ágreining um fjármál. Danir hafa boðið Færeyingum fjögurra ára fjárstuðning áður en Færeyingar lýsi yfír sjálfstæði. Færeyingar hafa hins vegar farið fram á stuðning til fimmtán ára. ► VLADIMIRO Montesin- os, fyrrverandi yfírmaður leyniþjónustunnar í Perú, sneri óvænt aftur til landsins á mánudag. Heimkoma hans olli mik- illi ólgu í stjórnmálum landsins í vikunni og var hann grunaður um að undirbúa valdarán. Mont- esinos var áður helsti bandamaður Fujimoris, forseta Perú. Hann kom ekki opinberlega fram í vikunni og hóf Fujimori mikla leit að honum, sem hefur ekki borið árangur. ► MADELEINE Albright, utanrfkisráðherra Banda- rikjanna, ræddi við Kim Jong-II, leiðtoga N-Kór- eu, á sögulegum fundi í vikunni. Búist er við að viðræðurnar leiði til þess að Clinton Bandaríkja- forseti fari til N-Kóreu áður en hann lætur af embætti í janúar. ► BARAK, forsætis- ráðherra ísraels, lýsti á sunnudag yfir hléi á samningaviðræðum við Palestínumenn. Hann hef- ur í vikunni reynt að mynda þjóðstjórn og var hún í sjónmáli í gær. Átökin milli ísraela og Palestínumanna standa enn og hafa nokkrir Pal- estínumenn látist í vik- unni. ► BROTIST var inn í tölvukerfi Microsoft. Steve Ballmer, forstjóri fyrirtækisins, sagði tölvu- þrjótana ekki hafa komist yfír frumkóða helstu hug- búnaðarkerfanna. Inn- brotið er engu síður mik- ið áfall fyrir Microsoft. FRÉTTIR Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Það var mikill léttir í hugum fyrstu íbúa bráðabirgðahúsanna á Hellu, hjónanna Samúels Guðmundssonar og Kristínar Kolbrúnar Guðmunds- dóttur, er þau tóku við lyklum að fyrsta bráðabirgðahúsinu úr hendi Hjörleifs Jónssonar verktaka. Fyrstu skjálfta- húsin viku á undan áætlun Hellu. Morgunblaðið. FYRSTU tvö jarðskjálftahúsin voru afhent á Hellu á fimmtudag, einni viku á undan áætlun. Hjörleifur Jónsson, verktaki frá Akranesi, samdi við Framkvæmdasýslu ríkis- ins um smiði á tuttugu húsum til af- hcndingar hinn 1. nóvember nk. Flest húsanna, sem vinnuflokkur Hjörleifs vinnur að, eru reist á Hellu, eitt á Rangárvöllum og nokkur í sveitarfélögum í vestan- verðri Rangárvallasýslu. Húsin eru öll eins, 79 fermetrar að stærð, með þrem svefnherbergj- um, stofu, eldhúskrók, salerni og þvottahúsi, en hönnun þeirra er ís- lensk-norsk en timbrið er frá Nor- egi. Vinna við smíði húsanna hófst 13. september sl. og að sögn Hjör- leifs hefur verkið gengið sam- kvæmt áætlun og munu húsin verða afhent eitt af öðru næstu daga. Samið hefur verið við Hjör- leif um smíði á 4-5 húsum til við- bótar og verða þau flest reist í byrj- un nóvember á Hellu og nágrenni. í sumarbústaðnum í fjóra mánuði Það voru hjónin Samúel Guð- mundsson og Kristín Kolbrún Guð- mundsdóttir, íbúar á Hellu, sem tóku við lyklunum að fyrsta húsinu við Hraunöldu 2c, en þeirra hús varð illa úti í skjálftanum 17. júní og hefur verið rifið. Þau hafa búið í sumarbústað sínum í Fljótshlíð frá skjálftanum en þurft að keyra til vinnu á Hellu dag hvern um 25 kílómetra leið. Þau hafa þegar steypt sökkul og grunn að nýju húsi sem verður reist í vetur á lóð þeirra við Út- skála á Hellu þannig að þau búast við að verða í bráðabirgðahúsinu í nokkra mánuði. Samgönguráðherra og formaður samgöngunefndar ósammála um útboð Herjólfs Asakanir um að sam- komulag hafí verið svikið ARNI Johnsen, formaður sam- göngunefndar, segir að Vegagerðin og samgönguráðherra hafi brugðist í þeirri vinnu sem fram fór í kjölfar út- boðs á þjónustu Heijólfs. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra vísar því algjörlega á bug og segir að farið hafi verið að reglum. Sturla sagði að lögð hefði verið mikil áhersla á að útboð á rekstri Herjólfs yrði vel unnið og þess vegna hefði allan undirbúningstímann verið haft gott samráð við bæjaryfirvöld í Eyjum. Reglumar um hvemig standa ætti að svona útboðum væru algerlega skýrar. „Óskir Herjólfs- manna og forsvarsmanna bæjarfé- lagsins var ekki hægt að uppfylla að öðru marki en því en að farið yrði að öllum reglum. Eftir að ljóst var að útboðið yrði kært óskaði ég eftir að Vegagerðin stæði þannig að málum að þeim gæf- ist færi á að kæra þannig að það kæmi Ijós hvort undirbúningur út- boðsins og mat á lægstbjóðanda væri innan verklagsreglna og laga. Ef ekki hefur verið hægt að uppfylla óskir Eyjamanna þá er það vegna þess að það var ekki hægt að ganga á svig við reglur. Það var alveg ljóst að útboðsregl- umar gerðu ráð fyrir að lægsta til- boði yrði tekið. Það var ekkert sem benti til annars en að Samskip upp- fylltu þær kröfur sem reglur settu. Framhjá því var ekki hægt að ganga,“ sagði Sturla. Sturla sagði að kærunefndin hefði gefið álit þrátt fyrir að frestur hefði verið útmnninn og í því áliti væri al- veg skýrt tekið fram að eðlilega hefði verið staðið að málum. Sturla sagði mikilvægt að hafa í huga að sam- gönguráðuneytið hefur ekkert með störf kærunefndarinnar að gera. Hún heyrði undir fjármálaráðuneytið. Ekki staðið við samkomulag Ami sagði að það hefðu verið gerð- ar mjög alvarlegar athugasemdir við framsetningu Vegagerðarinnar á út- boðinu og ekki síst kostnaðaráætlun, sem væri mjög óraunsæ. Hann nefndi sem dæmi að Herjólfur væri 3.300 tonna skip með 16 menn í áhöfn, en Breiðafjarðarfeijan Baldur væri 600 tonna skip með 7 menn í áhöfn. Það munaði hins vegar ekki nema 700 þúsund krónum á mánuði á kostnað- aráætlun Vegagerðarinnar milli þessara tveggja feija. Einnig hefði Vegagerðin gert ráð fyrir að svartolía en ekki gasolía yrði notuð á Heijólf sem að mati Heijólfsmanna þýddi meira slit á skipinu og því orkaði tví- mælis að þessu fylgdi sparnaður. Einnig hefði Vegagerðin gert ráð fyr- ir fækkun í áhöfn, sem Siglingastofn- un hefði á sínum tíma hafnað. Árni sagði að þessara atriða hefði ekki verið getið í útboðsgögnum, en svo virtist vera að Samskip hefði verið kunnugt um þetta. Árni sagðist vilja taka fram að ekk- ert væri við Samskipsmenn að sakst í þessu máli og hann byði þá velkomna til starfa í þjónustu við Eyjamenn. „Vegagerðin og samgöngu- ráðherra hafa hins vegar brugðist í þessu máli. Ráðherra lofaði að stöðva framgang málsins á meðan kæra gengi fram. Um þetta var samið 2. október og kæran var lögð fram 4. október, en 6. október skrifaði Vega- gerðin undir samning við Samskip þrátt fyrir að henni væri kunnugt um kæruna. Þetta eru svikin. Það er að sjálfsögðu hlægilegt að vera að skrifa undir bindandi samning áður en kær- an gengur fram. Við undirritun er ríkið orðið skaðabótaskylt ef samningnum er rift. Heijólfsmenn fengu ekki að vita strax að búið var að skrifa undir. Þegar það kom í ljós varð að taka það öðrum tökum. Stjórn Heijólfs var þá neitað um eðli- legan frest vegna þess að formaður kærunefndar þurfti að fara tii út- landa,“ sagði Árni. „Eyjamenn gleyma ekki þegar brotið er á þeim. Það verður að virða leikreglur og samninga,“ sagði Ámi. Sturla sagði að það væri ávallt mið- ur þegar samherjar væru að deila, en vildi að öðru leyti ekki bregðast við orðum Ama. Þeir ættu eftir að ræða saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.