Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 51,
DAGBOK
BRIDS
Umsjón Uuðmundur Páll
Arnarson
HVERSU vel er hægt að
treysta andstæðingunum?
Þetta er oft áleitin spurn-
ing, en meginreglan er sú
að því betri sem spilarinn
er, því meiri ályktanir er
hægt að draga af spila-
mennskunni. Austur er
verulega góður spilari. Með
það veganesti fer lesandinn
af stað, en viðfangsefnið er
að spila sex grönd í tví-
menningi.
Suður gefur; AV á hættu.
Norður
A KD954
vDG8
♦ f)6
+ A85
Suður
A Á83
v ÁK1074
♦ K5
+ K102
Vestur Norður Austur Sudur
- - - llyarta
Pass lspaði Pass 2grönd
Pass Pass 6grönd Pass Pass
Vestur kemur út með tíg-
ultíu, þú lætur lítið úr borði
og færð að eiga fyrsta slag-
inn á tígulkóng. Hver er
áætlunin?
Ef spaðinn skilar sér upp
á fimm slagi eru þrettán í
húsi, sem er væntanlega
toppur. Tæknilega sinnað-
ur spilari myndi leggja af
stað með spaðaás til að geta
ráðið við fimmlit í vestur.
Sálfræðilega sinnaður spil-
ari færi öðruvísi að. Hann
spyrði sig þeirrar spurning-
ar hvers vegna austur hefði
gefið fyrsta slaginn. Það er
dýrt spaug að brenna inni
með ás í tvímenningi og
austur má vita að suður á
fimm slagi á hjarta og ör-
ugglega þrettán slagi ef
spaðinn skilar sér. Það
skyldi þó ekki vera að aust-
ur vissi eitt og annað um
spaðann:
Norður
* KD954
v DG8
♦ ]?6
* A85
Vestur Austur
<k 6 * G1072
v 53 v 982
♦ 1098732 ♦ ÁG4
+ DG73 * 964
Suður
4> Á83
v ÁK1074
♦ K5
+ K102
Það þarf kjarkmikinn
spilara til að gera ráð fyrir
þessari legu, en fyrsti slag-
urinn er sterk vísbending.
Ef landið liggur svona,
vinnst slemman með því að
taka fyrst öll hjörtun. Aust-
ur verður að henda laufi og
tígulgosa. Síðan spilar
sagnhafi spaðakóng og
spaða að Á8. Ef austur
dúkkar, er áttan látin duga!
En missi austur kjarkinn
og stingi upp tíu, þá er
drepið með ás, tveir efstu í
laufi teknir og austur send-
ur inn á blankan tígulás til
að spila upp í D9 í spaða.
Kannski langsótt, en mjög
fagurt.
Ast er...
... að leggja sjálfs-
elskuna til hliðar.
Arnað heilla
Q rt ÁRA afmæli. Nk.
ÖU þriðjudag 31. októ-
ber verður áttræður Jón G.
Bergmann, fv. aðalgjald-
keri. Hann og eiginkona
hans, Ágiísta Bergmann,
taka á móti gestum í Ymi,
húsi Karlakórs Reykjavíkur
að Skógarhlíð 20, milli kl. 17
og 20 á afmælisdaginn.
Ljósmynd/Skugginn
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 2. september sl. í
Hafnarfjarðarkirkju af sr.
Þórhalli Heimissyni Ágústa
ísleifsdóttir og Sveinn
Matthíasson.
Hlutavelta
Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 2.346
og 12 norskum krónum til styrktar Rauða kross íslands.
Þær heita Surya Mjöll Agha Khan og Margrét Guð-
mundsdóttir.
SKAK
( llmsjón Helgi Áss
Grctarsson
STAÐAN kom upp á 3. al-
þjóðlega mótinu í Þórshöfn í
Færeyjum. Annar af efstu
mönnum mótsins, Ruslan
Ponamariov (2630), stýrði
hvítu mönnunum gegn
enska kollega sínum Stuart
Conquest (2529). Ponamar-
iov er meðal þeirra yngstu
sem orðið hafa stórmeistar-
ar en skákstíll hans h'kist að
mörgu leyti stíl Fischers
þar sem frá-
bær tækni og
nákvæmir út-
reikningar eru
í fyrirrúmi.
Síðamefndi
hæfileikinn
hefur án efa
komið að góð-
um notum í
stöðunni: 32.
Hxe6! Bxel 33.
He7+ Kd8 34.
Bc7+ Kc8 35.
De5! b5 36.
Bd8! Ba5 37.
Hc7+! Kb8 38.
Hxc6+ og
svartur gafst upp enda
grátt leikinn.
Haustmót Tafifélags
Reykjavlkur í hraðskák
haldið 29. október kl. 14 að
félagsheimili þess Faxafeni
12.
Skákfélag Akureyrar
heldur einnig sitt haust-
hraðskákmót sama dag, en
teflt verður í húsakynnum
félagsins.
Atskákmót Reykjavíkur
haldið 30. október og 6. nóv-
ember kl. 20 bæði kvöldin í
félagsheimili taflfélagsins
Hellis.
Svartur á leik.
LJOÐABROT
UM HANA SYSTUR MÍNA
Sáuð þið hana systur mína
sitja lömb og spinna ull?
Fyrrum átti ég falleg gull.
Nú er ég búinn að bijóta og týna.
Einatt hefur hún sagt mér sögu.
Svo er hún ekki heldur nízk.
Hún hefur gefið mér hörpudisk
fyrir að yrkja um sig bögu.
Hún er glöð á góðum degi, -
glóbjart liðast hár um kinn, -
og hleypur, þegar hreppstjórinn
finnur hana á förnum vegi.
Jónas Hallgrímsson.
STJORNUSPA
eftir Franres Drake
SPORÐDREKI
Afmælisbarn dagsins:
Forvitniþín ogframtaks-
semi gefur lífí þínu fjöl-
breytni, en þú mátt vera
mildari við sjálfan þig.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það er fræðandi að kynnast
fólki af framandi slóðum og
sjálfsagt að notfæra sér þau
atriði, sem unnt er, til að
auðga lífið heima fyrir.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Láttu vera að taka áhættu í
peningamálum í dag, slíkt
er líklegra til að hefna sín
frekar en hitt. Sýndu líka
fyrirhyggju á öðrum svið-
um.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) A'A
Taktu ekki umtal um þig á
vinnustað nærri þér, uppi-
staðan í því er öfund, og
þessar raddir munu þagna,
þegar árangur þinn sýnir
sig.___________________
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Finnist þér aðrir sækja um
of í þig skaltu hikstalaust
loka að þér. Það er engan
veginn á þinni könnu að
tryggja hamingju alira.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) s*
Þegar um margt er að velja
er um að gera að láta sjálfs-
elskuna ekki ná tökum á
sér. Þannig er líklegt að
skynsamlega verði valið.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) ofcL
Það er hverjum manni
nauðsynlegt að losna við og
við undan oki hversdagsins.
Lyftu þér upp og fáðu þér
orkuforða til framtíðarinn-
ar.
v°s XVX
(23. sept. - 22. okt.)
Orð eru lítils virði ef þeim
fylgja ekki athafnir. Leggðu
þitt af mörkum í starfi og
þá muntu öðlast virðingu
þeirra sem þú metur svo
mikils.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Ekki er allt sem sýnist svo
þú skalt ganga hægt um
gleðinnar dyr þótt allt virð-
ist vera í fínasta lagi. Var-
færni á við á öllum sviðum.
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. des.) AO
Þú kemst langt á léttu við-
móti þínu, en gættu þess að
ganga ekki svo langt að fólk
misskilji þig og haldi til-
ganginn annan en raun er á.
Steingeit —
(22. des. - 19. janúar) émB
Þessi leiðindi sem grípa þig
eru alfarið á þína ábyrgð.
Skoðaðu líf þitt og breyttu
til í stað þess að kenna allt-
af öðrum um alla hluti.
Vdtnsberi
(20. jan. -18. febr.) _
Loksins kemst hreyfing á
mál sem þú hefur lengi
baksað við að ýta úr vör.
Taktu með hógværð við því
hrósi, sem þú ert ausinn.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það er engin ástæða til þess
að leggja árar í bát þótt ein-
hver hafi gripið tækifæri
sem þér stóð líka til boða.
Það gengur bara betur
næst.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Mikið úrval af
brúðarkjólum
fyrir dramótin
Einnig alltfyrir herra
Fataleiga Garðabæjar,
sími 565 6680.
Opið virka daga frá kl. 10 til 18, laugardaga kl. 10 til 14.
Til viðskiptavina
Þökkum frábærar
móttökur
r i ly öld
HÁRSNYRTISTDFA
Búðagerði 10,
108 Reykjavík,
sími 533 5050.
Vilborg Bryndís Adda Erla
Bjóðum Betu og Ingunni velkomnar til starfa
Elísabet
Kemp
Ingunn
Ericsdóttir
Bókhaldsnám
Örfá sæti laus á 120 kennslustunda námskciði
sem byrjar 1. nóvember og lýkur 16. desember.
Kennt er á mánudögum og miðvikudögum
kl. 18-22 og laugardögum kl. 9-13.
Efni sem tekið er fyrir )■
Verslunarreikningur
- 24st. -
Tvíhliða bókhald
- 36st. -
Tölvubókhald
- 42st. -
Launabókhald
- 12st. -
Bókhaldslög og vsk. uppgjör
- 6st. -
--------—----------—----------
Upplýsingar og innritun í símum
544 4500 og 555 4980
0-
ntv
Nýi tölvu- &
viðskiptaskólinn
Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Slmi: 555 4980 - Fax: 555 4981
Hllðasmára 9- 200 Kópavogi - Simi: 544 4500 - Fax: 544 4501
Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimaslða: www.ntv.is