Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hræddur um að verða eldin- um að bráð Finnski listamaðurinn Jyrki Parantainen sýnir verk sín á tveimur stöðum í borginni, í Galleríi i8 og Norræna húsinu. Ragna Garðarsdóttir hitti hann að máli. s SÝNINGARRÝMI i8 er að finna ljós- myndir, en í Norræna húsinu hyggst Jyrki sýna ljósmyndaverk í stórum Ijósakössum. Jyrki er einn af framsæknustu listamönnum sinnar samtíðar í Finnlandi og hefur markað sér sérstöðu innan listaheimsins. Hann kveður kvikmyndaleikstjóra vera helstu áhrifavalda sína og er formgerð kvik- myndarinnar jafnt sem tæknin þar að baki nærgöngult viðfangsefni listar hans. Öfgafullar tilfinningar Hann sagðist finna sér auðar byggingar eða sviðsetja yfirgefin hýbýli og leggja eld að. Síð- an tæki hann ljósmyndir af eldinum og bruna- rústunum. Hann kvaðst einnig endrum og eins taka mynd af viðkomandi vettvangi áður en hann hefur orðið eldinum að bráð og gera að hluta listaverksins. Hann benti á tvær ljós- myndir, önnur var af yfirgefinni hernaðarbæki- stöð en hin af þessu sama húsi, séð innandyra, í ljósum logum. Hann sagðist þó allajafna vilja láta áhorfanda það eftir að mynda þau tengsl sem honum eru nærtækust. Jyrki kvaðst hafa gert eldinn að einskonar uppsprettu listiðkun- ar sinnar á sínum tíma, en hann varð síðar að tæki í höndunum á honum til að tjá tilfinningar á jaðri hins siðferðilega ramma. Hann sagðist fljótlega hafa áttað sig á því að eldurinn væri þess megnugur að vekja nægi- lega öfgafullar tilfinningar með fólki til að hægt væri að afhjúpa hin óljósu mörk milli valds og valdaleysis, hræðslu og hrifningar. Fyrst í stað hafi hann umgengist eldinn sem tákn fyrir sín- ar eigin róstusömu kenndir og í sömu andrá sem leið til að losa sig undan fargi fortíðarinn- ar. Með eldinum hafi hann séð sér fært að gera hreint fyrir sínum dyrum, brenna fyrri verk og vangaveltur til ösku og hefja nýjan leik, þótt sá hafi vissulega einnig verið leikur að eldi. Eftir því sem hann kynntist eldinum betur og vinnan með hann varð vanabundnari myndaðist viss fjarlægð og eldurinn hlaut annarskonar merk- ingu í huga hans og meðförum. Eldurinn varð að tæki til að miðla öfgafullum tilfinningum og ekki síst til að vekja þær með áhorfendum. Hann segist hafa áttað sig á mikilvægi verka sinna hvað viðtökur snertir þegar hann fylgdist með öfgafullum viðbrögðum við verkunum. Framsetningin á skaðsemi eldsins og fegurð í bland færi fyrir brjóstið á mörgum, en ákaflega margir leyfðu sér að hrífast með, þrátt fyrir grun um siðferðilegan veikleika slíkrar hrifn- ingar. Jyrki kvaðst geta bent á höfuðþema verka sinna, en það væri framsetning á upphafning- unni („sublirne"). Hann minntist lítillega á Verk eftir Jyrki Parantainen. kenningar heimspekinganna Edmunds Burkes og Immanuels Kants um þetta fyrirbæri og setti í samhengi við eigin framsetningu. Báðir lögðu áherslu á óræðni þessa fyrirbæris og samsvarandi tilfinningar sem það vekur. Burke lagði ríkt á um að upphafningin samanstæði af mótsagnakenndum tilfinningum sem engin leið væri að koma orðum að. Hrollvekjandi ogháleit viðmið renna saman og skapa með viðtakanda hræðslu og hrifningu í senn. Jyrki sagði goð- sagnakennt viðhorfið til eldsins fela í sér slíkan samruna. Þegar menn stæðu sig að því að hríf- ast af eyðileggjandi kröftum og vita ekki hvort þeir ættu að gefa sig hrifningunni eða hræðsl- unni á vald væru þeir í raun og veru staddir á jaðri hins siðferðilega ramma og yrðu tilfinnan- lega varir við eigið stjórnleysi. Notar sérstakt lím Til að leikurinn með eldinn færi ekki úr böndunum, líkt og gerðist við fyrstu tilraunir, sagðist Jyrki nota sérstakt lím, baneitrað og eldfimt, undir eldinn. Eldurinn einskorðaðist þá við yfirborð límsins og breiddist ekki út. Með því móti gæfist honum jafnframt kostur á að mynda allskyns mynstur og formgerðir með eldinum og vinna markvissar með ljós og skugga en ella. Ein mynda hans sýnir t.a.m. einskonar súlnagöng búin til úr eldi, sem liggja um niðumíddar hernaðárbækistöðvar í Eist- landi. Með þá mynd fyrir augum sagði Jyrki frá því að hann hefði sótt nokkuð til Eistlands um yfirgefnar byggingar sem leyfilegt var að kveikja í, þar sem ekki væri svo mörgum slík- um byggingum til að dreifa í Finnlandi. íbúar Eistlands hefðu reyndar tekið vel undir það að hann brenndi niður mannauðar hernaðarbæki- stöðvar og meira að segja túlkað þá viðleitni sem tákn um nýja byrjun. Jyrki bætti því við að ávallt væri viðbúið að menn legðu trúarlega eða pólitíska merkingu í verkin, og væri ekkert nema gott um það að segja. Undir lok viðtalsins viðurkenndi Jyrki að sennilega væri komið að lokum þess í listsköp- un sinni að hann bæri eld að húsum. Hann sagðist langþreyttur á að búa við stöðuga hræðslu um að verða eldinum að bráð. Þessi listiðja útheimti mikla líkamlega áreynslu og nálægð við hættuleg eiturefni. Hann sagði það einnig kosta mikla vinnu að leita uppi auðar byggingar og umhverfi sem óhætt er að leggja eld að. Reynsluna af eldinum sagði hann þó hafa markað listiðju sína til frambúðar og að sá miðill yrði honum ávallt hugleikinn. Nýjar bækur • Skáldsagan Blár þríhyrningur er eftir Sigurð Pálsson. I kynn- ingu útgefanda segir: „Sagan ger- ist í Reykjavík samtímans. Margar ljóslif- andi persónur koma við sögu en í sögumiðju eru Benjamín sem þráir Júlíu sem þráir Stellu, konu Benjamíns, sem þráir hann ... Þau þrjú dansa krappan dans lífsþorsta og dauðaþrár. Leit að hlutverki í líf- inu, ástarþrá, tengsl landsbyggðar og borgar, náttúru og mannlífs eru meginþræðir í meistaralega þéttum söguvef bókarinnar. Sig- urður Pálsson sló rækilega í gegn með fyrstu skáldsögu sinni, París- arhjóli, og staðfestir hér enn frek- ar tök sín á skáldsagnarforminu. Hann er löngu viðurkenndur sem eitt helsta núlifandi ljóðskáld okk-' ar en hefur á undanförnum árum sýnt að hann er jafnvígur á ljóð, leikrit og skáldsögur.“ Útgefandi er JPV-forlagið. Blár þríhyrningur er 179 blaðsíður, unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Hunang gerði kápu. Verð: 3.980 krónur. Sigurður Pálsson Fréttagetraun á Netinu mbl.is __ALLTAF eiTTHVAÐ NÝTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.