Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
togar Kosovo tekið æ meiri þátt í
stjórn héraðsins og það hefur orðið
til að ýta undir vonir um sjálfstæði.
„Það verður Albönum án efa mjög
erfitt er athygli alþjóðasamfélagsins
færist frá Kosovo og norður til Bel-
grad án þess að þeir muni fá nokkuð
að gert. En sú breyting er óhjá-
kvæmileg, Serbar eru lykillinn að
stöðugleika á Balkanskaga og ef valið
stendur á milli Belgrad og Pristina,
er ekki nokkur vafi á því að fyrr-
nefndi staðurinn verður íyrir valinu,
segir áðurnefndur yfirmaður og
klykkir út með: „Það voru mistök að
veita Kosovo ekki sjálfstæði á meðan
Milosevic var við völd. Við hefðum
ekki þurft að leita álits eins né neins,
það hefði einfaldlega verið búið og
gert nú þegar honum var loksins
komið frá.“
Þingkosningar á næsta ári
Umræðan um sjálfstæði tengist
náið öðrum og raunhæfari kosti, sem
eru almennar þingkosningar í Kos-
ovo. Vegna sveitarstjórnarkosning-
anna hafa yfirstjómendur í Kosovo
reynt að fresta umræðunni þar til
þær hafa farið fram. Það hefur hins
vegar ekki tekist og í raun má segja
að kosningamar í gær hafi farið fram
í skugga kröfunnar um þingkosning-
ar sem fyrst á næsta ári og um sjálf-
stæði. Enginn velkist í vafa um að
þegar nýkjörið þing Kosovo kemur
saman mun fyrsta verk þess vera að
boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um
sjálfstæði.
Stjómmálaleiðtogar, einkum
Hashim Thaci, hafa þrýst mjög á um
þingkosningar næsta vor og þrátt
fyrir mikla tregðu framan af, er
greinilegur vilji á meðal alþjóðasam-
félagsins að verða við þessari ósk.
Richard Holbrooke sagði í vikunni að
halda ætti þingkosningar eins fljótt
og unnt væri og Daan Everts, yfir-
maður Öryggis- og samvinnustofn-
unar Evrópu í Kosovo, lýsti því yfir
sl. mánudag að vonandi yrði hægt að
boða til kosninga um mitt næsta ár.
Undirbúningur slíki’a kosninga er
martröð líkastur ef lítill tími er til
stefnu. Tæknilega er það erfitt, því
þótt búið sé að skrá um 900.000 kjós-
endur fyrir sveitarstjórnarkosningar
munu mun fleiri njóta kosningarétt-
ar sem búsettir era erlendis. Akveða
þarf hverjir það em, þ.e. hversu lengi
þeir mega hafa búið erlendis, að skrá
þá og ákveða eftir hvers konar kerfi
verður kosið. Þá verður að taka
ákvörðun um hversu víðtæk sjálf-
stjórn Kosovo-búa verður, um þingið,
stærð þess og stöðu, um forsetann,
um forsætisráðherra og stjómar-
skrá.
Ákveða verður hvað á að gera við
símakerfið, hvort Kosovo fær lands-
númer eður ei, aðrar ákvarðanir er
varða fjarskipti, um utanríkismál,
hver fari með þau, um verkaskipt-
ingu þings og SÞ, um hvemig
tryggja megi stöðu minnihlutahópa
og svo mætti lengi, lengi teija.
Gripið til vopna?
Það er gríðarlegur þrýstingur á
stjómendur Sameinuðu þjóðanna að
verða við óskum Kosovo-Albana.
Serbar og aðrir minnihlutahópar
hafa lítið tjáð sig um málið, staða
þeirra er afar viðkvæm og þeir vilja
tæplega auka á spennuna nú. Þeir
Serbar sem Morgunblaðið hefur rætt
við hafa ekki útilokað að þeir geti átt
sér samastað í sjálfstæðu Kosovo,
þótt þeim hugnist hugmyndin ekki.
Þótt fulltrúum alþjóðasamfélags-
ins í Kosovo hafi að hluta til tekist að
halda aftur að umræðunni um sjálf-
stæði er ljóst að þegar gengið hefur
verið til sveitarstjómarkosninga er
engrar undankomu auðið. Það tóma-
rúm sem margir bjuggust við að
skapaðist eftir kosningar gerir það
varla lengur, lestin er farin að stað og
hún verður tæplega stöðvuð.
Hvað gerist ef það verður reynt?
Enginn veit, þótt vissulega hafi vopn-
uð barátta verið nefnd. Munu Alban-
ar grípa til vopna og hætta þeim ára-
ngri sem þó hefur náðst? Það hlýtur
að teljast ólíklegt, takmarkaður
stuðningur við baráttu um 1.000
manna vopnaðs hóps í Suður-Serbíu,
þar sem um 60.000 Albanar búa, er tii
marks um það. En allt getur gerst,
saga Balkanskaga er skýrasta dæm-
ið um það og enn er verið að skrifa
hana.
Spænskur þjóðvarðliði, einn af liðsmönnum alþjóðlegra lögreglusveita í Kosovo, fylgist með albönskum dönsurum sem dönsuðu þjóðdansa á kosninga-
fundi stuðningsmanna Ibrahims Rugova í Pec, um 90 km vestan við Pristina.
Of seint fyrir sjálfstæði?
Sveitarstj órnarkosningarnar í Kosovo eru
haldnar í skugga kröfunnar um sjálfstæði.
Breytingar í Belgrad gætu hins vegar gert
þessa ósk Kosovo-Albana að engu, skrifar
Urður Gunnarsdóttir frá Kosovo.
ETTA er ómögulegt verk-
efni, segir Bemard
Kouchner og lyftir brún-
um. Ómögulegt en við
gerðum það samt. Verkefnið er að
reisa Kosovo úr rústunum, koma
efnahagnum í samt lag, koma á lýð-
ræði og friði. Kouchner hefur verið
sagður gegna erfiðasta starfi í heimi
og víst er að hann hefur legið undir
ómældri gagnrýni þá fimmtán mán-
uði sem hann hefur stýrt starfi Sam-
einuðu þjóðanna í Kosovo. Þrátt fyrir
að enn sé langt í land með að tak-
mörkunum sem SÞ settu sér er þær
ákváðu að reyna að gera Kosovo
starfhæfu samfélagi, græða sárin og
bæta kjörin, krefjast íbúamir þess að
gengið verði skrefi lengra. Þeir vilja
sjálfstæði og þaðsem fyrst. Hinn við-
kvæmi jafnvægisdans á Balkanskaga
er hafinn enn á ný.
Allt þar til Ijóst var að Slobodan
Milosevic hefði verið velt úr sessi for-
seta Júgóslavíu og að lýðræðisöfl
væra að komast til valda, töldu marg-
ir að sjálfstæði Kosovo væri óhjá-
kvæmilegt og yrði að vemleika innan
fárra ára. Kosovo-Albanar hafa lagt á
það mikla áherslu að sjálfstæði hér-
aðsins sé lykillinn að stöðugleika á
Balkanskaga þar sem annars muni
koma til vopnaðra átaka enn á ný.
Albanar muni aldrei sætta sig við að
vera undir stjóm Serba eða búa með
þeim.
Röksemdin gegn sjálfstæði hefur
ekki aðeins verið afstaða Serba, held-
ur einnig áhrifin sem það kann að
hafa á Albana í nágrannaríkinu Mak-
edóníu sem hafa gerst æ herskárri í
yfirlýsingum sínum um að þeir líti
ekki á sig sem Makedóna og að þeir
vilji ýmist sjálfstæði eða sameinast
löndum sínum í Stór-AIbaníu. Óljóst
er raunar hversu sterk ósk Albana á
Balkanskaga til að sameinast í eitt
stórt ríki er, fáeinir smáir en herská-
ir flokkar sem tengjast fyrrverandi
Frelsisher Kosovo hafa það á stefnu-
skránni en enginn stóra flokkanna.
Þá er ákveðin spenna á milli Kos-
ovo-Albana, Makedóníu-Albana og
þeirra sem búa í Albaníu þótt þeir líti
að sjálfsögðu á sig sem bræðraþjóðir.
Sem dæmi um þetta má nefna að að-
alþulur fyrstu sjónvarpsstöðvarinnar
í Kosovo eftir stríð var frá Makedón-
íu og þótti það mikil hneisa að út-
lendingur læsi fréttir fyrir Kosovo-
búa. Þulurinn gafst upp eftir nokk-
urra vikna starf. Annað dæmi era
auglýsingaskilti sem sett vora upp
um allt Kosovo en breyta varð text-
anum þar sem hann var á mállýsku
sem töluð er í Albaníu og það sættu
Kosovo búar sig ekki við.
Pappíramir hlaðast upp
I ályktun Öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna nr. 1244 sem umboð SÞ í
Kosovo byggist á, segir ekkert um
sjálfstæði, heldur „umtalsverða sjálf-
stjóm héraðsins með tíð og tíma.
Bernhard Kouchner lagði á það
áherslu fýrr í vikunni að hann hefði
ekkert umboð til að vinna að sjálf-
stæði Kosovo, heldur sjálfstjórn og
að ákvörðun um það yrði að koma
annars staðar frá.
Lítið hefur gerst í málunum á þeim
16 mánuðum sem liðnir era frá því að
SÞ tóku við stjórn Kosovo. Engin
ákvörðun eða opinber umræða liggur
fyrir um framtíðarstöðu Kosovo,
hvorki um þing, forseta, stjórnarskrá
eða vald sjálfstjómarinnar. „Við höf-
um undirbúið þetta, vissulega. Nú
þegar eru hlaðar af pappír hér um
stjómarskrá og sjálfstæði, segir
Kouchner. Pappíramir sem hann
nefnir era hins vegar vandlega
geymdir í SÞ og Kosovo-Albanar
verða æ óþolinmóðari eftir því sem
tíminn líður.
Á meðan ráðgjafar Kouchners
velta því íyrir sér hvort Rambouillet-
samkomulagið eigi að verða uppi-
staða stjómarskrár, hversu mikið til-
lit eigi að taka til grandvallarskjala
sjálfstjórnar Kosovo á níunda ára-
tugnum eða hvort semja eigi nýja
stjómarskrá frá granni, verða
Albanar æ langeygari eftir lausn. Og
á meðan SÞ ræða hvort æðsti emb-
ættismaður sjálfstjórnarhéraðsins
Kosovo eigi að vera forseti eða for-
sætisráðherra, kosinn af þingmönn-
um eða þjóðkjörinn, ræða Albanar
ekki um annað en fullt sjálfstæði.
Samráð við Serba um
framtíð Kosovo
En nú er er allt breytt. Kosovo er
enn hluti Júgóslavíu og þar sem kom-
inn er til valda maður sem hægt er að
ræða og semja við, Vojislav Kostun-
ica, verður ekki hjá því komist að
taka ákvarðanir er varða framtíð
Kosovo í samráði við hann. Richard
Holbrooke, sendiherra Bandaríkj-
anna hjá Sameinuðu þjóðunum, gerði
þetta alveg ljóst þegar hann heim-
sótti Kosovo í vikunni. Þá sagði hann
að ekki væri tímabært að ræða fram-
tíð Kosovo fyrr en að afloknum sveit-
arstjómarkosningunum, kosningum
í Bosníu og Bandaríkjunum í nóvem-
ber og þingkosningum í Serbíu í lok
desember.
Þetta og viðræður hans við Kost-
unica í Makedóníu á miðvikudag
sýna svo ekki verður um villst að fullt
samráð verður haft við Serba er
ákvörðun verður tekin um framtíð
Kosovo. Víst er að þrátt fyrir að
Serbar telji sig í raun hafa misst
héraðið, era þeir ekki reiðubúnir að
sleppa af því hendinni.
Þrátt fyrir að Kostuniea hafi ekki
viljað ræða Kosovo sérstaklega hing-
að til og sagt það vera neðarlega á
forgangslista sínum, hefur hann ekki
legið á þeirri skoðun sinni að það sé
órjúfanlegur hluti Júgóslavíu, lýsti
því m.a. yfir í setningarræðu sinni.
Þá mun hann hafa sagt í samtali við
makedónska sjónvarpið að júgó-
slavneskir herir ættu að snúa aftur til
Kosovo eins og kveðið er á um í sam-
komulagi júgóslavneskra yfirvalda
og NATO er batt enda á loftárásir
NATO á Júgóslavíu. Og á fundi Kost-
unica með Vladímír Pútín, forseta
Rússlands, í Moskvu á föstudag lýstu
þeir því yfir að tryggja bæri að Kos-
ovo yrði áfram hluti Júgóslavíu.
„Serbarnir allir eins
Fyrstu viðbrögð Kosovo-Albana
við valdatöku Kostunicas vora skeyt-
ingarleysi á yfirborðinu en ljóst var
að mörgum þeirra var afar bragðið
enda ljóst hvaða áhrif þetta kynni að
hafa á sjálfstæðisvonir þeirra.
„Veistu, Serbamir era allir eins. Mil-
osevic var ekki einn að verki í Kos-
ovo, það var serbneska þjóðin. Kost-
unica er ekkert betri en Milosevic,
hann er þjóðemissinni sem vill ná
Kosovo aftur,“ segir Adnan Sahiti frá
Mitrovica. Ljósmynd sem tekin var
af Kostunica í hópi hermanna í Kos-
ovo, með vélbyssu í hendi, hefur ekki
bætt úr skák.
„Þetta er bara smáhreyfing á mál-
um í Serbíu, hún breytir ekki hugar-
fari þeirra.Við þurfum á alþjóðlegri
að halda áfram, menn mega ekki láta
kjör Kostunicas verða til þess að þeir
gleymi Kosovo. Ef athyglin og öll
uppbyggingin beinist að Serbíu í stað
Kosovo era skilaboðin þau að menn
geti hafið stríð, drepið þúsundir
manna, skipt um aðalleikara og þá sé
allt í lagi. Þið setjið of mikið traust á
Kostunica, segir Vjosa Dobrana,
annar tveggja ráðherra lýðræðisum-
bóta í Kosovo en það er eitt 20 ráðu-
neyta sem SÞ og Kosovo-búar stýra í
sameiningu með tveimur ráðherram
yfir hverju.
Tómt mál að tala um sjálfstæði
Viðbrögð Vesturlanda era hins
vegar þau að nú komist loksins hreyf-
ing á mál á Balkanskaga, síðasti
hnúturinn hafi verið leystur. Kostun-
ica hefur enda sýnt mikinn sam-
starfsvilja eins og t.d. þegar hann
viðurkenndi Bosmuríki. Þrátt íyrir
að Kouchner, æðsti yfirmaður SÞ í
Kosovo, vilji ekki tjá sig um málið og
Holbrooke segi ótímabært að ræða
sjálfstæði, virðist lítill efi í huga vest-
rænna embættismanna.
„Það er tómt mál að tala um sjálf-
stæði Kosovo," segir einn yfirmanna
stjórnar Sameinuðu þjóðanna. Hann
segir hina pólitísku stöðu mun erf-
iðari og flóknari en fyrir ári. Þá var
Serbía undir stjóm manns sem engin
samskipti vora við og var ekki tekinn
með í reikninginn þegar ákvarðanir
er vörðuðu Kosovo vora teknar, svo
sem um breytingu á gjaldmiðli úr
dinar í þýskt mark og þegar mónak-
óskt símafyrirtæki tók að sér að reka
farsímakerfi á þarlendu landsnúm-
eri. Nú verði að taka tillit til stjóm-
valdaíBelgrad.
Á sama tíma hafa stjórnmálaleið-