Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ + STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LOFTSLAGSBRE YTING AR MEIRI EN ÁÐUR VAR TALIÐ NÝJAR vísbendingar eru komnar fram um, að mengun af mannavöldum eigi „veru- legan þátt“ í því, að á undanförnum árum og áratugum hefur hitastig um allan heim farið hækkandi. Kemur það fram í nýrri skýrslu, sem gerð hefur verið að tilstuðlan Alþjóðaveð- urfræðistofnunarinnar og Umhverf- isstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Var hún unnin af milliríkjanefnd um lofts- lagsbreytingar en aðild að henni eiga um 2.500 vísindamenn víða um heim. Búist er við, að þessi skýrsla muni móta mjög umræðuna næsta áratug- inn enda hafa vísindamenn ekki áður kveðið jafn skýrt að orði um það, að á jörðinni eigi sér stað loftslagsbreyt- ingar, sem haft geti ófyrirsjáanlegar og mjög alvarlegar afleiðingar. Skýrslan er fyrsta gagngera end- urskoðunin á skýrslu sömu nefndar frá 1995 en niðurstaða hennar var sú, að athafnir manna hefðu haft „greini- leg áhrif“ á loftslagið vegna þess, að mengunin ylli svokölluðu „gróður- húsaástandi“. í nýju skýrslunni segir, að vísbendingar um þessi áhrif á loftslagið séu „miklu meiri“ nú og fullyrt er, að mengunin eigi „veruleg- an þátt í þeirri hækkun hitastigs, sem orðið hefur í heiminum síðastliðin 50 ár“. Vísindamennirnir segja, að verði ekki dregið úr menguninni muni yfir- borðshiti á jörðinni hækka um allt að sex gráður á celsíus til loka þessarar aldar. í skýrslunni frá 1995 var því spáð, að hitastigið hækkaði um 3,5 gráður á sama tíma en þær rannsókn- ir, sem síðan hefur verið unnið að, sýna, að þróunin er hraðari og al- varlegri en áður var talið. Er ástæðan sú, að síðustu ár hafa verið mjög hlý og í skýrslunni er fullyrt, að síðasti áratugur hafi verið sá hlýjasti í 1.000 ár. Er jafnframt um að ræða mestu hitabreytingar á jörðinni frá lokum síðustu ísaldar. Afleiðingar þessara breytinga geta orðið miklar og vísindamenn segja, að þær séu raunar þegar komnar fram að nokkru leyti. Síðustu ár hefur ver- ið óvenju mikið um öfluga fellibylji á Karíbahafi, sunnanverðu Kyrrahafi og á Indlandshafi og sums staðar hafa verið meiri flóð en áður eru dæmi um. Annars staðar ríkja þrálát- ir þurrkar með þeim afleiðingum, að fólk hefur flosnað upp vegna fjárfellis og uppskerubrests. Ein afleiðing loftslagsbeytinganna er sú, að jöklar bráðna og munar þar mest um bráðnun á heimskautunum. Rannsóknir sýna, að íshellan á norð- urskauti hefur þynnst verulega á síð- ustu áratugum en við það losnar um óhemju mikið af fersku vatni. Nú er talið, að sjávarborð muni af þessum sökum hækka um hálfan metra frá 1990 til 2100 og ýmsar láglendar eyj- ar, til dæmis í Kyrrahafi og Indlands- hafi, eru þegar komnar undir vatn að hluta. A öðrum láglendissvæðum eykst ágangur sjávar ár frá ári. Önnur afleiðing ferskvatnsflutn- ingsins er sú, að hann getur haft mik- il áhrif á lóðrétta hringrás heimshaf- anna en hún er ráðandi þáttur í þróun loftslags á Norður-Atlantshafi. Vegna varmaflutnings þessa „færi- bands“ er líklega 6-8 gráðum hlýrra víða við N-Atlantshaf en ella væri. Um þetta var raunar fjallað í Reykjavíkurbréfí, sem skrifað var 25. mars sl., og vitnað í kenningar vís- indamanna um, að gróðurhúsaástand- ið geti orðið til að stöðva færibandið og valda nýrri ísöld. Rannsóknir á borkjörnum úr Grænlandsjökli sýna einmitt, að veðurfarsbreytingar geta orðið mjög skyndilegar. Um þetta er að vísu enn mikil óvissa en sumir lík- anreikningar gefa til kynna, að grundvallarröskun geti orðið á starf- semi færibandsins (Golfstraumsins) af völdum loftslagsbreytinga. í frétt í Morgunblaðinu í gær um skýrsluna segir, að „margar skýrslur, sem gefnar hafa verið út frá 1995, hafa komist að þeirri niðurstöðu, að hækkun hitastigs á jörðinni sé alvar- legra vandamál en áður hefði verið talið“. Það ætti að verða stjórnvöld- um um allan heim hvatning til að horfast í augu við þá stórkostlegu vá, sem hugsanlega bíður okkar, og við íslendingar megum ekki verða eftir- bátar annarra í því að draga úr meng- un eins mikið og kostur er. 29. okt. 1950: „En ylræktin á áreiðanlega mikið land ónumið. Islendinga skortir mjög hverskonar garðávexti. Mjög mikið af afurðum gróðurhúsanna hjer syðra er flutt út um land, bæði til kaupstaða og sveita. Ylræktin þarf þess vegna að verða miklu almennari og framleiðsla hennar meiri til þess að fullnægja þörf þjóð- arinnar fyrir þessi hollu matvæli. Við verðum að leggja aukið kapp á að hagnýta jarðhitann til fram- leiðslu matvæla. - Okkur skortir þau matvæli veru- lega, sem ylræktin getur sjeð okkur fyrir. Hún getur einnig átt sinn þátt í að stuðla að aukinni fjölbreytni Forustugrein í landbúnaði okkar. Með aukinni framleiðslu þessara afurða geta þær einnig orðið ódýrari og auðkeyptari fyrir allan almenning." 29. okt. 1960: „í fyrradag hélt Bjarni Benediktsson stórmerka ræðu um land- helgismálið á Alþingi. í stuttu og hnitmiðuðu máli ræddi hann alla helztu þætti landhelgismálsins, benti á hver taflstaðan væri og hvernig helzt væri von um að leysa deiluna. - Ræða þessi birtist í heild í Morg- unblaðinu í gær og er hér með skorað á þá, sem enn hafa ekki lesið hana, að kynna sér málið rækilega. Því miður er það nú á tímum of fátítt að heyra alþingis- menn taka raunhæft á við- kvæmum og þýðingarmikl- um málum í þingsölum. Þar ber oft meira á sýndar- mennsku og flutningi ómerkilegra tillagna í þeim tilgangi að dorga eftir at- kvæðum í ákveðnum kjör- dæmum. A hinn bóginn hyll- ast jafnvel heilir stjórn- málaflokkar til að taka afstöðu, sem þeim er ljóst að er andstæð íslenzkum hags- munum í hinum mikilvæg- ustu málum, ef þeir telja að á þann hátt séu líkur til að afla sér stundarfylgis. Hefur það áþreifanlega sannazt um Framsóknarflokkinn í land- helgismálinu. Af þessum sökum hlýtur ræða Bjarna Bene- diktssonar að vekja sérstaka athygli.“ EINSTAKA sinnum kemur fram á sjónarsviðið tækni sem breytir þjóðfélaginu í grundvallaratriðum. Hjólið hefur vafalítið verið slík uppfinning á sínum tíma og það sama má segja um prentvél Gutenbergs. Það má hins vegar deila um hvort til dæmis rafmagn- ið, talsíminn eða þá flugsamgöngur hafi haft jafnvíðtæk og róttæk áhrif þótt vissulega beri ekki að vanmeta áhrifamátt þessara tækninýj- unga. Það má kannski frekar segja að talsíminn hafi verið beint framhald af ritsímanum og að næstu skref hafi verið fax og jafnvel tölvupóstur. Að sama skapi hafa flugsamgöngur haft mikinn hægðarauka í för með sér en þær opnuðu ekki nýjar leiðir, sem ekki voru færar fyrir með skip- um eða bifreiðum. Netið og upplýsinga- tæknin I ENGIN tækninýjung hefur haft meiri áhrif á síðustu árum en til- koma Netsins og upp- lýsingatækninnar. Upplýsingar flæða nú á milli ríkja, fyrirtækja og einstaklinga í gífur- legu magni á ofurhraða sem haft hefur í för með sér mikla hagræðingu og framleiðniaukningu hjá þeim sem hafa nýtt sér möguleika hinnar nýju tækni. Þetta hefur orðið tilefni mikilla umræðna um hvaða langtímaáhrif þessi nýja tækni muni hafa, ekki síst á hagkerfið. Þeir sem lengst vilja ganga halda því fram að upplýsingatæknin geri í raun mörg þeirra efnahagslegu lögmála, sem hingað til hafa verið í gildi, úrelt. Upplýsingatæknin opni möguleika á hraðari hagvexti en hingað til án þess að það skapi hættu á verðbólgu. Þá virð- ast sumir þeirrar skoðunar að þessi nýja tækni muni jafnvel uppræta hagsveiflur og því beri vart að óttast efnahagskreppur í framtíðinni. Það einstaka góðæri sem ríkt hefur í banda- rísku efnahagslífi undanfarin ár hefur ýtt undir kenningar af þessu tagi þótt þróun á gengi hlutabréfa í netfyrirtækjum frá upphafí árs hafi orðið til að draga úr spádómum flestra. Breska tímaritið Economist birti fyrir skömmu langa og ítarlega úttekt á kostum og göllum þessa nýja hagkerfis. Þar segir að svo geti farið að hin efnahagslegu áhrif upplýsinga- tækninnar verði gífurleg, jafnvel sambærileg við þau áhrif sem rafmagnið hefur haft. Hins vegar muni hún vart nokkurn tíma standa undir verði netfyrirtækja á bandarískum hlutabréfamark- aði. Netið sé nefnilega alls ekki einstakt í sögunni og jafnvel megi bera það saman við ritsímann á sínum tíma, nýja tækni sem hafði í för með sér að fjarskiptakostnaður minnkaði og flæði upp- lýsinga um hagkerfið jókst stórlega. Kostur Netsins og upplýsingatækninnar er þeir nýju möguleikar sem opnast varðandi geymslu, nýtingu og dreifingu upplýsinga, upp- lýsinga sem hægt er að senda á augabragði hvert sem er, hvenær sem er án teljandi kostn- aðar. Hefur tímaritið eftir bandaríska prófess- ornum Bred DeLong við Berkeley-háskóla í Kaliforníu að upplýsingatæknin og Netið magni upp hugaraflið með svipuðum hætti og iðnbylt- ingin efldi vöðvaaflið. Áhrif upplýsingatækninnar á daglegt líf verða líklega minni en áhrif járnbrautanna og raf- magnsins en þó gæti farið svo að hin efnahags- legu áhrif upplýsingatækninnar yrðu töluvert meiri vegna þess hve fjarskiptakostnaður hefur lækkað mikið muni tæknin breiðast mjög hratt út og ná til mun fleiri og mun fyrr en ella hefði orðið. Hin nýja tækni hefur áhrif á framleiðni og það mun ráða úrslitum. Aukin framleiðni er forsenda betri lífskjara og þó svo að menn hafi um árabil horft upp á að stóraukin tölvunotkun hefði lítil áhrif á framleiðni í Bandaríkjunum virðist það nú vera að breytast. Nýja hag- kerfíð og margþátta framleiðni í ÞESSU sambandi er raunar athyglis- vert að rifja upp viðtal við Nicholas Vanston, forstöðumann rann- sóknasviðs hagfræði- deildar OECD, sem birtist í Morgunblaðinu 12. október sl., þar sem hann ræðir þessi mál. Hann segir þar að nýja hagkerfíð byggist á aukningu á margþátta fram- leiðni. Allt sé framleitt annars vegar með vinnu manna og hins vegar með vélum. Mögulegt sé að reikna út hversu stór hluti framleiðslunnar komi frá vinnunni og hversu stór hluti frá vélunum. „Þannig að þegar þetta er lagt saman mundi maður gera ráð fyrir að fá heildarframleiðsluna. Sú er hins vegar ekki raunin því það verður allt- af eitthvað eftir og þetta eitthvað er kallað margþátta framleiðni. Hún stafar af því að fólk finnur betri leiðir til þess að gera sömu hluti með jafnmikilli vinnu og sömu vélum. Þetta þýðir að um ávinning er að ræða jafnvel þótt ekkert hafi verið fjárfest. Á sjötta og sjöunda áratugnum og að nokkru leyti á hinum áttunda var margþátta framleiðni afar mikilvæg. Hún skýrði meira en helming vaxtarins í flestum OECD-löndunum, sérstaklega í Evrópu ... Þetta var mjög mikil- vægt á sjöunda og áttunda áratugnum og stafaði mest af þvi að önnur lönd græddu á því hvað Bandaríkin stóðu framarlega á tæknisviðinu. Önnur lönd gátu líkt eftir því sem gert var í Bandaríkjunum en þurftu ekki að leggja sjálf út í fjárfestingar til að búa tæknina til. Ur mikil- vægi þessa dró seint á sjöunda áratugnum og snemma á þeim áttunda, sem er ein af ástæðum þess að hagvöxtur hefur verið mun minni síðan. Þegar tölvurnar komu til sögunnar héldu margir hagfræðingar að það myndi auka marg- þátta framleiðni að nýju. Þetta mundi þýða að í öllum greinum sem nota tölvur yrði mikil fram- leiðsluaukning án þess að mikil aukning yrði í því sem notað er við framleiðsluna. Þegar hag- fræðingar sáu að hagvöxtur jókst án þess að verðbólgan hefði aukist voru fyrstu viðbrögð þeirra að draga þá ályktun að þetta væri aukn- ing í margþátta framleiðni og hún næði til allra geira þjóðfélagsins sem nýttu hina nýju tækni. Fyrir um hálfu öðru ári þegar nákvæmari tölur tóku að berast varð ljóst að þetta var ekki svo einfalt. Það reyndist vera framleiðsluaukning vinnuafls í þeim greinum sem notuðu mikið tölv- ur en það var aðeins vegna þess að þeir notuðu tölvutæknina meira. Tölvum fjölgaði því hlut- fallslega miðað við fólk. Framleiðsluaukningin varð sem sagt ekki vegna nýja hagkerfisins heldur var skýringin aukin fjárfesting í tölvu- búnaði. Þetta var því bara eins og í gamla hag- kerfinu, aukin framleiðsla vegna aukinnar fjár- festingar." Eflaust er meira en lítið sannleikskom í þess- ari orðgnótt því að þegar upp er staðið virðist nýja hagkerfið í nær öllum tilvikum lúta sömu lögmálum og hið gamla. Mun breiðast hratt út ENGINN skyldi þó vanmeta áhrif upplýs- ingatækninnar. í fyrrnefndri úttekt Economist kemur fram að framlög bandarískra stórfyrirtækja til rannsókna og þróunarstarfa hafa aukist um 11% á síðustu fimm árum og því bendir flest til að tækninýjungarnar muni halda áfram að spretta upp. Enn sem komið er séu ein- ungis 6% jarðarbúa tengd við Netið og jafnvel í ríku iðnríkjunum er hlutfallið einungis um 35% að meðaltali. Upplýsingatæknin eigi eftir að breiðast mjög hratt út á næstu árum og ekki megi heldur gleyma því að hún stendur ekki ein og sér. Umskipti séu einnig að eiga sér stað á öðrum sviðum, t.d. í líftækni, sem muni magna upp hin efnahagslegu áhrif. Til þess hefur hinna efnahagslegu áhrifa nýja hagkerfisins fyrst og fremst gætt í Bandaríkjun- um en á næstunni er því spáð að þau muni í stór- auknum mæli ná til Evrópu, Japan og fleiri heimshluta. Economist segir ekki hægt að úti- loka að upplýsingatæknin muni reynast mesta tæknibylting sögunnar á heimsvísu. þegar upp er staðið. Það breyti hins vegar ekki því að gömlu hagfræðilögmálin verða ennþá í góðu gildi. Góðæri vara ekki að eilífu og þenslu fylgir verðbólga. Þótt deilt sé um margt varðandi nýja hagkerf- ið verður ekki hjá því litið að það er staðreynd. Á næstu áinm og áratugum mun koma í ljós hve djúpt þær breytingar sem nýja hagkerfið hefur í för með sér rista og hvort þær séu fyrst og fremst áherslubreytingar eða hvort um grund- vallarbreytingar sé að ræða. Það er til dæmis greinilegt að þegar er farið að gæta áhrifa hins nýja hagkerfis hér á íslandi. Þannig benti Geir H. Haarde fjármálaráðherra á það á fundi OECD í París í sumar að nýja hag- kerfið ætti ekki síður við í minni hagkerfum en þeim stærri og að augljóst væri að gamla hag- kerfið tileinkaði sér mjög hratt það sem hið nýja hagkerfi hefði upp á að bjóða. „Ég nefndi það sem dæmi að í sjávarútvegin- um á Islandi væri gríðarlega mikil tæknivæðing þó að hann teldist vera hluti gamla hagkerfisins ... Síðan nefndi ég flest það sem gerst hefði í þessu nýja hagkerfi hefði átt sér stað í einka- geiranum, en að stjórnvöld hefðu engu að síður mjög mikilvægu hlutverki að gegna við að setja hinn almenna ramma,“ sagði Geir í samtali við Morgunblaðið í kjölfar fundarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.